Þjóðviljinn - 10.09.1985, Síða 13
Noregur
Æsispennandi talning
Stjórn borgaraflokkanna marði meirihluta á Stórþinginu en verður að reiða sig á stuðning
Framfaraflokksins
Káre Willoch forsætisráðherra hélt naumlega velli í kosningum í gær. En hann sér fram á stormasamara stjórnarsamstarf á næstunni en nýliðið kjörtímabil.
Eftir einhverja mest spennandi
kosninganótt um langan tíma
varð það ljóst um miðnættið I gær
að stjórn borgaraflokkanna í
Noregi heldur velli. Þó verður
leikurinn ekki eins auðveldur
fyrir Káre Willoch forsætisráð-
herra því hann verður framvegis
að reiða sig á stuðning tveggja
þingmanna Framfaraflokksins
sem hann hefur hingað til ekki
viljað vita af.
Já, það var mjótt á mununum í
talningunni í gær. í fyrstu virtust
borgaraflokkarnir ætla að merja
sigurinn en um mitt kvöld var
Gro Harlem Brundtland leiðtogi
Verkamannaflokksins orðin for-
sætisráðherra. Þegar búið var að
telja rúmlega þriðjung atkvæða
var flokki hennar spáð 73 þing-
sætum og Sósíalíska vinstri-
flokknum 6 þingsætum þannig að
samanlagt höfðu flokkarnir 79 af
157 þingsætum sem er naumasti
hugsanlegur meirihluti.
En þegar 95% atkvæða höfðu
verið talin voru borgaraflokkarn-
ir komnir með 80 þingsæti, þar af
hafði Framfaraflokkur Carls
Hagen tvo og þar með oddaað-
stöðu á þingi. Hagen lýsti því yfir
að hann myndi verja stjórn Will-
ochs falli ef til þess kæmi á þingi
en áður hafði Willoch lýst því yfir
að hann myndi ekki ganga til
samninga við Hagen um eitt né
neitt.
Samt sem áður verður læknir-
inn Gro Harlem Brundtland að
teljast sigurvegari kosninganna.
Flokkur hennar bætti við sig 5
þingmönnum og hefur nú 71. En
henni tókst ekki að endurheimta
forsætisráðherratignina sem hún
fékk að njóta um átta mánaða
skeið árið 1981 eða þangað til
stjórn hennar féll í kosningum og
stjórn Hægriflokksins undir for-
ystu Káre Willochs tók við.
Willoch háði kosningabaráttu
sína undir því vígorði að hann
hygðist fylgja óbreyttri stefnu.
Þótt sú stefna hefði nærri því
kostað hann meirihlutann á þingi
eru engar líkur á að hann hverfi
frá kosningaloforði sínu. Enda
má hann una glaður við þann ár-
angur í efnahagsmálum sem
norðmenn hafa náð á undanförn-
um árum, hvort sem það er
stjórnvisku Willochs að þakka
eða alþjóðlegum uppsveiflum
eins og sumir halda fram. Er-
lendar skuldir norðmanna eru
engar, þvert á móti eiga þeir stór-
fé á erlendum bönkum.
Viðskipta- og greiðslujöfnuður-
inn hefur verið hagstæður norð-
mönnum svo skiptir miljörðum
dollara.
En hvort hann efnir það loforð
sitt að styrkja heilbrigðisþjónust-
una skal ósagt látið. Það var ein-
mitt sá málflutningur stjórnar-
andstöðunnar að vanrækt stjórn-
arinnar á heilsugæslu og félags-
legu öryggi væri að grafa undan
velferðarkerfinu sem nærri hafði
kostað Willoch embættið. Hann
neyddist til að svara þeim mál-
flutningi með því að heita úrbót-
um á þessum sviðum. Á hinn
bóginn ítrekaði hann nauðsyn
þess að olíugróðinn væri áfram
geymdur á erlendum banka-
reikningum til þess að mæta
mögru árunum.
Varla getur hann treyst á
stuðning Carls Hagen við að efla
félagslegt öryggi í Noregi. Flokk-
ur hans er erkihægrisinnaður og
byggir á alls kyns fordómum og
bábiljum, svo sem hatri á er-
lendum verkamönnum, andúð
gegn byggðastefnu osfrv. Hins
vegar mun Hagen reynast honum
sem fyrr samvinnuþýður á sviði
utanríkis- og öryggismála.
Sósíalíski vinstriflokkurinn
sótti í sig veðrið í þessum kosn-
ingum og bætti við sig 2 þing-
mönnum. Hins vegar datt annar
hugsanlegur stuðningsflokkur
Gro Harlem út af þingi. í fyrsta
skipti í 101 árs sögu Vinstri-
flokksins á hann ekki fulltrúa á
þingi.
Kosningakerfið í Noregi varð
tilefni allmikilla umræðna í kosn-
ingabaráttunni. Það gerir ekki
ráð fyrir uppbótarþingsætum og
útkoman er sú að talsverður
munur er oft á atkvæðastyrk
flokkanna og svo þingstyrk.
Hefði atkvæðahlutfall ráðið
þingstyrknum væri stjórn borgar-
aflokkanna fallin og næsti forsæt-
isráðherra héti Gro Harlem
Brundtland. - ÞH
Refsiaðgerðir
„Of lítiðögof seint“
Botha og Tutu sameinast ífordœmingu refsiaðgerðanna. Andstœðingar aðskilnaðarstefnunnar íBandaríkjunum
bálreiðir út í forsetann
Washington og víðar - Viðbrögð manna
við þeirri ákvörðun Reagans forseta
Bandaríkjanna að beita stjórn hvíta
minnihlutans í Suður-Afríku efnahags-
legum refsiaðgerðum (sjá bls. 19) hafa
verið mjög á einn veg. „Of lítið og of
seint,“ sagði Edward Kennedy öldunga-
deildarþingmaður og það er viðhorf
flestra.
Reagan náði þó að því er virðist helsta
markmiði sínu með þessari ákvörðun sinni:
honum tókst að kljúfa þá sterku og sam-
stæðu fylkingu sem var að því komin að
króa hann af úti í horni. Fyrir öldungadeild
bandaríkjaþings lá nefnilega tillaga um
mun víðtækari refsiaðgerðir og hafði náðst
um hana breið samstaða í báðum þing-
deildum. Allar horfur voru á að tillagan
yrði samþykkt með talsverðum meirihluta í
öldungadeildinni, sennilega í þessari viku.
Nú hefur þeirri tillögu verið frestað.
Baráttumenn fyrir refsiaðgerðum í
Bandaríkjunum, jafnt utan þings sem
innan, voru „bálreiðir“ í gær svo notað sé
orðalag fréttamanns Reuters. „Enn einu
sinni hefur Reagan stigið fram fyrir skjöldu
til varnar suður-afrísku stjórninni," sagði
einn af baráttumönnum utan þings og for-
seti fulltrúadeildar þingsins, Tip O’Neill,
sagði að aðgerðir forsetans væru „fullar af
götum“.
Meðal bankamanna í New York var það
ríkjandi skoðun að aðgerðir Reagans hefðu
lítil sem engin áhrif á efnahagslíf Suður-
Afríku og harla lítil á starfsemi bandarískra
og annarra erlendra fyrirtækja í landinu.
Eitt tókst forsetanum þó og má það heita
afrek út af fyrir sig. Honum tók að sameina
Botha forseta Suður-Afríku og Desmond
Tutu biskup í fordæmingu á refsiaðgerðun-
um - að vísu á andstæðum forsendum. Bot-
ha sagði að refsiaðgerðirnar bæri að harma
og að með þeim hefði bandaríska stjórnin
takmarkað möguleika sína á að hafa áhrif á
þróun mála í landinu. Tutu taldi hins vegar
að stjórnvöld hefðu alla ástæðu til að gleðj-
ast. Um Reagan sagði biskupinn: „Hann
gefur ekki baun fyrir blökkumenn í Suður-
Afríku. Þess vegna kallaði ég hann hálf-
gerðan kynþáttahatara. Nú held ég að mér
sé óhætt að kalla hann hreinan og kláran
kynþáttahatara." Og hann bætti því við að
Reagan virtist mest umhugað um að „verja
þá sem halda uppi siðlausustu kynþátta-
stefnu sem um getur. Þegar maður ber þetta
saman við áhuga hans á að velta ríkisstjórn-
inni í Nicaragua úr sessi verður mótsögnin
augljós.“
Utanríkisráðherrar EBE-ríkjanna eru nú
að koma saman til fundar í Luxemborg sem
hefst á morgun en þar verður ma. rætt um
hugsanlegar refsiaðgerðir bandalagsins
gegn Suður-Afríku. Geoffrey Howe, utan-
ríkisráðherra Bretlands, var mættur í gær
og sagði að hann sæi enga ástæðu til stefnu-
breytingar gagnvart Suður-Afríku en
breska stjórnin hefur beitt sér gegn sameig-
inlegum refsiaðgerðum bandalagsins.
Sama máli gegnir um vestur-þýsku stjórn-
ina en að sögn heimildarmanna í Luxem-
borg í gær var ekki talið útilokað að ákvörð-
un Reagans hefði dregið úr andstöðu henn-
ar. Frakkar hafa þegar hert refsiaðgerðir
sínar og ma. bannað allar fjárfestingar í
Suður-Afríku. Danir ætla að ræða um sam-
eiginlegar aðgerðir Norðurlanda ef EBE
guggnar og írski utanríkisráðherrann hefur
sótt það mjög fast að gripið verði til að-
gerða.
Eina stjórnin sem lýsti yfir stuðningi við
ákvörðun Reagans í gær var sú kanadíska
en utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark,
sagði að aðgerðir hans væru mjög áþekkar
þeim sem Kanada greip til í júlímánuði sl.
Þriðjudagur 10. september 1985 ÞJÓÐVILJII^ — SÍÐA 17