Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN Suður-Afríka Botha bifast ekki Utgöngubann í Soweto og víðar. Mannfallið heldur áfram Tanzanía Eftirmaður Nyerere valinn Durban, Jóhannesarborg - í ræðu sem beðið hefur verið eftir með óþreyju drap P.W. Botha forsætisráðherra hvítu minnihiutastjórnarinnar í Suður-Afríku í dróma allar vonir manna um að stjórn hans hyggði á endurbætur á stjórnkerfi landsins. Samtímis var tilkynnt að útgöngubann hefði verið fyrirskipað í Sow- eto, útborg blökkumanna við Jóhannesarborg. í ræðunni sem Botha hélt á þingi stjórnarflokksins í Durban sagði hann að stjórn hans væri skuldbundin til að semja við svarta meirihlutann í landinu en London - Breski íhaldsflokkur- inn undir forystu Margaret Thatcher heldur áfram að tapa fylgi í skoðanakönnunum. í Vinátta Rússar þrýsta á finnska komma Helsinki - Að sögn heimilda innan meirihluta finnska kommúnistaflokksins beitir sovéska stjórnin nú þrýstingi á armana tvo í flokknum í þá veru að þeir taki upp nánara samstarf og leggi ágreinings- efni sín til hliðar. Þessi þrýstingur birtist ma. í heimboðum sem nú berast ýms- um úr minnihluta flokksins en hann stendur nær sovéska flokknum en meirihlutinn sem hefur hallað sér að evrópukomm- únistum. Með því hundsar so- véska stjórnin skipulagsbreyting- ar sem gerðar voru á finnska flokknum í síðasta mánuði. Skipulagsbreytingar voru sam- þykktar á sérstöku flokksþingi sem minnihlutamenn kusu að mæta ekki á. Þar voru ýmsar hér- aðsdeildir flokksins sviptar völd- um, þe. þær sem lutu stjórn minnihlutans, en í þeirra stað stofnaðar nýjar deildir sem meirihlutinn hafði tögl og hagldir í. Nú ber svo við að ýmsum úr þeim héraðsstjórnum sem þannig var ýtt til hliðar berast heimboð frá Sovétríkjunum. Sama máli gegnir um ritstjóra blaða sem minnihlutamenn gefa út. Hins vegar hefur ritstjórn aðalmál- gagns flokksins, Kansan Uutiset, ekki borist neitt heimboð að austan. Þetta er sagt stilla meirihlutan- um upp frammi fyrir tveimur valkostum: annað hvort að láta undan þrýstingnum frá Moskvu eða rjúfa tengslin við sovéska flokkinn og reka minnihlutann á dyr. Nýleg afsögn Grigori Rom- anoffs úr æðstu stjórn sovéska flokksins var talin hafa svipt minnihlutamenn mikilvægum stuðningi í Moskvu en nú þykir sýnt að Gorbatséf hafi ekki síður áhuga á að líma finnska bróður- flokkinn betur saman en Roma- noff. að hann væri ekki reiðubúinn að leiða hvíta íbúa landsins út í valdaafsal og sjálfsmorð. Hann sagði að áfram yrði haldið að gera endurbætur á aðskilnaðarstefn- unni en nefndi engar breytingar sem væru fyrirhugaðar á næst- unni. Fyrirfram hafði verið búist við því að Botha myndi kunngera róttækar breytingar á stjórn- skipan landsins í þá veru að auka réttindi blökkumanna og áhrif þeirra á stjórn landsins. Heimild- armenn innan stjórnarinnar í Pretoríu sögðu hins vegar í dag að Botha hefði ekki viljað láta svo líta út sem hann léti undan þrýst- Gallupskönnun sem birt var í blaðinu Daily Telegraph i gær kom í Ijós að einungis 24% kjósenda sögðust myndu kjósa íhaldsflokkinn. 40% spurðra kváðust fylgja Verka- mannaflokknum að málum og miðjubandalag sósíaldemó- krata og frjálslyndra naut stuðnings 34% spurðra. Aðeins einu sinni fyrr hefur Thatcher notið minna fylgis, það var í desember 1981, stuttu áður en stríðið um Falklandseyjar hófst. Persónufylgi forsætis- ráðherrans hefur ekki verið minna í þrjú ár því 65% spurðra kváðust óánægðir með frammi- stöðu hennar. Thatcher hefur mætt ýmsu mótlæti að undanförnu. í síðasta ...Bandarískur læknir segist hafa fundið upp aðferð til að lækna lifr- arkrabba sem kominn er á hátt stig. Hingað til hefur þessi sjúk- dómur verið ólæknandi en læknir- inn segist hafa dregið úr vexti ingi erlendis frá um að víkja frá aðskilnaðarstefnunni. Óeirðirnar í landinu halda áfram og kostuðu þær fimm manns lífið á síðasta sólarhring. Meðal þeirra sem féllu var 16 ára piltur sem varð fyrir hand- sprengju. Stjórnvöld hertu á framkvæmd herlaganna þegar þau fyrirskipuðu útgöngubann í borgarhluta blökkumanna í út- jaðri Jóhannesarborgar. Gildir það frá 10 á kvöldin til 4 á morgn- ana. í Soweto búa uþb. tvær milj- ónir blökkumanna. Áður hafði útgöngubann verið sett á ýmis hverfi blökkumanna í austurhé- ruðum landsins. mánuði gerðu næstum 100 þing- menn íhaldsflokksins uppreisn gegn þeim áformum hennar að hækka verulega kaup hæst settu embættismanna ríkisins á sama tíma og launum þeirra lægra settu var haldið niðri. í Gallupkönn- uninni svöruðu 70% spurðra ját- andi spurningu um það hvort íhaldsmönnum væri sama um vondar afleiðingar gerða sinna og 74% voru sammála því að flokk- urinn gætti hagsmuna hinna ríku en ekki almennings. Thatcher er nú í orlofí í Austurríki og er sagt að hún noti tímann til að setja saman nýjan ráðherralista sem sagður er vera talsvert ólíkur þeim sem nú er í gildi. krabbameinsæxla í 50 af 104 sjúk- llngum sem hann hefur meðhöndl- að með hinni nýju aðferð. Einn sjúklinganna hefur lifað í sex ár eftir meðhöndlun. Dar es Salaam - Stjórnarflokk- urinn í afríkuríkinu Tanzaníu útnefndi í gær Ali Hassan Mwinyi sem eftirmann Juliusar Nyerere forseta landsins en hann lætur af embætti í októ- ber nk. Mwinyi, sem er sex- tugur, hefur gegnt embættf forseta á eynni Sanzibar sem nýtur takmarkaðrar sjálf- stjórnar innan sambandslýð- veldisins Tanzaníu. Kjör Mwinyi var mjög eindreg- ið því 1.731 fulltrúi á sérstöku flokksþingi greiddi honum at- kvæði en aðeins 14 voru á móti. Það kom samt á óvart því fyrir þingið var Mwinyi talinn standa lakast af þremur líklegum fram- bjóðendum í embættið. Að sögn heimildarmanna í stjórnar- flokknum ber kjör hans að skoð- ast sem málamiðlun þar sem ekki náðist eining um tvo líklegustu frambjóðendurna, Salim Ahmed Salim forsætisráðherra og aðal- ritara flokksins, Rashidi Kaw- awa. Mwinyi er til þess að gera lítt þekktur á meginlandi Tanzaníu en hefur þótt fær stjórnandi á Sanzibar. Hann hefur innleitt aukið frjálslyndi í efna- hagsmálum eyjarinnar, ma. gefið innflutning frjálsan, og er það tal- ið hafa bætt lífskjör mjög á eynni. Frjálslyndisstefna hans hefur vakið athygli á meginlandinu og eru ýmsir þættir hennar komnir til framkvæmda þar. Nýi leiðtoginn er sagður heiðarlegur og fær stjórnandi og góður diplómat en Mwinyi var um skeið sendiherra Tanzaníu í Egyptalandi. Hann er múhamm- eðstrúar, ólíkt Nyerere sem er ...Vestur- og austurþjóðverjar hafa komist að samkomulagi um að endurbæta hluta af hraðbrautinni mllli Bæjaraiands og Berlínar. Er þessi samningur talinn vera vitni um batnandi sambúð ríkjanna. Julius Nyerere sem senn lætur af völdum í Tanzaníu ruddi brautina fyrir það sem nefnt hefur verið afriskur sósíalismi og hefur fyrir vikið notið virðingar langt út fyrir landamæri Tanzaníu. kristinn, en blandar henni saman við þann afríska sósíalisma sem Nyerere er aðalhöfundur að. í krafti þeirrar stefnu nýtur Nyer- ere og Tanzanía áhrifa og virð- ingar víða um álfuna. Þótt Nyerere láti af embætti forseta í haust hyggst hann ekki segja skilið við pólitík. Hann mun áfram gegna formennsku í stjórnarflokknum og getur í krafti þeirrar stöðu kippt í spott- ann þyki honum eftirmaðurinn ætla að víkja of langt frá réttri línu. Samkvæmt stjórnarskrá Tanzaníu ríkir þar einsflokks- kerfi og getur flokkurinn ógilt ák- varðanir ríkisstjórnarinnar ef svo ber undir. REliTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Argentína Herforingjar sóttir til saka Buenos Aires - í Argentínu standa nú yfir tvenn réttarhöld yfir herforingjunum sem stjórnuðu landinu á árunum 1976-1983. í öðrum er verið að rannsaka blóði drifna herferð þeirra gegn vinstrisinnum en í Sækjandinn í málinu gegn argen- tínsku herforingjunum hefur krafist lífstíðarfangelsis fyrir Jorge Videla fyrrum forseta landsins sem hér sóst á velmektardögum sínum. hinum frammistöðu þeirra í stríðinu um Falklandseyjar. Fyrrnefndu réttarhöldin snúast um ábyrgð herforingjanna á hvarfí amk. 9.000 manna og hvort þeir hafi beitt pyndingum á pólitískum föngum. Tæplega eitt þúsund vitni hafa verið leidd og hafa þau skýrt frá óhugnanlegum aðferðum öryggissveita hersins við pólitíska fanga sem voru pyndaðir á hroðalegan hátt og myrtir þúsundum saman. Ætlun sækjandans var að leiða helmingi fleiri vitni en þess gerðist ekki þörf því framburður þeirra sem mættu fyrir réttinum var yfrið 'nógur til að sakfella allar deildir hersins. Sækjandinn hefur í hyggju að krefjast lífstíðarfangelsis til handa fjórum æðstu mönnum herforingjastjórnarinnar, Jorge Videla og Roberto Viola sem báðir gegndu forsetaembætti og tveim fyrrverandi yfirmönnum flotans, Emilio Massera og Arm- ando Lambruschini. Hann mun krefjast minni refsingar fyrir fimm aðra sem eru fyrir rétti, þám. Leopoldo Galtieri fyrrum forseta. Masður þeirra sem hurfu undir herforingjastjóm mótmæla. Verjandi eins af sakborningun- um hefur sagt að skjólstæðingur hans hafi borið við lokuð réttar- höld að herforingjarnir sem stjórnuðu landinu hafi engan þátt átt í að skipuleggja herferð gegn skæruliðum í landinu á valdatíma þeirra. Hann var spurður hvort hann teldi líklegt að öryggis- sveitir hefðu pyndað fanga í leynilegum fangabúðum og svar- aði: „Það er útilokað. Leiðarljós stjórnarinnar var vestræn og kristin manngildishugsjón.“ í hinum réttarhöldunum eru 16 herforingjar ákærðir fyrir að hafa átt sök á ósigri Argentínu í stríð- inu gegn Bretlandi um Falklands- eyjar eða Malvinaseyjar eins og þær heita þar syðra. Hefur sækj- andi krafist þess að Leopoido Galtieri þáverandi forseti lands- ins verði rekinn úr hernum og dæmdur í 12 ára fangelsi. Krefst hann 8 ára fangelsisvistar tveimur öðrum herforingjum til handa og vægari refsingar til handa sjö öðr- um. Dómar munu upp kveðnir í báðum þessum málum með haustinu. Bretland Thatcher tapar fylgi Þetta gerðist líka... ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.