Þjóðviljinn - 10.09.1985, Side 14
Sýsluskrifstofan
á Húsavík
Tilboð óskast í aö gera undirstöður og gólfplötu sýsluskrif-
stofu og lögreglustöðvar á Húsavík.
Grunnflötur hússins er um 460 m2.
Verkinu skal að fullu lokið 20. jan. 1986.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavík og á sýsluskrifstofunni á Húsavík gegn 3000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudag-
inn 24. september kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Útboð
Tilboð óskast í smíði 70 stólpa fyrir umferðarljós fyrir gatna-
málastjórann í Reykjavík, umferðardeild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. sept-
ember nk. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
KRI
||| Utboð
Tilboð óskast í fullnaðarfrágang á 4. hæð B-álmu Borgarspítalans
þ.e. smíði og uppsetningu veggja, hurða, lofts og handriða, ásamt
málun og dúkalögn og fl. |
Allt innanhúss svo og raflagnir, hreinlætis- og gaslagnir og loftræsti-
lagnir.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík
gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. okt. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 Simi 25800
Lausar stöður
við sjúkrahúsið á Egilsstöðum
Leiðbeinandi við föndur/handavinnu, 1/2 staða frá 15.
okt. nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
97-1631/1400.
Sjúkraþjálfari, 1/i staöa. Mótandi starf, ný aðstaða
tekin í notkun bráðlega. Upplýsingar gefur Gunn-
steinn Stefánsson yfirlæknir í síma 97-1400.
Skrifstofumaður/launafulltrúi 1/i staða. Bókhalds-
þekking nauðsynleg. Uppl. gefnar í síma 97-1386.
Garðarbær -
^ fjármálastjóri
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir laust til umsðknar
starf fjármálastjóra hjá bæjarsjóði Garðabæjar.
Starfssvið: Að annast daglega stjórnun gjaldheimtu
Garðabæjar ásamt stjórnun á inn- og útstreymi bæjar-
sjóðs. Ennfremur ýmis konar áætlanagerð. Æskilegt
er að viðkomandi sé viðskiptafræðingur eða með
reynslu á sviði fjármálastjórnar.
Nánari upplýsingar um starfið og ráðningarkjör veitir
bæjarritarinn í Garðabæ í síma 42311. Umsóknir er
tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar
undirrituðum fyrir 17. september nk.
Bæjarstjórinn í Garðabæ.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Axel Jónsson
fyrrverandi alþingismaður
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 10.
september kl. 15.00.
Guðrún Gísladóttir
Jóhanna Axelsdóttir
Þórhannes Axeisson Nanna Ólafsdóttir
og barnabörn
VIÐHORF
Framhald af bls. 13
Að mínum dómi ber sam-
tökum launafólks að snúast til
varnar, þegar ráðist er að þýðing-
armiklum þáttum samhjálpar-
þjóðfélagsins. Flin almenna
kjarabarátta er hér grundvallar-
atriði. Það setur að mörgum ugg
við þá tilhugsun, að samtök
launafólks leggi e.t.v. niður þessa
grundvallarbaráttu. Flver starfs-
stétt, hver hópur fari sína leið og
einskorði félagslegt starf sitt við
sérmál sín.
Þarf Kennara
sambandið
stuðning B. S. R. B. ?
Auðvitað eiga félagsmenn í
Kennarasambandi íslands að
ráða því, hvort þeir eru áfram í
B.S.R.B. eða ganga úr heildar-
samtökunum. Stjórn B.S.R.B.
hefur aldrei haldið öðru fram. Af
sömu ástæðu hefur bandalags-
stjórnin ekki viljað blanda sér í
umræðu um þetta mál, nema að
einu leyti. Við teljum okkur skylt
að sjá til þess að lög B.S.R.B. séu
í heiðri höfð.
Um allsherjaratkvæðagreiðslu
KÍ, sem fram fór 2. og 3. maí s.l.
um úrsagnartillögu úr heildar-
samtökunum, gilda lög B.S.R.B.
í 7. gr. þeirra laga segir, að þurfi
a.m.k. % greiddra atkvæða til
þess að úrsögn teljist samþykkt. í
atkvæðagreiðslunni náðist þessi
hlutfallstala ekki. Til þess að
auðvelda Kennarasambandinu
meðferð þessa máls fór stjórn
B.S.R.B. þess á leit að atkvæða-
greiðslan yrði endurtekin. Þeirri
ósk hefur tvívegis verið synjað af
stjórn Kennarasambandsins.
Formaður Kennarasambandsins
hefur lýst því yfir, að fámennur
hópur kennara sé andvígur
ákvörðun stjórnar K.í. Því er það
lítt skiljanlegt, að hann og aðrir
útgöngumenn vilji ekki fá ótví-
ræða niðurstöðu í þessu máli með
nýrri atkvæðagreiðslu.
Það eitt vakir fyrir stjórn
B.S.R.B. að gera þá skyldu sína
við alla félagsmenn að úrskurða
um framkvæmd laga B.S.R.B.
Annað gæti valdið skaðabóta-
skyldu samtakanna, ef einstak-
lingar leituðu til dómstóla með
fjárhagsmál, sem tengjast úrsögn
KÍ úr bandalaginu.
Sigrún Ágústsdóttir spyr hvort
ég sem formaður B.S.R.B. muni
beita mér fyrir því að Kennara-
sambandið njóti stuðnings sam-
takanna, þegar KÍ stendur utan
heildarsamtakanna og óskar eftir
samningsrétti. Svar mitt er þetta:
Kennarasamband íslands á sjálfs
sín vegna að taka lögmæta
ákvörðun um úrsagnartillögu úr
heildarsamtökunum.
Ég veit, að skoðanir okkar Sig-
rúnar Ágústsdóttur um nauðsyn
stéttarlegrar samstöðu fara sam-
an. Þrátt fyrir ágreining um lög-
mæti ákvörðunar meirihluta for-
ustumanna KÍ um að hverfa úr
B.S.R.B. mun ekki standa á mín-
um stuðningi við kennarastéttina
hér eftir sem hingað til.
Kristján Thorlacius er formaður
BSRB
MINNING
Framhald af bls. 13
Þegar fyrrnefnt vinabæjamót
var haldið, varð ég þess fljótt var,
að Axel Jónsson hafði mikinn
áhuga á samstarfi vinabæjanna
og var öllum hnútum kunnugur,
enda hafði hann öðlast reynslu af
bæjarmálum og lagt Norræna fé-
laginu lið í starfi þess. Hann var
vel kynntur og virtur af fulltrúum
hinna vinabæjanna, sem hann
þekkti marga hverja vegna sam-
starfs og fyrri kynna. í Kópavogi
hefur vinabæjasamstarfið lengst
af verið tekið alvarlega og rækt
samkvæmt því, og um það hefur
verið góð samvinna milli bæjar-
yfirvaldanna og Norræna félags-
ins. Á því hygg ég, að sé einföld
skýring.
Kópavogur er ungur bær og
félagsdeild Norræna félagsins þar
ennþá yngri. Samvinna bæjar og
félags hefur vafalaust fljótt orðið
nánari en ella vegna þess, að í
áratug var Hjálmar heitinn Ólafs-
son bæjarstjóri í Kópavogi, en
jafnframt var hann sá maður,
sem af hvað mestum krafti beitti
sér fyrir stofnun Norræna félags-
ins þar á sínum tíma, var löngum
lífið og sálin í starfi þess og for-
maður þess og Norræna félagsins
á íslandi, þegar hann lést fyrir
rúmu ári, en formaður Kópa-
vogsdeildarinnar hafði hann þá
verið lengst af. Hjálmar gat því
um skeið beitt sér tvíefldur fyrir
framgangi norrænnar samvinnu,
sem var honum hjartans mál, en
naut þar líka fulltingis margra
góðra manna og kvenna, sem
lögðu sitt af mörkum. f þeim hópi
var Axel Jónsson.
Þó að þeir væru ekki pólitískir
samherjar, að minnsta kosti ekki
nema í sumum málum, var með
þeim góð vinátta, og kunnugir
hafa sagt mér, að þeir hafi átt
auðvelt með samstarf og einatt
lagst á eitt, og segir sig sjálft, að
þeir hafa þá haft styrk hvor af
öðrum og munað um sameigin-
legt átak þeirra í þeim málum,
sem þeir börðust fyrir. Vinátta og
vaxandi samstarf Norðurlanda á
sem flestum sviðum var áhuga-
mál beggja eins og þeir sýndu í
verki, svo sjálfsagður hlutur, að
hvorugur hefði nennt að standa í
karpi við þá geðstirðu úrtölu-
menn, sem stundum reyna að
gera lítið úr norrænni samvinnu
og þeirri hugsjón, sem hún er
reist á. Hvergi sást þetta betur en
í vinabæjasamstarfinu, sem gert
er ráð fyrir, að norrænu félögin
og viðkomandi bæjaryfirvöld hafi
samvinnu um að efla og halda
uppi. Ég hygg, að Axel Jónsson
hafi átt drjúgan þátt í því, hve vel
hefur tekist til í Kópavogi í þessu
efni, enda lét hann ekki sitja við
orðin tóm, en var jafnan reiðubú-
inn að leggja nokkuð á sig fyrir
hugsjón sína.
Oft hljóp hann undir bagga,
þegar þörf var einhvers konar
fyrirgreiðslu. Nú í sumar þurfti
Norræna félagið í Kópavogi til
dæmis að skjóta skjólshúsi yfir
sænska gesti, sem hér voru á ferð.
Axel og kona hans, Guðrún
Gísladóttir, dvöldust að mestu
utanbæjar um það leyti, en töldu
sjálfsagt að fá gestunum íbúð sína
til umráða, meðan þeir þurftu á
að halda, og mun það ekki hafa
verið í fyrsta sinn, sem þau hjón
brugðust með svo myndarlegum
hætti við svipuðum óskum. En
Axel Jónssyni var ljóst, að vina-
bæjasamstarf á að geta komið að
gagni jafnt í blíðu og stríðu; það
má nota til stuðnings réttum mál-
stað þegar snúa þarf vörn í sókn
og ætlast má til gagnkvæmst
stuðnings og sanngirni og láta á
það reyna, hvað vináttan þolir.
Það sýndi Axel fyrri þrettán
árum, þegar við íslendingar átt-
um hendur okkar að verja vegna
útfærslu landhelginnar og að
okkur var sótt með ofbeldi og
rangfærslum. Þá gerði hann sér
ótilkvaddur ferð á eigin kostnað
til fjögurra vinabæja Kópavogs,
Óðinsvéa, Þrándheims, Norr-
köping og Tampere og kynnti
málstað íslendinga og hélt fram
rétti okkar. Á þremur af þessúm
stöðum var sonur hans með í för-
inni, sem vitaskuld var til þess
gerð að andæfa, eftir því sem ein-
um manni var fært, því áróð-
ursmoldviðri, sem upp var þyrlað
til þess að skaða íslenska
hagsmuni. Það er bæði rétt og
skylt að muna og virða slík dæmi
um mannslund og dugnað ein-
staklings í þjóðarþágu.
Axel Jónsson var heiðursfélagi
Norræna félagsins í Kópavogi,
sem nú kveður hann með þökk og
virðingu fyrir vel unnin störf.
Hann sat þar ekki í stjórn, svo að
ég minnist, en var löngum endur-
skoðandi þess, fulltrúi þess á
sambandsþingum og jafnan boð-
inn og búinn að leggja því marg-
víslegt lið með ljúfu geði, eins og
heiðursfélagakjör hans er til vitn-
is um. Slíkra er gott að minnast.
í átján ár átti Axel við heilsu-
brest að stríða, en einmitt á þeim
átján árum vann hann mörg þau
störf, sem lengst verður minnst,
og dró ekki af sér. Hann lét ekki
meira á því bera en hjá varð kom-
ist, að hann gengi ekki heill til
skógar, og þann tíma, sem ég
þekkti hann, var hann hress í máli
og hýr í lund. Hann og kona hans
áttu sumarbústað uppi í Kjós og
voru bundin þeirri sveit sterkum
böndum. Það er gott til þess að
hugsa, að þar skyldi Axel
Jónssyni auðnast að lifa sitt síð-
asta sumar, sem verið hefur svo
blátt og bjart þar um slóðir, að
lengi verður minnst.
Fyrir hönd Norræna félagsins í
Kópavogi sendi ég ekkju hans,
börnum og öðrum skyldmennum
samúðarkveðjur. Því félagi unni
hann og þó mest þeirri hugsjón,
sem það var stofnað til þess að
efla. Sjálfur gaf hann um það gott
fordæmi, hvernig það er unnt.
Hjörtur Pálsson
Axel Jónsson
Fœddur 8. júní 1922 - Dáinn 31. ágúst 1985
Kveðja frá Bæjarstjórn Kópavogs
í dag, þriðjudaginn 10. sept-
ember, verður jarðsettur frá
Kópavogskirkju heiðursmaður-
inn Axel Jónsson fyrrverandi al-
þingismaður og bæjarfulltrúi í
Kópavogi.
Áxel Jónsson lést þ. 31. ágúst
s.l. aðeins 63 ára að aldri.
Ungur að árum fór hann að
hafa afskipti af félagsmálum, en
árið 1962 var Axel kosinn í bæjar-
stjórn Kópavogs og gegndi því
starfi fram á mitt ár 1982, en gaf
þá ekki kost á sér til endurkjörs.
Hann sat í bæjarráði Kópavogs á
árunum 1962 til 1971 og síðan
1978-1979. Axel Jónsson sat í
ýmsum ráðum og nefndum á veg-
um bæjarfélagsins og var m.a.
forseti bæjarstjórnar Kópavogs
um skeið.
Árið 1963 tók Axel sæti á Al-
þingi og gegndi þingmannsstörf-
um til ársins 1978.
Axel Jónsson fylgdist ætíð
grannt með því sem var að gerast
og varðaði Kópavog. Hann lét
sér hag Kópavogskaupstaðar
ávalt miklu varða og nutu bæjar-
búar velvilja hans fram á hans
hinsta dag, þó ekki færi slíkt alltaf
hátt.
Að leiðarlokum vill bæjar-
stjórn Kópavogs þakka honum
fyrir óeigingjarnt framlag, bæjar-
félaginu til handa, jafnframt því
sem eftirlifandi eiginkonu hans,
Guðrúnu Gísladóttur, börnum
og barnabörnum eru sendar inni-
Iegar samúðarkveðjur.
Ragnar Snorri Magnússon
forseti bæjarstjórnar Kópavogs
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. september 1985