Þjóðviljinn - 07.09.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Qupperneq 10
Nám skv. lögum nr. 112/1984 fyrir skipstjórnarmenn Nám fyrir skipstjórnarmenn sem hafa starfað á undanþágu, skv. lögum nr. 112/1984, hefst í næstu viku. Námið tekur 14 vikur með prófum. Þeir sem standast próf fá réttindi til skip- stjórnar á fiskiskipum allt að 80 rúmlestum að stærð. Einnig veitir það heimild til þátttöku í 10 vikna framhaldsnámi, sem aö loknu prófi veitir réttindi til skipstjórnar á fiskiskipum allt að 200 rúmlestum í innanlandssiglingum. Námið fer fram á eftirtöldum stöðum: Stýrimannaskólanum í Reykjavík, hefst 9. september. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefst 9. september. Grunnskólanum Grundarfirði, hefst 10. september. Grunnskólanum Ólafsvík, hefst 9.-10. september. Grunnskólanum Stykkishólmi, hefst 10. september. Grunnskólanum Dalvík, hefst 9.-12. september. Gagnfræðaskólanum Húsavík, hefst í nóvember og lýkur í febrúar. Stýrimannaskólanum í Reykjavík hefur veriö falið að hafa yfirumsjón með námi utan Reykjavíkur. Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru beðnir um að hafa samband við skólastjóra viökomandi skóla nú þegar. Auk 80 tonna nám- skeiða verða skipstjórnardeildir 1. stigs við Grunnskólann á Dalvík og Heppuskóla, Höfn í Hornafirði, í samvinnu viö Stýrimannaskólann í Reykjavík. Menntamálaráöuneytið, Stýrimannaskólinn í Reykjavík. ffl IAUSAR STÖÐURHJÁ l|l REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Hjúkrunarfræðinga við eftirtalda skóla: Hólabrekkuskóla ölduselsskóla Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands Skóla ísaks Jónssonar Melaskóla Um er að ræða stöður og hlutastörf. Aðstoðarmenn við skólatannlækningar Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Skrifstofumann við vélritun og almenn skrifstofu- störf. 100% staða. Starfskraft til kaffiumsjónar fyrir starfsfólk Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. 50% starf. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. september 1985. Myndlist Jón Reykdal sýnir að Kjarvalsstöðum Jón Reykdal heldur sína stærstu einkasýningu til þessa í vestursal Kjarvals- staða. Eru það 64 verk, 24 olíu- og akrílmálverk og 40 þurrkrítarmyndir. Áður hefur Jón haldið tvær einkasýning- ar; á ísafirði 1978 og í Nor- ræna húsinu 1980. Eins og menn ugglaust vita er Jón Reykdal grafík-listamaður fyrst og fremst, en bregður fyrir sig olíu- og akrýlmálun þegar sá gállinn er á honum. Vissulega eykur það fjölbreytni verka hans. En vaninn að fást við svo fínlega iðju sem grafík-listin er, þjakar dulítið málverk hans og gerir þau óþarflegastirð. A.m.k. sýnistsvo vera, því þau verk hans eru áber- andi best sem búa yfir mestri efni- skennd og lausustu pensilfari; m.ö.o. þau sem ólíkust eru gra- fískum verkum. Þetta þýðir ekki að verk Jóns séu vond, þau gætu einfaldlega verið miklu betri ef hann leyfði myndrænum eigindum málverks- ins að njóta sín betur en raun ber vitni. Raunar hefur Jón verið að þróast frá ákveðnum symbólsk- um hugmyndum í átt til einfaldari tjáningar og er það vel. Sem fyrr er það Kjarval sem vísar veginn og þá einkum sá Kjarval sem mál- aði „Frjálst er í fjallasal“. Allar myndir Jóns eru óður til náttúr- unnar og yfirbragð þeirra er í hæsta máta íðillegt í latneskri merkingu þess orðs. Það er raunar athyglisvert að þróun Jóns er fullkomlega í sam- ræmi við forskrift symbólismans og efast ég þó um að Jón hafi að yfirlögðu ráði fylgt einhverju historísku prógrammi. Engu að síður er það staðreynd, að symbólisminn hvarf frá hinu frá- sagnarkennda í átt til einfaldari og skreytikenndari tjáningar, þar sem myndræn gildi réðu mun meiru en áður. Þannig eru íðill- ískar myndir Mattisses og Maurice Prendergast einfaldaðar útgáfur á hinum sérkennilega og bókmenntalega symbolisma Pu- vis de Chavannes. Um leið þokar hin eiginlega frásögn fyrir túlkun náttúrustemmningarinnar svo lítið eimir eftir af táknrænu inn- taki. Jón er kominn að endamörk- um symbolismans og upplifir nú náttúruna beint og umbúðalaust. Um leið tekur hið lífræna að þrengja sé inn í verk hans; spað- inn í málverkunum og kolin í teikningunum. Það eru e.t.v. bestu myndirnar, þær sem unnar eru með þurrkrít og viðarkoli. Þar á sér stað sú vítalíska sam- bræðsla sem samboðin er landslags- og náttúrulifun. Án efa er Jón í sókn og miðað við sýningu hans í Norræna hús- inu fyrir fimm árum er um stór- stíga framför í málverki að ræða. En betur má ef duga skal og þarf listamaðurinn að losna undan hinum skreytikenndu viðjum og munda spaðann af meiri festu. Það er vegna þess að spaðinn er stórhættulegur sökum dálætis auglýsingateiknara á honum og sé hann ekki brúkaður af þeim mun meiri karlmennsku og þori, er hætt við að hann taki völdin af meistara sínum og þá er fjandinn laus. Eins og áður er sagt eru þau málverk best sem lausust eru við ögun þrykklistamannsins. Þar sem Jón gleymir því að hann sé að mála gerast skemmtilegir og óvæntir hlutir sem bera með sér frjómagn komandi málverka. Listamaðurinn þarf eina sýningu til viðbótar til að verða fullkom- lega frjáls í myndum sínum. OTRULEGA LÁGT VERÐ Kr. 16.000 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Samt. stærö: 260 I. Frystihólf: 45 I. Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun. Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. IhIHEKLAHF LAUGAVEG1170-172 SÍMAR 11687 • 21240

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.