Þjóðviljinn - 30.08.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Síða 2
________FRÉITIR Fuglar Amarstofninn í vexti Af36pörum misheppnast varp hjá 20þeirra. Varpið vísvitandi eyðilagt á sumum stöðum? Stofninn tvöfaldastsíðan 1964. Nú í sumar gekkst Fuglavernd- arfélag íslands fyrir ítarlegri könnun á útbreiðslu og fjölda ha- farna á Islandi. I Ijós kom að arn- arstofninn telur 36 pör. Undan- farið hefur ríkt nokkur óvissa um arnarstofninn þrátt fyrir að fé- lagið hafi árlega safnað upplýs- ingum um arnarhreiður. Það var Kristinn H. Skarphéð- insson líffræðingur sem sá um könnunina. Fuglaverndarfélagið fékk styrk frá Arnarflugi og fjár- veitingu frá menntamálaráðu- neytinu til að standa straum af kostnaðinum. Leitað var á svæð- um allt frá Reykjavík að Horn- ströndum. Þetta er mun stærra svæði en áður hefur verið leitað á. Árið 1964 var framkvæmd svipuð leit á Breiðafjarðarsvæð- inu og miklum hluta Vestfjarða. Þá varð niðurstaðan sú að um 19 pör væru á landinu. Niðurstaða úr könnuninni í ár er sú, að arnarstofninn 1985 telur 36 pör auk ungra fugla. Það þýðir að varpstofninn hefur nær því tvöfaldast síðan 1964. Alls kom- ust 24 ungar upp úr 16 hreiðrum en hjá 20 pörum misheppnaðist varpið. í nokkrum tilfellum er annar fuglinn ókynþroska og egg- in því ófrjó, nokkur pör hafa ekki verpt, en í flestum tilfellum hefur varpið eyðilagst. Er þar bæði um að ræða að fuglarnir hafa orðið fyrir truflun snemma á varptím- anum og eins að varpið hefur ver- ið vísvitandi eyðilagt. Þarna er aðallega um tvö svæði að ræða Vestanlands. Á einum stað hafa ernir verpt á hverju ári í tíu ár en varpið hefur alltaf verið eyðilagt. Grunur leikur á að varp hafi sumsstaðar misfarist vegna óvarkárni minnkaveiði- og þang- skurðarmanna. En það er fleira í dæminu, þannig fannst í sumar ungur örn sem hafði verið skotinn með riffli. Fuglaverndarfélagið áætlar að endurtaka nákvæma talningu, eins og þá sem gerð var í sumar, á 5-10 ára fresti. IH Ein fiskiræktarstöð með öllu! Þetta líkan að fiskiræktarstöð var á meðal sýningargripa á sýningunni í Þrándheimi. Þar kynntu íslenskir aðilar framleiðslu sína, þar á meðal forráðamenn Pólsins á (safirði. Ljósm. kþd. Prándheimur Risastór fiskiræktarsýning 215 aðilar sýndu á 8000fermetra svœði. Sjávarútvegssýning hér á landi í nœsta mánuði. Gríðarmikil fiskiræktarsýning var haldin í Þrándheimi dag- ana 12.-15. ágúst sl. og sóttu hana á milli 10 og 15 þúsund manns. Meðal sýnenda var Póllinn á Isa- firði en sýnendur voru alls 215 talsins. Sýning þessi hét Aqua-Nor ’85 og var sú þriðja sem félag norskra fiskiræktenda gekkst fyrir. Þessi sýning var sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum tii þessa en slíkar sýningar hafa verið al- gengar að undanförnu, m.a. í Frakklandi og á ftalíu. Svipuð messa verður haldin í Laugar- dalshöllinni dagana 18.-22. sept- ember næstkomandi. Sýningarsvæðið í Þrándheimi var um 8000 fermetrar að stærð og þar sýndu tækjaframleiðend- ur, rannsóknastofnanir, skólar, fóðurverksmiðjur, fjárfestingar- félög og ótal aðrir það sem þeir hafa upp á að bjóða. -kþd Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá!! Fóstrur Samnorræn námstefna í Finnlandi Fjallað um málþroska barna í sumar var haldin samnorræn fóstrunámstefna í Savolinna/ Nyslott í Finnlandi. Námstefnuna sóttu þrjár íslenskar fóstrur, og var aðallega fjallað um málupp- eldi barna. Samþykkt var ályktun með yfirskriftinni „Frumbernskan hefur úrslitaþýðingu fyrir mál- þroska barnsins“. Þar segir með- al annars: Fyrstu ár barnsins leggja grunninn að málþroska þeirra. Með markvissu starfi er unnt að örva málþroska barnsins bæði innan heimilisins og á dagvistar- heimilum. Til að ná því markmiði þarf vel menntað starfsfólk, hæfi- legan fjölda barna á deildum og viðeigandi húsnæði. Samvinna við foreldra er nauðsynleg. Enn- fremur verður barnið að fá til- sögn á móðurmálinu. Hefðbundið hlutverk dagvist- arheimila er að þroska alhliða málkennd barnanna. Með leikjum, viðtölum, kveðskap og þulum, bókmenntum og leiklist er hugmyndaflug og móðurmál barnsins örvað. Á þeim grunni getur skólinn síðan byggt. Auka þarf og bæta samvinnu milli fóstra og kennara til að sam- ræma þá kennslu og það uppeldi sem á sér stað á dagvistarheimil- um annars vegar og í skólunum hins vegar. Menntun fóstra og kennara þarf að samræma og gera jafn réttháa. Grunnmenntun fóstra á Norðurlöndunum, svo og fram- haldsmenntun, þarf að aðlaga sí- auknum kröfum nútímans. Gera þarf fóstrum kleift að fylgjast með þróun samfélagsins og að- laga uppeldislegt starf örum þjóðfélagsbreytingum. Fóstrufélagið Skorar á borgaryfirvöld Óskar eftir viðrœðunefnd til að leysa vanda dagvistarheimila Réttarmál Málið vannst - fjármagn tapaðist Ríkisskip var nýlega gert að greiða Skorra hf. skemmdir sem urðu á rafgeymum sem skipafé- lagið flutti. Dómur þessa cfnis var felldur nýlega af Bæjarþingi Reyjavíkur. Skorra hf. voru dæmdar 12 þúsund krónur í málskostnað en raunverulegur kostnaður var mun meiri, og meiri en tjónið sem fyrirtækið varð fyrir. í fréttabréfi Verslunarráðs segir að Ríkisskip hafa ekki neit- að að fyrirtækið væri bótaskylt fyrir dómi. Fóstrufélag íslands gaf í gær út áskorun í sex liðum til borgar- yfirvalda þar sem stjórn félagsins skorar á þau að setja á laggirnar nefnd til þess að Ieita lausna hið allra fyrsta á vanda dagheimil- anna. í áskoruninni er bent á að launahækkanir fóstra, sem mikið hefur verið haldið á lofti, séu að meðaltali lægri en allra borgar- starfsmanna. Byrjunarlaun fóstra hækkuðu um 8.06% en að meðaltali hækkuðu laun borgar- starfsmanna um 8.70%. Einnig kemur frarn að nýtt starfsmat á störfum fóstra á Ak- ureyri færði fóstrum þar 4000 króna hækkun á mánaðarlaun. Slíkt hefur ekki enn verið gert í Reykjavíkurborg. Sagt erfrá nið- urstöðum úr skýrslu Bergs Felix- sonar til stjórnarnefndar Dag- vistar barna þar sem í ljós kemur að á árinu 1984 hættu alls 10 for- stöðumenn störfum á leikskólum og dagheimilum, 81 fóstra og 271 Sóknarstarfsmaður. Stjórnin lýs- ir miklum áhyggjum vegna örð- ugleika sem svo mikil hreyfing á starfsfólki skapar í uppeldisstarf- inu og minnir á að það eru börnin sem gjalda mest þessa ástands. Stjórn F.í. bendir á að ein- göngu hefur verið reynt að fá ó- faglært fólk til starfa og harmar áhugaleysi borgaryfirvalda á að fá fóstrur inn á heimilin. Því er fagnað að námskeiða- hald skuli endurbætt en jafnframt undirstrikað að það kemur ekki í stað fóstra. -vd 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.