Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Þrír af helstu leiðtogum stjórnar Nicaragua, frá vinstri: Daniel Ortega forseti, bróðir hans Umberto og Tomas Borge. Myndina tók Sigurður Hjartarson um það leyti sem kosningar fóru fram í landinu í fyrrahaust. Nicaragua 12.000 fallnir á 4 árum Hátíðarhöld í Managua í dag í tilefni afsex ára afmœli byltingarinnar Bretland íhaldið óvinsælt London - Þegar vika lifir af þinghaldi í Bretlandi kemur fram í skoðanakönnunum að vinsældir Margareth Thatc- hers forsætisráðherra hafa aldrei verið minni frá því í kosningunum fyrir tveimur árum. Jafnframt kom í Ijós að íhaldsflokkur Thatchers er neðstur af stóru flokkunum þremur hvað fylgi varðar. Verkamannaflokkurinn nýtur mests fylgis samkvæmt könnu- nunum en hann hefði fengið 38% atkvæða. Næst kemur bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna með 32,5% og íhaldsflokkurinn rekur lestina með 27,5%. 34% spurðra kváðust ánægðir með frammistöðu Thatchers en 60% voru óánægðir. Það kom einnig í ljós að það sem olli mest- um vonbrigðum með stjórn Thatchers er aukið atvinnuleysi og mikill niðurskurður á opin- berri þjónustu. Hins vegar virðast leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki njóta mikils trausts því þrátt fyrir allt er Thatcher álitin vænlegasti kost- urinn þegar spurt var um hverj- um menn treystu best til að veita bresku þjóðinni forystu. Genf - Alþjóða vinnumála- stofnunin, ILO, lýsir því yfir í skýrslu sem út kom í gær að góð menntun veiti fólki æ minni tryggingu fyrir góðum störfum. Atvinnuleysi mennta- manna eykst í mörgum löndum hraðar en annarra hópa. Þrátt fyrir mjög öra fjölgun Monrovia - Vesturafríkuríkið Líbería rauf í gær stjórnmálasam- band við Sovétríkin og gaf sov- éskum sendiráðsstarfsmönnum þriggja sólarhringa frest til að yfir- gefa landið. Þessi ákvörðun var tekin eftir að 14 stúdentar höfðu verið Managua, New York - Þess er minnst í Nicaragua í dag, föstudag, að sex ár eru liðin frá því Sandínistar steyptu ein- ræðisherranum Somoza af stóli og tóku völdin í landinu. starfa fyrir fólk með langa skóla- göngu að baki á undanförnum árum á meira en helmingur þeirra sem útskrifast með háskólapróf í Bandaríkjunum í erfiðleikum með að finna sér vinnu sem sam- svarar menntun þeirra. Til dæmis hefur atvinnuleysi meðal efna- fræðinga og efnaverkfræðinga aldrei verið meira en nú. handteknir þegar þeir komu úr heimsókn í sovéska sendiráðið í Monroviu. Sögðust yfirvöld hafa sannanir fyrir því að nokkrir þeirra hefðu afhent sendiráðs- starfsmönnum leynilegar upplýs- ingar um hernaðarmannvirki og varnargetu landsins. Daniel Ortega forseti upplýsti í viðtali sem New York Times birti í gær að 12.000 manns hafi failið í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu undanfarin fjögur ár. í Vestur-Þýskalandi fjórfald- aðist tala atvinnulausra mennta- manna á síðustu fjórum árum og eru þeir nú 115.000 talsins. Verst hafa kennarar, verkfræðingar, náttúruvísindamenn, lögfræðing- ar og viðskiptafræðingar orðið úti. segir í skýrslunni. I Sviss hefur atvinnuleysi með- al menntamanna vaxið úr 2% í 5% á örfáumárum en heildar- atvinnuleysið í landinu er aðeins um 1%. Æ algengara verður að fólk með háskólamenntun þurfi að leita í störf þar sem menntun þeirra nýtist ekki og bitnar þetta harðar á konum en körlum. í Sovétríkjunum lítur dæmið öðruvísi út, í það minnsta hvað landbúnaðinn áhrærir. í þeirri grein ríkir stöðugur skortur á bú- fræðingum, dýralæknum, verk- fræðingum og öðrum sérfræðing- um og stoðar lítt þótt háskólar landsins útskrifi 80.000 sérfræð- inga á sviði landbúnaðar ár hvert. Búist er við að 400.000 manns muni sækja hátíðarhöld á aðal- torginu í Managua í dag en þar hefur verið hengdur upp borði þar sem segir að þjóð Nicaragua ætli sér hvorki að selja landið né gefast upp. Út úr þessu lesa margir skilaboð til skæruliða sem njóta stuðnings og þjálfunar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Einnig má lesa af borðanum skilaboð til stjórnar Reagans í Bandaríkjunum sem varið hefur miljónum dollara í vopn og ann- an stuðning við skæruliðana sem berjast gegn kjörnum stjórnvöldum landsins. Sergio Ramirez varaforseti sagði í ræðu nú í vikunni að „helsti ávinningur okkar hefur verið að standa gegn þeim ásetningi bandarísku stjórnarinnar að eyðileggja ár- angur byltingarinnar“. I viðtalinu við New York Tim- es segir Ortega að ef Bandaríkin grípi til beinna hernaðaraðgerða gegn Nicaragua muni það verða kveikjan að stríði „um alla Mið- Ameríku". Hann sagði að stríðið í landinu gæti haldið áfram um ófyrirsjáanlega framtíð vegna þess að það virtist vera staðfastur ásetningu ríkisstjórnar Reagans að styðja við bakið á Contras. Hann sagði einnig að stjórn sín hygði ekki á nýjar friðarum- leitanir. „Við getum ekki gert meira en við höfum þegar gert“, sagði forsetinn. Þette gerðist líka... ...Leiðtogar hinnar ólöglegu verkalýðshreyfingar Póllands, Samstöðu, hvöttu i gær lands- menn til að hundsa þingkosningar sem fram eiga að fara í Póllandi 13. október nk.. ...Þykkur ís og lélegt skyggni hamla því aö sovéskur ísbrjótur geti brotið sér leið að rannsóknar- skipinu Mikhail Somov sem setið hefur fast í ísbreiðu Suður- skautlandsins síðan vetur hófst þar í marsmánuði. ...Elsta bókaforlag Englands, Cambridge University Press, hef- ur gert starfsmönnum sínum sem reykja að stunda þá iðju í sérstöku herbergi og verður dregið af launum þeirra sem svarar þeim tíma sem þeir eyða í reykherberg- inu. ...Þrjátíu slöngum hefur verið rænt úr dýragarðinum í Caracas í Ven- esúela. Sumarslöngurnarerueiti - aðar og meðal þeirra sem var stol- ið eru tiu risastórar kyrkislöngUT. ...Norsku trúboðsfélagi hefur verið boðið að snúa aftur til Kína og hefja störf þar að nýju en söfnu- ðurinn var rekinn úr landi fyrir 36 árum. REU'TER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Kína Menntamenn endurreistir Beijing - Dagblað alþýðunnar skýrði frá því í gær að kínverski kommúnistaflokkurinn hefði gef- ið út þá skipun að allir mennta- menn sem fallið hafa í ónáð frá því flokkurinn komst til valda árið 1949 skuli fá endurreisn æru innan tveggja ára. Á stjórnarárum Maós for- manns var farið í tvær stórar her- ferðir gegn smáborgaralegum menntamönnum, fyrst árið 1957 og síðan á árum menningarbylt- ingarinnar 1966-67. í þessum of- sóknum voru menntamenn marg- ir drepnir, settir í fangelsi og vinnubúðir, látnir vinna erfiðis- vinnu þar sem menntun þeirra nýttist ekki, sviptir eignum sínum og niðurlægðir með ýmsu öðru móti. Síðan núverandi valdahafar tryggðu sig í sessi árið 1979 hafa margir menntamenn fengið upp- reisn æru en að sögn lögreglunnar eru enn í hennar spjaldskrá skýrslur um tæplega 80.000 menntamenn sem bera þennan vafasama titil „stéttaróvinur". Og enn tíðkast það, einkum upp til sveita, að fyrirlíta mennta- menn og greiða þeim smánar- laun. Leiðtogi flokksins, Deng Xia- oping, hefur á undanförnum árum lagt á það áherslu að menntamenn séu þjóðinni lífsnauðsyn í þeirri viðleitni að auka hagvöxt og iðnaðarfram- leiðslu. Nú hefur sú dagskipun verið gefin út að hlúa beri vel að menntamönnum og að þeir sem enn eru í ónáð skuli fá uppreisn æru fyrir næsta þing kommúnista- flokksins sem haldið verður árið 1987. Kvennaráðstefna Eru Bandaríkin konungsríki? Nairobi - Á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna réðst talsmaður Afríska þjóðarráðs- ins, ANC, Gertrude Shope, harðlega á stjórn hvíta minni- hlutans í Suður-Afríku og sak- aði hana um að neyða blökku- konur til að gangast undir ó- frjósemisaðgerðir í því skyni að draga úr fjölgun svarta kyn- stofnsins í landinu. Shope sagði að hvítir atvinnu- rekendur fengju þau fyrirmæli að senda blökkukonur sem þeir hafa í þjónustu sinni á heilsugæslu- stöðvar þar sem m.a. er notað ófrjósemislyfið Depo-provera sem er bannað f mörgum löndum. Oft eru konur gerðar ó- frjóar gegn vilja sínum. Hvítar konur eru hins vegar hvattar til að „eignast barn fyrir Botha“. Botha þessi er forsætis- ráðherra minnihlutastjórnar hvítra í Suður-Afríku. Blökku- menn í landinu eru 23 miljónir talsins en hvítir menn aðeins 4 miljónir og Shope sagði að það væri ætlun stjórnvalda að breyta þessu hlutfalli, hvítum í vil. Þá gerðist það á ráðstefnunni í gær að sendinefnd bandarískra kvenna á vegum samtakanna Nairobi-samband kvenna, WCN, afhenti hinni opinberu sendi- nefnd Bandaríkjanna yfirlýsingu þar sem sagði að formaður henn- ar, Maureen Reagan, dóttir Ron- alds, gæti ekki talist fulltrúi bandarískra kvenna á ráðstefn- Maureen Reagan, dóttir Ronalds og Nancy. Bandarískar konur í Nairobi véfengja rétt hennar til að tala fyrir hönd bandarískra kvenna. unni og reyndar ekki aðrar konur í sendinefnd stjórnarinnar held- ur. WCN er samband fjölmargra kvennasamtaka í Bandaríkjun- um, samtaka verkakvenna, frið- arsamtaka, trúarsamtaka og mannréttindasamtaka, en full- trúar þeirra sitja hliðarráðstefn- una sem haldin er í Nairobi, For- um 85. Talsmaður samtakanna, Alva Buxenbaum, sagði að Maureen Reagan gæti engan veg- inn talist fulltrúi meirihluta bandarískra kvenna. „Hún hefur aldrei þurft að glíma við þau vandamál sem við horfumst í augu við á hverjum degi. Þar að auki vissum við ekki til þess að í Bandaríkjunum ríkti erfðarétt- ur“, sagði önnur kona úr sam- tökunum, Lidya Martinez. Atvinnuleysi Menntun engin trygging Samskipti Líbería slítur sambandi við Sovétríkin ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.