Þjóðviljinn - 20.07.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.07.1985, Síða 15
MENNING KjQrvQlsstaðir - Fjölmenni á lceland Crucible Góð aðsókn hefur verið að Ice- land Crucible, alþjóðlegri kynn- ingu gróandi listalífs á Islandi, sem opnuð var að Kjarvalsstöð- um í Reykjavík laugardaginn 13. júlí. Efni kynningarinnar er þrí- þætt: 1. Viðamikil sýning á ljós- myndum og litskyggnum af ís- lenskum listamönnum, eftir heimskunnan ljósmyndara, Vla- dimir Sichov. 2. Glæsileg mynda- bók um allar listgreinar samtím- ans á íslandi með texta eftir Sig- urð A. Magnússon, rithöfund og ljósmyndum Vladimirs Sichovs. 3. Athyglisverð litkvikmynd um vakninguna, sem orðið hefur undanfarin ár í listalífi þjóðarinn- ar, eftir bandarísku Emmy- verðlaunahafana Hal Calbom og Phil Davies. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opin frá klukkan 14 til 22 daglega fram til 28. júlí, en síðan er ráðgert að hún fari um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada. Hilda hf. stóð straum af kostn- aði við ljósmyndir og kvikmynd, en Bókaútgáfan Vaka gefur bók- ina út. Gestir við opnun kynningarinnar: Halldór Laxness, Auður Laxness og Guð- mundur Daníelsson. Tímarit Vera komin út Júníblað Veru er komið út. Að venju kennir margra grasa í tíma- ritinu en megin efnið að þessu sinni eru fóstureyðingar. Sagt er fráfundi samtakanna Lífsvon, sem hafa það markmið að breyta fóstureyðingalöggjöfinni í þá lund, að félagslegar ástæður nægi ekki til að kona fái eytt burði. Birt eru viðtöl við konur, sem þekktu af eigin raun ástand- ið eins og það var áður en fóstur- eyðingalöggjöfinni var breytt árið 1974. Þá er í Veru fróðlegt viðtal við Astrid Lindgren, sem var tekið þá er rithöfundurinn ástsæli var staddur hérlendis í vor og viðtal við grænlenskar konur um barátt- una þar í landi. Samtalið enda- lausa er að þessu sinni við Nönnu Ólafsdóttur sem ritstýrði kvenn- atímaritinu Melkorka á 5. og 6. áratugnum og var virk í Sósíal- istaflokknum og kemur Nanna víða við í því viðtali. Þá má nefna forvitnilega grein um konur og „bisness“ og aðra um vorkomuna og safnhauga. Sagt er frá uppá- komu fulltrúa Kvennaframboðs- ins í borgarstjórn og birtar bók- anir þeirra við það tækifæri. Einnig eru í Veru greinar um leiklist, myndlist og bókmenntir og er þó enn eitthvað ótalið af efni Veru. Tímaritið Vera er málgagn kvenfrelsisbaráttu og gefið út af Kvennaframboðinu í Reykjavík og Samtökum um Kvennalista. í lausasölu kostar Vera kr. 130 og hún á að fást á öllum bestu blað- sölustöðum landsins. Áskriftar- síminn er 22188 eða 21500 og heimilisfang Veru er Kvennahús- ið, Vallarstræti3,101 Reykjavík. NVSV Fjörunytjaferð á Álftanes N.V.S.V. ferfjörunytjaferð laugardaginn 20. apríl. Skoö- aöar verða fjörur á Álftanesi. Farið veröur frá Norræna hús- inu kl. 11.00 frá Náttúrugripa- safninu Hverfisgötu 116 (gegnt Lögreglustöðinni) kl. 11.15 frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12 kl. 11.30 og Álftanesskóla kl. 11.45. Til baka verður komið aðskólanumkl. 14.15. Far- gjald verður kr. 200 en 100 frá Alftanesskóla. Frítt fyrir börn í fylgdfullorðinna. Allireru velkomnir hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Leiðbeinendur verða þau Hrefna Sigurjónsdóttir líf- fræðingur og Vilhjálmur Þor- steinsson fiskifræðingur en þau eru bæði í stjórn N. V.S.V. Farið verður í fjöru við Garða, ef til vill sjáum við Garðatjörn rísa úr sæ og á öðrum stað mar- hálm, háplöntu sem býr við furðuleg skilyrði og heyrði til fjörunytjaplantna hér áður fyrr. Ekki er reiknað með að nýta þær lífverur sem finnast þarna, heldur að fræðast um þær, læra að þekkja nokkrar þeirra og fá upp- lýsingar um hvernig hægt er að matreiða þær. Þátttakendum í þessari ferð er heimil ókeypis þátttaka í náttúruskoðunar- og söguferðinni sem hefst við Álfta- nesskólann kl. 14.15 um daginn. BDaaDaDaDDaaaaaaaDoaDaoaoaaaoaaDBaaanoaaaaog a Þakrennur I plasti iEinfaldar í uppsetningu Hagstætt verð ^ VATNSVIRKINN/i/ § ARMULI 21 - POSTHÖLF Ö620 - 128 REYKJAVÍK SÍMIAR: VERSLUN: 686455. SKRIFSTOFA: 685966 SOLUM: 686491 □□□DDaaaDoaDODoaaaaaaDaaooaaaooaaaDaaaaoaao Auglysið í Þjóðvíljanum ^ : snmymnH ^SÖLUBOÐ Kornflögur 1 kg. Kornflögur 500 gr RICE KRISPIES 375 gr [JÍ Tekex I 200 gr Appelsínumarmelaði r * Súpur 5 tegundir: Blómkálssúpa Lauksúpa Spergilsúpa Sveppasúpa Tómatsúpa ...vöruverð í lágmarki 'BMIWMUSCLUMONR. 12 Laugardagur 20. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.