Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 12
Tveir góðir frá Frakklandi, prófessor Regis Boyer og Einar Már Jónsson lektor.
Það er ekki laust við að svipur sé með þeim Matthew James Driscoll og Stefáni Karlssyni
handritafræðingi.
Vaxandi áhugi
á fornsögunum
og miðaldafrœðum
Sverrir
Hólmarsson
skrifar
um
alþjóðlegt
forn-
sagna-
þing í
Danmörku:
Greinarhöfundur ásamt Védísi Skarphéðinsdóttur og Ragnheiði Mósesdóttur.
Christopher Sanders bar hitann og þungann af skipulagn-
ingu og undirbúningi ráðstefnunnar ásamt Jonnu Louis-
Jensen og Peter Springborg og fórst þeim það frábærlega
úr hendi.
Dagana 28. júlí til 2. ágúst var
sjötta alþjóðlega fornsagna-
þingið haldið á Helsingjaeyri í
Danmörku. Þessi þing hófust
fyrir hálfum öðrum áratug að
undirlagi Hermanns Páls-
sonar, lektors í Edinborg, og
eru haldin á þriggja árafresti.
Þau eru vettvangur þar sem
þeirfjölmörgu fræðimenn um
heim allan sem leggja stund á
íslensk miðaldafræði koma
saman til að skiptast á skoð-
unum, upplýsingum og við-
horfum.
Á þessu sjötta þingi voru sam-
ankomnir liðlega tvöhundruð
fræðimenn frá sautján þjóð-
löndum, margir þeirra komnir
um langan veg, svo sem frá Japan
og Ástralíu, og er þetta til marks
um þann mikla áhuga sem ríkir
víða um heim á íslenskum forn-
bókmenntum og miðaldasamfé-
lagsháttum á íslandi. Það er ekki
ýkja langt síðan þessi fræði voru
einungis stunduð á Norður-
löndum, Þýskalandi og Bret-
landi, en undanfarna tvo áratugi
hafa þau farið sem eldur um sinu
langt út yfir þann þrönga hring,
og ber þá sérstaklega að geta þess
mikla vaxtar sem hlaupið hefur í
fræðin í Norður-Amenku.
Rektor Kaupmannahafnar-
háskóla, Ove Nathan, gerði
reyndar þennan gífurlega áhuga í
Ameríku að umtalsefni í
setningarræðu sinni. Hann er
reyndar sjálfur raunvísinda-
maður, en á ferðalagi um Banda-
nkin nýverið hafði hann hvar-
vetna rekið sig á að norræn mið-
aldafræði eiga miklum vinsæld-
um að fagna. Hann talaði einnig
um lausn handritamálsins, sem
hann kvað alla nú vera sammála
um að hefði verið hin farsælleg-
asta, bætt sambúð íslands og
Danmerkur og ýtt undir rann-
sóknir.
í Krónborgar-
kastala
Setningarathöfnin fór fram í
hinum fjögurhundruð ára gamla
riddarasal í Krónborgarkastala
og var það mátulega gamall og
sögulegur staður til að hefja
þessa virðulegu samkomu. Mar-
grét drottning hélt ræðu við setn-
ingarathöfnina og varð henni
tíðrætt um þá miklu elsku sem
hún hefði haft á íslendingasögum
allt frá barnæsku og hefði enn,
vegna þess að þær opnuðu okkur
nýja og heillandi veröld sem er
snar þáttur í menningararfleifð
Norðurlanda.
Prófessor Jonna Louis-Jensen,
formaður undirbúningsnefndar,
fagnaði því sérstaklega í sinni
ræðu hversu margt væri um ungt
fólk meðal þingfulltrúa, það
sýndi að ekki yrði skortur á fólki
til að taka upp þráðinn þegar hin-
ir eldri létu hann falla. Og það var
reyndar áberandi unglegur svipur
yfir þessu þingi og ekki síst
skemmtilegt að sjá stóran hóp
ungra íslendinga á staðnum.
Kristindómur
og
bókmenntir
Síðan var tekið til við að ræða
meginefni ráðstefnunnar, sem
var kristindómur og vesturnor-
rænar bókmenntir, og veitti ekki
af að menn héldu á spöðunum því
að alls voru fluttir liðlega sjötíu
fýrirlestrar. Þetta efni er reyndar
svo vítt að það rúmar auðveld-
lega flest sem hægt er áð segja um
vesturnorrænar fornbókmenntir,
en það beindi sjónum manna
kannski sérstaklega að þeirri
mikilvægu spurningu, hvernig
kristin menning og lífsskoðun
hafi mótað íslenskt miðalda-
samfélag og þær bækur sem upp
úr því spruttu.
Það fór vel á því að Hermann
Pálsson hæfi umræður um þetta
efni, hann hefur sem kunnugt er
ritað manna mest um áhrif krist-
innar siðfræði og bókmennta á ís-
lensk fornrit. Hermann lagði
fram dæmasafn mikið um það
hvernig rætt er um kristnitökuna
og hinn nýja sið í fornum bókum,
og var fróðlegt að sjá að öll þessi
efni eru steypt í mjög fastákveðin
bókmenntaleg mót. Hermann
benti einnig á að Ólafur Tryggva-
son hefði verið búinn til í Þing-
eyrarklaustri og þótti ýmsum það
skemmtileg tilhugsun að hann
skuli vera húnvetningur.
Mönnum varð tíðrætt um sið-
fræði. Andrew Hamer frá Eng-
landi vildi halda því fram að
dyggðir hins góða bónda eins og
þær birtast í íslendingasögum eigi
sér beinar fyrirmyndir í latnesk-
um guðfræðiritum, en ýmsir ís-
lenskir sveitamenn nærstaddir
töldu að enn væru til á íslandi
alveg samskonar ágætisbændur
og hefðu þeir sannanlega aldrei
lesið kirkjufeðurna.
Lengi og mikið hefur verið
deilt um hvað er kristið og hvað
heiðið í siðfræði fornsagna.
Gunnar Karlsson reyndi að
höggva á þann hnút í fyrirlestri
sínum, þar sem hann skipti sið-
ferðilegum gildum í tvo flokka
sem hann tengdi þjóðfélagsöflum
frekar en trúarbrögðum: annars
vegar hinar hörðu dyggðir -
hetjuskapur, stolt, hefnd - en
hins vegar hinar mjúku - lítillæti,
friðsemd. Gunnar benti á að báð-
ir þessir flokkar séu til staðar og
njóti viðurkenningar í fornsögun-
um, og ef til vill sé það einmitt
spennan milli þeirra sem geri þær
að þeim margslungnu og djúp-
ristu bókmenntum sem þær eru.
Paul B. Taylor flutti skemmti-
legt erindi um eðli hins illa í ís-
lenskum fornbókmenntum og
komst að þeirri niðurstöðu að hið
illa eigi sér enga algera tilvist í
þeim ritum, heldur sé það alger-
Íega háð kringumstæðum. Það
séu afleiðingar verknaðarins en
ekki eðli og hugrfar gerandans
sem ákvarði hvort verknaðurinn
sé illur eða góður. Sé þetta rétt
ber það auðvitað vott um heiðinn
hugsunarhátt fremur en kristinn,
þar sem menn líta á félagslegar
afleiðingar verka fremur en sálar-
heill þeirra sem verkin fremja.
Taylor telur að náðarboðskapur
kirkjunnar hafi ekki farið að hafa
teljandi áhrif á íslendinga fyrr en
eftir 1300.
Áhrifafrœði
Það er svo með rannsóknir á
fornsögum einsog aðrar mann-
anna tiltektir að þar ráða tísku-
sveiflur miklu. Einu sinni gerðu
menn sem mest úr frumleik og
upprunaleik þessara rita. Nú hafa
menn um skeið leitað durum dg
dyngjum að erlendum fyrirmynd-
um að nánast hverjum stafkrók,
12 SÍÐA'- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985