Þjóðviljinn - 30.07.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Page 3
FRFTTIR s Agreiningurinn Sverrir verður að svara Sigurður Pórðarson fjármálaráðuneyti: Ekkert vafamál að peningurinn á aðfara í ríkissjóð. Kristmundur Halldórsson iðnaðarráðuneyti: Varla neitt blaðamál. Sverrir kemur eftir viku Það er enginn ágreiningur um það að þessir peningar ciga að renna í ríkissjóð, lögum sam- kvæmt, embættismenn eru sam- mála um það, en hver á að ráð- stafa fénu, það hefur ekki verið endanlega ákveðið, sagði Sigurð- ur Þórðarson skrifstofustjóri hjá fjármálaráðuneytinu þegar Þjóð- viljinn innti eftir því hvað ætti að gera við fé það sem Kísiliðjan hef- ur lagt fram til rannsókna á lífríki Mývatns. „Samkvæmt okkar skiningi hér er þetta ekkert vafa- mál en iðnaðarráðuneyti verður að svara fyrir sig í þessu máli“. Ekki náðist í iðnaðarráðherra né ráðuneytisstjóra vegna fría en að sögn Kristmundar Halldórs- sonar deildarstjóra hjá iðnaðar- ráðuneytinu er mikill misskilningur á ferðinni í sam- Fátækir fasteignasalar Af9 manna úrtaki borga 5 engan tekjuskatt, 6 engan eignarskatt og 3 ekki krónu í útsvar Fasteignasalar virðast margir hverjir varla hafa til hnífs og skeiðar á þessum síðustu og verstu tímum ef taka má mark á opinberum upplýsingum skatt- skrárinnar. Að vísu eru þessar upplýsingar ekki opinberar nema út þessa viku, eftir það verður fátækt í stétt fasteignasala leyndarmál. Af 9 umsvifamiklum fast- eignasölum í höfuðborginni, sem við flettum upp í skattskránni, borga 5 engan tekjuskatt, 6 borga engan eignarskatt og 3 borga ekki krónu í útsvar. Tekjur þriggja til viðbótar voru á sl. ári samkvæmt skattarnir... Tekjusk. Eignarsk. Útsvar Aðst.gj. Önnur gj. Frádr. Agnar Gústafsson 152.484 22.045 69.080 6.220 12.296 0 Eiríksgötu 5. skattskránni undir 400.000 krón- um. Hér er greinilega mikill vandi á ferðinni sem félagsmálaráðherra ætti að kanna nánar og helst að skipa nefnd í málið. Hver veit nema einmitt hér liggi rót hins mikla vanda húsnæðiskaupenda. Eða hvernig er hægt að ætlast til þess að húsnæðiskaupendur geti staðið við skuldbindingar sínar þegar öll ráðlegging og umsýslan varðandi fasteignakaup er að stórum hluta í höndum manna sem líklega eiga fátt annað en skuldir? -*g- Samtals 262.125 Þórólfur Halldórsson 176.008 Boðagranda 5 c/o Eígnamíðlunin Kristinn B. Ragnarsson 0 Hofsbúð 71 c/o Skúlatún Þorsteinn Steingríms. 0 Víðimel 27 c/o Fasteignaþjónustan 0 76.550 3.140 14.804 0 42.810 899 0 29.020 68.540 17.253 39.125 75.688 Lúðvík Gizurarson Grenimel 20 c/o Hús og eignir Viðar Böðvarsson Tjarnarból 2 c/o Húsvangur Óskar Micaelson Espilundi 10 c/o Huginn Ólafur Geirsson Brœðraborgarst. 12 c/o Grund Þórhildur Sandholt Laugarásvegi 33 c/o Stakfell 311.000 9.238 105.750 16.250 19.184 0 7.160 33.073 0 75.370 1.583 0 39.800 7.350 5.036 481.422 7.310 76.953 0 23.569 5.290 911 29.544 Banaslys í Breiðholti Banaslys varð við Breiðholts- skóla að morgni sl. föstudags er ungur piltur, Björgvin Kárason, varð fyrir langferðabifreið og lést samstundis. Tildrög slyssins voru þau að er unglingar í Vinnuskóla bandi við þetta mál. Hann neitaði alfarið þeirri fullyrðingu DV í gær að iðnaðarráðherra hygðist leggja féð inn á bankareikning Kísiliðjunnar. „Þessir peningar koma frá Kísiliðjunni og renna að sjálfsögðu í ríkissjóð. En iðnað- arráðuneyti hefur skipað verk- efnisstjórn sem á að koma með tillögur um rannsóknir og hvaða ráðuneyti á að ráðstafa þessum 400.000 krónum er varla neitt blaðamál. Ekki getur fjármála- ráðuneyti séð um allt.“ Er það ekki fjármálaráðherra að ákveða fjárveitingar? „Ég veit ekkert um þetta meira og get ekki sagt hvað Sverrir Her- mannsson vill gera í þessu. Hann verður ekki við þessa viku. Þetta er tómt rugl úr fjölmiðlum", sagði Kristmundur að endingu. - vd. Náttúruverndarráð Erum mjög óánægð „Við erum auðvitað mjög óá- nægð með þetta, hér erum við að bíða eftir fjárveitingu samkvæmt lögum úr ríkissjóði, en svo gengur Kísiliðjan þvert á náma- leyfið og fram hjá kerfinu", sagði Gísli Gíslason fulltrúi í Náttúru- verndarráði, þegar Þjóðviljinn spurði hann álits á peningatil- færslum þeim sem hafa átt sér stað á miili Kísiliðjunnar og iðn- aðarráðuneytisins. „Að sjálf- sögðu hefðum við viljað byrja á rannsóknum fyrir löngu og við bíðum eftir úrskurði fjármálar- áðuneytis í þessu máli en þessa stundina erum við að fylgjast með hvað gerist, menntamála- ráðuneytið vinnur í þessu fyrir okkur og við vonurn að þetta leysist sem fyrst“, sagði Gísli að lokum. _ vd. Samtökum herstöðvaandstæðinga hafa borist kerti friðar frá Japan. Ljósm.: jis. Friðarbarátta Kertin komin frá Japan Friðarkerti látinfljóta á ám og vötnum til að minnast kjarnorkuárásarinnar á Japan og til að minna á kröfuna um kjarnorkuvopnalausa veröld Reykjavíkur voru að búa sig til brottfarar í árlega sumarferð sína bakkaði bifreiðin á Björgvin með fyrrgreindum afleiðingum. Björgvin var 14 ára gamall. Samtökum herstöðvaandstæð- inga hafa nú borist kerti friðar og kjarnorkuafvopnunar frá samtökum hibakusha í Japan. Hi- bakusha er japanska heitið yfir þá er lifðu af hörmungar kjarn- orkuárásarinnar á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945, en búa síðan við örkuml, eða eru börn þeirra er urðu fyrir geislun og bera þess einkenni. í tilefni þessa leit Þjóðviljinn við á skrifstofu Samtakanna Mjölnisholti 14, Reykjavík. Þar voru m.a. stödd þau Kristín Ben- ediktsdóttir, starfsmaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga, og Emil Bóasson er sæti á í mið- nefnd samtakanna. Kristín kvað hugmyndina vera að kveikja á kertum þeim er borist hafa frá Japan og láta þau síðan fljóta á íslenskum vötnum, líkt og gert er í Jajrnn og víða um heim. Asamt kertunum fylgdi bréf með ávarpi frá samtökum hibak- usha, þar sem segir m.a.: „Við, fómarlömb kjarnorkuárásar, krefjumst eyðingar allra kjarna- vopna. Mannkynið á sér enga framtíð með kjarnorkuvopnum. Þessi kerti, gerð af okkur, munu verða tendruð hvarvetna um heim allan þann 6. og 9. ágúst nk.“. Að sögn Emils Bóassonar, sem hefur með utanríkissamskipti Samtaka herstöðvaandstæðinga að gera, verða minningarathafnir og samkomur vegna kjarnorku- árásanna 1945 víða um heim. „í Japan verður að sjálfsögðu mest um að vera, en fórnarlömb kjarnorkuárásinnar á Hírósíma og Nagasakí bera atburðunum lifandi vitni“, sagði Emil. Um verður að ræða samfelldar að- gerðir frá byrjun og fram í miðjan ágústmánuð. -já. Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Trassaskapur Slysavarnarmenn á þönum Slysavarnarfélagið hafði nokk- urt ónæði af fyrirhyggjuleysi sjó- farenda um hclgina. Á laugar- dagskvöld var tilkynnt um eld f Viðey og var sendur bátur út í eyna til að athuga hvort þar væri fólk í nauðum. Kom í Ijós að þar voru siglingarmenn úr Snarfara að skemmta sér og höfðu kveikt varðeld en láðst að tilkynna um ferðir sínar. Þá var einnig um helgina haf- inn undirbúningur að leit að litl- um skemmtibát sem ekki hafði látið vita um ferðir sínar. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að báturinn var í skemmtisiglingu inná Hlöðuvík á Ströndum, en skipsráðendur látið hjá líða að til- kynna um ferðir sínar. Er full ástæða til að gagnrýna trassaskap sem þennan sem hefur í för með sér óþarfa fyrirhöfn og kostnað af hálfu björgunaraðila. -*g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.