Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Hvalveiðarnar
$/) r ' '>í
' '
„Ég vísa þessu til
föðurhúsanna“
S s
Segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra um ,Avarp
tilíslendingau, náttúruverndarsamtakanna. Segistekkihafa
áhyggjur afþrýstingi.
J5te afOBSTi-
»íw*£i3S
*f<x:K
j ***» ÚM,, rrj? ^ ***** ;
Það eru rangfærslur í þessu
ávarpi, við erum vænd um
óheiðarleika, ég vísa þessu nú
bara til foðurhúsanna.
Þetta eru fyrstu viðbrögð Hall-
dórs Ásgrímssonar, þegar hann
var spurður álits á því ávarpi til
íslendinga sem birtist í flestum
íslenskum blöðum í gærdag.
Undir þetta ávarp skrifa 33 nátt-
úruverndarsamtök í Evrópu og
Bandaríkjunum. Þeirra á meðal
er World Wildlife Fund Internat-
ional sem eru ein stærstu náttúru-
verndarsamtök í heimi.
„Við erum að endurbæta
rannsóknaráætlunina í ljósi
þeirrar gagnrýni sem fram hefur
komið og við viljum bara fá frið
til þess“, sagði Halldór ennfrem-
ur. „Við tökum ekki við neinum
fyrirskipunum frá þessum aðil-
um“.
Halldór sagðist hafa beðið
þetta fólk að koma með tillögur
um hvernig ætti að standa að
rannsóknum en það hefði ekki
gert það. Hins vegar hefði það
eytt öllum kröftum sínum og
miklum peningum í að safna sam-
an sem flestum í að vinna gegn
okkur. Það vildi Halldór kalla
óheiðarleika. Aðspurður um það
hvort ekki væri komin upp ný
staða varðandi þrýsting þessara
samtaka á bandarísk stjórnvöld,
sagðist Halldór ekki hafa áhyggj-
ur af því. Hann sagðist ekki telja
að yfirvöld þar vestra myndu láta
slíkan þrýsting hafa áhrif á sig.
Fyrst yrðu bandarísk stjórnvöld
að sýna fram á að þessar veiðar
væru stundaðar í atvinnuskyni.
„Ég hef það mikla trúa á okkar
vísindamönnum að ég tel ekki að
bandarískum yfirvöldum muni
takast að sanna á okkur veiðar í
atvinnuskyni“, sagði sjávarút-
vegsráðherra.
<*"**»& v, *■***■■ **r. ngfafilín' ***» «C y*v
öaSSSSsgsSgSiSHeS
u..--«•>: . '~ ***** M * SWSw,. 0,
***** t'Vrív,; ♦nJSjíSíÍSf' ®;*í L'»g»5wsMé»íí
sm m..
K8»>~,!KSS£aö»<SSK
.‘. ■’"'•';»>ti»ahau*y..» • íí-t.ö ^ 6*. „.....
VSfc***** '""B®
VV« 5t
’stsr»Sy%?'.í»
-*r Jio-.t*,.
:'lríWNojrn*)*?
ISgllSgig
itifgsÍiKÍ
...
SSSajs^Bp**--*
„Höfum miklar áhyggjur af þessu“
Segir Hjalti Einarsson hjá SH um ávarp náttúruverndarsamtakanna.
„Staðan er ekki geðfelld. “
Við höfum miklar áhyggjur af
hugsanlegum aðgerðum þess-
ara samtaka, sagði Hjalti Einars-
son, framkvæmdastjóri hjá SH
um það ávarp sem birtist í dag-
blöðunum i gær.
„Viðskiptaaðilar okkar í
Bandaríkjunum eru undir mikl-
um þrýstingi frá þessum sam-
tökuin um að] kaupa ekki af okk-
ur fiskafurðir. Við erum því
kannski að beygja okkur fyrir
valdi. Staðan er þessi og hún er
ekki geðfelld. Þetta eru miklu
sterkari samtök, að mínu mati,
heldur en íslendingar vilja al-
mennt viðurkenna. Menn eru að
plata sig með því að gera lítið úr
þeim.“
IH
ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3
Sea Shepherd
Segir skipstjórinn á Sea Shepherd um aðferðir
sínar
Harðfylgni,
ekki ofbeldi
Þær aðferðir sem við beitum
við verndun hvalastofnanna
eru harðfylgni en ekki ofbeldi,
sagði Paul Watson, skipstjóri Sea
Shepherd í viðtali við Þjóðviljann
stuttu áður en skipið lagði úr höfn
í fyrradag.
Paul Watson er einn af for-
göngumönnum í Sea Shepherd
Conservation Society. Það eru
amerísk samtök sem beita sér
fyrir verndun sjávardýra. Samtök
þessi hafa á sér orð fyrir að vera
mjög harðskeytt í samskiptum
sínum við hval- og selveiðimenn
víða í heiminum.
Hann sagði að skip hans, Sea
Shepherd hefði aldrei verið not-
að til að beita lifandi veru of-
beldi. Hann taldi það ekki of-
beldi að sigla á hvalveiðiskipið Si-
erra og sökkva því með 24 manns
innanborðs. Hann taldi það harð-
fylgni og sýnir það líklega hversu
harðskeyttir þessir menn eru.
Aðspurður um það hvort ekki
yrði erfitt að komast hjá beitingu
ofbeldis í viðureign þeirra við
litla færeyska báta, sagði hann að
það væri ekkert vandamál. Sea
Shepherd er á leið til Færeyja til
að reyna að stöðva Grindhvala-
dráp Færeyinga.
Áðspurður um tengsl sinna
samtaka við Grænfriðunga sagði
Watson að þau væru engin. „Ég
var einn af stofnendum Green-
peace en ég gekk úr þeim sam-
tökum fyrir mörgum árum.
Greenpeace samtökin eru orðin
allt of stór, það er allt of mikið
skrifstofuveldi hjá þeim og þeir
eyða allt of miklum peningum til
einskis. Þeir græða 13 milljónir
dollara á ári og mér finnst þeir
fara illa með þá peninga.
Ég hef það oft á tilfinningunni
að þetta fólk sé að leika sér. Okk-
ur er hins vegar full alvara," sagði
þessi umtalaði maður.
IH
Paul Watson, skipstjóri á Sea Shepherd. „Óvinurinn í baksýn. Mynd E. Ól.
Pétur Pétursson
Leikur með Mario Kempes
Þaðfæst úrþvískorið um helgina hvort Pétur verður seldur
eða ekki. Pétur: Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn
Pétur Pétursson: spænski lands-
liðsþjálfarinn hældi Pótri á hvert reipi.
Ljósm. Á.Á.
Þ Anlwerpon hingað suðureftir
á morgun eða á laugardaginn og
þá fæst væntanlega úr því skorið
hvort þetta verður leigusamning-
ur eða kaupsamningur sem fé-
lögin gera með sér. Það þýðir
ekkert annað en að vera bjart-
sýnn og vona að ég fái sölu í þetta
sinn, sagði Pétur Pétursson þegar
Þjóðviljinn hafði samband við
hann í Alicantc, þar sem hann
dvelur nú hjá spænska fyrstu
deildar félaginu Hercules.
„Við spiluðum gegn landsliði
Chile eða einhverju úrvalsliði
þaðan á miðvikudaginn og mér
leist mjög vel á liðið í þeim leik.
Ég geri þennan samning sem
miðframherji og ef af verður mun
ég leika fyrir framan Argentínu-
manninn Mario Kempes, en
hann var keyptur til félagsins ný-
lega ásamt 3-4 öðrum leik-
mönnum. Kempes er mjög góður
leikmaður og það verður gaman
að spila með honum“, sagði Pét-
ur.
Nýlega birtist í spænsku blaði
viðtal við þjálfara spænska lands-
liðsins þar sem hann hældi Pétri á
hvert reipi sem knattspyrnu-
manni og mun það hafa átt sinn
þátt í að Hercules fékk áhuga á
Pétri.
Pétur sagði að ef Antwerpen
fáist til að leigja hann muni hann
gera kröfu um það í samningnum
að hann verði seldur að ári og fái
þá prósentur af sölunni. Samn-
ingurinn er til eins árs.
Hercules gekk ekki vel í deild-
inni í fyrra og má segja að það
hafi bjargað sér frá falli á ævin-
týralegan hátt. Það sigraði stór-
liðið Real Madrid í síðasta leik
sínum og það á heimavelli Ma-
drid. Þar með héldu þeir sæti
sínu.
gg