Þjóðviljinn - 30.07.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Qupperneq 8
MANNUF Æskan í keppnis- skapi Þjóðviljamenn litu við á Reykjavík- urmóti barnannaí inum um Mér gekk æðislega í 100 metra hlaupinu en þú færð ekkert að vita um körfuboltann, sagði Hlynur Freyr Ólafsson þar sem við hittum hann að leik við pabba sinn í Hljómskálagarðinum. „Það er æðislega gaman hérna og mér finnst að svona mót eigi að vera miklu oftar. Það er bara verst að pabbarnir og mömmurnar eru löt að mæta og hætta allt of snemma“, og faðir Hlyns, Ólafur H. Matthíasson, tók undir það. Það var skátafélagið Árbúar Hljómskálagarð- helgina sem skipulagði Reykjavíkurmót barnanna og var fjölbreytt dag- skrá. Keppt var í fjölmörgum greinum en keppnin var þó ekki aðalatriðið heldur það að vera með. Þó var keppnisskapið fyrir hendi og er ekki að efa að margir þeirra sem léku sér í garðinum við Tjörnina eiga eftir að ná langt í sinni grein síðar. Þá komu fjöl- margar hljómsveitir fram en sér- stakir tónleikar voru haldnir í til- efni af Alþjóðaári æskunnar. Pylsurnar eru ómissandi þegar mannamót eru haldin. Ljósm. Ari. Ólafur Matthíasson bregður á leik með syni sínum Hlyni. Ljósm. Ari. Húlahopp er að komast í tísku aftur. Þjálfar magavöðvana.... Ljósm. Ari. Það er erfitt að halda knettinum lengi á lofti en með góðri fótamennt og einbeitingu hugans er hægt að ná árangri. Ljósm. Ari. / minningu Sigurðar Greipssonar Leiðréíting í minningargrein um Sigurð Greipsson eftir Eystein Þorvalds- son, sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn, urðu þau mistök, að niður féll setning í málsgrein þar sem fjallað var um skólastarf Sigurðar. Biðst blaðið velvirðing- ar á þessum mistökum. Rétt er málsgreinin svona: „Sigurður var bóndi á föður- leifð sinni, Haukadal í Biskups- tungum, og gestgjafi og hótel- haldari á sumrin. Margir munu minnast hans fyrir frækilegan íþróttaferil hans í æsku, fyrir ára- tuga forystu hans í ungmennafé- lagshreyfingunni og fyrir rekstur hans á Iþróttaskólanum í Hauka- dal í rúm 40 ár. Ég sótti þennan skóla á unglingsaldri og æ síðan er Sigurður mér minnisstæðastur fyrir kennslu hans og þakklátur er ég fyrir ævilanga vináttu hans síðan og margar ánægjulegar samverustundir. Kennslan og skólastarfið er áreiðanlega merk- asti þátturinn í lífsstarfi Sigurðar Greipssonar. Hann var frábær kennari, hvort sem var í íþróttum eða inni í skólastofunni. Af bók- legum greinum kenndi hann t.d. íþróttasögu sem var í rauninni 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1985* mannkynssaga og íslandssaga út frá sérstæðu sjónarhorni og með öðrum áherslum en í hefðbundn- um skólum. Hann náði óskiptri athygli nemenda sinna, kennsla hans var innblásin eins og margar ræður hans.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.