Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 1
SUNNUDAGS- BLAÐ Verðbréfasala Seðlabankinn í okurvextina Nordalstofnar Verðbréfaþing íslands með stœrstu verðbréfasölum landsins. Ekki spurning umfjárskort almennings heldur upplýsingar ogfrœðslu um gildi sparnaðaf Seðlabankinn hefur fengið stærstu verðbréfasala lands- ins, Kaupþing og Fjárfestingarfé- lagið auk Landsbankans í lið með sér og stofnað til verðbréfamark- aðar undir heitinu Verðbréfaþing íslands. Viðskiptaráðherra hefur staðfest starfsreglur fyrir mark- aðinn en í þeim er lögð áhersla á að hann sé sem sveigjanlegastur og að markaðsaðilarnir ráði sjálfír mestu um þróun hans og skipulag. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri lagði á það áherslu er hann tilkynnti um stofnun verðbréfa- markaðarins í gær, að hér væri stigið mjög tímabært skref í frjálsræðisátt í peningamálum. Forstöðumenn Kaupþings og Fjárfestingarfélagsins upplýstu að mikil gróska væri á verðbréfa- markaðinum og einkum hefðu skuldabréf gefin út af fyrirtækj- um stórlega fjölgað undanfarið. Með stofnun Verðbréfaþings- ins er Seðlabankinn orðinn beinn áhrifaaðili að þreföldu vaxtakerfi sem nú þrífst hérlendis. f fyrsta lagi eru það lögboðnir vextir sem bankinn setur sjálfur, uppá 5% raunvexti. Af skuldabréfum rík- issjóðs sem bankinn sér um sölu á um 6-8% raunvexti og nú síðast hinn frjálsi verðbréfamarkaður þar sem afföll eru gífurleg og raunvextir af skuldabréfum allt uppí 18-20%. Seðlabankastjóri játti því á fundi með blaðamönnum í gær að hér eftir myndu vextir á verð- bréfamarkaði hafa mun meiri á- hrif á vaxtaþróunina en hingað til. Svokölluð „okurlög“ væru orðin úrelt og verið væri að undir- Lánasjóðurinn Ragnhildur liggur á reglunum Stjórn Lánasjóðs fslenskra námsmanna hefur samþykkt úthlutunarreglur fyrir sitt leyti og er þar meðal annars gert ráð fyrir því að fyrsta árs nema fái víxillán. En síðastliðið ár var þeim vísað í bankana með misjöfnum árangri. Hins vegar er Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra búin að vera með reglurnar til samþykktar eða synjunar í rúman mánuð og hefur heyrst að hún sé treg til að fallast á þá sam- þykkt stjórnarinnar að veita fyrsta árs nemum lán. Að auki mun Ragnhildur eiga eftir að skipa formann stjórnar þar sem Sigurður Skagfjörð er hættur störfum. Þessi bið eftir ákvörðunum ráðherra mun vera stjórn Lána- sjóðsins mjög óþægileg, enda haustar að og þessi mesti anna- tími sjóðsins færist óðfluga nær. Þjóðviljinn hefur undanfarna daga ítrekað reynt að ná í Ragn- hildi Helgadóttur vegna þessa máls, en án árangurs og enginn annar í ráðuneytinu gat svarað spurningum um þetta mál. -pv búa breytingar á vaxtalöggjöfinni í viðskiptaráðuneytinu. Taldi Nordal öll skilyrði fyrir því að verðbréfaviðskipti færu ört vax- andi á næstu árum. „Spurningin er ekki um fjár- skort hjá almenningi heldur miklu fremur um auknar upplýs- ingar og fræðslu varðandi gildi sparnaðar", sagði Pétur Blöndal hjá Kaupþing og einn stjórnar- manna Verðbréfaþingsins að- spurður hvort verðbréfasalar ættu von á að t.d. fiskverkunar- fólk kæmi í hópum til að fjárfesta á nýja markaðnum. - |g. Vigdísi forseta var forkunnar vel fagnað í Neskaupstað. Hér sést hún með öðrum forseta Kristni V. Jóhannssyni, forseta bæjarstjórnar í Neskaupstað og mannfjöldanum sem tók fagnandi á móti henni. Ljósm. GGO. Forsetaheimsóknin Vigdís er sameiningartókn Frá Mjóafirði kom Vigdís Finn- bogadóttir til Neskaupstaðar með varðskipi uin miðjan dag á fímmtudag og tók bæjarstjórn staðarins á móti henni. Gengið var beint í skrúðgarð bæjarins og þar gróðursetti forsetinn hin hefðbundnu þrjú tré. Vigdís kom víða við í Nes- kaupsstað, heimsótti meðal ann- ars Náttúrugripasafn, undir leið- sögn Hjörleifs Guttormssonar, skoðaði kirkjuna og heimsótti sjúkrahúsið og elliheimilið. Kvöldverður var snæddur í boði bæjarstjórnar í félagsheimilinu Egilsbúð, þar sem Kristinn V. Jó- hannsson forseti bæjarstjórnar ávarpaði Vigdísi og ræddi um hagsmunaátök á milli þéttbýlis og dreifbýlis og hvernig hann liti á forseta landsins sem sameining- artákn fyrir þessi stríðandi öfl. Kristinn lýsti einnig ánægju sinni með það að forsetinn kynnti sér af eigin raun viðhorf fólksins úti á landi og gæti borið þau suður. Síðan tók Vigdís til máls og þakk- aði fyrir móttökurnar og veitti viðtöku nokkuð sérstæðri gjöf, en það var postulínsstytta af fjall- inu Hellisfjarðarmúla og Búlandi sem blasir við sunnan Norðfjarð- Styttuna gerði Sigurborg Ragnarsdóttir myndlistarmaður í Neskaupsstað. í gær fór Vigdís til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar þar sem sýslu- maður Suður-Múlasýslu tók á móti henni við sýslumörkin. Næst mun forsetinn heimsækja Fá- skrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Djúpavog. gó/vd. Reykjavíkurborg Lokað á 32 böm á Hagaborg Starfsmannaflótti úrfóstrustéttinni. 6 stöður lausar á Hagaborg. Vikufrestur til að ráða ístöður. Efþað tekst ekki eru 32 börn á götunni. Eruflest börn einstœðra mœðra og námsmanna QA börn eða helmingur þeirra 0*1 barna sem dvelja á Haga- borg verða að hætta í byrjun sept- ember vegna starfsmannaflótta úr stéttinni. Þá hætta 6 starfs- menn og er fyrirsjáanlegt af reynslu annarra dagheimila að ekki verður hægt að bæta úr þeim skorti“, sagði Guðrún Steingrímsdóttir forstöðumaður Hagaborgar. „Hagaborg lokar eftir næstu viku í mánaðartíma vegna sumar- fría og höfum við því aðeins næstu viku til að ráða í lausu stöðurnar. Kauphækkunin sem fóstrur og ófaglærðir starfsmenn fengu við síðustu samninga, mun ekki laða að fólk. Fóstrur hækkuðu um 1000 kr. þannig að mánaðarlaun fóstru eru um 21.700. Á fimmtudagskvöld héldum við fund með foreldrafélaginu og kynntum fyrir þeim ástandið og hvernig gæti farið. Margir munu lenda í vandræðum vegna þess að flest börnin hér á Hagaborg eru úr hinum svokallaða forgangs- hóp, þ.e. börn einstæðra mæðra og námsmanna. Það verður óskemmtilegt að þurfa að sjá af börnunum, og ég veit ekki hvern- ig sumir foreldrar fara að. Þetta er vanmetið starf, og er svo komið að við verðum að taka hvern þann sem býður sig fram til starfa hvort sem aðilinn er hæfur eða ekki“, sagði Guðrún Steingrímsdóttir að lokum. -sp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.