Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 5
Krummi sem Breiðavíkurfólkið hefur alið upp hefur vakið mikla athygli gesta á farfuglaheimilinu. Jónas bóndi heldur á Krumma. Ljósm.: GFr. Ámheiður: Látrabjarg er í næsta nágrenni og það lokkar fólk hingað fyrst og fremst en hér eru líka margar skemmtilegar gönguleiðir um fjöll og fjöru. Ljósm.: GFr. Farfuglaheimili í Breiðavík Silungsveiði, skemmtilegar gönguleiðir um fjall og fjöru og skammt í Látrabjarg. Rætt við hjónin Arnheiði Guðnadóttur og Jónas Hördal Jónsson sem reka heimilið með búskap í Breiðavík í Rauðasands- hreppi var lengi skólaheimili fyrir börn sem lent höfðu í erfiðleikum en það var lagt niður fyrir nokkr- um árum. Ung hjón frá Keflavík, sem unnið höfðu við heimilið, ákváðu þá að hefja eigin búskap á jörðinni og keyptu hana að lok- nm af ríkinu með öllum húsum. En hvað eiga venjuleg bónda- hjón í sveit að gera við hús með 21 herbergi auk stofa, eldhúss og annarra vistarvera sem skóla til- heyra? Það kostar ekki lítið að halda við og reka svo stórt hús. Lausnin fékkst. Þau reka þar farfuglaheimili allt árið með bú- skapnum. Hjónin heita Árn- heiður Guðnadóttir og Jónas Hördal Jónsson og hjá þeim dvaldi blaðamaður Þjóðviljans í góðu yfirlæti eina nótt í sumar. Morguninn eftir var spjallað við þau hjón og þau beðin að segja alla sólarsöguna. Jónas er lærður bílamálari en þoldi ekki málninguna svo að hann varð að hætta. Við vorum því að svipast eftir vinnu og þá var auglýst eftir fólki hingað á skólaheimilið. Adda hringdi niður í ráðuneyti af rælni og út úr því kom að við vorum bæði ráðin sem forstöðumaður og uppeldisfulltrúi. Við vorum lengi búin að láta okkur dreyma um búskap og það var aðalástæð- an fyrir því að við tókum þessu atvinnutilboði en hér var rekinn búskapur með heimilinu. - En höfðuð þið einhverja menntun til að stýra skólaheimil- inu? - Nei, en það fékkst ekki menntað fólk til að fara hingað og var fyrst og fremst verið að svip- ast eftir fjölskyldu sem þoldi * krakka. Það voru ákaflega litlar kröfur gerðar. - Og síðan hefur heimilið fljót- lega lagst niður? - Já, þetta var síðasta tilraunin með það, við vorum mest með 6 krakka í einu. Við ætluðum samt að halda áfram búskap og feng- um jörðina leigða til eins árs meðan við værum að leita fyrir okkur að jörð. Við leigðum allt, skepnur, búvélar og hús. Þessi leiguár urðu síðan þrjú en árið 1982 keyptum við jörðina með húsum og öllu. - Eruð þið fyrst og fremst með sauðfé? - Já, og þetta er góð sauðfjár- jörð. Við ætlum líka út í refarækt og er búið að leggja grunn að húsi. Annars erum við búin að fikta við ýmislegt. Við vorum með hænsni en urðum að hætta með þau þar sem markaðurinn var ákaflega óviss. Samgöngur voru líka erfiðar tvo vetur í röð vegna snjóþyngsla og þá þurftum við að birgja okkur upp af fóðri sem reyndist óhagkvæmt. Ann- ars gekk hænsnaræktin vel til að byrja með og við hefðum ekki komist af án hennar fyrstu árin. Inn í dæmið kom líka að ekki reyndist unnt að fá slátrun á ung- hænum fyrir vestan. Við hefðum orðið að senda þær suður og þá hefðum við ekki borið úr býtum nema hálft kjötfarsverð vegna flutningskostnaðar. - Og síðan hafið þið farið út í ferðamannabúskap? - Já, til að reyna að nýta húsið. Við hugsuðum okkur reyndar til að byrja með að hér gæti verið sumardvalarheimili fýrir börn og settum auglýsingu í blað um það hvort einhver vildi taka húsið á leigu en ekkert kom út úr því. Húsið var orðið ákaflega lélegt, hafði verið í fjársvelti lengi og búið að dæma það ónýtt. Við höf- um tekið það í gegn í áföngum. En við finnum það best í sumar að viðhald og þrif á svona stóru húsi er eiginlega of mikið fyrir eina fjölskyldu með rekstri far- fuglaheimilisins. Við höfum get- að þetta með góðri aðstoð vina okkar. Það eru hjónin Gunnar Þór Jónsson og Inga María Ing- varsdóttir sem voru með okkur með skólaheimilið á sínum tíma. Hann hefur verið hér í allt sumar og hún hluta úr sumri og unnið með okkur í sjálfboðavinnu. - Hvað er langt síðan þið opn- uðuð farfuglaheimilið? - Xið byrjuðum sumarið 1983 en þá var aðsókn lítil. Það voru aðeins 317 gistinætur. Næsta sumar settum við markið á 600 gistinætur og þótti djarft. Þá komu 552 gestir. Nú voru 322 gestir bara í júní og seinni partinn í júlí vorum við búin að fá fleiri en allt árið í fyrra. Við finnum líka greinilega svörun. Fólk kemur aftur og dregur með sér annað fólk. - En hvað hefur staðurinn upp á að bjóða? - Við getum boðið upp á sil- ungsveiði og skemmtilegar gönguleiðir um fjöll og fjöru. Við stefnum að því að bjóða fólki upp á reiðtúra og erum með stóð sem er þó ekki nógu vel tamið enn. Það sem laðar þó langmest að er Látrabjarg sem er skammt undan. Fyrir fólk sem vill vera meira en eina nótt eru ótrúlega miklir möguleikar. Þegar mikið er að gera stóröfundum við stundum fólk sem er að fara í gönguferðir t.d. með stöng upp að Stæðavötnum. - En hvaða þjónustu fær fólk á sjálfu farfuglaheimilinu? - Það fær morgunverð og frek- ari þjónustu í mat ef fyrirvari er hafður á, t.d. ef hópar koma hingað. Það virkaði eins og víta- mínsprauta þegar Vestfjarðaleið hóf reglulegar ferðir hingað í fyrra. Þetta er orðin hálfgerð um- ferðarmiðstöð síðan, miðað við það sem var. Það er leiðsögu- maður í hverri rútu og gefinn er kostur á að fara út á Bjarg í hverri ferð. - Hversu oft eru rúturnar á ferðinni? - Á þriðjudögum er ferð frá Brjánslæk í tengslum við komu flóabátsins þangað. Fólk getur komist hingað á einutn degi með því að taka rútuna til Stykkis- hólms, þaðan með bát að Brjáns- læk og síðan með Vestfjarðaleið hingað. Á föstudögum er ferð frá Flókalundi fyrir þá sem þar eru og kemur hún við á Patreksfjarð- arflugvelli í tengslum við komu flugvélar þangað. Með sömu ferð getur fólk komist héðan í Flóka- lund eða bátinn. Á laugardögum er svo ferð frá Bæ í Króksfirði hingað en rútan heldur svo áfram til Isafjarðar. Meðþeirri rútu get- ur fólk komið og verið hér fram á þriðjudag en það getur líka kom- ið og drukkið kaffi meðan rútan stoppar. - Hvað kostar að gista hér? - Svefnpokaplássið kostar 300 krónur yfir nóttina miðað við gistingu í herbergjum með rúm- um. Gisting í uppábúnum rúmum kostar 500 krónur. Það er síðan ódýrara fyrir hópa og farfugla. - Finnst ykkur ekkert afskekkt að búa hér? - Nei, hreint ekkert. Þetta er spurning við hvað maður miðar, hvort maður miðar t.d. við skóla- göngu barna, þjónustu, lækni eða fjarlægð frá Reykjavík. Hér er heimkeyrsla skólabarna um helg- ar og heimavistin er í 12 km fiar- lægð frá okkur í Örlygshöfn. I 25 km fjarlægð er flugvöllur með föstu áætlunarflugi. Við erum klukkutíma til Reykjavíkur eða sama tíma og þegar við bjuggum í Keflavík. Læknir og önnur þjón- usta er á Patreksfirði. Við getum komist allra okkar ferða og höf- um m.a.s. snjósleða ef vegurinn teppist á veturna. Þá má nefna það að fólk sem kemur í heim- sókn stoppar yfirleitt eitthvað og við höfum kynnst okkar eigin fólki miklu betur eftir að við flutt- um hingað. Þess skal að lokum getið að í Breiðavík er myndarleg sóknar- kirkja, vígð árið 1964. Þar má sjá minjar gamallar sjósóknar og skammt frá, á Hnjóti í Örlygs- höfn, er byggðasafn. Hvít fjaran í þessari breiðu vík er líka heill- andi. Heimsókn í Breiðavík er vel þess virði. -GFr Föstudagur 16. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.