Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 6
Forstöðumaður Fóðurverksmiðju Búnaðardeild Sambandsins óskar að ráða vél- fræðing, véltæknifræðing eða mann með hliðstæða menntun til að veita fostöðu fóðurverksmiðju deildar- innar. Starfssvið hans er að hafa yfirumsjón með framleiðslu og annarri starfsemi verksmiðjunnar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711 Útboð - lyftur og færistigar Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir til- ’ boði í smíði og uppsetningu á lyftum og færistigum fyrir verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtaldar vökvalyftur og færistiga: A. Tvær fólkslyftur B. Tvær vörulyftur C. Tvo færistiga Uppsetningu A, B og C skal lokið fyrir 1. febrúar 1987. Einnig er óskað eftir tilboði í eftirtaldar vökvalyftur sem settar verða upp síðar: D. Tvær fólkslyftur E. Fjórar vörulyftur F. Eina útsýnislyftu Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4 Reykjvík frá og með þriðju- deginum 23. júlí 1985 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilþoðum skal skila til Hagkaupa hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 17. september 1985 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup h.f., Lækjargötu 4, Reykjavík. FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Vi6 höfum meira en 30 ára reynslu í utgafu vasabóka, og sú reynsla kemur viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til góða. Og okkur hefur tekist einkar vel með nýju Ferðavasabokina okkar og erum stoltir af henni. Þar er að finna ótrulega fjölbreyttar upplysingar, sem koma ferðafölki að ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meðal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu- vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandariska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp að telja. AWINNULÍF Fisksala íslensk stjóm- völd áhugalaus Sveitarstjórnarmenn nýkomnir úr Þýskalandsför. Sturla Þórðarson varaoddviti Blönduósi: Þjóðverjar vilja kaupa meirifisk afokkur en kvarta undan áhugaleysi íslenskra stjórnvalda. Þjóðverjar bjóða uppá hagstœðari kjör varðandi markað, tolla og þvíumlíkt. Sturla: Heimsókn okkar sveitarstjórnarmanna var sýndur mikill áhugi. Ljósm.: Ari. Ráðamenn í Neðra-Saxlandi í V-Þýskalandi sem við töluðum við kvörtuðu undan því að þeir hefðu reynt að komast í samband við stjórnvöld á íslandi en þau ekki sýnt áhuga. Þeir töldu að kannski kæmi meira út úr því að efla samband við sveitarstjórnar- menn og vildu t.d. gjarnan að Cuxhaven næði vinabæjar- tengslum við einhvern bæ á ís- landi, sérstaklega í sambandi við sameiginlega hagsmuni sem eru fiskveiðar. Þetta sagði Sturla Þórðarson varaoddviti á Blöndu- ósi í samtali við Þjóðviljann en hann er nýkominn úr boðsferð til V-Þýskalands ásamt hópi ís- lenskra sveitarstjórnarmanna. - Hvernig gætum við hagnast á slíkum vináttutengslum? - Landbúnaðarráðherra Neðra-Saxlands, sem við áttum viðræður við en undir hann heyra einnig fiskveiðar, sagði að þeir í Cuxhaven vildu ná auknum við- skiptasamböndum við íslend- inga. Aðeins 30-40% af þeim fiski, sem neytt er í V- Þýskalandi, er aflað með þýskum skipum. Þeir vilja helst fá óunn- inn fisk og eru tilbúnir að ræða um samskipti á þeim grundvelli að við sæjum þeim fyrir einhverju ákveðnu fiskmagni og kæmumst þá að hagstæðari kjörum í sam- bandi við markað, tolla og þess háttar. Sturla sagði að íslendingunum hefði gefist kostur á að kynnast hvernig kerfið í V-Þýskalandi er byggt upp en þar eru fjögur stig í stjórnsýslunni þar sem hér eru aðeins þrjú (sveitarfélag, sýsla, ríki). Þar mynda sýslufélögin fylki sem mega hafa sín eigin lög svo fremi sem þau brjóta ekki í bága við stjórnarskrá sambands- lýðveldisins. - Telurðu að við íslendingar gætum kannski tekið okkur vestur-þýska kerfið til fyrir- myndar? - Nei, ég tel það alltof þungt í vöfum og of mikið skrifstofubákn í kringum það. Við sögðum að á íslandi væri búið að leggja fram nýtt frumvarp að sveitarstjórnar- lögum og þá sagði fyrrnefndur landbúnaðarráðherra Neðra- Saxlands að þeirra kerfi væri ekki til fyrirmyndar og ekki til eftir- breytni. Þjóðverjarnir telja of mikla yfirstjórn í sínu kerfi og voru hræddir um að borgararnir væru í of litlum tengslum við stjórnmálamenn og öfugt. Það mætti passa sig á að hafa einingarnar ekki of stórar. Ann- ars er erfitt að gera samanburð á íslandi og V-Þýskalandi að þessu leyti þar sem þar eru um 100 þús- und kjósendur í hverri sýslu. - Fóruð þið víða um V- Þýskaland? - Heimsóknin var aðallega til Helmstedt en einnig fórum við á fylkisþingið í Hannover og einn dag fórum við til Berlínar. Fyrsti dagurinn fór í að kynna okkur landamæraástandið en Helm- stedt liggur rétt við landamæri A-Þýskalands. Það var svona áróður. Annars kom á alla að kynnast ástandinu þarna á landa- mærunum og mjög skiljanlegt hvernig Þjóðverjar þar hugsa. Þarna er þjóðinni skipt af utan- aðkomandi aðilum og ég tel það ekki vera sósíalismanum til fram- dráttar. Enda lít ég þannig á að stjórnkerfið í A-Þýskalandi eigi fremur skylt við harðstjórn en sósíalisma. - Hvernig kom þessi boðsferð til? - Hún kom í kjölfar heimsókn- ar þýskra sveitarstjórnarmanna til fslands en það voru Kristilegir demókratar sem buðu. Einstök- um sveitarstjórnum í V- Þýskalandi er óheimilt að bjóða slíkum hópum frá útlöndum og þess vegna var þetta form haft á. I íslenska hópnum voru sveitar- stjórnarmenn úr bæði fámennum og fjölmennum sveitarfélögum og úr öllum stjórnmálaflokkum. Þetta var 10 manna hópur og heimsókninni var sýndur mikill áhugi. Sem dæmi get ég nefnt að haft var viðtal við mig í norður- þýska sjónvarpinu. B SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.