Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 20
„Atvinnuþátttaka kvenna er ekki nýtilkomin” - rœff við Margréti Guðmundsdóttur, sagnfrœðing, en hún er ein affjöldamörgum konum sem flytja erindi á ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknirá vegum háskólans ■■■ „Verkakonur höfðu þriðjungi lægri laun en karlmenn í sömu störfum," segir Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur. Ljósm. E.ÓI. Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir verður haldin í Odda, hugvísindahúsi Há- skólans helgina 29. ágúst til 1. september og verða flutt þar fjöldamörg erindi um kvenna- rannsóknir og niðurstöður þeirra. Fjallað verður um lögfræði, líf- fræði, sagnfræði, félags- og sál- fræði, guðfræði, íslensku og fleiri greinar, en á kvöldin munu konu fjalla í máli og myndum um starf kvenna í ýmsum listgreinum, um líf kvenna á Grænhöfðaeyjum og líf verkakonu í Reykjavík. Meðal athyglisverðar umfjöll- unarefna er erindi Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings og nefnist það „Konur hefja kjarabaráttu“. Við hittum Margréti að máli og báðum hana að segja frá erindi sínu. „BA-ritgerð mín í sagnfræði fjallaði um verkakonur í Reykja- vík á árunum 1914-1940, og ég mun segja frá niðurstöðum mín- um á ráðstefnunni. Þetta er að ýmsu leyti mjög merkilegt tíma- bil í atvinnusögu kvenna og lítið rannsakað og einmitt þess vegna fékk ég upphaflega áhuga á því. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað árið 1914 og þvotta- kvennafélagið Freyja síðan árið 1932, en bæði þessi félög voru mjög tengd stjórnmálastarfinu á þessum tíma. Framsókn er meðal stofnenda ASÍ, sem þá var sama skipulagsheild og Alþýðuflokk- urinn. Konur í verkakvennafé- lögum tóku því mikinn þátt í póli- tíkinni á þessum tíma og öll þeirra kjarabarátta var mjög tengd henni. Þvottakvennafé- lagið Freyja fylgdi fyrst Alþýðufl- okknum að málum en síðan Sós- íalistaflokknum. Mikil pólitísk togstreita var þarna á milli sem konurnar tóku virkan þátt í.“ „Hvað með kjör kvenna á þess- um árum, voru þau mjög léleg? „Já, það er ekki hægt að segja annað. Það er athyglisvert að kynnast viðhorfinu sem ríkti til launavinnu kvenna. Þær konur sem voru í verkakvennafélögun- um unnu úti af neyð, einnig þær sem voru giftar. Þetta var gífur- lega erfið og slítandi vinna, ekki síst saltfiskverkunin, sem fram fór í óupphituðu húsnæði þar sem allar aðstæður voru mjög slæmar. Til að byrja með höfðu konur að- eins helming launa á við karla í saltfiskinum, þótt þær bæru fisk- börur á móti körlum og ynnu oft nákvæmlega sömu störf. Síðar komst á sú regla að konur hefðu þriðjungi lægri laun en karlar og má segja að það hafi verið reglan í kjarasamningum þessa tíma. Konur í þvottakvennafélaginu Freyju höfðu ekki samanburð við karlalaun, þar sem engir karlar voru í ræstingum á þessum tíma og misréttið því ekki eins augljóst.“ „Er atvinnuþáttlaka kvenna mikil á þessum tíma?“ „Já, hún er ótrúlega mikil. Því er gjaman haldið fram að þátt- taka kvenna í atvinnulífinu hér í Reykjavík sé nýtilkomin, en það er mikill misskilningur. Að vísu er erfitt að meta hversu mikil hún var, vegna þess að giftar konur eru ekki skráðar útivinnandi í manntölum og nánast ógerlegt að finna út hversu stórt framlag þeirra var. En af félagatali verka- kvennafélaganna má sjá að þær hljóta að hafa verið margar. Á árunum 1911-36 er saltfiskurinn 47-60% af heildarútflutnings- verðmætum landsmanna og frá 1925-31 kom 31-39% af heildar- saltfiskframleiðslunni í hlut reykvískra kvenna. Það er því augljóst að þáttur reykvískra kvenna í þjóðarframleiðslunni á þessum tíma er mikill.“ „Er mikið til af heimildum sem þú hefur haft aðgang að?“ „Ég hef byggt mikið á fundar- gerðum verkakvennafélaganna og einnig á hagskýrslum og dag- blöðum. Það er hins vegar ljóst að það væri hægt að halda lengur áfram með þessar rannsóknir og skoða t.d. bókmenntir sem snerta verkakonur í Reykjavík á þessum tíma,“ sagði Margrét. Hún bætti því við að lokum að hún vonaði að sem flestir mættu á ráðstefnuna um næstu helgi. Er- indin eru svo fjölbreytileg að efni og innihaldi að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Rit- gerð Margrétar um verkakonur í Reykjavík á árunum 1914-1940 verður væntanlega gefin út síðar af Sagnfræðistofnun Háskólans. þs Götuskiltið: „Stræti baráttunnar gegn endurskoðunarstefnunni", - þar sem Rússneska sendiráðið í Peking hefur aðsetur. Sendiráð Rússa við Baráttugötu gegn endur- skoðun Um daginn var verið að viðra hugmynd um að skíra upp götur hér og þar á Vesturlöndum og þá í höfuðið á Sakarov, í pólitísku háðungarskyni við sovésk stjórn- völd. Reykjavík var nefnd á nafn í þessu sambandi og a.m.k. tveir tjáðu sig um málið í mogganum; Davíð sjálfur var hugmyndinni heldur meðmæltur fyrir sína parta, en Velvakandi á móti. Héma mætti koma að kínvers- ku útgáfunni af pólitískum götu- nöfnum; sovéska sendiráðshöllin í Peking stendur við Stræti barátt- unnar gegn endurskoðunarstefn- unni. Velheppnað spælingageim hvað sem öðru líður. Rússagrey- in geta ekki einu sinni tekið leigara heim án þess að hafa yfir þetta bölvaða götunafn. VOLVOKJOR SUÐURLANDSBRAUT 16 SlMI 35200 Volvo 340 frá: kr. 465.000.- p&ó Míöaö viö gengi 14/6 '85. Dœmi: Volvo Rio 340 DL: Verð: 465.000 Lán........ 116.000 Gamli bíllinn uppí....... 200.000 Utborgun... 149.000 Samtals: 465.000 Gjörðu svo veí - komdu og kynnsfu Volvonum af eigin raun, f Með þessum einstöku greiðslukjörum gerum við enn fieirum kleiff að eignast Volvo. Volvo 340, - Auk þess að vera búinn öllum bestu kostum Volvo er hann sparneytinn og á verði frá: Volvo 340kr. 465.000.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.