Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Að frœða um Ijóðlist Ljóölist hefur verið á dag- skrá ööru hvoru í sunnu- dagsblöðum að undanförnu, þó sjaldnar en skyldi. Stund- um er kvartað yfir því að gagniýnendur við blöð og tímarit séu full daufir í afstöðu sinni til nýliða í Ijóðagerð, stundum er meira að segja sagt sem svo, að þeirvanræki að segjaungviðinutil. Þau tilmæli verða ekki rædd að sinni - en þau gætu leitt okkur að annarri spurningu: Hvaða bækur eru til á íslensku um Ijóðlist, þessa þjóðaríþrótt sem við viljum að sé? Ekki barasta um þá brag- fræði sem við höfum hnusað af í skólum, heldur líka um þá sér- stæðu notkun máls og mynda sem gerir ljóðið að ljóði, hvort heldur það er bundið eða frjálst. Þekking og ögun Ein slík bók kom út í hitteð- fyrra. Ljóðlist eftir Baldur Ragn- arsson og ber undirtitilinn „kennslubók handa framhalds- skólanemendum og öðru áhuga- fólki.“ Allstór bók og yfir- gripsmeiri en aðrar sem ég hefi séð um þetta efni. Þar er höfund- ur ekki að reyna að segja sögu Ijóðlistar - eins þótt hún komi að nokkru leyti fram þegar gerð er grein fyrir íslenskum og er- lendum bragarháttum. Hann fjallar heldur ekki um einstök ljóðskáld til að finna þeim stað í stjörnumerkjum. Hann reynir fyrst og fremst að gera grein fyrir öllum þeim þáttum sem á reynir, þegar ljóð eru ort og lesin. Hann skrifar kafla um líkingar og tákn, andstæður og hliðstæður, um hrynjandi, stuðlareglur, bragar- hætti forna og nýja og óbundin ljóðform. Einnig um ljóðmál, vísanir og inntak ljóða og fylgja dæmi og verkefni hverjum kafla. Allt er þetta gert í anda stefnu- skrár sem svo er orðuð í formála: „Gengið er út frá því, að list Ijóðsins sé ekki sjálfsprottið fyrir- bæri heldur krefjist þekkingar og ögunar af þeim sem hana vilja iðka og skilja“. Kostir ríkisins Sá sem þetta ritar hefur ekki þá reynslu að hann geti gert sér grein fyrir því hvernig slík bók nýtist í skólakennslu. Hinsvegar treystir hann sér vel til að halda því fram, að margt sé vel um þetta rit. Því er ekki að neita, að stundum er framsetning nokkuð tyrfin („Slíku tákni fylgja útleitnari til- vísanir sem byggja upp lifandi, virkan raunveruleika sem ein- kennist af til finningaafli og margræðni í ætt við draum eða goðsögn“). En kostir bókarinnar eru semsagt ótvíræðir. Textinn geymir skynsamlega og alúðlega leiðsögn og leiðbeiningu um það, hvernig menn umgangist ljóð með kurteisi og því jákvæða hug- arfari sem býður hrifningu heim - um leið og þeir átti sig sem best á því hvernig þau eru smíðuð. Hér er að finna skemmtilega útfærða málsvörn fýrir drótt- kvæðan kveðskap: Þar segir, að sú fyrirhöfn sem menn hafa af þvf að kanna hverja vísu til hlítar beri merkilegan árangur „einnig í víðari og dýpri skilningi á nauð- syn þess að kanna sem best orðin sjálf og samhengi þeirra í öllum kveðskap, bæði fornum og nýj- um“. Hér eru líka vinsamlegar rökræður við þá menn, sem enn kunna að vera svo forhertir að vilja ekki viðurkenna hið hefð- bundna ljóðform. Hérer aðfinna ágætan samanburð á lífi fer- skeytlunnar hér og tönku og hæku í Japan. Og svo nefndir séu einstakir kaflar sem þessum les- anda hér finnast sérstaklega þarf- ir, skal dæmi tekið af þeim sem fjalla um tegundir líkinga, og svo hinum sameinandi lokaköflum um ljóðmál og inntak ljóðs. Hvað um lelrinn? Það er víst ekki góður siður að kvarta yfir því sem vantar í bók. En samt skal nú minnst á þætti sem gaman hefði verið að hafa með íslenskri ljóðlistarfræðibók - eins þótt slíkir kaflar gætu lent utan við þarfir skóla. Bókin er byggð upp af já- kvæðum dæmum ef svo mætti segja, af skáldskap sem höfundur og flestir aðrir munu hafa nokkra velþóknun á. En því ekki að tala um það, einmitt í kennslubók með nokkuð víðtækri skírskotun, hvað gerist þegar illa er ort, jafnt innan hefðar sem utan? Um það, hvaða möguleikar eru yfir höfuð á því að færa rök fyrir því að eitt kvæðið sé öðru betra? (Stundum er í misskilinni jafnaðarmennsku talið ókurteisi að tala um snjallt skáld.) Veit ég vel að með slíku hjali er boðið út á hálan ís, en samt: Þetta væri skemmtileg til- raun. Hlutverk skáldskapur í annan stað væri gaman að skoða í slíkri bók umfjöllun um breytilegar hugmyndir manna um hlutverk skáldskapar. Baldur Ragnarsson segir m.a. á þessa leið: „Helsta markmið Ijóða er að hrífa, vekja til umhugsunar, orka á tilfinningar lesandans, víkka vitund hans.“ Mikið rétt. Á öðrum stað er svo minnst á boðskap ljóðs og tekið dæmi af kvæði eftir Þorstein frá Hamri, sem felur í sér „beiðni eða áminningu" um að menn hlýði á söng skáldanna. Svo segir: „En er sá „boðskapur“ allur „sannleikur“ Ijóðsins? Varla, því boðskapinn má orða í einni setn- ingu. „Sannleikur" Ijóðsins er sú hugsunarlega og tilfinningalega heild sem skáldið færir okkur með orðlist sinni og við hjálpum til að skapa með eigin hugsun, eigin tilfinningum.“ Öldungis prýðilegt. En hér væri gaman að nema staðar og velta fleiru upp. Því það er líka satt, að þær stundir hafa komið að spurt var um boðskap ljóðs með áleitnari hætti en nú er siður, þegar spurt var um „skorinorð ljóð“ eða gengið út frá því sem vísu að „Hin góðu skáld hafa veglegar og fagrar hugsjónir á því, hvernig mannkynið eigi að vera“ eins og segir í Norðanfara þeirra Gísla Brynjúlfssonar og Jóns Thoroddsen árið 1848. Stundum sýnast viðhorf af þessu tagi úrelt með öllu - en svo þegar minnst varir þá eru menn enn á ný farnir af stað, þreyttir á sjálfs- tjáningunni og vilja herhvöt og jafnvel upplýsingu í ljóði. Um- rétt. Baldur hvetur líka til þess að menn sýni ekki aðeins einbeitni og þrautseigju heldur bæti stöð- ugt við þekkingu sína á menning- ararfinum - til dæmis til að geta skilið táknmál og vísanir í sögu og Biblíu og annan skáldskap sem skáld grípa til án útskýringa auðvitað. Þetta er líka satt og rétt. En það kemur að því, ekki síst hjá sumum nútímaskáldum, að samnefnarar og þekking duga ekki til, skáldið smíðar sér svo persónulegt kerfi tákna og tilvís- ana, að lesandinn stendur uppi ráðvilltur, einnig hinn velviljað- asti. Kristján Karlsson kemur inn á þetta í mjög skemmtilegu við- tali um eigin skáldskap sem birt- ist í Morgunblaðinu fyrr í sumar. Þar útskýrir hann sjálfur ljóð úr bókinni New York sem fjallar um ræðan um hin ýmsu hlutverk skáldskapar er ekki síst freistandi vegna þess, að skáld eru jafnt og þétt að kvarta yfir því, að ekki sé á þau hlustað, að orð ljóðsins troðist undir í stríðum og í „stór- karlalegu þusi upplausnartima" eins og Hannes segir Pétursson. Það er ykkar að skilja Annað eilífðarmál ljóðlistar er það sem eitt sinn var sett í fræga formúlu: „mitt er að yrkja en ykkar að skilja“. Baldur Ragn- arsson vill leggja á það höfuðá- herslu, að lesandinn leggi hart að sér, kenni ekki skáldum um ef skilnings á ljóði er vant: „Torskilið Ijóð er vitsmunaleg ögrun, áskorun á hug okkar að gefast ekki upp gagnvart orðum sem ætlað er að tjá hugsun og tilfinningar annars manns í formi listar.“ Og er þetta ágæt hugsun og stúlku sem eins og Kristján segir „er á leið til að láta eyða fóstri“. Nú er það svo, að enginn getur vitað um þessar aðstæður stúlk- unnar Monu nema skáldið sjálft, sem segir: „Það skiptir ekki miklu máli, álít ég, hvort menn þekkja þessar tilvísanir í kvæðinu eða ekki. Ef mönnum finnast þær ískyggilegar þá hefur kvæðið lánast. Annars ekki“. Hér er komið inn á skemmti- legt svið, þar sem spurt er: hve langt kemst skáldið með sinn les- anda? Eru til einhverskonar há- markskröfur til lesandans? Kem- ur að því, að skáldið verður sjálft að stíga fram að gefa lykilorð að kvæði sínu eða þá að mjög sér- fróðir menn verða að koma til að gerast miðlarar milli skálds og lesanda? Er ljóðlist, sem eins og biður um slíka fyrirgreiðslu, eitthvað annað en sá skáld- skapur, sem við göngum inn í eins og hús sem við þekkjum - eins þótt vel geti verið að mörgu hafi verið breytt frá því við komum þar síðast? ÁB 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.