Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 9
MYNDLIST Gallerí Slunkaríki Nú um helginaveröur opn- uð Ijósmyndasýning Svölu Jónsdóttur í Gallerí Slunkaríki álsafirði. Húnhefur áður einkum sýnt grafík- myndir. Gallerf Langbrók Á mánudag opnar Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir textílhönnuður kynningu á myndverkum og slæðum í Gallerí Langbrók. Opið virka daga kl. 12-18 og 14- 18umhelgar. Akureyri Opnuð hefur verið viða- mikil sýning 20 ungra myndlistarmanna [ íþrótta- skemmunni við T ryggva- braut á Akureyri. Sýnd eru milli 130og 140verk. Norrænahúsið Nú fer að verða hver síð- astur að sjá sýningu á sjáv- armyndum Gunnlaugs Schevings í kjallara Nor- rænahússins. Henni lýkur áfimmtudag. Grafík- myndasýningu norska listamannsins Guttorms Guttormsgaard lýkur einn- igeftirhelgi, nánartiltekiðá mánudag. Kjarvalsstaðir (Kjarvalssal stendur yfir sýning á verkum Jóhann- esar S. Kjarvals og er hún opindaglegakl. 14-22til júlíloka. I vestursal stendur hins vegar yfir Ijósmynda- sýning rússneska lista- mannsins VladimirSichov. Þar eru 330 Ijósmyndir af um 170 islenskum lista- mönnum. Jafnframt er sýnd þar hálftíma kvik- mynd um islenska menn- ingu er tveir frægir banda- rískir kvikmyndagerðar- menn hafa gert. Sýning- unni lýkur 28. júlí. Oddi Listasafn Háskóla íslands sýnir nú verk sin i glæsi- legum húsakynnum á efstu hæð Odda, nýbyggingar hugvisindadeildar. Opið daglega kl. 13.30-17. Ókeypis aðgangur. Nýlistasafnið Hollenski listamaðurinn Douwe Jan Bakker er um þessar mundir með sýn- ingu í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3B. Solfoss Jónína Björg Gísladóttirog ÓlafurTh. Olafsson eru um þessar mundir með mál- verkasýningu í Safnahús- inu á Selfossi. Opið kl. 14- 22 umhelgarog 16-22 virkadaga. Gallerf Borg Nú stendur yfir sumarsýn- ingíGalleríBorgvið Austurvöll. Þargefurað líta um 100verkeftiralla helstu listamenn þjóðar- innar. Sýningin eroþin kl 12-18allavirkadaga. Langholtsvegur111 Um þessar mundir stendur yfirhjá Islenskum húsbún- aði að Langholtsvegi 111 sýning á verkum 5 nem- enda við textildeild MHl. Sýnendur eru Björk Magn- úsdóttir, FjólaÁrnadóttir, IngiríðurÓskarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kristrún Ágústsdóttir. Ásmundarsafn Opnuð hefur verið í Ás- mundarsafni ný sýning er nefnist Konan (list Ás- mundar Sveinssonar. Opið alladaga kl. 10-17. Ásgrfmssafn Sumarsýning stendur yfir. Opiðdagleganema laugardaga kl. 13.30-16. m LEIKLIST Gaukura Stöng Á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum gefst nú fólki kostur á að kaupa mat og er leiksýning innifalinn. Þrír nýútskrifaöir leikarar sýna einþáttung- inn Björninn eftir T sékoff. Stúdentaleikhúsið Stúdentaleikhúsið sýnir Draumleik eftir Strindberg á sunnudögum, þriðju- dögum og fimmtudögum. Miðar eru seldir við inn- ganginn en einnig er hægt að þanta þá í síma 17017. LightNights Light Nights sýningarnar eru hafnar ÍTjarnarblói en þæreru einkum ætlaðar fyrir erlenda ferðamenn. Sýnt er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum kl. 21. TÓNLIST Húnaver Á hádegi á laugardag hefst í Húnaveri stórkostleg Bongóhátíð og stendur hún fram á aðfararnótt mánudags. Þeirsem koma fram eru blámenn úrSene- gal, Stuðmenn, Megas, Bubbi, HerbertGuð- mundssono.fi. Hljómskálagarður Rokktónleikarverða í Hljómskálagarðinum á sunnudagkl. 13.30-17.30. Milli 8 og 10 hljómsveitir leika undir kjörorði árs æskunnar: Þátttaka, þró- un, friður. Skálholtshátíð Á sunnudag verður Skál- holtshátíðin. Hefst hún með klukknahringingu kl. 13.00 en siðan verður messa. Kl. 16.30 ersam- koma i kirkjunni og þar verður m.a. flutt dagskrá í samantekt Guðrúnar Ás- mundsdóttur leikara. Nefn- ist hún Guðleg ný tíðindi - svo sem kvað Oddur Gott- skálksson. Áætlunarferð frá Umferðamiðstöð kl. 12.00. Bessastaðahreppur Náttúruverndarfélag Suö- vesturlands fer í tvær skoð- unarferðir á Álftanes á laugardag. Fariðverðurí fjörunytjaferð fyrr um dag- inn.ogsiðan náttúruskoðunar- og sögu- ferð um Bessastaðahrepp. Sjá nánar hér i blaðinu. Sædýrasafnið Sædýrasafnið í Hafnarfirði eropið alladagakl. 10-19. Háhyrningnum er gefið á klukkutímafresti um helgar kl. 13-17. . Þjóðminjasafnið Með silfurbjarta nál heitir sýning sem opnuð hefur veriðíbogasal Þjóðminja- safnsins og fjallar hún um islenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Opið daglegakl. 13.30-16. Nokkrír af þeim sem sýna að undirbúa upphengingu mynda. Akureyri ungra myndlistarmanna Samsýning Föstudaginn 19. júlí nk. verður opnuð viðamikil myndlistarsýn- ing í Iþróttaskemmunni við Tryggvabraut á Akureyri. Þar sýna yfir 20 ungir myndlistar- menn milli 130 og 140 verk; mál- verk, teikningar, skúlptúra, tex- tfl, grafik og keramik. Þátttakendur eiga það sam- eiginlegt að hafa stundað listnám um lengri eða skemmri tíma utan heimabyggðarinnar, ýmist í Reykjavík eða erlendis. Flestir eru þeir Akureyringar en einnig eru í hópnum þeir Norðlendingar sem byrjuðu sitt myndlistarnám í Myndíistarskólanum á Akureyri. Tilgangurinn með þessari stóru sýningu, sem styrkt er af Menn- ingarsjóði Akureyrarbæjar, er að gefa fólki kost á að fylgjast með því hvað ungt akureyrskt mynd- listarfólk er að gera um þessar mundir og draga upp mynd af því sem vænta má af nýrri kynslóð. Sýningin verður opnuð kl. 20.00, föstudaginn 19. júlí og verður opin alla daga til sunnu- dagskvölds 28. júlí. Bessastaðir á Álftanesi. NVSV Skoðunarferð um Bessastaðahrepp N.V.S.V. fer náttúruskoðun- ar- og söguferð um Bessastaða- hrepp laugardaginn 20. júlí. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafn- inu Hverfisgötu 116 (gegnt Lög- reglustöðinni) kl. 13.45 frá Nátt- úrufræðistofu Kópavogskl. 14.00 og Álftanesskóla kl. 14.45. Far- gjald verður 200 kr. en 100 kr. frá Álftanesskóla. Frítt fyrir börn í fylgd fuilorðinna. Allir velkomn- ir hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Leiðsögumenn verða Jens Tómasson jarðfræðingur, Guðrún Jónsdóttir líffræðingur, Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur og Ólafur E. Stef- ánsson ráðunautur sem fræðir okkur um staðhætti. Gallerí Langbrók Myndverk Mánudaginn 22. júlí opnar Að- alheiður Skarphéðinsdóttir text- flhönnuður kynningu á mynd- verkum og slæðum í Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg 1. Aðalheiður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla fs- lands 1967-1971 og síðan við Konstfackskolan í Stokkhólmi og slœður 1977-1981. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Aðalheiður hefur starf- að sem kennari við Myndlista- og handíðaskólann frá árinu 1982. Gallerí Langbrók er opið virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Ár ceskunnar Rokktónleikar í Hljómskálagarði Næstkomandi sunnudag verða haldnir rokktónleikar í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík, frá kl. 13.30 til kl. 17.30, undir kjör- orði árs Æskunnar: Þátttaka, þróun, friður. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við Reykjavík- urmót barnanna eða Fjördaginn, sem haldið er á sama tíma. Milli átta og tíu hljómsveitir munu spila á tónleikunum, þar á meðal: Voice, Twilight boy’s, No Time, Sverrir Stormsker, Fítus, óua- dro, Quitzi, quitzi, guitzi og Special Treatment. Aðgangs- eyrir er enginn. Húnaver Bongó- hótíðin um helgina Um hádegi á laugardag hefst hin stórkostlega Bongóhátíð í Húnaveri og lýkur henni ekki fyrr en aðfararnótt mánudags. Þar munu blámenn frá Senegal sýna bongóleik og bongódans og enn- fremur kenna. Eru allir hvattir til að koma með eigin ásláttarhljóð- færi og taka þátt í samhljómnum. Aðrir þeir sem fram koma eru ekki af lakari endanum. Það eru Stuðmenn, Megas og Bubbi Morthens. Þá mun og koma fram fulltrúi búddismans á íslandi, Herbert Guðmundsson, og flytja eigin lög af nýrri hljómplötu og boða fagnaðarerindið. Þeir sem sækja bongóhátíðina munu ör- ugglega verða vitni að mjög sér- stæðri og merkilegri samkundu. -GFr Svala Jónsdóttir. ísafjórður Ljósmyndir í Slunkaríki Nú um helgina opnar í Slunka- ríki á ísafirði sýning Svölu Jóns- dóttur á ljósmyndum. Sýningin stendur til 2. ágúst. Svala hefur áður tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum og þá sýnt grafi'kmyndir. Föstudagur 19. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.