Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 13
Þeir félagar Þorleifur Hauksson lektor I Uppsölum og Böðvar Guðmundsson lektor I Bergen skemmtu sér og öðrum á ráðstefnunni. Böðvar m.a. á kvöldvöku síðasta kvöldið með ballöðu- söng. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar á (slandi slær á léttari strengi með Kurt Schier prófessor í Munchen. Ljósmyndir: Þórey Hannesdótir. og helst viljað finna öllum ís- lenskum bókmenntum stað í kristilegum miðaldaritum. Þann- ig fjallaði John Lindow t.d. um kenningar Wolfgangs Butt um það að sjálf Völuspá sé ekki ann- að en eftiröpun engilsaxneskra dómsdagskvæða, og þótti það sem betur fer heldur slæm kenn- ing. Þó taldi hann sjálfgefið að afskaplega mikilla kristilegra áh- rifa gæti í Völuspá (sem nánast liggur í augum uppi), en þau séu almenn fremur en frá sérstökum kvæðum. Skemmtileg áhrifafræði voru á ferðinni í fyrirlestri Roberts Cook um íslendingasögur og Biblíuna. Hann byrjar á því að benda á hversu margt er líkt með sögu íslendinga og ísraelslýðs: báðar þjóðirnar flýja undan harðstjórn til lands sem þær slá eign sinni á og setja þar á stofn ríki sem í fyrstu er mjög lauslega skipulagt (goðar - dómarar), en verður seinna konungsríki. Og báðar þjóðimar skrá sögu sína í óbundnu máli, hvort tveggja jafn einstæð fyrirbæri, en væntanlega til vitnis um þá virðingu sem báð- ar þjóðir báru fyrir sögu sinni. Síðan rakti Robert margvíslegan skyldleika Biblíunnar og ís- lendingasagna í stíl og frásagnar- hætti með skemmtilegum og sannfærandi dæmum. Þetta hefði píramídaspámanninum Adam Rutherford þótt skemmtilegur fyrirlestur, en hann hélt því sem kunnugt er fram að íslendingar væru hinn glataði kynþáttur gyð- inga. Ahrif evrópskrar kirkjustefnu á bókmenntir vorar urðu Sverri Tómassyni að umtalsefni í fyrir- lestri um norðlenska Benedikt- ínaskólann, þar sem hann færði að því rök að stíll ýmissa helgi- sagna sem færðar voru í letur að Munkaþverá ætti rætur að rekja til aukinnar áherslu sem lögð var á tilfinningahita í lýsingum á ást- úð og gæsku dýrlinga og stóð í sambandi við breytta stefnu kirkjunnar í kringum 1400. Mikið verk er óunnið við rannsókn tengsla íslenskra bókmennta við evrópskar og benti Sverrir rétti- lega á að fræðimenn sem á íslandi starfa eigi við ramman reip að draga í þeim efnum þar sem er hinn alvarlegi bókaskortur sem í landinu ríkir. Það virðist nokkuð ljóst að verði ekki eitthvað gert til að bæta úr þeim skorti hljóta ís- lenskir fræðimenn að dragast aft- ur úr við rannsókn eigin bók- menntaarfs, og væri það ekki vansalaust. Sérstaða íslands En það eru engan veginn allir að dunda við að finna rætur ís- lenskrar menningar einhvers staðar úti í heimi. Jesse Byock hefur skrifað gagnmerka bók um eðli og byggingu íslendingasagna (Feud in the Icelandic Saga), þar sem hann tengir sérkenni og sér- stöðu sagnanna því einstæða samfélagi sem var á íslandi á fyrstu öldum mannabyggðar. í fyrirlestri sínum á þinginu ræddi Jesse um sérstöðu íslensku kirkj- unnar á þjóðveldistímanum. Hann telur að íslenska kirkjan hafi verið einstök á sínum tíma vegna þess að hún hafi aðlagað sig því miðstýringarlausa póli- tíska skipulagi sem var í landinu. Hún hafi því alls ekki verið eins valdamikil og kirkjan var um þessar mundir í öðrum Evrópu- löndum, og veraldlegir höfðing- jar hafi haft miklu meira yfir henni að segja. Einar G. Pétursson ræddi einn- ig um íslensku kirkjuna og færði að því rök að Landnáma hafi ver- ið skrifuð að frumkvæði hennar og að ástæðan hafi einkum verið skipting landsins í kirkjusóknir í sambandi við setningu tíundar- laganna. Jónas Kristjánsson kom einnig inn á þátt kirkjunnar í tilurð ís- lenskra bókmennta. Hann gerði rækilegan samanburð á svo köll- uðum „þýðingum helgum”, elstu heilagra manna sögum sem þýdd- ar voru á íslensku (og eru með því alfyrsta sem ritað er á málinu) og þeim latnesku textum sem hugs- anlega var þýtt eftir. Jónas komst að þeirri niðurstöðu að furðu lítill þýðingarkeimur væri að þessum textum og að þarna hefði orðið til það ritmál sem síðar var notað til að skrá íslendingasögur. Kvenna ráð Eins og að líkum lætur hefur stöðu kvenna í forníslenskum bókmenntum og samfélgi verið gefinn aukinn gaumur undanfar- ið, en um þessa stöðu og eðli hennar eru fræðimenn engan veginn á eitt sáttir og telja sumir að konur hafi haft óvenjulega mikil réttindi í íslensku miðalda- samfélagi, en aðrir telja að það sé mjög orðum aukið. Ekki var beinlínis reynt að skera úr þessu deilumáli á þinginu, en nokkrir fyrirlestrar komu sérstaklega inn á þessi mál. Arend Quak frá Hol- landi lagði áherslu á styrka stöðu landnámskvenna sem hann taldi birtast í viðurnefnum þeirra og landareignum. Nanna Damsholt gerði grein fyrir skoðunum sínum á samhengi kvenlýsinga í fom- sögum og vaðmálsframleiðslu. Hún telur að hinar sterku kven- persónur íslendingasagna megi að einhverju leyti rekja til þeirrar sterku stöðu sem konur nutu í út- flutningsframleiðslu lands- manna, f krafti þess að þær stjórnuðu vaðmálsframleiðsl- unni. Ekki vom menn nema miðlungi trúaðir á þessa kenn- ingu. Jenny Jochens hefur undanfar- ið unnið að því að kanna norræna fjölskyldusögu á miðöldum og hún flutti fyrirlestur um áhrif kristninnar á kynlíf og hjónaband eins og þau koma fram í kynhegð- un Noregskonunga í ritum Snorra. Bar hún einkum saman Sunnudagur 25. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 þann mikla mun sem er á heið- ingjanum Haraldi hárfagra ann- ars vegar og Hákoni Hákonars- yni hins vegar. Haraldur átti tugi barna út um allar trissur með til- fallandi kvenpersónum, og þegar fram liðu stundir olli þetta ómældu veseni þegar lausaleiks- krógar gerðu tilkall til krúnunn- ar. Hákon var hins vegar afskap- lega aðgætinn í kvennamálum og sá til þess að skilja aðeins eftir sig einn óumdeilanlegan erfingja. Carol Clover frá kaliforníuhá- skóla flutti frumlega tölu um harmagrát kvenna eftir fallna menn, sem er almennt menning- arfyrirbæri en virðist ekki vera til staðar í íslenskum fornbók- menntum. Þegar betur er að gáð þykist hún þó finna þetta fyrir- bæri í þeirri tegund atriða í sög- unum sem kalla má hvöt, þ.e. kona hvetur karlmann til blóð- hefndar. Samkvæmt skilningi hennar eru atburðir eins og það er Hildigunnur eggjar Flosa nán- ast sviðsettar helgiathafnir, og er að vísu býsna fróðlegt að lesa þessa staði út frá þeim skilningi. Lifandi áhugi Hér hefur aðeins verið drepið á efni örfárra fyrirlestra, rétt til þess að gefa lesendum nasasjón af því hvað rætt er um á þingi sem þessu. Auðvitað voru ekki allir fyrirlestrarnir jafnmerkilegir - þarna var mikið af þeirri skyldu- framleiðslu sem alls staðar setur svip sinn á menntastofnanir. En sá fjöldi sem þarna var saman kominn víðs vegar úr heiminum og þær langvarandi umræður sem fram fóru eru óræk vitni um þann lifandi áhuga sem nú ríkir víða á íslenskum fræðum. Miðaldir eru í tísku um þessar mundir. íslend- ingar ættu að hafa vit á að notfæra sér þennan áhuga sér til fram- dráttar - á honum má meira að segja græða peninga. En ætli þeir sér að gera það verða þeir nú þegar að efla til stórátaks í rannsóknum á sögu landsins og bókmenntum, fara að stunda fornleifarannsóknir fyrir alvöru, gera Þjóðminjasafnið al- mennilega sýningarhæft og koma sér upp alvörubóksafni. Verði þessum verkefnum ekki sinnt er hætt við að íslendingar verði utanveltu í rannsóknum og um- ræðu um þeirra eigin bókmenntir og sögu, í stað þess að gegna því forystuhlutverki sem þeim ber menningarleg skylda til að taka að sér. Mikil og sterk þátttaka íslend- inga í þessari ráðstefnu var altént gleðilegur vottur þess að við eigum miklu og áhugasömu liði á að skipa í fræðunum. Sverrir Hólmarsson Dssmi um vei Burknar (venjul) Burknar (staem) , vuccap'öntur . I Yuccap'öntur . | Yuccaplöntur • i-í,.. -.vCyí--'- Pbttaplönhi Pessa helg sr inteffloro Ymsaraðrarvörúrseldar gSgtíXb***0’1- _ utle Balslev kynn,r' aag . címar 36770-686340 viðSigturv. Simaróo/ Gróðurhúsinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.