Þjóðviljinn - 07.09.1985, Qupperneq 6
r
Stadan
í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu
eftlr sigur ÍBV á KA í gærkvöldi:
IBV.............. 17 10 6 1 40-13 36
KA............... 17 10 3 4 32-16 33
Breiðablik.......16 9 4 3 29-15 31
KS................16 7 3 6 24-23 24
Völsungur........16 6 3 7 24-23 21
UMFN............ 16 5 4 7 13-20 19
Skallagrímur..... 16 5 4 7 21-35 19
ÍBl.............. 16 3 7 6 15-25 16
Fylkir........... 16 3 3 10 13-23 12
Leiftur.......... 16 3 3 10 14-34 12
Aðrir leikir í 17. og næstsíðustu
umferð verða leiknir í dag og á morg-
un. í dag leika ÍBÍ-KS og Leiftur-
Skallagrímur og á morgun UMFN-
Völsungur og Breiðablik-Fylkir.
Skotland
Celtic
úr leik
Celtic féll óvænt útúr skoska
deildabikarnum í knattspyrnu í
fyrrakvöld, tapaði þá í víta-
spyrnukeppni fyrir Hibernian
sem enn hefur ekki hlotið stig í
úrvalsdeildinni. Staðan var 3-3
að loknum venjulegum leiktíma.
Ásamt Hibernian leika Aber-
deen, Dundee United og Ran-
gers í undanúrslitunum. Aberde-
en vann Hearts 1-0, Dundee Utd.
vann St. Mirren 2-1 og Rangers
sigraði Hamilton 2-1 á útivelli.
í undanúrslitunum drógust
saman Dundee United og Aber-
deen annars vegar og Hibernian
og Rangers hinsvegar.
-VS/Reuter
England
Dalglish
kaupir
Kenny Dalglish gekk í gær frá
sínum fyrstu kaupum síðan hann
tók við stöðu framkvæmdastjóra
enska knattspyrnufélagsins Li-
verpool. Hann festi kaup á Steve
McMahon, miðvallarspilara frá
Aston Villa, fyrir 350 þúsund
pund. McMahon lék áður með
hinu Liverpoolliðinu, Everton, en
Villa keypti hann þaðan fyrir
sömu upphæð fyrir tveimur
árum. j
-VS/Reuter
_______________ÍÞRÓTTIR____________
2. deild
Eyjamenn öruggir
með 1. deildarsæti!
Unnu KA sanngjarnt. Aðeins ótrúleg úrslit koma í vegfyrir
að þeirfari upp. Blikar og KA berjast um annað sætið
KA-ÍBV 0-2 (O-O) **
Eyjamenn eru komnir með
annan fótinn og íjórar tær af hin-
um í 1. deildina í knattspyrnu
eftir tveggja ára fjarveru. Þeir
voru öllu betri aðilinn í þessum
hálfgildings úrslitaleik deildar-
innar á Akureyri í gærkvöldi og
eru vel að 1. deildarsætinu komn-
ir. Hins vegar kom deyfðin í KA-
liðinu á óvart, þar sást ekki að
færi lið á barmi 1. deildar.
„Það verður barist til síðasta
blóðdropa,” lýsti Kjartan Más-
son þjálfari ÍBV yfir rétt áður en
leikurinn hófst - og lærisveinar
hans sýndu strax að honum var
alvara. Strax á fyrstu mínútunni
komst Hlynur Stefánsson í gott
færi eftir þvögu en skaut í varnar-
mann KA. A 17. mínútu vildu
Eyjamenn fá vítaspyrnu. Þor-
valdur Jónsson markvörður KA
missti boltann klaufalega yfir sig
til hliðar við markið og í tilraun
sinni til að ná til hans datt hann á
Viðar Elíasson sem var kominn
framhjá honum. En hornspyrna
var úrskurður Magnúsar Jónat-
anssonar.
Eftir nokkra pressu ÍBV fyrstu
20 mínúturnar jafnaðist leikurinn
nokkuð. Ómar Jóhannsson átti
þó gott skot að marki KA á 30.
mínútu sem Þorvaldur varði og
rétt á eftir skaut Viðar íhliðar-
nstið eftir hornspyrnu.
ÍBV hafði síðan undirtökin í
síðari hálfleik og náði forystu á
51. mínútu. Hlynur skaut af 25
metra færi - það var eins og mynd
væri sýnd hægt þegar boltinn
rann framhjá svífandi Þorvaldi og
í netið, 0-1. Síðan gerðist fátt
uppvið mörkin, þar til ÍBV gerði
útum leikinn 9 mínútum fyrir
leikslok. Ómar Jóhannsson fékk
boltann innfyrir vörn KA og
skoraði af öryggi, 0-2. KA reyndi
að klóra í bakkann í lokin og
Tryggvi Gunnarsson skaut fram-
hjá úr eina umtalsverða færi liðs-
ins í leiknum á síðustu mínút-
unni.
Steingrímur Birgisson lék einn
af eðlilegri getu í liði KA. Ómar
var bestur Eyjamanna, ógnandi
og með góðar sendingar. Þórður
Hallgrímsson, sú gamalreynda
kempa, lék nú í vörninni og var
öruggur.
Breiðablik getur farið stigi
uppfyrir KA á morgun, en þá
mætir Kópavogsliðið Fylki á
heimavelli. f síðustu umferðinni
fer svo Breiðablik til Húsavíkur
en KA til Siglufjarðar þannig að
baráttan um annað sætið er geysi-
hörð. ÍBV á hinsvegar heimaleik
við UMFN og er með það góða
markatölu að það þarf eitthvað
ótrúlegt að gerast til þess að
Eyjamenn leiki ekki í 1. deild að
ári.
Maður leiksins: Ómar Jó-
hannsson, ÍBV.
-K&H/Akureyri
Kvennaboltinn
KAféll
með
hvelli!
KA féll með hvelli í 2. deild
kvenna í knattspyrnu f gær-
kvöldi. Akureyrarliðið tapaði þá
13-0 fyrir Breiðabliki á Kópa-
vogsvellinum, fyrir sama liði og
það tapaði naumlega um síðustu
helgi.
Breiðablik átti allan leikinn og
voru KA-stúlkurnar heppnar að
ekki fór verr. Blikaliðið spilaði
mjög skemmtilega en mótherj-
arnir voru heldur ekki uppá
marga fiska.
Staðan í hálfleik var 7-0 og
voru mörg marka Blikanna glæsi-
leg. Mörkin skoruðu: Ásta B.
Gunnlaugsdóttir 4, Erla Rafns-
dóttir 3, Asta María Reynisdóttir
3, Lára Ásbergsdóttir 2 og Þjóð-
hildur Þórðardóttir eitt.
KA leikurídagkl. 11.30við ÍA
á Akranesi. f A dugir jafntefli til
að tryggja sér íslandsmeistaratit-
ilinn, og miðað við frammistöðu
KA í gærkvöldi ætti það að haf-
ast!
-MHM
Þm6 verður væntanlega víða mikið um að vera i vítateigum knattspyrnuvall anna í dag, eins og á þesari mynd sem E.OI. tók í leik Vals og Víðis um síðustu
helgi. Fjórir þýðingarmiklir leikir eru í 1. deild - FH-Fram, Þróttur-Þór og 'ÍBK-Valur hefjast kl. 14 en leikur IA og Víkings kl. 14.30. Þá eru í dag
þrír þýðingarmiklir leikir 12. deildogeinnámorgun.ogeinnigverðurleikiðtilúrslitaí 3. og 4. deild.
Fatlaðir
Trimmlandskeppnin
byrjar á morgun
Sigrarísland eins og ítvö síðustu skiptin? Sjögreinar- þrískiptkeppni
Dagana 8.-21. september fer fram hér á
landi þriðja Norræna Trimmiandskeppnin
fyrir fatlaða. Samskonar keppni fór fram
1981 og 1983 og tóku þá alls um 1000 ein-
staklingar þátt í keppninni í hvort skipti.
Þcss má geta að íslendingar sigruðu með
miklum glæsibrag í bæði skiptin.
Keppnin í ár mun fara fram með Iíku
sniði og áður. Keppnisgreinarnar eru:
Ganga, hlaup, skokk, hjólastólaakstur,
hjólreiðar, róður og hestamennska. Lág-
marksvegalengd sem þarf að trimma í hvert
skipti er 2,5 km og aðeins er unnt að fá eitt
stig á dag.
Til þess að auðvelda" þátttakendum að
skrá niður árangur sinn í trimminu hafa
verið útbúin sérstök skráningarskírteini.
Að loknu trimmi á síðan að senda þau til
íþróttasambands fatlaðra. Skírteinin og all-
ar nánari upplýsingar um keppnina er unnt
að fá hjá íþróttasambandi fatlaðra, íþrótta-
félögum fatlaðra, Sjálfsbjargarfélögum,
héraðssamböndum og hjá flestum þeim fé-'
lögum sem vinna að málefnum fatlaðra.
Keppnin er þrískipt að þessu sinni. í
fyrsta lagi er keppni milli Norðurlandanna.
Það land sem flest stig hlýtur miðað við
íbúafjölda sigrar og hlýtur að launum glæsi-
legan farandbikar sem gefinn er af íþrótta-
sambandi fatlaðra í Svíþjóð. Þá er innan-
landskeppni milli héraðssambanda og íoks
einstaklingskeppni. Ejnstaklingskeppnin
fer þannig fram að 10 einstaklingar sem ná
fullu húsi stiga, 14 stigum, verða verð-
launaðir. Fái fleiri en 10 þátttakendur 14
stig verður dregið úr hópi þeirra um verð-
launin.
Þó svo að í keppninni verði keppt unt
glæsileg verðlaun er megintilgangur hennar
að hvetja alla fatlaða einstaklinga til að
stunda íþróttir og útivist. Margir sem nú
leggja reglulega stund á íþróttir hafa ein-
mitt kynnst þeim í fyrri trimmlandskeppn-
um. Rétt til þátttöku eiga allir þeir sem eru
félagsbundnir í íþróttafélögum fatlaðra og
einnig ófélagsbundnir fatlaðir. Skilgreining
á fötlun er erfið, en átt er við alla þá sem af
einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í
íþróttakeppni hinna ófötluðu á
jafnréttisgrundvelli. Einnig má benda á að
aldraðir eiga einnig rétt á að taka þátt í
keppninni.