Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MðÐVmiNN Föstudagur 19. júlí 1985 162. tölublað 50. örgangur Það blés hraustlega á Senegalmennina fjóra sem komu til íslands í gær til að kenna landanum að berja bumbur. Myndin er tekin af þeim og Afríkudansaranum Abdou fyrir utan Kramhúsið, en þar verður haldið námskeið með sýningu. Afríkudansi og bongótrommuáslætti og lýkur því Skoðanakannanir Alþýðuflokkurinn tapar fylgi Skoðanakannanir Hagvangs og Helgarpósts sýnafram á mikið fylgistap Alþýðuflokksins fráfyrri könnunum. Ríkisstjórnin stendur í stað. Alþýðuflokkurinn er farinn að tapa fylgi ef marka má skoð- anakannanir sem Helgarpóstur- inn birti í gær og Hagvangur í Morgunblaðinu í fyrradag. Alþýðuflokkrinn er með 15.5% ÍHP könnuninni, 16% hjá Hagvangi en fór uppí 22.3% hjá HP í apríl. Alþýðubandalagið er með 12.6% hjá HP, 12% í Hagvangs- könnuninni, og var með 13.2% í HP-könnuninni í apríl. Samsvarandi tölur hjá Banda- lagi jafnaðarmanna eru 8.6%, 7.7% og 5.6%. Framsóknarflokkur 11.7%, 11% og 10.8%. Samtök um kvennalista 9.7%, 9.1% og 5.4%. Sjálfstæðisflokkur 41.6%, 43.6% og 41.8%. í Helgarpóstskönnuninni segj- ast 49.8% þeirra sem taka af- stöðu vera fylgjandi ríkisstjórn- inni, en 50.2% andvígir. í Hag- vangskönnun um þetta atriði sem Morgunblaðið birti í gær, segjast 57.4% styðja ríkisstjórnina en 42.6% vera henni andvígir. í þeirri könnun kemur m.a. fram, að 67.1% í stjálbýli styðji ríkis- stjórnina, 57.3% á höfuðborgar- svæðinu og 55.5 í þéttbýli á lands- byggðinni. Andvígir henni eru tilsvarandi 32.9% í stjálbýli, 42.7% á höfuð- borgarsvæðinu og 44.5% í þétt- býli á landsbyggðinni. -óg Ifvalvertíðin Mikil veiði að undanfömu Þetta hefur gengið alveg ágæt- lega lyá okkur í ár, það eru komnar 122 langreyðar á land. Það hefur verið mikil hama- gangur í öskjunni undanfarinn sólarhing, 7 hvalir hafa komið núna á mjög stuttum tíma og rétt í þessu var Hvalur 8 að koma með tvo, svo það er nóg að gera á plan- inu, sagði Ingvi Böðvarsson verk- stjóri í verksmiðju Hvals hf. í Hvalfirði í viðtali við Þjóðviljann f gær. A þessari vertíð eru þrjú skip á hvalveiðum við ísland. Það hefur verið langt að sækja, hvalurinn heldur sig út af Breiðafirði, svo bátarnir þurfa að stíma um 200 mflur á miðin. -«g Kvótakerfið Rang- lega siriptur veiði- leyfi Mistök hjá Fiskifélagi og ráðuneyti. Leyfissvipt- ingin tekin til baka. Finn- ur Pétursson í Ólafsvík: Ranglæti kvótakerfisins getur ekki gengið áfram. Það er mikil ólga og reiði hérna á Snæfellsnesi útaf þessum kvóta- málum. Nú er hver báturinn af öðrum að stöðvast sem fengu út- hlutað 100-200 lestum á meðan bátar sem eru undir 10 tonnum eru ekki háðir neinum aflatak- mörkunum og eru sumir komnir með hátt í 300 lestir“, sagði Finn- ur Pétursson sjómaður á Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann. Finnur sem gerir út Pétur Jak- ob SH-37 sem er tæplega 12 lesta bátur fær að veiða 131 tonn af þorski á þessu ári. Er hann kom heim úr róðri á dögunum beið hans skeyti frá sjávarútvegsráðu- neytinu þar sem tilkynnt var að hann væri búinn með kvótann og veiðileyfið væri tekið af honum. „Þetta gat engan veginn staðist því ég átti eftir tæp 17 tonn af þorskkvótanum og ég þurfti að standa í símaati við þá hjá Fiski- félaginu og í ráðuneytinu en það kom í ljós að gleymst hafði að taka tillit til línuaflans hjá mér frá í janúar og febrúar. Þeir urðu því að senda mér nýtt skeyti úr ráðu- neytinu og taka leyfissviptinguna til baka. Það virðist vera aðal- starfið hjá eftirlitinu og ráðuneyt- inu að eltast við okkur á smábát- unum á meðan togararnir fá að moka upp þorski sem síðan er af stórum hluta keyrður beint í gú- anó. Þessi kvótadella getur engan veginn gengið svona áfram, sagði Finnur Pétursson. -Ig. Skaftamálið Löcjreglumenn gagnrýna saksóknara Lögreglufélagið telur að ríkisvaldið eigi að bera ábyrgð á starfsmönnum sínum. Hverjir eru peningamenn á ritstjórastóli? Lögreglumenn viljafund um málið. Lögreglufélag Reykjavíkur hef- ur sent frá sér harðorða álykt- un, vegna nýfallinna dóma í hinu svonefnda Skaftamáli, þar sem m.a. kemur fram, að það muni síðar leggja fram rökstudda gagnrýni á saksóknara ríkisins vegna þessa máls. I ályktun sinni telja þeir mjög vafasamt að ríkis- valdið geti skorast undan hús- bónda valdi sínu þegar einn starfs- manna þess fremur gáleysisverk í starfi og segja það stéttarlega nauðsyn, að dómsmálaráðuneyt- ið og lögregluyfirvöld geri eitthvað í þeim málum. Lögreglu- félagið telur það óeðlilegt og hættulegt að gera óbreyttan starfsmann bótaskyldan fyrir slíku, það sé of mikil ábyrgð lögð á hans herðar. í ályktuninni er einnig vikið að þætti fjölmiðla í Skaftamálinu. Þar segir, að fjölmiðlar hafi með reginafli sínu fengið almenning til að dæma þrjá menn seka fyrir níðingsverk. Þó sé þar ekki við blaðamennina sjálfa að sakast, línan hafi komi að ofan, hún hafi gilt og muni gilda, þótt harðleikið sé að peningamenn á ritstjóra- stóli geti leikið sér að örlögum fólks. Fjórir lögreglumenn í Reykja- vík hafa sent stjórn Lögreglufé- lags Reykjavíkur bréf, þar sem þeir fara fram á að stjórnin boði til félagsfundar eins fljótt og auðið er. Fjórmenningarnir vilja að á fundinum verði fjallað um niðurstöðu hæstaréttar í Skaftamálinu og þörf á breyttum starfsháttum. Þeir vilja ennfrem- ur að á fundinn verði boðaðir dómsmálaráðherra, lögreglu- stjórinn í Reykjavík og frétta- menn frá dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þá óska þeir þess, að reynt verði að fá Sigurð Líndal prófessor til að veita svör við lag- askýringum í sambandi við mál- ið. -gg Sjá síðu 14. A tómsp rengjan Vilja ekki sprengjumanninn Tókíó/Reuter — Borgaryfirvöld í Nagasaki í Japan hafa neitað að taka við afsökunarbeiðni frá manninum sem varpaði kjarn- orkusprengjunni á borgina fyrir 40 árum. Kermit Beahan var sprengju- maður um borð í B-29 herflugvél úr bandaríska flughernum þann 9. ágúst árið 1945 og kom það í hans hlut að varpa sprengjunni sem felldi á að giska 70.000 íbúa og lagði borgina í rúst. Hann hef- ur látið í ljósi þá ósk að fá að vera viðstaddur minningarathöfnina sem haldin verður f Nagasaki 9. ágúst nk. þegar 40 ár verða liðin frá því sprengjunni var varpað. „Við skiljum tilfinningar hans, en það eru enn á lífi mörg fórnar- lömb sprengjunnar sem enn þjást af hennar völdum og vilja ekki hafa þennan mann fyrir augun- um,“ sagði einn af embættis- mönnum borgarinnar í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.