Þjóðviljinn - 10.09.1985, Qupperneq 7
Tómstundir
Þú hleypur ekki
á fjöll meira
Þjóðviljinn sækir heim Gunnar Gunnarsson
fjallgöngu- og leiðsögumann
Ég hef Iagt stund á fjallgöngur
frá barnsaldri, frá því ég var skáti
á uppvaxtarárum mínum á Akur-
eyri og við áttum margar ferðirn-
ar í skálann Fálkafell undir Súl-
um vestan Eyjafjarðar, hefur
Gunnar Gunnarsson, efna-
fræðingur, kennari, veiðivörður
og löngum leiðsögumaður til
ijalla, frásögn sína þá blaðamenn
Þjóðviljans hafa sótt hann heim
til viðræðna um fjallgönguíþrótt-
ina.
„Eitt sinn sem oftar fórum við
upp til Fálkafells, í 4-5000 metra
hæð, 10-15 skátar, undir forystu
Tryggva Þorsteinssonar. Vorum
við á skíðum, að sumu leyti illa
búnir, án bakpoka með svefn-
poka bundna á bakið. Þá gerðist
það u.þ.b. sem við vorum að
koma að skálanum að ég valt nið-
ur brekku. Ekki var það nú svo
að Tryggvi kæmi á eftir mér til
þess að stumra yfir mér, heldur
hrópaði hann aðeins til mín:
Stattu á fætur drengur. Þessi orð
hans urðu mér mikilvægt vegnesti
útí fjallalífið - þar verður hver og
einn fyrst og fremst að treysta á
sjálfan sig.
Þegar ég hóf nám við Mennta-
skólann á Laugarvatni stofnuð-
um við þar fjallgönguklúbb, fyrs-
ti formaður hans var Freysteinn
Sigurðsson, nú jarðeðlisfræðing-
ur. Fyrsta ferðin sem við fórum
var til hellisins við Laugarvatns-
velli. í þeim helli bjuggu hjón ein
um skeið á þessari öld eða fram til
1922, fæddist þeim barn í hellin-
um um 1920. Annars er hellir
nokkur við Laugarvatn í Stóra-
Gili rétt austan við þorpið upp af
tjaldstæðinu og er sá hellir mér
eftirminnilegur.
Þennan helli vildi ég kanna
1976, er hann um 10 metra djúp-
ur og hátt mjög til lofts. í svo sem
15 metra hæð frá hellisgólfi er af-
hellir, uppí þennan afhelli ætlaði
ég mér að klífa en komst þá í
sjálfheldu, komst hvorki upp né
niður, í 6-7 metra hæð. Án þess
að íhuga málið frekar náði ég taki
á steinnibbu og sveiflaði ég mér
niður á syllu, til hliðar í hellis-
veggnum, en hún reyndist of
langt fyrir neðan og hrasaði ég og
hrapaði niður á grýtt hellisgólfið
og hælbrotnaði. Kona mín var
með í för og kom mér undir
læknishendur. Þegar læknarnir
fengu litið sár mín varð þeim að
orði: Þú hleypur ekki á fjöll
meira.
í þessu tilviki gerði ég þá
skyssu að ég greip umhugsunar-
laust til skjótra ráða en það skyldi
enginn gera þegar um klifur eða
fjallgöngur er að ræða. Það var
bót í máli að ég var ekki einn á
ferð en slíkt skyldu menn varast í
fjallaferðum. Eftir þetta ævintýri
mitt í hellinum í Stóra-Gili hafa
gárungarnir kallað hann Gunn-
arshelli.
fjárgirðinga milli Norður- og
Suðurlands nú í sumar á Arnar-
vatnsheiði.
Efst á
Arnarvatnsheiði
Frá því ég kom heim til íslands,
en ég var við nám í Noregi, hef ég
stundað fjallaferðir með Ferðafé-
laginu og Útivist og farið árlega á
að giska 10 lengri ferðir. Sem
leiðsögumaður hefi ég starfað á
vegum Útivistar frá 1976 og hef
að baki næstum 200 daga sem
slíkur, sérstöku leiðsögumannan-
ámskeiði lauk ég 1982.
Nei, ég hef ekki safnað fjöllum
en þó eru það nokkur sem ég vildi
íá tækifæri til þess að ganga á.
Herðubreið, eitt fegursta fjall
landsins, Snæfell, austur af
Vatnajökli, og Kerling við
Eyjafjörð eru meðal þeirra. Á
meðal merkari fjalla sem ég hef
stigið eru að sjálfsögðu Öræfa-
jökull, Hekla, Eiríksjökull og
Snæfellsjökull. Það er alltaf jafn
merkileg tilfinning að ganga á
Heklu, port Helvítis, þó hef ég
aðeins einu sinni gengið hana í
góðu skyggni.
Á Öræfajökul gekk ég í þoku
og mistri, eitt sinn fór ég sem
leiðsögumaður með hóp á Eiríks-
jökul,.skafrenningur var og nán-
ast ekkert skyggni. Með hjálp
korts og áttavita komumst við
þangað þar sem við töldum vera
hábunguna og síðan niður aftur
áfallalaust. Hraustir fjallamenn
telja slíkar ferðir ævintýrum lík-
astar, ímynda sér helst að þeir séu
á ferð um Suðurskautslandið.
Séu menn vel útbúnir og reyndir
fjallarefir með í för, tel ég slíkar
ferðir engar glæfraferðir. Menn
ættu ekki að þurfa að láta veður
aftra sér.
Leiðsögumannsstarfið getur
verið mjög skemmtilegt, ekki síst
þegar vel gengur. Að sjálfsögðu
er það krefjandi, reynir á úthald,
kunnáttu og þá er þekking á sál-
arfræðinni og reynsla af mann-
legum samskiptum ekki síður
mikilvægar. Takmark hvers
leiðsögumanns er að sjálfsögðu
að reyna að gera alla þátttakend-
ur í viðkomandi gönguferð
ánægða.”
Gunnar, þú hefur einnig verið
veiðivörður á heiðum upni.
„Já, ég hef, á vegum Upp-
rekstrarfélags Miðfirðinga, starf-
að sem veiðivörður við Arnar-
vatn stóra á Arnarvatnsheiði sl.
tvö sumur. Starf mitt hefur verið í
því fólgið að verja vatnið fyrir
veiðiþjófum og krefja menn um
gjald fyrir veiðileyfi, jafnframt
því að sjá til þess að umgengni sé
góð við vatnið. Þetta hefur
Sérlegur
verndari
Gunnar Gunnarsson: Þetta með ónytjulabbið, það orð er nú sannkallað öfug-
mæli. Gildi fjallgangna í íslenskri náttúru fyrir almenning eykst eftir því sem fleiri
gerast kyrrsetumenn í æ tæknivæddara samfélagi. Hvaö er hollara en koma út
í íslenska náttúru og teyga fríska fjallaloftið? Ljósmynd: -sig.
gengið mjög vel, það hefur verið
mjög ánægjulegt að vera þarna
enda samskipti við veiðimenn
góð. Flesta daga hef ég töluverð
samskipti við fólk, það hefur ver-
ið gestkvæmt í kofa mínum.
Einveran hefur ekki beinlínis
valdið mér kröm og neyð líkt og
Gretti Ásmundarsyni þá hann
hafðist við í Grettisbæli við vatn-
ið. í Arnarvatni er töluverð sil-
ungsveiði en einnig í Réttarvatni,
þar stunda miðfirskir bændur að-
allega veiðar og gista þá hjá mér í
því sambandi. Bændur unnu
einnig við gerð og endurbætur
Hvort ég hafi stundað klifur?
Jú það hef ég gert en ekki mikið.
Ég hef iðkað dálítið ísklifur með
félögum mínum í Alpaklúbbn-
um. Á vetrum er lögð stund á
ísklifur í fossum sem eru í klaka-
böndum, á sumrum klífa menn
jökulbrúnir og fara jafnvel í
jökulsprungur. Mikilvægt er að
vera vel búinn, hafa meðferðis ís-
axir, kaðla og allskonar festingar,
skrúfur og nagla sem menn festa
við ísvegginn. Maður skyldi ætíð
gæta þess í sambandi við klifur að
hafa þrjá fasta punkta þannig að
einungis annar fóturinn eða
önnur höndin sé laus. Klifur er að
sjálfsögðu nokkuð dýr íþrótt, en
fjallgöngur ekki, þar eru það að-
allega skórnir sem fjárfesta þarf í,
annan útbúnað s.s. klæðnað eiga
menn fyrir.
Sl. haust hóf ég kennslustörf
við Fjölbrautaskólann á Akra-
nesi. Þar settum við nokkrir
kennarar á fót Fjallgöngufélagið
Hamrabeltið og er ég sérlegur
verndari félagsins. Við höfum
farið í nokkrar fjallgöngur, aðal-
lega á Vesturlandi, t.d. á heiðar-
horn og Hvalfell. í byrjun júní
gengum við yfir Miðnesheiði,
milli Keflavíkur og Hvalsness.
Ekki þykir okkur norðlendingum
heiðin sú há en margt bar þó
merkilegt fyrir augu þá við
gengum þar móa og mela.”
Hvað viltu ráðleggja þeim sem
hyggjast leggja stund á ónytju-
labb, eins og fjallgönguíþróttin
var gjarna nefnd fyrrutn?
„Fyrst vil ég fá að svara þessu
með ónytjulabbið, það orð er nú
sannkallað öfugmæli. Gildi fjall-
gangna í íslenskri náttúru fyrir al-
menning eykst eftir því sem fleiri
gerast kyrrsetumenn í æ tækni-
væddara samfélagi. Ég vildi ráð-
leggja mönnum að ganga aldrei
einirumfjöll ogfirnindi, aldreier
að treysta veðri. Þá ættu menn
ætíð að búa sig vel til farar hvað
varðar fæði jafnt sem klæði og
hafa meðferðis áttavita og landa-
kort og ekki síst sjúkrakassa.
Fólk ætti alltaf að láta vita um
ferðir sínar, hvenær farið er,
hvert og hvenær komið til byggða
og láta þá þegar vita af sér.
Ég vil svo að lokum vona að
íslendingar haldi áfram að stunda
fjallgöngur af kappi en með fors-
já, því hvað er hollara en koma út
í íslenska náttúru og teyga fríska
fjallaloftið?”
-já
Þriðjudagur 10. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7