Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 16. ágúst 1985 186. tölublað 50. árgangur
DJOÐVIIJINN
Kvótinn
111
skip
á hættu-
mörkum
Fjöldi fiskiskipa er þessa dag-
ana að fylia upp í aflakvóta
sína. 37 skip og bátar eru þegar
búnir að fylla kvótann og 74 til
viðbótar eru komnir á hættu-
mörk. Langflest þessara skipa
eru frá suður- og norðurlandi.
„Við förum yfir aflatölur hvers
báts að jafnaði hálfsmánaðarlega
og þegar um 10% af kvóta er eftir
þá látum við ráðuneytið vita sem
sendir útgerðinni tilkynningu um
að báturinn sé kominn á hættu-
mörk“, sagði Jakob Jónsson hjá
Fiskifélagi íslands í samtali við
Þjóðviljann.
Að sögn Jakobs eru 14 skip af
þeim sem eru komin á hættumörk
á sóknarkvóta og geta því ekki
keypt viðbótarkvóta. Tvö skip
með sóknarkvóta hafa þegar
stöðvast og mjög lítið framboð er
á þorskkvótum handa þeim
skipum sem eru komin á hættu-
mörk og eru að leita eftir auknum
kvóta.
Alls eru 657 skip með afla-
kvóta í ár og sjötti hluti þeirra er
kominn á hættumörk þegar hálf-
ur fimmti mánuður lifir árið.
Mjög stór hluti fiskiskipaflotans
er langt kominn með sinn afla-
kvóta og er talið fullvíst að allur
þorskkvóti verði uppurinn þó
nokkuð fyrir árslok. Heildar-
þorskaflinn í ár verður líklega um
315 þúsund lestir og þegar er búið
að veiða yfir 230 þúsund lestir,
þar af veiddust rúmlega 42 þús-
und lestir af þorski í júlímánuði
sl.
-•g-
Herinn
Albert kyrrsetur vaminginn
Rainbow Hope kom með varning til hersins á
miðvikudaginn. Gámarnirfást ekki afgreiddir
Við höfum fengið fyrirmæli um
það frá fjármálaráðuneytinu
að afgreiða þessar vörur ekki fyrr
en tilskildir aðilar hafa fengist til
að skrifa undir aðflutningsskjöl-
in. Eg á ekki von á að þetta fari
upp á völl fyrr en á mánudaginn í
fyrstá lagi, sagði Zakarías Hjart-
arson starfsmaður bæjarfógeta-
embættisins í Keflavík í samtali
við Þjóðviljann í gær. Zakarías sá
um það ásamt félögum sínum að
rannsaka farm bandaríska skips-
ins Rainbow Hope, sem kom til
Njarðvíkur á miðvikudagskvöld-
ið með vörur til hersins.
„Það var ekkert kjöt í þessu.
Þetta var aðallega bflar, búslóð
og bjór, en við megum ekkert
skipta okkur af honum. Það sem
var í matvælagáminum var ýmis
konar deig og því um líkt“, sagði
Zakaxías.
Bakkafoss kom til landsins í
gærmorgun með vörur til hersins
en ekki er gert ráð fyrir að þar sé
kjöt á meðal.
gg
BJ-ágreiningurinn
Jafnaðarmenn með felag
Stofnuðufélag ígœrkveldi. Guðmundur Einarsson boðaði
„sáttafund“ þegar eftir stofnfund jafnaðarmannafélagsins.
Þorlákur Helgasonformaður FJ, félags jafnaðarmanna í BJ. fJtti við klofning
Félag jafnaðarmanna innan BJ
var stofnað í gærkveldi. For-
maður var kjörinn Þorlákur
Helgason skólameistari Selfossi,
varaformaður Jónína Leósdóttir
varaþingmaður, ritari Kristín
Kvaran alþingismaður, gjaldkeri
Arni Sigurbjörnsson deildarstjóri
og enn fremur var Arnar Björns-
son Húsavík kjörinn í stjórnina.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var mikill hugur í fólkinu á
fundinum, flestir fundarmanna
eru meðal stofnenda Bandalags
jafnaðarmanna - kváðu viðmæl-
endur blaðsins í gær, að nú yrðu
hin klassísku markmið jafnaðar-
stefnunnar sett ofar á blað í BJ
Guðmundur Einarsson alþing-
ismaður boðaði til sérstaks
„sáttafundar“, þegar eftir
stofnfund jafnaðarmannafélags-
ins en samkvæmt heimildum
Þjóðviljans mættu ekki allir sem
boðaðir voru úr hægri arminum.
Stofnfundurinn var haldinn á
Torfunni í gærkveldi en í gærdag
titraði allt og skalf meðal forystu-
manna BJ af ótta við að félags-
stofnunin leiddi til klofnings.
Fundarmenn koma úr Torfunni í gærkvöldi. I fremstu röð eru tveir af fjórum þingmönnum BJ, Kristín Kvaran og Kolbrún
Jónsdótir. Ljósm.: E.ÓI.
Sumarferð
ABR á
morgun!
Ámi Bjömsson Kjartan Ótafsson
Adda Bára Sigfúsdóttir Eirtar Kart Haraldsson
' Steinunn Jóhannesdóttir Gunnlaugur Haraldsson
I Rögnvaldur Finnbogason Svavar Gestsson
Hvalfjörður - Akranes - Borgarfjörður
Dagskrá Kl. 8.30: Brattför frá Umferðamiðstöðinni við Hringbraut. Kl. 14.15: Komið að Leirá í Melasveit þar sem Kjartan Ólafs-
Kl. 9.30: KomiðíManuhöfnþarsemsagtverðurfráhinum son segir frá ýmsum stórmennum sem komið
foma verslunarstað. hafa viö sögu staðarins.
Kl. 10.45: Komið í Saurbæ á HvaHjarðarströnd. Steinunn Kl. 16.00: Komið í Reykholt. Einar Karl Haraldsson leiðir
Jóhannesdóttir segir þar frá Tyrkja-Guddu og Ámi ferðalanga á stefnumót við Snorra Sturtuson og
Bjömsson flytur pistil um Hallgrim Pétursson. Kjartan Olafsson rekur síðari tíma sögu staðarins.
Kirkjan í Saurbæ skoðuð. Kl. 18.30: Áð í Biskupsbrekku. Ámi Bjömsson segir af Jóni
Kl. 12.00: LitiðviðáReinþarsemkristsbóndinn Jón Hregg- Vídalín og séra Rögnvaldur Finnbogason á
viðsson bjó. Staðastað les úr Vídalínspostillu. Svavar Gests-
Kl. 12.30: Komið á Akranes og áð við Kútter Sigurfara og son flytur ávarp.
Byggðasafnið í Görðum. Gunnlaugur Haraldsson Kl. 20.00-
safnvörður segir frá Sigurfara og safninu. Adda 21.00: Komiðtil Reykjavíkur með viðkomu á Þingvöllum
Bára Sigfúsdóttir flytur ávarp. á leiðinni.
Minnisatriði
Látið skrá ykkur strax í ferðina í síma 17500. Miðar kosta kr.
600 fyrir fultorðna og kr. 300 fyrir 6 til 14 ára. Ókeypis er fyrir
böm innan sex ára. Miðar afhendast við rútumar á laugar-
dagsmorgni. Fólk hafi með sér nesti til allrar ferðarinnar og
hlffðarföt.
Góðaferð!
Ferðanefnd Alþýðubandalagsins i Reykjavík