Þjóðviljinn - 07.09.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Page 14
DÆGURMAL Afmælistónleikar Harðar Torfasonar fóru f ram með sóma síðastliðið fimmtudags- kvöld í Austurbæjarbíói fyrir næstumfullu húsi. Hörður flutti gömul og ný lög sín við annarra og eigin Ijóð, og minnti þá á, sem voru búnir að gleyma, og þá, sem ekki vissu, hversu góðurog hæfur, en líklega vanmetinn, brautryðjandi Hörður var hér í „trúbadúrisma", eða vísna- söng, eða sólóupptroðslu, eða hvað fólk nú vill kalla f ra- mlag sólólistamanna á borð við Hörð og Bubba, það er að segja þegar sá síðarnefndi er áþeim (spari)buxunum. Afmælisbarnið fertuga hóf hljómleikana á Pú erl sjálfur Guðjón, eigin lagi við ljóð Þórar- ins Eldjárns, sem orðið er þekkt- ur ferðalagasöngur eftir að það var prentað í þar til gert söng- kver. í þessum fyrsta kafla hljóm- leikanna hafði Hörður sér til að- stoðar rafbassaleikara, sem ég man því miður ekki hvað heitir, gítarleikara, Eyjólf Kristjánsson í Hálft í hvoru, og bakraddasöng- konu, Bergþóru Arnadóttur. Það verður að segjast eins og er, að þau tvö síðastnefndu hefðu mátt missa sín. Þau hafa greinilega ekki fengið næga æfingu, sem bæði bitnaði á ljóði og lagi. Þar að auki virtist Bergþóra haldin flensu sem háði raddböndum hennar og Eyjólfur finnst mér ekki það góður gítarleikari að hann standi undir nafninu sóló- isti. Hins vegar hélt Hörður sínu striki, styrkur í rödd og slætti, en sannaði er hann kom fram aftur síðar að hann höndlaði sín söng- efni enn betur án aðstoðarinnar. Bergþóra Árnadóttir átti ann- an kafla hljómleikanna, og eins og áðan sagði var hún ekki í góðu söngformi; komst að leiðarlokum á dugnaðinum. Með henni flutti Norðmaðurinn Ola Nordskar eitt laga sinna sem var reglulega sætt og Norðmaðurinn greinilega hinn áheyrilegasti Kristín Ólafsdóttir var næst gesta Harðar og flutti lög af plötu sem hún er með í smíðum í Stemmu hjá Didda fiðlu. Undir- leikari hennar á gítar og píanó var Valgeir Skagfjörð og var þeirra samstarf smekklegt og fágað. Að vísu hefðu þau mátt slaka betur á taumunum, að mínu viti, jafnvel sleppa fram af sér beislinu og leyfa eigin sál að líða óbeislaðri (miðstig) í flutningi þessara rót- tæku ljóða og laga. Næstur á dagskrá var Bubbi FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Viö höfum meira en 30 ara reynslu i utgafu vasaboka, og su reynsla kemur viöskiptavinum okkar aö sjalfsogöu til góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel meö nýju Ferðavasabokina okkar og erum stoltir af henni. har er aö finna otrulega fjölbreyttar upplysingar, sem koma feröafólki aö ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meöal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendirað og ræöismannaskrif- stofur um allan heim - Feröadagbók - Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaöakort - Evropu- vegirnir - Neyðar- og viögeröaþjon- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp aö telja. OMISSANDI I FERÐALAGIÐ! Með trúbadúrum á afmœlishátíð .. .............J v <?> - />> c? <b° & t> /.Á ... e- ’ ^ 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Laugardagur 7. september 1985 Morthens, sem var bara polli þegar Hörður og Kristín voru ung og upprennandi á sviði á þjóð- lagakvöldum í Lídó, þar sem kall- ast Tónabær nú til dags. Bubbi söng við eigin rafgítarundirleik lagið um Leibba dóna, Systir minna auðmýktu brœðra og Við gluggann; þau tvö síðarnefndu á þann hátt að fólk fékk ýmist tár í augun eða gæsahúð, eður annars konar geðhrifseinkenni. Bubbi lauk sólói sínu með lagi við en- skan texta, ein af fáum unda- ntekningum hans frá þeirri reglu að syngja á íslensku, eins og hann tók fram sjálfur. The man in the mirror held ég það heiti og sann- aði fyrir mér það sem ég næstum því vissi, að menn eru persónu- legri og virka þar af leiðandi trú- verðugri á eigin tungu, sérstak- lega menn eins og Bubbi sem er svo náinn aðdáendum sínum, að þeirra mati að minnsta kosti. En hvað sem því líður, þá verður því ekki á móti mælt að Bubbi Mort- hens er algjör „proffi" (próf- essjónal) og yndislega góður þeg- ar hann fær að njóta sín, og það gerði hann svo sannarlega þessa stuttu stund einn með gítarinn þarna á sviðinu í Austurbæjar- bíói. Hann hefur líklega aldrei verið í betra formi en nú og hljómleikagestir nutu þessa sann- arlega. Á eftir Bubba kom Megas inn á sviðið með 12 strengja gítarinn. Megas er reyndar með verri gít- arleikurum sem sögur fara af, en svo einkennilega vill til að í hans tilfelli gerir það barasta ekkert til, er meira að segja sjarmerandi og næsta bráðfyndið. Og Megas var bráðfyndinn þetta kvöld, jafnvel fremur en endranær, þótt húmorinn misgrófur sé hans stimpill, yfir og allt um kring bráðsnjöll ljóð hans. Eins og venjulega sýndi ljúflingurinn dagfarsprúði á sér (stríðnis)púka- hliðina á sviðinu, gaf okkur t.d. ráðleggingar í Heilrœðavísum í Hörður Torfason; hann gaf út plötuna ágætu Tabú fyrir jólin og hyggur nú á aðra plötugerð með lögum við Ijóð þjóðskáldanna. Hvernig væri samt að láta Þjóðhátíðarraulið fljóta með? Ljósm.: Sverrir Enn Tje. þriðja og síðasta sinn (sem væri skaði); þriðja útgáfan af Víði- hlíðarheilræðinu frá því um árið. Megas er einstakur. Hann blandar gáfulegum og vitrænum textum saman við rokk og pönk og tengir þar með saman smekk svokallaðra menntamanna og rokkæsku allra tíma. Góðir háls- ar, með Megasi væri líklega hægt að brúa bæði kynslóðabil og stétta-, a.m.k. á stundum sem þeim í afmælisveislu Harðar Tor- fasonar... og er á meðan er. Nú var farið að líða að lokum afmælis og við hæfi að enda á sama lagi og byrjað var á, enda Hörður mikill aðdáandi sögu- þráðarins. Afmælisbarnið, Bubbi og Megas, hver vopnaður sínum gítarnum, sungu braginn um Guðjón við mikinn fögnuð aðdá- enda og áttu rödd og gítar Megas- ar sinn þátt í því. En Hörður Torfason átti síðasta orðið eins og vera bar. Hann flutti Ætt- jarðarraul, sem hann samdi fyrir þjóðhátíðarskemmtun landans í Köben. Bráðhressilegt lag sem Hörður flutti af skörungsskap með rödd og gítar... og bæði þeir sem skilja og sem ekki skilja, „að eitt lítið mólekúl geti orðið að lesbu og homma", hljóta hér með að hafa skilið hvers vegna Hörð- ur Torfason er fremstur í flokki íslenskra trúbadúra, sem segja skoðun sína umbúðalaust. Þar með skundaði Hörður af sviðinu með bros á vör og afmæliskveðj- ur og þakkir fyrir notalega kvöld- stund á bakinu. A Tónleikar Norrœnir vísnasöngvarar Um miðjan september munu fjórir vísnasöngvarar leggja land undirfót og halda tónleika víðsvegar. Þetta eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Mecki Knif frá Finn- landi, Bergþóra Árnadóttir og Ola Nordskar frá Noregi. f stað þess að ferðast saman fjögur, munu þau skipta liði, Aðalsteinn og Mecki annarsvegar og Berg- þóra og Ola hinsvegar. Önnur helftin heldur vestur um land og norður, en hin fer í austur og norður og er ætlunin að báðir helmingarnir sameinist til tón- leikahalds á menningarstaðnum Kópaskeri. Eftir það mun hvor helft ljúka sínum hring. Fyrirhug- aðireruu.þ.b. 20 tónleikastaðirá hvorum hring og verður þetta einstætt tækifæri fyrir unnendur góðrar vísnatónlistar. Listi yfir tónleikastaðina verður birtur um það leyti sem ferðirnar hefjast. Ola Nordskar og Bergþóra Árnadóttir leggja landið að fótum sér í september. eða þannig... Yfirvöld í Shanghai hafa bannað ungmennum og skólabömum að dansa...„Nýjasta vitleysan hjá ungdómnum erdansinn," segir virt blað í Kína, Wen Hui Bao og bætirvið. „Þessirdansleikirhafa valdið ýmsum „erfiðleikum". „Og fylgir ekki sögunni hvers konar vandamál það eru sem spretta upp á dansgólfinu. Nú verða dansleikjahaldarar að fá sérstök leyfi yfirvalda, ef halda á ball í Shanghai...* Og meira frá Kína. Fimm af níu orangútönum ídýragarðinum í Peking hafa fengið berkla eftir að hafa étið drasl sem gestirfleygðu í þá. Blað alþýðunnar í Kína segir að selur hafi nýlega dáið eftir að hafa gleypt plastkúlur sem fleygt vartil hans. Þess má geta að or- angútanamir köstuðu grjóti til baka í gestina sem fleygðu dras- linu, segir Blað alþýðunnar... •

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.