Þjóðviljinn - 07.09.1985, Síða 7
Petta eru nákvæmlega 71
myndsemég sýni. Þæreru
allar unnar á síöustu þremur
árum segir Bjarni Jónsson
sem í dag opnar sína fyrstu
Ijósmyndasýningu og hamast
við að þurrka fingraför af kol-
svartri mynd af kolsvartri kisu.
Það er ómögulegt að ná þessu
af pappírnum, hann er svo við-
kvæmur að ef eitthvað er komið á
hann næst það ekki af. Hvers
konar pappír? Pappírinn heitir
cipachrome ef það segir þér
eitthvað.
Myndirnar á sýningunni eru
mest slædesmyndir, sumt hef ég
stækkað sjálfur og megnið af
myndunum hefur fyrirtækið
Myndverk séð um að stækka fyrir
mig, það eru myndirnar á cipac-
hromepappír.
Litmyndirnar eru teknar á 4x5
tommu filmu, sams konar filma
og var og er notuð í gömlu belg-
myndavélarnar, þú veist þessar
með svarta teppinu. Pað er síður
en svó hætt að nota þær. Þær eru
til dæmis gegnumgangandi í
auglýsingaljósmyndun og sjálfur
nota ég mest belgmyndavél. Því
stærri filmu sem nú notar því
betri verður myndin eða eins og
einn kennari minn sagði: „Þetta
er það sem skilur að börn og full-
orðna,“ segir Bjarni og gjóar
kankvísu auga á blaðaljósmynd-
arann með „venjulegu" mynda-
vélina.
Nám?
Ég var í læri hjá föður mínum
Jóni A. Bjarnasyni í Kópavogin-
um og byrjaði hjá honum sem
smástráklingur, 12 ára gamall.
Fór svo á samning um leið og ég
gat. Ég get nú samt varla sagt að
ég hafi byrjað að mynda neitt
fyrir sjálfan mig fyrr en ég fer í
skólann 82. Það var The Germa-
ine School of Photograpy í New
York. Það var eins árs nám og allt
kennt frá grunni, myndataka,
framköllun, allt sem ljósmyndun
viðkemur og farið í hvert einasta
smáatriði. Til dæmis var einn
kennari þarna sem kenndi bara
myrkraherbergisvinnu. Ég varð
fyrir miklum vonbrigðum fyrst
þegar ég kom í skólann og líka
hissa á því hvað tækjabúnaðurinn
var lélegur, miklu lélegri en hér
heima. Bjóst við að þar sem þetta
var New York hlyti allt að vera
fyrsta flokks. En það sem bætti
upp lélegan tækjabúnað var að
flestir kennararnir voru rosalega
góðir.
Fyrst eftir að ég kom heim
fannst mér þetta ár hafa verið til
einskis og ég lítið hafa lært en svo
fór ég að finna að það var alveg
hellingur sem hafði síast inn í mig
á þessu ári og sem kom mér að
gagni, bæði varðandi vinnubrögð
og annað. Og eitt get ég þakkað
skólanum og það er það að eftir
þetta nám hef ég fengið miklu
meiri áhuga á því sem ég er að
gera.
Hversdagslegir
hlutir
Hvað er skemmtilegast að
mynda?
Það er skemmtilegast að
mynda það sem ég er að gera dags
Maðurinn, konan og barnið.
ósmynair
Myndefnin rétt
við nefið á mér
Spjallað við Bjarna Jónsson sem í dag
opnarsína fyrstu Ijósmyndasýningu
daglega, taka myndir af börnum,
brúðhjónum og svo framvegis.
Þegar ég á frí frá brauðstritinu
leita ég viðfangsefna annars stað-
ar. Hugmyndirnar að myndunum
kvikna oft af einhverjum smáat-
riðum. Það eru til dæmis fullt af
hlutum sem þú sérð dags daglega
sem mér þykja góð myndefni.
Þegar búið er að taka myndina og
stækka hana sérðu þessa hvers-
dagslegu hluti út frá nýju sjónar-
horni einmitt af því að þú hefur
þessa hluti daglega fyrir augun-
um oft án þess að taka eftir þeim.
Fólk er oft að leita að einhverju
alveg sérstöku myndefni og sér
ekki það sem er alveg við nefið á
því. Ég er ekki að segja að þessir
hversdagslegu hlutir séu merki-
legra myndefni en önnur en mér
finnst ég ekki þurfa að fara langar
leiðir til að finna skemmtilegt
myndefni.
Myndirnar á sýningunni eru
flestar teknar inni, nema þessar
götumyndir frá New York. Ég
raða upp og bý til umhverfið í
kringum myndina. Það liggur
mikil handavinna að baki þessum
myndum og mikið dútl.
Þegar ég fæ hugmynd að ljós-
mynd teikna ég hana á blað og set
inn í bók. Þegar mér svo gefst
tími fletti ég bókinni og vel þá
mynd sem mig langar til að taka
þá stundina, hvaða mynd verður
fyrir valinu fer eftir því hvernig
mér líður í það og það skiptið.
Mig langaði til að koma með
eitthvað allt annað en það sem
venjulega er á ljósmyndasýning-
um. Eitthvað annað en landslag,
konulíkama og þessar venjulegu
fréttamyndir. Mörgum finnst, að
ljósmyndun sé bara góðar svarth-
vítar myndir og enginn vandi að
taka góða litmynd. Að litmyndir
séu alltaf góðar af því að það er
litur í þeim. Mig langaði til að
sýna að litmyndir eru líka ljós-
myndun, hvernig til tekst verða
svo aðrir að dæma um.
Löng
meðganga
Ég er búnn að vera að vinna að
þessari sýningu lengi. Upphaf-
lega áttu myndirnar bara að vera
50, en svo hlóð þetta utan á sig.
Til dæmis bættust 12 fiskamyndir
við. Mér finnst gaman að mynda
fiska af því að þeir eru svo fal-
legir. Ég fékk þá hugmynd að búa
til dagatal með fiskamyndum og
þannig urðu þessar myndir til.
Þær fengu svo að fljóta með á
sýninguna ásamt öðrum furðu-
fiskum.
Auðvitað er maður dálítið
taugaóstyrkur svona í fyrsta
skipti en ég vona hið besta. Það
hefur engin tómleikatilfinning
gripið mig þó „barnið" sé fætt því
ég er strax farinn að hugsa um
næstu sýningu. Nei, það verður
ekki í bráð. ,Eg vil gefa mér góð-
an tíma, vinna rólega og gera
hlutina vel, annars er betra að
sleppa þeim.
Ertu þá alltafmeð myndavélina
á lofti?
Nei, segir Bjarni og hlær. Þeg-
ar ég fer í sumarfrí skil ég mynd-
avélina eftir heima. Þá tekur kon-
an mín myndir og eiginlega get ég
þakkað henni að það varð af
þessari sýningu. Hún hefur verið
þolinmóð þó allur minn tími hafi
farið í þetta og frekar ýtt á mig,
semsagt hin marglofaða kona á
bak við manninn.
-aró
Laugardagur 7. september 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7