Þjóðviljinn - 07.09.1985, Side 2
Kópavogur
Brú yfir Nýbýlaveg
í Kópavogi er nú verið að gera
göng undir Nýbýlaveginn fyrir
gangandi vegfarendur, en þarna
er mikil umferð og erfitt fyrir
börn að komast leiðar sinnar til
skóla.
„Þetta er hluti af stærra verk-
efni, það er verið að breikka og
færa Nýbýlaveginn til, svo hægt
sé að koma fyrir húsagötu við
húsin sem búið er að byggja
þarna“, sagði Sigurður Björns-
son bæjarverkfræðingur í Kópa-
vogi í samtali við Þjóðviljann.
„Það er ekki gott að segja alveg
til um kostnað við þessar fram-
kvæmdir en það er verið að semja
um 12 miljónir núna, í því eru þá
göngin og akbrautirnar meðtald-
ar. En þessi áfangi sem áætlað er
að klára í haust kostar 5,3 miljón-
ir“.
Það er verktakafyrirtækið
Hlaðbær h.f. sem annast fram-
kvæmdirnar.
-vd.
Auglysið í
Þjóðviljanum
^Dale .
Cameeie,
námskeiðiÖ
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
miðvikudaginn 11. september kl.
20.30 í Síðumúla 35, uppi. Allir vel-
komnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staðreynd-
ir. ★ Láta í Ijósi SKODANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti, í samræðum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu
komin undir því, hvernig þér tekst að um-
gangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíða.
Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Einkaleyfi á islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
FRÉTTIR
Þeim fannst þetta ekki nógu
flókið hjá sér í Kópavoginum.
El Salvadornefnd
Fundur í dag
Fyrsti félagsfundur El Salva-
dornefndarinnar verður haldinn í
dag, laugardag, íMjölnisholti 14.
í fundarboði segir meðal annars:
Fjallað verður um stöðu mála í
Mið-Ameríku og rætt um starf
nefndarinnar á komandi misser-
um. Meðal annars verður sagt frá
alþjóðlegri friðargöngu í Mið-
Ameríku sem haldin verður að
frumkvæði einstaklinga og sam-
taka í Noregi. Gangan mun hefj-
ast í Panama í desember og henni
lýkur í Mexíkóborg sex vikum
síðar. Gengið verður um Costa
Rica, Nicaragua, Honduras, E1
Salvador og Guatemala eða um
2000 km vegalengd.
Fundurinn hefst klukkan 14.00
og er öllum opinn.
Dagmæður
Breytingar á gjaldskra
Selma Júlíusdóttir: Viljum taka5 börn ígœslu. Barnaverndarnefnd:
Verður rœtt á mánudag
Þessa dagana eru Samtök dag-
mæðra að kynna tillögur að
breytingum á gjaldskrá sinni.
Gjaldskráin hefur miðast við
taxta verkakvennafélagsins Sókn-
ar fyrir ófaglaert starfsfólk á dag-
vistarheimilum sem hefur umsjón
á deild. Frá þeim launum hafa
dregist 35% vegna þess að álitið
var að dagmóðir geti að einhverju
leyti annast heimili sitt með gæsl-
ustörfum og vegna óstöðugleika á
gæslu á einkaheimilum.
Stjórn samtakanna kynnir nú
fyrir félagsmönnum sínum tillögu
um að fella þessi frádráttar-
ákvæði niður, að því undan-
skyldu að fyrsta ár verði greitt
10% lægri taxti vegna óstöðug-
leika dagvistunar, en eftir eitt ár
þætti sannað hvort dagmóðir
haldi starfinu áfram eða ekki. Að
auki kynnir stjórnin tillögur um
launaflokkahækkanir eftir nám-
skeið og starfsaldurshækkanir
samkvæmt Sóknartaxta.
„Fyrir utan þessar sjálfsögðu
breytingar, þá erum við að reyna
að fá leyfi hjá barnaverndarnefnd
fyrir því að ekki þurfi að sækja
sérstaklega um að fá að hafa 5
börn í stað 4, sem er hámark
núna. Að sjálfsögðu væri það líka
hagstætt fyrir foreldra ef þessu
væri breytt, því þá dreifist ýmis
kostnaður á fleiri aðila“, sagði
Selma Júlíusdóttir formaður
Samtaka dagmæðra í samtali við
Þjóðviljann.
„Og auk þess viljum við enn og
aftur vekja athygli á því óréttlæti
sem viðgengst, að dagvistun sé
aðeins niðurgreidd hjá foreldrum
sem fá gæslu á dagvistarheimilum
en ekki fyrir þá sem hafa börn sín
hjá okkur. Það eru aðeins ein-
stæðir foreldrar sem njóta þess“.
8 tíma gæsla hjá dagmóður
kostar nú um 4500 krónur á mán-
uði en fæðiskostnðaur er
reiknaður 2860 krónur. Hjá
barnaverndarnefnd fengust þær
upplýsingar að beiðni um að há-
marksfjöldi barna hjá dagmóður
verði 5 börn verði rædd á fundi á
mánudag. -vd.
SH
Afurðir á þratum
Guðmundur H. Garðarsson: Kvótanum misskipt.
Getum ekki horft upp á stöðvun veiðanna
Engar birgðir eru lengur til af inga að láta slíkt gerast“, sagði
ýsu og karfa hjá Coldwater, Guðmundur H. Garðarsson
verksmiðju Sölumiðstöðvar blaðafulltrúi SH í samtali í gær.
hraðfrystihúsanna í Bandaríkj-_ ______-lg.
unum, og lágmarksbirgðir eru til
af þorskflökum og 5 punda þorsk-
pakkningum. Reynt er að eiga
ávallt til minnst 3-4 mánaða
birgðir hér heima og í Bandaríkj-
unum en nú er farið að saxast all
verulega á þær.
Forráðamenn SH óttast mjög
þær afleiðingar sem það getur
haft fyrir freðfiskmarkaðinn
verði ekki hægt að anna eftir-
spurn. „Við getum ekki horft upp
á að veiðarnar stöðvist nú fram til
áramóta, hvorki með tilliti til af-
komu húsanna og starfsfólksins,
sem þar vinnur, né þeirra mark-
aðshagsmuna sem eru í veði. Það
er allt of mikil áhætta fyrir íslend-
AB
Landsfundur
7.-10. nóv.
í viðtali við Kristján Valde-
marsson skrifstofustjóra AB. í
gær var ranghermt í undirfyrir-
sögn að landsfundur Alþýðu-
bandalagsins væri í október. Hið
rétta er að fundurinn verður
haldinn dagana 7.-10. nóvember.
MIKILL SPARNAÐUR
Raðveggir kosta ekki meira en efni í milliveggi þar sem hefðbundinni aðferð
er beitt. Vegna þess að veggirnir koma samsettir frá verksmiðjunni og eru auðveldir
ifppsetningu eru dæmi um allt að 80% tímasparnað.
Sölustaðir
Reykjavík
Innréttingamiðstóðin
Ármúla 17a
Símar 91-84585. 84461
Akranes
Guðlaugur Magnússon
Skarðsbraut 19
Simi 93-2651
Siglufjörður
Bútur hf.
Pónargötu 16
Slmi 96-71333
Akureyri
Bynor
Glerórgötu 30
Simi 96-26449
Egilsstadir
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs
Fellabae
Sími 97-1700
Neskaupstaður
Valmi hf.
B-gótu 3
Sími 97-7605
Vestmannaeyjar
Brimnes
Strondvegi 54
Sími 98-1220
Selfoss Keflavík
G. Á. Böðvarsson Byggingaval
Austurvegi 15 Iðavóllum 10
Slmi 99-1335 Simi 92-4500
[ ]
l flaaaoa
FJALAR h/f
Húsavík
Sími 96-41346