Þjóðviljinn - 24.07.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. júlí 1985 Inn og út um gluggann Krakkarnir á Kópaseli eru eins og litlir maurar, sem komast allt og bjarga sér ef í harðbakka slaer. Okkur datt einna helst í hug leikurinn „inn og út um gluggann" þegar við sáum i rassinn á einum orminum, og forvitið andlitið á öðrum. Ljósmyndarinn vakti óverðskuldaða athygli og ýmsum bröðgum var beitt til að ná athygli hans. Mynd Ari. FRÉTTIR ■TORGIÐ' Herinn Atvinnuástandið hér hefur ein- kennst af manneklu undan- farið, eins og víða annars staðar“ sagði Guðjón Sveinsson rithöf- undur á Breiðdalsvík í samtali við Þjóðviljann í gær. Frá staðnum eru gerðir út þrír bátar, þar af einn 250 tonna togari, Hafnarey, og vertíðarbátur í eigu frystihúss- ins en síðan gerir fyrirtækið Sel- nes h.f. út, 70 tonna vertíðarbát, sem hefur nú nýlokið við humar- kvóta sinn, um 2000 lestir. Á Breiðdalsvík og í sveitinni þar í kring eru um liðlega 370 íbú- ar og hefur umtalsverður brott- flutningur átt sér stað þaðan í suðurátt að sögn Guðjóns. Tvær meginástæður fyrir fólksflóttan- um eru taldar þær að mikil ein- hæfni ríkir í atvinnulífi og einnig mun ýmsum ofbjóða kyndingar- kostnaðurinn, en ljós og hiti kosta að meðaltali á mánuði frá fjögur-fimm þúsund krónum. Reiknast mönnum til að mismun- urinn í kyndingarkostnaði milli Reykjavíkursvæðisins og Breið- dalsvíkur nemi allt að einni sólar- landaferð fyrir tvo. Nýr grunnskóli er í byggingu á Breiðdalsvík, en sá gamli, sem er frá árinu 1958, er eina sjö kíló- metra fyrir innan þorpið. Gert er ráð fyrir því að nýi skólinn verði fokheldur í haust og er 900 metra grunnflöturinn nokkuð sérstakur að því leyti að hann er þríhyrnd- ur. Nokkur fjörkippur hefur ver- ið í húsbyggingum undanfarið í þorpinu og í fyrra voru fimm íbúðarhús gerð fokheld og þrír verkamannabústaðir teknir í notkun. -vd Hollendingar fá fasta aðstöðu 30 manna lið fylgir kafbátaleitarvél Breiðdalsvík Síldveiðar Hrognasíld til Japans Tilraunaveiðar á hrognafullri síld. Strangargœðakröfur. Af200 tonnumreyndust aðeins37 tonnfullnœgja gœðakröfum Japana. Afgangur í beitu og bræðslu. Lokið er í Njarðvíkunum til- raunum með veiði á hrogna- fullri sfld fyrir Japansmarkað. Gekk veiðin ekki sem skyldi en þó tókst að frysta um 37 tonn af sfld, sem væntanlega verður seld til Japans. - Þetta gekk því miður ekki nógu vel hjá okkur, segir Jón Karlsson hjá Brynjólfi hf. í sam- tali við blaðið Fiskifréttir. Að sögn Jóns lenti Hafberg GK, sem stundaði veiðarnar, í óhöppum og eins olli það líka miklum vand- ræðum að veiða varð síldina á mjög skömmum tíma vegna hrognanna. Af þeim 200 tonnum sem veidd voru töldu japönsku eftirlitsmennirnir aðeins 37 tonn fullnægja gæðakröfum, en þeir vilja að hrognin séu um 10% af heildarþyngd sfldarinnar og séu jafnframt fullþroskuð. Til marks um það um hve skamman tíma til veiðanna er að ræða þá veiða Kanadamenn þessa hrognafullu. sfld fyrir Japansmarkað tvo daga á ári hverju. Síldin sem ekki seld- ist til Japans hefur verið fryst í beitu en smæstu sfldina varð hins vegar að senda í bræðslu. - vd. „Ákveðið hefur verið að verða við beiðni Hollendinga um að- stöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir eina kafbátaleitarflugvél af gerð- inni Orion P-3, áhöfn hennar og viðgerðarlið, samtals um 30 manns. Fram til þessa hafa hollenskar vélar af þessari gerð, sem og slík- ar vélar frá öðrum þjóðum At- lantshafsbandalagsins, haft hér viðkomu en enga fasta aöstöðu". Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðu- neytinu. „Hollendingar munu að öllu leyti lúta stjórn yfirmanns bandaríska varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. Við komu hollensku vélarinnar mun varnarliðið fækka um eina vél í kafbátaleitarsveit sinni, þannig að ekki verður um fjölgun í varn- arliðinu að ræða. Fyrirhugað er, að Hollending- ar skipti reglulega um vélar og áhafnir, enda mun fyrirkomulag þetta fyrst og fremst hugsað til að þjálfa hollenskar kafbátaleitar- sveitir í þágu sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins", segir í fréttatilkynningunni. - vd. Fœreyjar Fiskeldi þrefaldast Fiskeldi er nú í miklum vexti í Færeyjum. Á síðasta ári voru þannig framleidd um 550 tonn samtals af laxi og regnbogasil- ungi. Þetta magn mun nú stór-. aukast, og munu Færeyingar að Iíkindum næstum því þrefalda framleiðsluna í ár, og slátra um 1500 tonnum. Stjórnvöld þar í landi hlúa vel að fiskeldi með rausnarlegum lánum til byrjenda og nú eru víða vogar og eyjasund full með flot- kvíar. Skólahúsnæði vantar Börn íÞingholtunumfá ekki inni ískólanum íhverfinu. Einkaskólinn hafði forgang framyfir yngstu börnin íÞingholtunum. Ibúasamtökin biðjafræðsluráð að taka upp málið. Ibúasamtök Þingholtanna hafa nýlega sent fyrirspurn til fræðsluráðs og vflja fá að vita hvers vegna einkaskólinn hefur verið látinn ganga fyrir með hús- næði í Miðbæjarskólanum, en yngstu bekkjardeildum Austur- bæjarskólans var úthýst þar „þar sem ekkert húsnæði er aflögu“ eins og segir í bréfí fræðsluráðs 13. ágúst í fyrra þegar eftir þessu var leitað. Sumarið 1984 sendi vinnuhóp- ur, sem stofnaður hafði verið á fundi íbúasamtaka Þingholt- anna, haustið 1983, um skólamál, bréf til fræðsluráðs. Báðu samtökin um að gerð yrði athug- un á fjölda 6, 7 og 8 ára barna neðst í Þingholtunum. Fóru sam- tökin jafnframt fram á að fá hluta Miðbæjarskóla til kennslu þess- ara barna, ef könnunin leiddi í ljós þörf og grundvöll fyrir slíkri tilhögun. Skólahverfi Austurbæj- arskólans hefur hæstu slysatíðni barna á grunnskólastigi borgar- innar. Börnum fer fjölgandi í Þingholtunum og er leið þeirra, sem búa neðst í hverfinu, mjög löng og erfið að Austurbæjar- skólanum, einkum fyrir yngstu börnin. Á haustfundi 1983 voru skóla- stjóri Austurbæjarskólans og fræðslustjóri Reykjavíkur við- staddir og tóku þeir þessum hug- myndum vel og studdu það, að gerð yrði athugun á þessari þörf. Gæti orðið um nokkurskonar úti- bú að ræða frá Austurbæjarskól- anum, þó aðeins fyrir 2-3 yngstu bekkjardeildirnar. Þann 20. ágúst 1984 var erindi þessu hafnað af fræðsluráði á þeirri forsendu, að húsnæði væri ekki fyrir hendi. fbúasamtökin hafa nú farið fram á það við fræðsluráð að er- indi þeirra verði tekið upp aftur, þar sem nú virðist vera húsnæði á lausu í Miðbæjarskólanum. -vd A ...það er draumur að vera með dáta... Mannekla í frystihúsinu Guðjón Sveinsson: Fólksflótti vegna einhœfni í atvinnulífinu. Gífurlega hár kyndingar- kostnaður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.