Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 5
Iðnaður Hægt að auka framleiðnina Hermann Aðalsteinsson verkefnisstjóri í framleiðniátaki íiðnaði: íslendingarstanda nágrannalöndunum að baki hvað framleiðni varðar. Ástœðanslœm stjórnunfyrirtœkjanna. Með hagrœðingu hœgt að styttaframleiðsluferlið og auka framleiðnina. Aukinframleiðni: stœrriþjóðarkaka, meiri hagvöxtur „Iðntæknistofnun hefur í sam- ráði við Iðnaðarráðuneytið, samtök launþega og samtök at- vinnurekenda hafið framleiðniá- tak í iðnaði. Það á að stuðla að aukinni framleiðni. Aukin fram- leiðni hefur þær afleiðingar að þjóðarkakan stækkar og við höf- um meira til skiptanna. Fram- leiðni er hægt að auka með meiri hagræðingu innan fyrirtækj- anna, því eins og japanskur máls- háttur segir þá er „framleiðni við- horf hugans“. Aukin framleiðni gefur síðan aukinn hagvöxt sem ætti að vera flestum til góða. Við hjá Iðntæknistofnun fjöllum ekki um skiptingu þjóðarkökunnar, aðeins um að stækka hana“, sagði Hermann Aðalsteinsson verkefn- isstjóri í framleiðniátaki í iðnaði, þegar Þjóðviljinn spjallaði við hann um nýju sóknina í iðnaðin- um. „Framleiðniátak í iðnaði er tveggja ára verkefni sem hófst í byrjun þessa árs og lýkur í lok ársins 1986. Framleiðniátakið felur í sér að auka þurfi fram- leiðni fyrirtækjanna. íslendingar standa nágrannalöndunum að baki hvað framleiðni varðar og tel ég að rekja megi hluta þessa vandamáls til slæmrar stjórnunar fyrirtækjanna, þó alltaf séu und- antekningar á því. Með aukinni hagræðingu væri hægt að stytta framleiðsluferlið, og spara með því mikinn tíma. Sparnaður sem slíkur leiðir af sér aukna fram- leiðni og jafnframt leið til að stækka þjóðarkökuna. Nauðsynlegt er að kynna átakið fyrir sem flestum því þetta kemur öllum við, allir þurfa að gera sér grein fyrir verðmæta- sköpuninni. Rauntekjur einstak- lingsins hafa ekki hækkað á und- anförnum árum eins og vonir hafa staðið til. Það eru bara fleiri hendur sem sjá t.d. heimilinu far- borða. Það eru til 4 leiðir til að stækka kökuna: (virðisauki) 1. Að hækka verð. 2. Afsláttur í innkaupum. 3. Fjárfesting í nýjum tækjum. 4. Að auka framleiðnina. Það má gera með tvennum hætti þ.e. að framleiða sama magn með minni aðföngum eða framleiða meira magn með sömu aðföngum. Þessa leið veljum við. Söfnun upplýsinga Undirbúningsvinnan í fram- leiðnisátakinu hófst í byrjun þessa árs með söfnun upplýsinga, er varða framleiðnistig ýmissa atvinnugreina og landsins í heild í samanburði við ýmsar erlendar þjóðir. Samanburður á fram- leiðnitölum á milli þjóða er mjög erfiður vegna þess að mælieining- in kr., aurar er mjög slæm mæli- eining fyrir framleiðniútreikn- inga, en mest af handbærum gögnum eru með þeim hætti. Betra er að nota t.d. kg á móti mínútum eða eitthvað þess hátt- ar. Þegar t.d. er litið á kúrfu yfir framleiðnihlutfall íslendinga þar sem mælieiningin er kr., aurar getur hún sýnt að við séum í sókn og jafnvel kornin yfir framleiðni annars lands. En það segir ekki alla söguna því þar spilar verðlag inn í dæmið. Sameiginlegt átak í hagræð- ingu hjá fyrirtækjum og stytting framleiðsluferilsins er nauðsyn- legt. Það er hægt í því sambandi að taka dæmi frá árinu '76-77 tók það íslendinga 38 mínútur að framleiða einar gallabuxur þegar það tók Skota aðeins 19 mínútur. Þetta voru nákvæmlega eins bux- ur, úr sama efni og sama snið. Skosku buxurnar kostuðu um 25000 g. kr. en þær íslensku um 38000 g. kr.. Þær íslensku voru engan veginn samkeppnishæfar. íslenska starfsfólkið var ekkert síðra, meinið var framleiðsluferl- ið, íslensku framleiðsluferlið var mikið lengra en hið skoska. Þetta hefur tekist að laga. Með hagræð- ingu er hægt að laga þetta stig, það er ekki stjórnendur einir sem mesta vitið hafa á hagræðingu á vinnustað, það er líka starfsfólkið á vinnustaðnum. Með hagræð- ingu og styttingu framleiðslufer- lisins þarf vinnustaðurinn ekki að verða ómanneskjulegri þvert á móti ætti það að geta stuðlað að þægilegri vinnuaðstöðu og betri starfsanda. Við höfum verið að reyna að afla okkur upplýsinga yfir mark- aðshlutfall erlendra húsgagna á móti þeim íslensku hér á landi. A árunum 1973-1983 hefur innflutningur á húsgögnum fimmfaldast og neyslan tekið mikið stökk. En ekki er vitað hvernig skiptingin er á milli inn- lendrar og erlendrar framleiðslu. Þegar við leituðum eftir upplýs- ingum um söluna hjá t.d. Þjóð- hagsstofnun, Hagstofunni o.fl. aðilum, þá eru ekki til neinar að- skildar tölur yfir hvað selst af er- lendum húsgögnum og hvað af þeim íslensku, heldur aðeins heildartölur. Mörg húsgagna- fyrirtæki selja eigin framleiðslu ásamt innflutningi, og gefa hlut- fallið ekki upp. Vöxtur og velgengni Annar liður í framleiðniátak- inu er þróunarerkefnið, vöxtur og velgengni. Vöxtur og vel- gengni er byggt á námskeiði, ætt- uðu frá írsku stjórnunarstofnun- inni Irish Management Institute, en aðferðafræði þess hefur verið beitt þar með góðum árangri síð- an 1978. írar hafa flutt verkefnið, sem á ensku nefnist „Business Development Program“, út til annarra landa og er það nú í gangi í Austurríki, Finnlandi og Grikk- landi. Þátttakendur voru valdir samkvæmt ábendingu ýmissa að- ila, félagasamtaka og stofnana. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim fyrirtækjum. Verkefnið stendur í 18 mánuði og krefst talsverðar vinnu af þátttak- endum, þeir þurfa að mæta á námskeiðið tvisvar í mánuði. Verkefnið skiptist í þrjú meg- instig: greiningu, áætlanagerð og framkvæmd. A greiningarstiginu eru fundnar veikar og sterkar hliðar fyrirtækisins og leitað nýrra möguleika. Á áætlanastig- inu eru möguleikar skoðaðir og þeir ákjósanlegustu valdir út. Á framkvæmdastiginu er áætlun hrint í framkvæmd og fylgst með árangri. Verkefnið á að hjálpa til að koma á betri stjórnun, auknum mannlegum samskiptum og nýrri tækni, efla vöruþróun og leita nýrra markaða og auka framleiðni. Starfskynning í skólum Á vegum framleiðni átaksins voru haldnar starfskynningar í tveim grunnskólum á landinu í fyrra vetur, á Seyðisfirði og í Ármúlaskólanum. Markmiðið var að koma nemendum í snert- ingu við uppbyggingu atvinnulífs- ins og mikilvægi framleiðni. Nemendur fóru í framleiðsluleik, í honum voru þeir fyrst spurðir hvað þeir vildu fá í laun að loknu námi. Útkoman hjá flestum var 40-50 þús. kr. á mánuði. Síðan var þeim sýndur hitaplatti og þau spurð hvað þau mundu vilja borga fyrir hann, flest vildu borga 70-80 krónur. Nemendur töldu sig geta búið til plattann á einum klukkutíma og var þá reiknað út hvað þau myndu hafa í laun ef þau ynnu við plattagerð og var útkoman 14000 krónur á mánuði. Okkur fannst nemendurnir á Seyðisfirði vera í miklu nánari snertingu við atvinnulífið en nemendurnir úr Reykjavík. Þeir fóru eftir starfskynninguna að taka að sér að þvo og bóna bfla í jólafríinu. Ágóðinn var síðan látinn renna í ferðasjóð 9. bekk- inga. Það eru enn í gangi viðræður við menntamálaráðuneytið um að hrinda þessu í framkvæmd. Atvinnugreina- ráðstefnur í haust verður haldin ráðstefna um framleiðni hjá smáfyrirtækj- um. Hingað koma m.a. aðilar frá Noregi, Sviþjóð, Japan, írland og Kanada. Við höfuni verið í viðræðum við útvarpsstjóra um að koma á reglulegum kynning- arþáttum í sjónvarpið næsta vet- ur. Það er liður í kynningarátak- inu þar sem við reynum að koma átakinu á framfæri til sem fle- stra“, sagði Hermann Aðal- steinsson verkefnastjóri fram- leiðniátaksins að lokum. -sp Föstudagur 19. júli 1985 þjóðvíLJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.