Þjóðviljinn - 30.07.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Síða 1
30 mOÐVHJ M MANNUF ÍÞRÓTTIR ATVINNUUF Landkynningarstarfsemi Pósturinn tapar milljónum Hálfs kílós einkarit í dreifingu hjá Pósti og síma. Borgar aðeins hluta afkostnaði. Björn Björnsson póstmeistari: Margfalt tap. Matthías póstmálaráðherra ritar ávarp í ritið um samgöngumál: Nóg afpeningum íferðalögin. Við hjá póstþjónustunni lítum svona tímarit auðvitað illu auga því þegar þau eru tekin inn sem innrituð fara þau inn á sérstaka gjaldskrá, sem er mun lægri en venja er. Þetta ákveðna tímarit borgar aðeins hluta af kostnaði við dreifinguna. Það er margfalt tap á þessu, sagði Björn Björns- son póstmeistari i viðtali við Þjóð- viljann. Björn sagðist ekki geta sagt til Lýsi Otrúlegir möguleikar Lýsi hf. leggur mikla áherslu á rannsóknarstarfsemi. Skilar sérímargs konar nýjungum. Mestar líflíkur þjóða sem neyta lýsis. Fyrirtœkið framleiðir 30% af heimsmarkaði. Við teljum að það sé engin til- viljun að þær þrjár þjóðir sem hæstu lífslíkur hafa í heimin- um, íslendingar, Norðmenn og Japanir, neyta mikils magns af fiskmeti og lýsi, segja þeir Baldur Dagvistun Óvissu- ástand ,Já, það eru allmörg heimili sem skortir starfsfólk núna eftir sumarfrí. Fríin og ástandið er mjög óvíst hjá þeim. Við erum viðbúin því að þurfa að loka ein- hverjum deildum í haust ef ekki fæst fólk. Það er lítið um svör við auglýsingum“ sagði Bergur Felix- son yfirmaður dagvistunar hjá Reykjavíkurborg, þegar Þjóðvilj- inn hafði samband við hann. „Stóra vandamálið núna er að ná í ófaglært fólk og þessar 500 krónur sem Sóknarkonur í þess- ari starfsgreinfenguumfram aðra virðast ekki duga til. Við viður- kennum alveg að við erum svo- lítið hrædd við þetta því við höf- um merkt umtalsverða breytingu á þessu frá fyrra ári. Ég hef til dæmis heyrt frá einu heimili að þar vanti í 7 stöðugildi í haust, og á öðru, Lækjaborg, þar blasir við lokun á einni deild. Þetta er á hreyfingu núna og verður bara að koma í ljós í haust, hér ríkir sem sagt óvissuástand“, sagði Bergur að lokum. -vd. Hjaltason efnaverkfræðingur og Lárus Asgeirsson vélaverkfræð- ingur hjá Lýsi hf. í viðtali við Þjóðviljann í dag. ísland og Noregur eiga um 90% af heimsframleiðslu lýsis og Lýsi á um 60% af hlut íslands, eða um 30% af heimsframleiðsl- unni. Fyrirtækið hefur verið að setja á markað margs konar nýj- ungar af framleiðslu sinni og gífurlegir möguleikar eru fyrir hendi í framleiðslu og markaðs- málum. Fyrirtækið hefur unnið með Raunvísindastofnun Háskólans að rannsóknum, sem sérfræðing- ar fyrirtækisins telja forsendu fyrir öllu öðru. Lýsi hefur áhuga á að setja á laggirnar verksmiðju til að vinna fitusnautt fiskimjöl, sem er lykt- arsnautt með mikið af eggja- hvítuefnum. Það yrði notað til manneldis og í sambandi við gæludýrafóður. „Við fengum ekki þá fyrirgreiðslu úr opinber- um sjóðum og við vorum að von- ast eftir“. -óg um heildarkostnaðinn. Hverju eintaki er hins vegar dreift fyrir krónur 5,80 og fékk póstþjónust- an 72 þúsund eintök til dreifing- ar. Útgefandi hefur því greitt u.þ.b. 420 þúsund fyrir dreifing- una og samkvæmt orðum póstmeistara um margfalt tap á dreifingunni getur verið um milljónatap að ræða. Tímaritið Land vegur um hálft kíló og borg- ar sem fyrr segir krónur 5,80 undir hvert eintak. Til saman- burðar má geta þess að almenn- ingur borgar átta krónur fyrir venjulegt sendibréf. Útgefandi tímaritsins, sem dreift er í hvert hús á landinu, er fyrirtæki sem kallar sig E. Thor- steinsson hf. og ritstjóri þess og ábyrgðarmaður er Einar Þor- steinn Þorsteinsson. í blaðinu er að’finna ávarp Matthíasar Bjarnasonar sam- gönguráðherra, en hann er jafn- framt ráðherra póst- og síma- mála. í ávarpinu heldur ráðherr- ann því fram, að „þrátt fyrir allan barlóm um efnahagsástand þjóð- arinnar, lágt kaupgjald og miklar álögur" geti íslendingar leyft sér meira í útgjöldum til ferðalaga en áður hafi tíðkast. Útgáfa tímaritsins er fjár- mögnuð með auglýsingum og það er athyglisvert, að verð auglýs- inga er 120%'hærra en í venju- legum tímaritum. Útgáfan ætti því ekki að vera á flæðiskeri stödd í peningamálum. gg Við höfum aldrei lent í öðru eins og þessu og neituðum alfarið að bera þetta út nema í yfirvinnu. Bílar stofn- unarinnar voru notaðir til að keyra okkur út í hverfin, annars hefðum við ekki ráðið við þetta. Við höfum aldrei fengið neitt svona þungt áður, sagði Sigríður Þorsteinsdóttir bréfberi hjá póstmiðstöðinni í Ármúla 25 aðspurð um dreifingu á tímaritinu Land sem dreift var að mestu í síðustu viku. Ljósm. jis. Útgerð Verðmætamet hjá Akureyrinni Aœtluð sala 28 milljónir. Lítið eftir afkvóta. Sjá bls. 5. M ér er illa við að gefa upp þessar tölur, fjölmiðlarnir Kína Diskur á flugi Ætli áhöfn kínverskrar flugvélar sem var á fluti yfir NV-Kína hafi ekki brugöið í brún þegar fljúgandi diskur þeyttist fram við nef vélarinnar og fór hratt yfir? Frá þessu skýrir kínverska fréttastofan í gær og var tekið fram að gripurinn torkennilegi hafi verið þríhyrn- ingslaga, blár og hvítur að lit. í fréttinni frá Peking eru engar getgátur um uppruna eða eðli hins fljúgandi disks. -v./Reuter. blása þetta upp og alhæfa svo út frá aflahæstu skipum. Ég get svo sem sagt þér að skipið var að koma með fisk fyrir 28 milljónir núna. Þetta eru 290 tonn af fryst- um þorskflökum og 60 tonn af heilfrystri grálúðu, sagði Þor- steinn Baldvinsson útgerðarstjóri Samherja hf. á Akureyri þegar blaðamaður Þjóðviljans spurði hann um söluverðmæti úr síðasta veiðitúr Akureyrarinnar EA 10. „Þetta eru brúttótölur, það er að segja, þetta er það sem við áætlum að selja á erlendum markaði. Ég segi ekkert um afla- verðmæti frá áramótum, en þetta hefur verið gott ár og markaður- inn stendur vel, sérstaklega í Bandaríkjunum, vegna stöðu dollarans." Hvað eigið þið eftir af kvóta? „Hann er farinn að minnka, en við erum ekki farnir að athuga nein kaup ennþá, það er mjög erfitt að kaupa kvóta núna. Við eigum töluvert eftir af karfa. og förum í hann í haust“, sagði Þor- steinn að lokum. -vd

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.