Þjóðviljinn - 30.08.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Side 9
HEIMURINN Suður-Afríka Miklar óeirðir í tvo daga Yfirvöld örg út í erlendafjölmiðla HÖFÐABORG - Gífurlegar óeirðir voru í borgarhverfum blökkumanna og „litaðra" manna umhverfis Höfðaborg í gær, daginn eftir að lögregla og herlið Suður-Afríka stöðv- aði mótmælagöngu, sem var á leiðinni að fangelsinu, þar sem Nelson Mandela, leiðtogi blökkumanna, er nú í haldi. Að sögn lögreglunnar hafa sextán manns beðið bana í þessum tveggja daga óeirðum. í fyrradag sundruðu hundruð lögreglumanna og hermanna, sem beittu svipum, gúmmíkúl- um, táragasi og jafnvel byssum, mótmælagöngu sem ætlaði að flytja Nelson Mandela í fangels- inu „sendiboð frá alþýðunni“. í þeim óeirðum, sem af því hlutust, biðu níu menn bana. í nótt varð lögreglan þremur mönnum að bana nálægt Jóhannesarborg og Höfðaborg, og suðurafríska ríkisútvarpið skýrði frá því að þriggja ára gamalt þeldökkt barn hefði brunnið til bana af völdum bensínsprengju. í gær birti lögreglan af borgar- hverfi blökkumanna umhverfis Höfðaborg eftir að götubardagar höfðu geisað milli andófsmanna og lögreglu. í þessum atburðum skaut lögregla þrjá blökkumenn. j Trúmál Gafst upp að leita að örkinni hans Nóa ANKARA - Fyrrverandi geim- farinn James Irwin, sem spásséraði á tunglinu árið 1971, hefur nú gefist upp á fjórðu tilraun sinni að finna leifarnar af örkinni hans Nóa, sem hann telur víst að séu ein- hvers staðar á fjallinu Ararat í Tyrkiandi. Hætti hann við að halda áfram á þriðjudaginn eftir að einn af mönnum hans veiktist svo að það varð að bera hann niður af fjallinu. Irwin hóf fjallgöngu sína á laugardaginn í fylgd með fimm strangtrúarmönnum kristnum, leiðsögumanni og þrjátfu manna herliði. Fór hann syðri leiðina upp á Ararat, sem er 5165 m hátt og hæsta fjall Tyrklands. Hann kom sjálfur niður á mánudaginn með tveimur öðrum en þrír héldu áfram. Komust þeir upp á tindinn og voru að fara yfir á norðaustur- hlið fjallsins, þar sem Invin telur að leifar arkarinnar sé að finna, þegar einn þeirra veiktist. Sagði Irwin fréttamönnum að hann myndi sennilega ekki reyna aftur, nema honum tækist að útvega flugvél til að leita á þessu svæði. Irwin hefur heimsótt Tyrkland á hverju ári síðan 1982 til að svipast um eftir örkinni hans Nóa. Hafa kristnir strangtrúarmenn löngum talið að leifar hennar séu á fjall- inu Ararat og oft hafa verið gerð- ir út leiðangrar til að leita þar. Kunnugir menn telja þó að Drottni allsherjar sé ekki mikið um slíka leit gefið, því finnist leifamar geti það ekki lengur tal- ist til verðleika að trúa á 1. Mós- ebók. Aðstæður til slíkrar leitar hafa líka versnað mikið á síðustu árum vegna uppreisnar Kúrda. Þeldökkir námumenn í Suður-Afríku: verkfall þeirra gæti gert efnahag landsins, sem þegar er slæmur, ennþá verri. Njósnamálið Stöðugur orðrómur BONN - Njósnamálið í Vestur- er háttsettur embættismaður í Þýskalandi vindurstöðugtupp gagnnjósnadeild vestur- á sig, en erfitt er að greina þýsku leyniþjónustunnar, sannleika frá kviksögum. í gær vegna þess að í Ijós hafði kom- beindust grunsemdir að Ric- ið að náinn vinur hans var hard nokkrum Liebetanz, sem austur-þýskur njósnari. Lie- Þetta líka... ...Landsstjórnin í Tíbet hefur nú bannað ferðamönnum aðgang að grafreitum landsins, þar sem fer fram svokölluð „greftrun undir berum himni“, en hún er fólgin í því að lík hinna látnu eru bútuð sundur og gefin hrægömmum að eta. Ástæðan fyrir þessu banni er sú að framferði ferðamannanna og Ijósmyndataka hneykslaði fjöl- skyidur hinna látnu: í júní gerðist það jafnvel að Tíbetbúar köstuðu steinum á ferðamenn frá Hong Kong, sem vildu horfa á slíka „jarðarför". Mega ferðamenn því ekki lengur koma á þessa „greftr- unarstaði" og heldur ekki veiða þá hrægamma, sem taka þátt í „jarð- arförum". „Greftranir undir berum himni“ hafa tíðkast í Tíbet öldum saman, og er því trúað, að hræg- ammarnir skveri sálum hinna framliðnu inn í himnaríki. betanz þessi var handtekinn í gærmorgun, en síðar um dag- inn var hann látinn laus, og var þá tilkynnt að ekki léki nú eins mikill grunur á því að hann væri njósnari sjálfur. Einnig var tilkynnt í gær að háttsettur sendiráðsmaður í austur-þýska sendiráðinu í Buen- os Aires hefði flúið til Vestur- Þýskalands og væri hann þar í yfirheyrslum. Talsmaður sagði að engin tengsl virtust vera milli flótta þessa manns og flótta yfir- manns vestur-þýsku gagnnjósna- deildarinnar Tiedges til Austur- Berlínar. En sendiráðsmenn frá vesturlöndum giskuðu þó á að austur-þýski sendiráðsmaðurinn hefði í rauninni verið njósnari og hefði hann nú óttast að Tiedge myndi koma upp um sig. Lambsdorff-málið Réttarhöldum frestað eftir aðeins fimm tíma BONN - Réttarhöldum yfir tveimur fyrrverandi ráðherrum og iðjuhöldi, sem ákærðir eru fyrir spillingu og mútuþægni, var frestað í gær, aðeins fimm klukkustundum eftir að þau hófust, vegna þess að verjend- ur sakborninga drógu í efa að dómstóiiinn hefði rétt til að fjalla um málið og héldu þvi fram að hann væri fjandsam- iegur hinum ákærðu. Hans-Henning Buchholz dóm- ari og forseti réttarins skipaði þá svo fyrir að réttarhöldunum skyldi frestað fram á næsta fimmtudag meðan athugað væri hvort mótmæli verjenda ættu við rök að styðjast. Þeir sem koma nú fyrir rétt eru tveir fyrrverandi fjármálaráð- herrar Vestur-Þýskalands, Hans Friderichs og Otto Lambsdorff greifi, sem gefið er að sök að hafa þegið mútur frá Flick iðnaðar- Lambsdorff greifi. hringnum og veitt skattaívilnanir í staðinn, og Eberhard von Brauchitsch, fyrrverandi for- stjóri Flick, sem gefið er að sök að hafa borgað ráðherrunum mútuféð. Báðir sakborningarnir hafa neitað ákærunum. Verjend- ur þeirra héldu því fram í dag að vegna umfangsmikilla blaða- skrifa um málið væru dómararnir ekki lengur hlutlausir, og einnig að þrír þeirra hefðu enga reynslu í að fjalla um fjármálaafbrot. Rannsóknir í máli Lambsdorff og félaga hans hófust í febrúar 1982, og voru þeir formlega ákærðir fyrir tæpum tveimur árum. Lambsdorff, sem hafði verið fjármálaráðherra síðan 1977, neyddist síðan til að segja af sér embætti í júní 1984. Fride- richs var fjármálaráðherra frá 1972 til 1977. Sakborningarnir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist og háar sektir. Mál þetta hefur vakið gífurlega at- hygli í Vestur-Þýskalandi. Um 650 menn hafa nú látið lífið, síðan óeirðir hófust í borgar- hverfum blökkumanna í Suður- Afríku fyrir nítján mánuðum. Hin voldugu samtök þel- dökkra námumanna hafa nú boð- að verkfall í gullnámum Suður- Afríku, og á það að hefjast kl. fimm á sunnudag. Þessi námu- rekstur er mjög mikilvægur fyrir efnahagslíf landsins, en það stendur nú höllum fæti vegna kynþáttadeilnanna: erlendir fjármálamenn eru nú mjög smeykir við að fjárfesta þar eða veita Suður-Afríkumönnum lán, og mikill flótti erlends fjármagns er frá landinu. Af þessum ástæð- um hefur bankastjóri Miðbank- ans, Gerhard de Kock, nú flogið til London til að eiga þar við- ræður við evrópska bankamenn. Frásagnir erlendra fjölmiðla af atburðunum í Suður-Afríku virð- ast nú mjög fara í taugarnar á valdhöfum landsins og hefur ríkisútvarpið ásakað þá um að vera með einhliða frásagnir. Níu erlendir og innlendir fréttamenn og ljósmyndarar voru handteknir í gær og fyrradag og var þeim gef- ið að sök að tefja fyrir lögregl- unni í starfi hennar. Máli þeirra var frestað þangað til í næsta mánuði. Galeysi í meðferð geislavirkra efna STOKKHÓLMI - Leki er í sov- éskum „öskuhaug" í Eistlandi, sem notaður er fyrir geisiavirk úrgangsefni úr kjarnorkuk- afbátum og hefur sú geisiavir- kni, sem þannig hefur borist út, orðið a.m.k. einum verka- manni að bana, að sögn sæn- ska útvarpsins. í útvarpinu var vitnað í sovésk- an verkfræðing, sem flýði nýlega til Svíþjóðar, og sagði hann að geislavirkum úrgangsefnum væri komið fyrir við mjög frumstæðar aðstæður í „öskuhaug" fimmtán krn fyrir sunnan höfuðborg Eist- lands, Tallinn. „Enginn maður á Vesturlöndum getur ímyndað sér hvað farið er með geislavirku úrgangsefni af miklu kæruleysi“, sagði verkfræðingurinn. Hann sagði að þessi úrgangsefni, sem kæmu einkum frá sovésku kjarn- orkukafbátabækistöðinni í Pali- diski fyrir vestan Tallinn, væru flutt í „öskuhauginn" í venju- legum vörubfl, og væru engin tæki höfð til að mæla geislunina. Svo væri efnunum komið fyrir í steinsteyptu byrgi. Venjulegir verkamenn án nokkurrar sér- þjálfunar sæju um þessa flutn- inga, og hefði a.m.k. einn bfl- stjóri látist af völdum geislunar síðustu tíu ár. Sænska útvarpið sagði að al- þjóðlega kjarnorkustofnunin hefði ekki nokkra hugmynd um þennan „öskuhaug“. REUTER Umsjón: EINAR MÁR JÓNSSON Föstudagur 30. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.