Þjóðviljinn - 10.09.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 10.09.1985, Qupperneq 5
Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins er nú starf- rækt í þremur byggingum, hefurum 1500fermetratil umráða, og enn er verið að byggja, hérá Keldnaholti utan við Reykjavík, starfs- menn stofnunarinnar eru 35-40 talsins, framlag hins opinbera til stofnunarinnar í ár eru um 20 miljónir króna, sagði Jón Sigurjóns- son yfirverkfræðingur þá blaðamenn Þjóðviljans hittu hann að máli á Keldna- holti ílokágúst. _ Vísir aö rannsóknastofnun fyrir byggingariðnaðinn var Atvinnudeild Háskóla íslands sem tók til starfa uppúr 1950 undir stjórn Haraldar Ásgeirs- sonar. Það er síðan 1980 sem Rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna þ.á.m. byggingariðnaðarins taka til starfa á Keldnaholti. For- stjóri stofnunarinnar er nú Há- kon Ólafsson. Meðal þeirra sem þar starfa eru 15 háskólamennt- aðir sérfræðingar, aðrir starfs- menn eru flestir rannsóknamenn, _______________________________________________________________________________________________________ margir hverjir iðnaðarmenn. Sá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins á Keldnaholti: Stofnunin hefur um 1500 m2 til umráða, þar starfa 35-40, framlag hins opinbera í ár til starfsemi þeirra sem sér um sementseftirlit stofnunarinnarer20miljónirkróna.Annaöeinsfæstgreittfyrirþáþjónustusem stofnunin veitir. Ljósmynd: -sig. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Helmingur tekna fyrir veitta þjónustu Stofnunin heimsótt og rætt við Jón Sigurjónsson yfirverkfræðing Ásta M. Ásmundsdóttir, háskólanemi sem í sumar starfar hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, setur í poka fyllingarefni sem siktað hefur verið. Fyllingarefni þetta er m.a. notað sem burðarlag undir götur og hús. Ljósmynd: -sig. er t.d. múrari að mennt. Það var Jón Sigurjónsson er veitti Þjóð- viljamönnum leiðsögn um fyrir- tækið og svaraði fyrirspurnum þeirra. „Helmingur tekna Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins er í formi greiðslna frá ein- staklingum og fyrirtækjum, verk- tökum, fyrir veitta þjónustu og helmingur frá ríki. Við fáum t.d. greitt fyrir steypuprufur. Við för- um á vettvang, tökum prufur og rannsökum þær síðan hér, t.d. loftmagn í steypunni. Sá sem far- ið hefur fram á rannsóknina fær síðan vottorð frá okkur varðandi niðurstöður hennar. Það er mjög mikilvægt að gerð steypunnar sé í fullu samræmi við pöntun. Því miður hafa auknar tekjur stofn- unarinnar af slíkri þjónustu orðið til þess að ríkið hefur skorið niður framlagsitt. Slíkt er að sjálfsögðu mjög bagalegt enda bitnar það fyrst og fremst á undirstöðurann- sóknum sem kannski skila ekki árangri í dag eða á morgun en geta haft mikla þýðingu í framtíð- inni“. Ein stofnun - fimm deildir Hvernig er deildaskiptingu háttað innan stofnunarinnar? „Segja má að stofnuninni sé skipt í fimm deildir þ.e. steypu- deild, vega- og jarðtæknideild, húsbyggingatæknideild, kostnað- ardeild, upplýsinga- og fræðslu- deild og tölvudeild sem nýlega hefur hafið starfsemi. Verkefni steypudeildar er að fylgjast með framleiðsluferli steypunnar, kanna gerð hennar og samsetn- Jón Sigurjónsson yfirverkfræðingur, hvar hann stendur við borð sem á hefur verið raðað hólkum með malbikskjörnum sem þar eru til rannsóknar. Ljós- mynd: -sig. ingu. Um er að ræða samstarf við Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi. Stærsta verkefni deildarinn- ar fyrr og síðar er baráttan gegn alkalískemmdum. Er nú unnið að þróun steypugerðar sem ekki á ekki að geta orðið fyrir alkalí- skemmdum. Vega- og jarðtæknideild vinn- ur í samstarfi við Vegagerðina. Verkefni hennar eru t.d. námu- skoðun og efnisleit, sýni eru tekin í flestum námum og rannsökuð hér. Rannsóknir deildarinnar eru ekki síður mikilvægar þegar um er að ræða mannvirkjagerð í ó- traustum jarðvegi, sem dæmi má nefna veginn neðan við Ingólfs- fjall eða sjúkrahúsið á Selfossi. Þá er unnið að verkefnum fyrir Vita- og hafnarmálastjórn í þessu sambandi. Húsbyggingartæknideild hefur að sjálfsögðu með höndum hverskonar verkefni sem tengjast húsbyggingum. Orkusparnaðar- Frh. á síðu 6. Þriðjudagur 10. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.