Þjóðviljinn - 10.09.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 10.09.1985, Side 9
VIÐHORF Ákvörðun kennarasamtakanna veikir stöðu launafólks Sigrún Ágústsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, rit- ar grein um úrsögn Kennarasam- bands íslandsúrB.S.R.B.íPj óð- viljann þriðjudaginn 3. septemb- er s.l. í grein sinni, sem ég fagna, beinir hún til mín spurningu, sem mér er ljúft og skylt að svara. Að gefnu tilefni mun ég einnig fara nokkrum orðum um úrsagnarmál kennara og svara röngum fullyrð- ingum, sem færðar hafa verið fram opinberlega til stuðnings málstað úrsagnarmanna. Að ýta út kröfum í samningum Nokkrir forystumanna kenn- ara hafa bent á það opinberlega, að samningsréttur og verkfalls- réttur B.S.R.B. væri takmarkað- ur. Sumir jafnvel haldið því fram að þessi réttur B.S.R.B. væri einskis nýtur. Verkfallsrétturinn er takmarkaður. Það er rétt, en einskis nýtur er hann ekki. Það hefur sannast í þeim tveimur verkföllum, sem B.S.R.B. hefur átt í. í verkfalli B.S.R.B. s.l. haust braut B.S.R.B. með þenn- an takmarkaða samningsrétt á bak aftur svæsnar fyrirætlarnir stjórnvalda um áframhaldandi kjaraskerðingu á yfirstandandi ári. Ekki aðeins til hagsbóta fyrir eigin félagsmenn, heldur alla launamenn í landinu. Þessu mega menn ekki gleyma. Og það er einnig nauðsynlegt fyrir þá, sem telja sterkast að standa einir, að átta sig á því hvers vegna þessi árangur náðist. Það var órofa samstöðu félagsmanna í heildar- samtökunum að þakka. Því er haldið fram, að kröfunni um fullan sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt til aðildarfélaga B.S.R.B. hafi verið „ýtt út af eftir Kristján Thorlacius Égfullyrði að s. I. haust hefði ekki verið skrifað undir samninga eftir 4 vikna verkfall nema því aðeins aðfulltrúar kennara í samninganefnd samþykktu samningsdrögin. Menn mega ekki gleymaþví, aðfulltrúar kennara undirforystuformanns KI, Valgeirs Gestssonar, lýstufullum stuðningi sínum við samkomulagið. samningaborðinu fljótlega í haust”, svo vitnað sé til orða Sig- rúnar Ágústsdóttur. Það rétta er, að þessi krafa komst aldrei upp á samningaborðið. Forystumenn ríkisins og samningamenn neituðu að ræða þessa kröfu. Ástæðan er sú, að það er ekki pólitískur vilji fyrir því innan stjórnarflokkanna að rýmka samningsrétt opinberra starfs- manna í B.S.R.B. Afstaða ríkis- stjórnarinnar kom fram með þeim hætti s.l. haust, að ráðherr- ar lýstu því yfir opinberlega, að réttast væri að taka verkfallsrétt- inn af opinberum starfsmönnum í B.S.R.B. Þetta eru staðreyndirnar um kröfuna um rýmkun samnings- og verkfallsréttar. Það er rangt, að fulltrúar Kennarasambands íslands hafi verið einhverjir sér- stakir baráttumenn um þennan þátt kröfugerðar B.S.R.B. í gegnum tíðina. Um þessa kröfu hefur á seinni árum verið alger samstaða í B.S.R.B. og kennarar ekki skorið sig úr frá öðrum hvað þessa kröfu varðar. Röksemdir, sem beitt hefur veriðgegn verunniíB.S.R.B.,en m.a. að forysta B.S.R.B. hafi ekki sýnt skilning á sérstöðu kennara. Þetta er á algerum mis- skilningi byggt. Forysta B.S.R.B. hefur jafnan sýnt sér- stöðu kennara fullan skilning bæði við gerð kröfugerðar og við samningaborðið. Skýrasta dæmið, um stuðning fulltrúa annarra félaga innan B.S.R.B. við sérmál kennara, er sá árangur sem náðst hefur um styttingu kennsluskyldu grunn- skólakennara. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna. Rétt er að minna á þá staðreynd, að þegar kennarar óskuðu eftir því, að líf- eyrissjóður þeirra yrði sameinað- ur lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins, var það heilshugar stutt af heildarsamtökunum. Ogþá verð- ur að hafa í huga, að lífeyrissjóð- ur kennara var orðinn fjárhags- lega veikburða. Kennararnir þurftu stuðning í lífeyrismálum. Sá stuðningur þótti sjálfsagður. Skýrt dæmi um samstöðu og fé- lagshyggju. Sú stefna hefur jafn- an skilað árangri fyrir launafólk. í launamálum hefur verið lögð megináhersla á það tvennt að tryggja lífvænleg lágmarkslaun og verulega hækkun launa þess fjölmenna hóps opinberra starfs- manna sem flokkast í miðju launastigans. Þar á meðal eru kennarar. Ég fullyrði að s.l. haust hefði ekki verið skrifað undir samninga eftir 4 vikna verkfall nema því aðeins að fulltrúar kennara í samninganefnd samþykktu samningsdrögin. Menn mega ekki gleyma því, að fulltrúar kennara undir forystu formanns KÍ, Valgeirs Gestssonar, lýstu fullum stuðningi sínum við samkomulagið. Þegar sumir af forystumönnum KÍ halda því fram, að ekki hafi verið tekið tillit til kennara í síð- ustu samningsgerð, þá vita þeir, sem nærri þessum málum hafa komið, að slík ummæli eiga ekki við rök að styðjast. Kennarar hafa verið mótandi afl í heildarsamtökum opinberra starfsmanna. Á þá hefur verið hlustað. Þeir hafa náð sínum sérmálum frarn í samningum B.S.R.B. Hin almenna barátta Því verður ekki neitað að mikil og alvarleg hætta er framundan, þegar meirihluti forustumanna kennara og fjölmennur hópur fylgismanna þeirra í kennarastétt snýr við blaðinu. Hverfur frá því að heyja baráttu fyrir bættum lífskjörum fjöldans og snýr inn á braut þröngrar sérhagsmuna- hyggju. Þá verður manni hugsað til þeirra sem ruddu velferðar- þjóðfélaginu braut. í þeim hópi leiðtoga launafólks voru og eru margir kennarar. Á undanförnum áratugum hef- ur íslenskt þjóðfélag verið að þróast í átt til aukinnar samhjálp- ar. Þessi þróun hefur óumdeilan- lega orðið fyrir baráttu verka- lýðshreyfingarinnar. Síðan 1942 hefur B.S.R.B. verið virkur þátttakandi í barátt- unni fyrir bættum lífskjörum al- mennt. Auðvitað hefur jafnframt verið unnið sleitulaust að sérmál- um opinberra starfsmanna. Nú er sú spurning brennandi, hvort þessi þróun á að halda áfram eða snúið verði inn á brautir svokallaðrar frjálshyggju. Einnig í samtökum launafólks. Hverjir verða til sóknar og varnar? í seinni tíð hefur þeim öflum vaxið fiskur um hrygg, sem and- víg eru velferðarþjóðfélaginu. Samhjálparstefnan á orðið í vök að verjast. Framhald á bls. 18 _______MINNING_______ Axel Jónsson fyrrverandi alþingismaður í dag er til grafar borinn Axel Jónsson fyrrverandi alþingismað- ur, er lést 31. ágúst sl. Axel var fæddur í Reykjavík 8. júní 1922. Föður sinn missti hann áður en hann fæddist, en móðir hans, Lára Þórhannesdóttir, vann fyrir sér og syninum unga í vist á ýmsum góðum sveitaheim- ilum, mest í Kjósinni. Lífið lék ekki við unglingana í þá tíð og Axel lærði snemma að vinna hörðum höndum. En þessi ung- lingsár munu líka hafa eflt þrek hans og þolgæði, sem hann þurfti síðar í ríkum mæli á að halda. Axel varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast að konu 1943 Guðrúnu Gísladóttur frá írafelli í Kjós, ástríkan lífsförunaut, sem reyndist honum því traustari, skilningsríkari og betri því meir sem á reyndi þrek þeirra beggja síðasta, langa og erfiða spölinn. Axel átti mörg áhugamál, er hann beitti sér fyrir í lífinu. Hann starfaði mikið í Sjálfstæðis- flokknum, gegndi fyrir hann ótal trúnaðarstörfum jafnt í flokksfé- lögum sem í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogs. Áxel var iöngum á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, átti náið og gott samstarf við Ólaf Thors og var allt frá 1963 varaþingmaður og síðar þingmaður flokksins, lands- kjörinn 1974-78. Þar hlóðust á þennan ósér- hlífna athafnamann ótal forystu- störf í hreyfingum eins og ung- mennafélögunum, Æskulýðs- sambandi íslands og baráttusam- tökum gegn áfengisbölinu. En þótt hann helgaði atorku sína á öllum þessum sviðum af fullum þrótti, þá leitaði þó hugur- inn víðar. Ég held að það hugð- armál hans að efla samstarf og vináttu við íbúa annarra Norður- landa og treysta hin persónulegu vinabönd frændþjóðanna hafi orðið honum æ kærara er á leið. Axel var mikill hamingjumað- ur í hjónabandi sínu, þótt lífið sparaði þeim hjónum ekki sára reynslu sem fleirum. Börn áttu þau þrjú: Jóhanna er þeirra elst, jarð- fræðingur frá Háskóla íslands og nú stærðfræðikennari í Hafnar- firði. Hún var gift Ólafi Rafni, syni okkar hjónanna, sagnfræð- ingi og menntaskólakennara, en hann andaðist 11. júní 1983. Eigum við hjónin þeim Axel og Guðrúnu miklar þakkir að gjalda fyrir hve vel þau reyndust honum í veikindum hans. Þau Jóhanna og Ólafur áttu tvo syni: Gísla Rafn sem nú er í Menntaskóla Kópavogs, en vinnur á sumrin hjá Þórhannesi móðurbróður sín- um við rafeindatækni, og Þor- varð Tjörva, sem nú er 9 ára og var augasteinn afa síns og un- aðsgjafi á síðustu og erfiðustu stundum lífs hans. Þórhannes er giftur Nönnu Ól- afsdóttur, sem er listdansari og ballettmeistari, kennari í þeirri grein lista. Vinnur Þórhannes nú við rafeindatæknina, en nam áður við háskólann í Osló. Eiga þau þrjú börn: Guðrúnu, sem nú er 16 ára, og tvo unga drengi. Gísli var yngstur barna þeirra Guðrúnar og Axels. Hann var orðinn flugmaður 21 árs, er þau misstu hann í flugslysi 1968. Var það áfall þungt. Síðasta ártuginn, er Axel lifði, átti hann við erfiðan sjúkdóm að stríða. Horfðist hann með karl- mennsku í augu við þann ósigr- andi óvin, vissi hvernig fara myndi, en lét ekki bugast, tók þeim örlögum með þolgæði hetju hins daglega lífs. Axel er kvaddur með innileg- ustu þökkum og virðingu. Hjart- anlegar samúðarkveðjur eru sendar Guðrúnu, sem nú hefur misst svo mikið, svo og börnum þeirra og barnabörnum. Megi minningin um mætan mann og dreng góðan gera þeim þungan missi léttbærari. Einar Olgeirsson Kynni okkar Axels Jónssonar voru hvorki löng né mikil og ein- göngu bur.din starfi Norræna fé- Iagsins í Kópavogi síðustu árin, en ég minnist þess með þakklæti og hlýhug, hve vel og ljúfmann- lega hann tók mér, nýjum manni í því starfi, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Mig minnir, að það væri, þegar haldið var norr- ænt vinabæjamót í Kópavogi fyrir nokkrum árum, þar sem báðir komu við sögu. Löngu áður vissi ég, hver hann var, því að Axel hafði þá um tæp- lega aldarfjórðungs skeið verið þjóðkunnur maður vegna stjórnmálaþátttöku sinnar og af- skipta af opinberum málum. Störf hans í almannaþágu kunna aðrir betur að rekja, en árum saman var hann opinber starfs- maður, alþingismaður Reyknes- inga, bæjarfulltrúi í Kópavogi og auk þess kvaddur til ýmissa trúnaðar- og félagsmálastarfa, eins og títt er um þá, sem ekki grafa pund sitt í jörðu og eru reiðubúnir að fórna áhugamálum sínum tíma og kröftum fram yfir brýnustu einkaþarfir. Framhald á bls. 18 Þriðjudagur 10. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.