Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 1
UM HELGINA HEIMURINN GLÆTAN Erlent fjármagn Leynimakk með stóriðju! Skipulagsstofa höfuðborgarsvœðisins útbýr áróður. Magnús L. Sveinsson: Ekkert leyndarmál að við viljum laða að erlenda aðila. Gestur Ólafsson: Erum að útbúa kynningarbœkling á ensku. Tollfrjáls iðnaðarsvœði við Sraumsvík. Guðmundur Oddsson: Ekki rœtt innan stjórnarinnar svo ég viti. Björn Ólafsson: Ekki heyrt umþetta. Jóhann Bergþórsson: Telþetta óeðlilegt. Adda Bára: Geri athuga semdir. Guðríður Þorsteinsdóttir: Veit lítið umþetta Það er ekkert leyndarmál, að í vinnslu er kynningarbækling- ur á ensku, þar sem höfuðborgar- svæðið er kynnt sem iðnaðar- svæði og því er ekki að neita, að tilgangurinn með slíkri útgáfu er öðrum þræði að laða hingað að aðila sem hugsaniega myndu hafa áhuga á að koma upp einhverjum atvinnurekstri á svæðinu. Ég veit ekki annað en að atvinnumála- nefnd höfuðborgarsvæðisins sé jákvæð gagnvart slíkum hug- myndum, sagði Magnús L. Sveinsson, formaður nefndarinn- ar í samtali við Þjóðviljann í gær. Kynningarbæklingurinn sem hér um ræðir er í vinnslu hjá Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins og að því er Gestur ÓI- afsson forstöðumaður hennar tjáði blaðinu mun ætlunin að gefa hann út í haust og dreifa erlendis. í bæklingnum er dregin upp mjög fögur mynd af íslensku þjóðlífi á öllum sviðum og sam- kvæmt honum eru möguleikar til uppbyggingar ótæmandi, einkum vegna hinnar vannýttu raforku, „sem seld er gegn sanngjörnu verði“. Þar sem vikið er að fjárfestingu segir m.a. að sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hafi yfir að ráða mjög góðri aðstöðu til iðn- aðaruppbyggingar. Pá segir: „Nú eru í gangi umræður um að koma á fót iðnaðarfríhöfn á höfuðborg- arsvæðinu, sérstaklega í Straumsvík vegna hafnarað- stöðunnar þar“. Um íslenska at- vinnustefnu segir: „Þar sem fyrir- sjáanlegt er að sjávarútvegurinn mun ekki gefa af sér auknar tekj- ur í framtíðinni eru íslendingar farnir að huga í auknum mæli að því að laða til íslands orkufrekan iðnað til að geta hagnast á orku- lindum sínum“. Nokkuð er vikið að íslensku vinnuafli. „Verkföll eru gerð stöku sinnum en standa venju- lega ekki lengi“. Samkvæmt bæklingnum er vel- megun mikil á íslandi og er þess getið í því sambandi, að sam- kvæmt skoðanakönnun Gallup séu íslendingar meðal hamingju- sömustu þjóða í Evrópu. Pétur Pétursson Bjartsýnn ásölu „Ég er mjög bjartsýnn á að ég verði seldur til Hercules, en get annars ekkert sagt um það fyrr en á morgun eða á laugardaginn. Ég er búinn að ganga frá samningum við Hercules og lýst mjög vel á mig hérna. Hercules er nýbúið að kaupa Mario Kempes og 3-4 aðra leikmenn og ég vona að ég komist í þeirra hóp“, sagði Pétur Péturs- son knattspyrnumaður í samtali við Þjóðviljann í gær. Sjá bls. 3 8g „Ég hef ekki heyrt um þetta“ sagði Björn Ólafsson sem á sæti í stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Þjóðviljann. „Ég hef ekki heyrt minnst á neitt þessu líkt og tel það óeðlilegt að svo sé“, sagði Jóhann Bergþórsson formaður skipulags- nefndar Hafnarfjarðar. „Ég hef séð drög að þessu plaggi og gerði ýmsar athugasemdir við þessar hugmyndir“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, sem er í fram- kvæmdastjórn Skipulagsstofnun- ar og stjórn Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. „Ég kannast ekki við þetta og þessi fríhafnarhugmynö hefur ekki verið rædd innan . framkvæmda- stjórnarinnar svo ég viti“, sagði Guðmundur Oddsson í fram- kvæmdastjórn Skipulags- stofnunnar. „Það er lítið sem ég get sagt um þetta, það hefur eitthvað verið til umræðu innan atvinnumálanefndar að kynna svæðið, en ég veit voða lítið um þetta“, sagði Guðríður Þor- steinsdóttir í atvinnumálanefnd fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann í gær. gg Lekinn Orökstudd aðdróttun í Morgunblaðinu Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstœðisflokksins: Veitekki um neinn leka. Órökstudd aðdróttun í Morgunblaðinu. Segi ekki hvað rœtt vará fundinum með ráðherrunum. Utiloka ekkiþingnefndar rannsókn. Á lestarlúgunni. Ljósm. Ari. r Eg veit ekki til þess að stjórnkerfið hafi lekið. Ég hef engar sannanir í því efni og ég vil ekki að mér séu bornar á brýn sakir um það og geri það ekki gagnvart öðrum“, segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins um tíðræddan leka á til- boði Birkis Baldvinssonar í hlutabréf rflrisins í Flugleiðum. í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær er því haldið fram að lekinn hafí átt sér stað eftir fund Þor- steins með ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins daginn fyrir marg- ræddan rflrisstjórnarfund í sl. viku „Þessi aðdróttun í Morgun- blaðinu er órökstudd og ég vísa henni frá sem tilhæfulausri.“ Að- spurður hvort tilboð Birkis hefði komið til umræðu á fundi hans með ráðherrum flokksins sagðist Þorsteinn ekki svara þeirri spurn- ingu. „Við höfum haft það fyrir venju að fjalla ekki opinberlega um þau mál sem við tökum til meðferðar á þessum fundum. Við höfum ekki og munum ekki fjalla um einstök mál sem tekin eru til meðferðar á þessum fund- um og það er regla sem ég ætla ekki að byrja á að brjóta. „Meginágreiningurinn stendur um hvaða aðferð átti að nota við söluna því sú aðferð sem notuð. var býður uppá að eitthvað gerist af þessu tagi, menn fái einhverja vitneskju. Á þessu stigi málsins er ég ekki viss um að það breyti einu eða neinu hvort þingnefnd verði látin skoða málið án þess að ég ætli nokkuð að útiloka það að menn grafist fyrir um þau efni“, sagði Þorsteinn Pálsson. -Ig. Löggæsla Gegndarlaust tillitsleysi við jarðarför Teignmouth, Englandi - Mikil reiði ríkir nú í garð eina lög- regluþjónsins í þorpinu Teignmouth eftir að hann tók þá ákvorðun að sekta bílstjóra líkbíls fyrir að trufla umferð fyrir utan þorpskirkjuna með- an verið var að jarða 100 ára gamla konu. Meðhjálpari kirkjunnar hefur lýst þessu framferði lögreglu- þjónsins sem „gegndarlausu til- litsleysi". Lögregluþjnoninn þvertekur hins vegar fyrir það að framferði hans hafi verið ókristi- legt. „Ég var einungis að sinna mfnu starfi,“ segir hann. Yfirvöld hafa látið málið niður falla. -ÞH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.