Þjóðviljinn - 30.08.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Page 6
Iðnskólinn í Reykjavík Iðnskólinn verður settur mánudaginn 2. sept. kl. 14. Þá eiga nýnemar að koma í skólann. Nemendurframhaldsdeildarog samningsbundnir iðnnemar á 2. og 3. stigi, sæki stundarskrár og bóka- skrár sama dag kl. 10.30. Nemendur Meistaraskóla sæki stundaskrár mánu- daginn 2. sept. kl. 17. Kennarafundur verður sama dag kl. 9, deildarstjóra- fundur verður kl. 11. Iðnskólinn í Reykjavík Stjórn verkamanna- bústaða í Hafnarfirði auglýsir hér með eftir umsóknum um íbúðir í verka- mannabústöðum í Hafnarfirði. Um er að ræða 15 íbúðir, sem byggðar verða á árinu 1986 við Þúfubarð. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Hafa lögheimili í Hafnarfirði, þegar sótt er um. 2. Eiga ekki íbúð, eða samsvarandi eign. 3. Hafa ekki haft hærri meðaltalstekjur árin 1982-1983 og 1984 en 318.000,- kr. á ári auk 29.000.- kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Sérstök athygli er vakin á því, að eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu verkamannabústaða að Móabarði 34, sem er opin á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 16.00-18.00. Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag, eða í pósthólf 272, Hafnarfirði. Umsóknir, sem síðar berast verða ekki teknar gild- ar. Bandalag kennarafélaga og Kennaraháskóli íslands efna til ráðstefnu um íslenska skólastefnu laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 aö Borgartúni 6, Reykjavík. Erindi flytja: Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla ís- lands. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í' menntamálaráöuneyti. Svanhildur Kaaber, formaöur Bandalags kennarafélaga. Dr. Wolfgang Edelstein, prófessor viö Max Planck Rannsóknastofnunina í Vestur- Berlín. Ráðstefnan er öllum opin. *< n * Orðsending til atvinnurekenda frá félagsmálaráðuneytinu. Að gefnu tilefni vill ráðuneytið hér með vekja athygli atvinnurekenda á ákvæði 55. gr. laga nr. 13 10. apríl 1979 um stjórn efnahagsmála o.fl., en þar segir að atvinnurekendum sé skylt að tilkynna Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins og viðkomandi verka- lýðsfélagi með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerðan samdrátt eða aðrar þær varanlegar breytingar í rekstri, er leiða til uppsagnar fjögurra starfsmanna eða fleiri. Félagsmálaráðuneytið, 27. ágúst 1985. MANNUF „Áhugi kennara hefur verið alveg gífurlegur". Sigríður Jónsdóttir námsstjóri (t.v.) og Elín G. Ólafsdóttir deildarstjóri (t.h.). Skólamál Það veiða allir að vera með Margrét Magnúsdóttir kennari: Fáum nýjar hugmyndir og miðlum afreynslu okkar „Það er afskaplega gott að geta komið hingað og skipst á skoðun- um um þessa hluti og séð það hvað er að gerast nýtt í þessum málum.“ þetta segir einn kennar- anna sem staddir voru í Kennslu- miðstöðinni. Hún heitir Margrét Magnúsdóttir og kennir í Hvera- gerði. „Hérna hefur maður allt á ein- -J Hór er allt sem þarf til kennslu. Margrét Magnúsdóttir kennari. Mynd Sig. um stað, allt það efni sem hægt er að fá á markaðnum og maður fær leiðbeiningar um hvernig best er að nota þessi efni. Yfirleitt er hver í sínu horni við vinnu sína en auðvitað keppum við kennarar allir að sama marki, hér getum við hist og skipst á skoðunum. Slíkt verður aldrei ofgert. Hérna fáum við nýjar hugmyndir hvert frá öðru, getum miðlað okkar reynslu og betrumbætt það sem við höfum verið að gera í okkar kennslu. Þetta er afskaplega hvetjandi að koma hérna og hitta fólk sem er að vinna að sömu hlutum. Hérnaert.d. hugmynda- banki sem fólk getur bæði gengið í og notað í sinni kennslu og einn- ig komið því að sem maður hefur sjálfur verið að gera. Þetta er al- veg ómetanlegt,“ sagði Margrét og hélt áfram við vinnu sína. 111 „Okkur sýnist áhugi kennara á þessari dagskrá vera alveg hrcint ótrúlegur. Það hefur verið alveg fuUt út úr dyrum á öllum þeim dagskrárliðum sem verið hafa. Þetta er auðvitað afskaplega ánægjuleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart kennurum hefur of oft verið heldur neikvætt.“ Það er Elín G. Jónsdóttir deildarstjóri sem er að tala um Dagskrá um byrjendakennslu sem verið hefur í Kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar þessa vikuna. Þjóðviljinn ræddi við hana og Sigríði Jónsdóttur námsstjóra um þessa dagskrá. Það var mikið að gera hjá þeim stöllum og greini- lega mikill hugur í þeim varðandi þetta mál. „Þetta verður að byrja á því að leiðrétta þann misskilning sem virðist vera ríkjandi hjá almenn- ingi varðandi orðið byrjenda- Skólamál kennsla", sagði Elín. „Með því er ekki aðeins átt við kennslu á fyrsta ári barnsins í skóla, sex ára kennsluna. Með byrjenda- kennslu er átt við kennslu barna frá sex til níu ára“. „Og markmiðið með þessari dagskrá er að minna bæði kenn- ara og foreldra á það hvað fyrstu námsárin eru mikilvæg, jafnvel þau mikilvægustu í skólagöngu barna,“ bætti Sigríður við. „Og svo auðvitað að veita kennurum aðstoð í upphafi skólaársins. Þessi aðstoð er með tvennum hætti, með fjölbreytilegum nám- skeiðum, fræðilegum erindum, umræðum um skálamál, en einn- ig með þessum verkstæðum sem við höfum sett upp hér á staðn- um. Á þessum verkstæðum geta kennarar kynnst öllu því efni sem þeir eiga völ á, hvort sem það eru bækur og fjölrit eða efni til kennslu í hinum ýmsu hand- menntum. Við viljum vekja athygli á því hvað þessi fyrstu ár barnsins á skólastiginu eru geysilega mikil- væg. Þarna fer mótunin fram, þarna mótast mynd barnsins af umhverfi sínu og sjálfu sér. Þessu tímabili í lífi barna verða allir að gefa gaum og einnig að meta að verðleikum það starf sem þarna fer fram. Yfirvöld taka undir þetta á hátíðlegum stundum og ræða mikilvægi þessa starfs en okkur finnst þessi hugur yfirvalda ekki koma nægilega fram í verki,“ sagði Sigríður. Elín bætti því við að það hefði mikið verið gert í þessum málum innan menntamálaráðuneytsins. „En það er í raun og veru ekki nóg,“ sagði hún. „Við verðum að fá hinn breiða fjölda með í þetta og fá hann til að segja sitt. Al- menningur verður að vera með í þessu af heilum hug, öðruvísi verða ekki gerðar neinar veru- legar úrbætur á þessu sviði. Og við erum að vona að þessi dag- skrá nái til almennings ekki síður en til kennara.“ 1H Alveg ómetan- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.