Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hlutabréfahneykslið mikla Nú gerist það sem sjaldgæft er: öll blöð, nema Morgunblaðið, sameinast í fordæmingu á því, hvernig að var staðið útboði á hlutabréfum ríkisins í Flugleiðum. Og vitaskuld er það mál allt hið mesta hneyksli. Fjármálaráðherra hafði, eins og allir vita, haft um það stór orð, að hann ætlaði að selja bréfin á níföldu nafnverði - en þegar til kastanna kemur er hann meira en fús að ganga að greiðsluskilmálum sem færa ríkis- sjóði í raun miklu minna fé fyrir hans snúð. Og þó tekur steininn úr þar sem er hinn frægi „upp- lýsingaleki” til Flugleiða um tilboð það, sem fjármálaráðherra hafði borist frá íslenskum Lúxemborgara. Nú síðast hefur Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins svo gott sem viðurkennt það í svari til blaðamanns, að tilboð þetta hafi verið til umræðu á fundi hans með ráðherrum Sjálfstæðisflokksins áður en málið kom til skoðunar hjá ríkisstjórninni. Verður ekki betur séð, að einmitt þaðan hafi lekinn frægi komið! Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og NT hafa lagt út af þessu máli m.a. á þann veg, að það sýni að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki sá sem hann þyk- ist vera. Ekki flokkur þess einkaframtaks sem tekur ábyrgð á gjörðum sínum, heldur hags- munabandalag fjársterkra og valdamikilla, sem einatt leitar skjóls í þeirri sérhagsmunanýtingu á ríkisvaldinu sem stundum hefur verið kölluð pilsfaldakapítalismi. Þeir á DV eru svo að fagna því að hlutabréf ríkisins hafi verið seld, þótt þeim líki ekki alveg aðferðin. En spurt er: hvers vegna er það fagn- aðarefni? Ríkið, það er að segja okkar sam- eiginlegu sjóðir, var kallað til hjálpar þegar Flug- leiðir áttu í erfiðleikum. Gjöld til ríkisins voru felld niður og gengið í miklar ábyrgðir og það þótti ekki nema sjálfsagt að ríkið ætti þá hlut að stjórn félagsins. Nú er sú hlutabréfaeign, sem vænt- anlega átti að tryggja þessi áhrif hins opinbera, úr sögunni. En hver efast um það, að ef far- gjaldastríð á leiðum yfir Atlantshaf kemur Flug- leiðum á ný í meiriháttar vandræði, þá muni á ný „flogið undir pilsfaldinn” hjá ríkinu með beiðni um aðstoð og fyrirgreiðslu með tilvísun til at- vinnuástands og þjóðarhags? Áhrifamögu- leikar fulltrúa hins opinbera hafa verið seldir - en allar líkur benda til þess að kvaðirnar á sameiginlega sjóði landsmanna muni í reynd standa óbreyttar. Og til hvers er þetta spil þá allt? Til að Albert Guðmundsson geti sýnt, að hann geti líkt eftir Margaret Thatcher eins og hver annar? Er um einhverjar hefndarráðstafanir að ræða í garð fjármálamanna sem eru fjármálaráðherra ekki að skapi? Eða erum við eina ferðina enn fórnar- lömb misvísandi pólitískra hagsmuna þeirra for- ingja Sjálfstæðisflokksins sem sátu á þriðju- dagsfundi á dögunum og kynntu sér ævintýri hlutabréfamarkaðarins? Eitt er Ijóst: Þetta mál verður að rannsaka niður í kjölinn. Sumarferð ABR Á morgun, laugardag, er lagt upp í árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík og liggur leiðin um Hvalfjörð, Akranes og Borgar- fjörð. Þessar sumarferðir hafa einatt verið mjög vel heppnaðar - enda lögð áhersla á það við skipulagningu þeirra að saman færi það gagn og gaman sem pólitískir samherjar og þeirra vinir geta haft hver af öðrum, sú ítrekun sam- bands við íslenska náttúru, sem enginn má án vera og svo fróðleikur sá sem tengir okkur betur við sögu landsins. Leiðarval, áfangar og farar- stjórn í ferðinni á morgun lofa góðu um að allir fyrrgreindir þættir nái að fléttastsaman. Mætum sem flest við bílana hjá Umferðarmiðstöðinni í fyrramálið! ÁB KUPPT OG SKORID og upplýsingalekar Hver gerði það Langa lengi hafa íslendingar rýnt í leynilögreglugátu sem þeim finnst meira um vert en aðrar og hefur þann kost að alltaf er hægt að koma með nýjar kenningar um lausn hennar. Við eigum þá við það þjóðlega viðfangsefni sem kallað hefur verið leitin að höfundi Njálu. En nú er uppi önnur öld og nú býr allt annað á bak við þá sígildu spurningu: hver gerði það? Nú er spurt um hin óttalegu leyndarmál úr stórpólitík og af verðbréfa- markaði. Sem sagt: hver lak til- boði hins íslenska Lúxemborgara í hlutabréf ríkisins í Flugleiðum í þá, sem svo endanlega keyptu bréfin? Um það mál er reyndar að finna fróðlegar vísbendingar í langri leynilögreglugrein í Morg- unblaðinu í gær. Björn Vignir Sigurpálsson skrifar greinina og hefur dregið til hennar margar upplýsingar, meðal annars eiga lesendur kost á því að fylgjast rækilega með því hvenær oddvit- ar Flugleiða fara í lax og hvenær þeir eru á sínum kontórum, en eins og kunnugt er hafa leynilög- reglusögur alltaf mikið af slíkum upplýsingum með til að espa upp í lesandanum sultinn. Annað þekkt bragð úr leynilögreglusög- unni er líka notað, en það er að teyma lesandann inn á villigötur. Þetta er gert svosem til svars við tilgátum um að Birkir Bald- vinsson hafi ekki staðið einn að tilboðinu íFlugleiðabréfin heldur væri hann fyrst og síðast fulltrúi fjársterkra erlendra aðila sem stæðu á bak við hann. Birkir hafði, eins og menn muna, svarað slíkum ásökunum af forneskju- legum hetjuskap: það stæði eng- inn á bak við hann nema kona hans, og mátti vel heyra að hann væri maður betur kvæntur en Gunnar karlinn á Hlíðarenda á sinni tíð. Nema hvað, þegar blað- amaðurinn hefur svo rakið ítar- lega allskonar undarlegar flækjur í flugmálum og koma til sögu dul- arfullir Saudi-Arabar og enn dul- arfyllri sýrlensk fjölskylda - þá kemur semsagt á daginn, að allt eru þetta villuljós: ,JÞað er hins vegar ekkert sem bendir til annars en Birkir Bald- vinsson hafi staðið einn og ó- studdur að tilboði sínu í Flug- Ieiðabréfin og að það sé fyrir mis- skilning að hann hafi verið orðað- ur við United A viation Services og NationaJ.“ „Nú svara ég ekki“ Jæja. En þá er komið að há- punkti spennusögunnar: hver lak tilboðinu? Blaðamaðurinn hefur kafað djúpt í málið og ber til baka útbreidda skoðun um að upplýs- ingarnar hafi lekið eftir ríkis- stjórnarfund sem haldinn var á fimmtudegi. Hann kemst að því, að Flugleiðamenn vissu sínu viti daginn fyrir þann ríkisstjórnar- fund. Blaðamaðurinn sýknar bæði Fjárfestingarfélagið og fjár- málaráðherra, því þeim hafi ekki verið „neinn akkur í því að leka þessum upplýsingum“. Og þá er eftir mjög þröngur hópur manna: aðrir ráðherrar flokksins og for- maður hans. Hér kemur há- punktur sögunnar: „Helst hlýtur þá athyglin að beinast að vikulegum fundi ráð- herra Sjálfstæðisflokksins með formanni hans, Þorsteini Páls- syni, og Albert kunni við það taek- ifæri að hafa skýrt frá efnisat- riðum tilboðs Birkis, þótt ekkert liggi fyrir um slíkt. Þorsteinn Pálsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið að slíkur fundur hans og ráðherranna hafi verið haldinn á þriðjudag í síðustu viku og þann fund hafi setið allir ráð- herrar flokksins nema Matthías Bjarnason, sem var úti á landi. Þegar Morgunblaðið spurði Þor- stein Pálsson hvort tilboð Birkis Baldvinssonar hafi verið til um- ræðu á þessum fundi sagði hann: „Nú svara ég ekki“.“ Það er semsagt búið að fækka hinum grunuðu mikið, en enn er sá Poirot ekki fram stiginn sem bendi á hinn seka. Undir harðri hríð Blaðamenn og stjórnmála- menn eru svo vitanlega farnir að heimta það, að slíkur maður verði ráðinn - það er að segja sett rannsóknarnefnd í málið. í leiðinni finnst málgögnum sem vonlegt er, að í þessu máli komi það rækilega fram, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé óralangt frá því að vera sá flokkur einstaklingsfram- taks, er virði „aga markaðarins“ sem hann telur sjálfan sig vera. Alþýðublaðið segir í gær m.a.: „Þvert á móti. Sjálfstæðis- flokkurinn er hagsmunabandalag stórfyrirtækja eins og flugfélaga, skipaféiaga, olíufélaga, trygg- ingafélaga og mandarína í feit- ustu embættum hins opinbera kerfis.“ Og NT segir í leiðara í gær: ,4 NT hefur verið bennt á að það væri verðugt verkefni fyrir þá sem hæst hafa haft um frjáls- hyggju og frelsi að vinna að því að hlutafélög verði opnuð og komið á siðmenntuðum viðskiptum með hlutabréf hér á landi. Það er hins- vegar Ijóst að Sjálfstæðismenn ætla ekki að gera það. Að þeirra dómi virðist það vera hæfileg þátttaka í atvinnulífinu fyrir ein- staklinga að borga tapið og axla ríkisábyrgðir fyrir einkafyrir- tæki fárra útvaldra.“ Morgunblaðið sjálfst segir sem fæst um þessar og aðrar ásakanir í garð helstu ráðamanna flokksins. Hinsvegar er brugðið á það ráð í gær að skrifa leiðara um „tilefnis- laus ónot“ Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra í garð náttúruverndarmanna. Slíkur leiðari um málfar Sverris Her- mannssonar er eins og nú á stend- ur í sjálfu sér afar athyglisverð „þögn“ um hin stærri málin. DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttip, Kristín Pétursdóttir. Símavarsle: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf HúnQörð. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkoyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Olga * lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.