Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 24 júlí 1985 167. tölublað 50. árgangur Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. HIOÐVIUINN Fiskvinnsla VSI kúgar þá alla Hrafnkell Jónsson formaður Árvakurs á Eskifirði: VSÍkemur í veg fyrir launahœkkanir ífiskvinnslu með þvingunum. Margir vilja hœkka launin. Bónusinn er ótœkur. Ill meðferð áfiskvinnslukonum. r Eg er þess fullviss og þekki dæmi þess, að fjölmargir at- vinnurekendur í fiskvinnslunni hafa fullan vilja til að hækka launin í fiskvinnslunni, en VSI hreinlega stoppar þessa menn af. Menn eru upp á lánastofnanir og ríkisvald komnir að miklu leyti og það er ákveðin samtrygging á milli valdamestu manna í VSI, bankakerfínu og í ríkisstjórn, menn eru beittir þvingunum af þessum þríhöfða þurs, sagði Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifírði í samtali við Þjóðvilj- ann. Hrafnkell sagði að einstakir aðilar ættu mjög erfitt með að brjótast út úr núverandi ástandi hvað launamálin snertir, þeim væri sýnt í tvo heimana ef þeir sýndu tilburði til að borga þau laun sem eðlileg væru fyrir þetta starf. Laununum væri vísvitandi haldið niðri af VSÍ. „Annars held ég að bæði eigendum fiskvinnslufyrirtækja og fólkinu sem vinnur í fisk- vinnslu sé að verða ljóst, að það þarf að gera stórkostlegar endur- bætur á launakerfinu í fiskvinnsl- unni. Bónusinn eins og hann er er með öllu ótækur og það verður að auka hlutdeild tímakaupsins í launum til muna. Bónusinn veld- ur allt of miklu líkamlegu og and- legu álagi og meðferðin á fisk- vinnslukonum er oft á tíðum beinlínis ómanneskjuleg að mín- um dómi. T.d. er allri ábyrgð á slæmri vöru varpað yfir á þær og ef fyrirtæki verður á að senda slæman fisk út til Ameríku eru konurnar kallaðar saman og haldinn yfír þeim reiðilestur. Oft er þetta því líkast að verið sé að hirta óþæga krakka þegar beinum og ormum er veifað framan í þær undir reiði- lestrinum. Þetta er auðvitað fár- ánlegt. Það á ekki að vera hægt að taka eitt stig í vinnslunni út úr og benda á það sem sökudólg ef eitthvað fer úrskeiðis. Þess verð- ur að gæta til dæmis, að það er ekki alltaf sem konurnar eru að vinna með úrvals hráefni,” sagði Hrafnkell að lokum. -gg Margfaldur skjálfti íbúum í Kaíró í Egyptalandi brá heldur en ekki þegar þeir sátu fyrir skömmu í mestu makindum fyrir framan sjónvarpstækið og horfðu á bandarísku stórslysa- myndina ,Jarðskjálftinn“ („Earthquake"). Skyndilega skalf jörðin undir sjónvarpsáhorfend- um og menn vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Þegar skelfíngu lostnir Kaíróbúar hófu að athuga málið kom í Ijós að jarðskjálfti hafði orðið einmitt þegar verið var að sýna , „J a rðs kj á 1 fta n n “. Skjálftinn náði einungis yfir takmarkað svæði og sem betur fer urðu ekki meiðsl á mönnum. Þess er að minnast að fyrir nokkr- um árum var verið að sýna Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns- son á Akureyri. Þegar mest gekk á í særingum og formælingum Kölska vildi einnig svo til að væg- ur jarðskj álfti gekk yfir. Það þarf ekki að orðlengja að Akureyring- um þótti sýningin hin magnað- asta, ekki síst leikbrögðin! Þeir eru margir ráðstefnu- og námskeiðsstaðirnir á íslandi. Einn þeirra er Reynisfjall, en þar lauk um helgina leiklistarnámskeiði, sem Kevin Khulkefrá New York University hélt. Námskeiðið sóttu ungir leikarar, leiklistarnemar og áhugamenn frá íslandi og Bandaríkjunum og eru allmörg þeirra nemar við N.Y. University. Námskeiðið fór að verulegu leyti fram úti í náttúrunni, en á myndinni sjáum við hópinn uppi á fjallsbrúninni með Dyrhólaey í baksýn. Kevin er sjötti frá hægri á myndinni. Nánar verður sagt frá námskeiðinu í helgarblaðinu. Mynd: -eik. Lánasjóðurinn Árdís formaður stjómar! Ragnhildur skipar höfund umdeildrar úttektar semformann stjórnar. Fyrsta árs nemum vísað í bankana. Ríkisútvarpið Viðar Víkingsson leiklistar- ráðunautur Pétur Guðfínnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins hafði samband við blaðið vegna fréttar um skipulagsbreytingar á stofn- uninni og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Viðar Víkingsson dagskrár- gerðarmaður hjá sjónvarpinu mun sinna starfi leiklistarráðu- nauts um tíma í hálfu starfi og staðan verður þar af leiðandi ekki auglýst laus á næstunni. -vd Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefur staðfest nýjar úthlutunarreglur fyrir Lánasjóð íslenskra náms- manna. Stjórn Lánasjóðsins hafði fyrir nokkuð löngu síðan samþykkt tillögur fyrir sitt leyti sem Ragnhildur samþykkir nú með nokkrum breytingum. Sú veigamesta snýr að lán- veitingum til fyrsta árs nema. Stjórnin hafði samþykkt að veita þeim víxillán, en breyting Ragn- hildar á því ákvæði mun í reynd þýða að fyrsta árs nemum verði aftur vísað í bankana, eftir því sem fróðir menn um lánamál sögðu Þjóðviljanum í gærdag. Hins vegar munu námsmenn næsta vetur fá 100% af áætlaðri fjárþörf þeirra. En það eru fleiri tíðindi úr lánamálunum. Menntamála- ráðherra hefur skipað Árdísi Þórðardóttur rekstrarhagfræðing formann stjórnar Lánasjóðsins í stað Sigurðar Skagfjörð. Árdís Þórðardóttir er aðallega þekkt fyrir úttekt sem hún gerði á sínum tíma á Lánasjóðnum fyrir menntamálaráðherra og olli miklum deilum. Meðal annars mótmæltu öll samtök náms- manna skýrslunni sem flausturs- legri og illa unninni og var það einnig álit ýmissa fagmanna. Þótti námsmönnum sem lítill skilningur hefði komið fram hjá skýrsluhöfundi um hlutverk og gildi sjóðsins fyrir námsmenn, auk fleiri athugasemda þeirra í sama dúr. -pv Skaftamálið Jón kærir Jónas Jón Oddsson hæstaréttarlög- maður hefur kært Jónas Kristjánsson ritstjóra DV vegna skrifa hans um Skaftamálið í leiðara DV í gær. Ýmis ummæli Jónasar í leiðar- anum í gær svo og leiðari hans frá byrjun desember 1983 eru lögð til grundvallar kærunni. Jón vísar einnig til fleiri „óvandaðra skrifa þessa Jónasar”. í skeyti sínu til ríkissaksóknara leggur Jón áherslu á að erindi hans fái embættislega umfjöllun án tafar. Jón Oddsson er lögmaður Guð- mundar Baldurssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.