Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 14
Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Innritun í öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fer fram dagana 28., 29. og 30. ágúst í húsakynnum stofnunarinnar við Austurberg kl. 18.00-21.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök náms- ráðgjöf er veitt innritunardagana. Sími skólans er 75600. Dagskóli F.B. verður settur í Bústaðakirkju laugar- daginn 31. ágúst kl. 10.00 árdegis. Allir nýnemar eiga að koma á skólasetninguna. Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár mánudaginn 2. september kl. 9.00-14.00 og eiga þá að standa skil á gjöldum. Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennarafund mánudaginn 2. september og hefst fundurinn kl. 9.00 árdegis. Skólameistari Þroskaþjálfar Deildarþroskaþjálfi óskast til starfa á Vonarlandi á Egilsstöðum. Starfið felur í sér skipulagningu á þjálfun og þjálfun á 3-4 einstaklingum. Laun skv. taxta BSRB og ríkisins. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97- 1577 eða 97-1177. St. Jósepsspítalinn Landakoti Lausar stöður: Barnaheimili Starfsmaður óskast á skóladagheimili (börn 5-9 ára) frá 1.9. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 19600-260 milli kl. 9-16. Einnig óskast starfsmaður á dagheimili fyrir börn á aldrinum 3ja-6 ára. Upplýsingar í síma 19600-250 milli kl. 9-16. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B og barnadeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Boðið upp á að- lögunarkennslu fyrstu vikurnar. Hjúkrunarfræðingar óskast á aukavaktir á lyflækninga- og handlækningadeildir. Einnig vantar skurðstofu-hjúkrunarfræðing. Námsstaða er fyrir hendi fyrir hjúkrunarfræðing sem vill öðlast starfsreynslu á skurðstofu. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar deildir: - Lyflækningadeild ll-A - Handlækningadeildir ll-B og lll-B - Barnadeild Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- arísíma 19600 frá kl. 11-12og 13-14 alla virkadaga. Röntgen-hjúkrunarfræðingur eða röntgentæknir Vantar nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri röntgendeildar í síma 19600-330. Starfsfólk Starfsfólk í ræstingar vantar við allar deildir spítalans. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600-259. Starfsmaður Óskum að ráða starfsmann til starfa í þvottahúsi okkar að Síðumúla 12. Upplýsingar gefur forstöðu- kona þvottahússins í síma 31460. Reykjavtk, 24.8. 1985. Stöður í háskóla ! Nýlega var auglýst laus staða lektors í íslenskum bók- menntum við Háskóla (slands til þriggja ára. Umsóknarfrest- urinn rann út í gær þannig að brátt mun Ijóst hverjir hafa sótt um stöðuna, en ýmsir bókmennta- og fræðimenn hafa verið nefndir sem hugs- anlegir umsækjendur. Þar á meðal Helga Kress lektor í almennri bókmenntafræði, Matthías Viðar Sæmunds- son cand. mag og dr. Örn Ól- afsson. ■ Herra Sensuross á Prövdu Leiðarinn umtalaði í Alþýðu- blaðinu sl. miðvikudag sem bar yfirskriftina „Eigi víkja“, og sagður er skrifaður af Helga Má Arthúrssyni, fræðslufull- trúa hjá BSRB, hefur víða valdið miklum pirringi, einkum þó og sér í lagi á æðstu rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins. Flestir blaðamanna tóku hins vegar leiðaranum fagn- andi og sín á milli kalla þeir Björn Bjarnason ritstjóra aldrei annað en Herra Sens- uross og málgagnið að sjálf- sögðu Prövdu. ■ r Ertþu ^ búinn að fara í Ijósg- skoöunar -ferð? w Halló Hvað ætlar þú að gera í vet- ur? Langar þig að breyta um umhverfi? Langar þig að skipta um vinnu? Langar þig að kenna við nýjan skóla? Ef svo er, þá talaðu við okkur. Við bjóðum þér kennar- astarf við grunnskólann á ísafirði, sem er nýr skóli, byggður á gömlum merg. Við höfum nú sameinað allt grunnskólakerfið undir eina yfirstjórn og okkur vantar nokkra kennara. Þér gefst því tækifæri sem kennara að taka þátt í uppbyggingu nýs skóla með okkur. Við getum ekki boðið upp á gull og græna skóga, en flutningur til okkar verður þér að kostnaðarlausu. Við höfum líka húsnæði fyrir þig og fjölskyldu þína, fyrir utan góða vinnuaðstöðu við skólann. Á ísafirði er stórbrotið, sögulegt umhverfi, auðgað af menningar- og viðskiptalífi. Hér er líka glænýtt dag- heimili. Formaður skólanefndar, Lára G. Oddsdóttir í síma 94-3580 og skólastjóri, Jón Baldvin Hannesson í símum 94-3146 og 94-4294 eru fús til að veita frekari upplýsingar. Utboð Tilboð óskast í gröft, fyllingu og lagningu holræsa í Vogatungu vegna íbúða aldraðra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Fannborg 2, frá og með þriðjudeginum 27. ágúst ’85, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11, mánudag- inn 9. september og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráðstefna 24. og 25. ágúst Dagskrá: Laugardagur 24. ágúst Kl. 10.00 1. Þingsetning 2. Skýrsla stjórnar og reikn- ingar 3. Skýrsla um útgáfu Vest- firðings 4. Atvinnu- og byggðamál. Framsögumenn: Kjartan Ólafsson og Ragnar Arn- alds. Umræður 5. Stefnuumræðan. Framsögumaður: Kristinn Á. Gunnarsson. Sunnudagur 25. ágúst Kl. 9.00 6. Nefndastörf 7. Almennar umræður/ Nefndastörf 8. Afgreiðsla frá nefndum 9. Kjör stjórnar kjördæmis- ráðs og uppstillingarnefnd- ar. Tilnefning fulltrúa til miðstjórnarkjörs. Kl. 17.30 — Þingslit AB Norðurlandi eystra Sunnlendingar athugið! Síðsumarferð ABS Athugið breytta tímasetningu Síðsumarferðar Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi til Víkur í Mýrdal. Farið verður helgina 31. ágústtil 1. september. Fararstjóri verður Ingi S. Ingason og honum til aðstoðar verður Margrét Gunnarsdóttir á Laugarvatni. Lagt verður af stað laugardaginn 31. ágúst frá Messanum Þorlákshöfn kl. 8.30, Olís Hveragerði kl. 9.00 og frá Kirkjuvegi 7 Selfossi kl. 9.30. Þeir sem vilja slást í hópinn á austurleið verða teknir í hópinn eftir samkomulagi. Byggðasafnið á Skógum verður skoðað, ekið að Sólheimajökli og Dyrhólaey skoðuð. Farið að Görðum í Reynishverfi og upp í Hlíðardal og að lokum til Víkur í Mýrdal. Kl. 21.00 um kvöldið hefst vaka í Leikskálum í umsjá heimamanna og gist í svefnpokapláss- um um nóttina. - Reiknað er með að hver komi með sitt nesti. Sunnudaginn 1. september verður ekið af stað kl. 10.00 austur um og gengið á Hjörleifshöfða. Eftir hádegi verður Víkin og um- hverfi hennar skoðuð. Væntanlega komið á Selfoss um kl. 18.00. Félagar og stuðningsfólk! Takið með ykkur fjölskylduna og kunningjana. Skráið ykkur hjá Ármanni Ægi í síma 4260, Önnu Kristínu í síma 2198 eða hjá félagsmönnum eigi síðar en 27. ágúst. - Stjórnin Alþýðubandalags- fólk á Akureyri Vinna er að hefjast við endurbæt- ur og viðhald á Lárusarhúsi. Þeir sem vilja hjálpa til hafi sambandi við Ingibjörgu í síma 25363 eöa Hilmi í síma 22264. Munið! Margar hendur vinna létt verk. - Hússtjórn 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ÆFR Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 25. ágúst kl 17.00. Rabbað um starf vetrarins og starfsreglur stjórnar ÆFR. Einnig fjallað um haustfund ÆF. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Formaður

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.