Þjóðviljinn - 10.09.1985, Page 15

Þjóðviljinn - 10.09.1985, Page 15
HEIMURINN Suður-Afríka Reagan sveiflar vendinum Washington, Jóhannesarborg og víðar - Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Bannið nær ma. til tölvubúnaðar sem lög- regla og öryggissveitir í Suður-Afríku hafa notað og einnig bannaði forsetinn allan útflutning á tækniþekkingu á sviði kjarnorku. Þessu til viðbótar lokaði Reag- an fyrir öll lán til stjórnarinnar í Pretoríu og hann sagðist myndu ráðgast við bandamenn Banda- ríkjanna um hugsanlegt bann á innflutningi á svonefndum Krug- errands sem eru suðurafrískir gullpeningar. Þessar ráðstafanir Reagans komu nokkuð á óvart því forset- inn hefur hingað til fylgt svo- nefndri fortölustefnu sem felst í því að halda uppi samskiptum við hvíta minnihlutann í Suður- Afríku og freista þess að tala hann ofan af kynþáttastefnu sinni. Báðar deildir bandaríska þingsins hafa samþykkt þingsá- 'lyktanir um refsiaðgerðir en Re- agan hefur fram til þessa haft þær að engu. Telja margir að hann hafi gripið til þessara ráðstafana til þess að setja þá út af laginu sem gagnrýnt hafa fortölustefnu hans. Er til þess tekið að aðgerðir forsetans ganga öllu skemur en þær refsiaðgerðir sem þingið hef- ur lagt til. Þegar það kvisaðist að Reagan hefði í hyggju að beita Suður- Afríku refsiaðgerðum réðust Reagan forseti - margir telja refsiað- gerðir hans einungis mótleik gegn prýstingi frá þinginu. suðurafrískir fjölmiðlar harka- lega gegn Bandaríkjunum og að- stoðarutanríkisráðherra lands- Thailand Misheppnuð valdaránsGlraun Bangkok - í gærmorgun við dögun var gerð tilraun til valdaráns í Thailandi. Eftir tíu klukkustundir gáfust valda- ræningjarnir upp eftir að stjórn landsins setti þeim þá úrslita- kosti að annað hvort gæfust þeir upp eða yrðu vegnir. Þeir sem stóðu fyrir valdaráns- tilrauninni voru tveir bræður, annar þeirra var rekinn úr hern- um eftir ámóta tilraun fyrir fjór- um árum en hinn er flugsveitar- foringi. Aðeins 500 hermenn tóku þátt í uppreisninni en þeir réðu yfir 22 skriðdrekum. Fjórir létust í átökunum sem urðu, þar af tveir fréttamenn frá banda- rísku sjónvarpsstöðinni NBC, og 59 særðust. Átökin stóðu í tíu tíma en náðu aldrei nema til helstu stjórnar- bygginga og nærliggjandi gatna. Ekki kom til átaka utan höfuð- borgarinnar og fæstir landsmenn urðu varir við átökin. Þegar upp- reisnin hófst voru bæði forsætis- ráðherra landsins og yfirmaður heraflans á ferðalagi erlendis en þeir sneru heim um leið og þeir fréttu af valdaránstilrauninni. Hún var hins vegar um garð gengin þegar þeir komu heim. ins, Louis Nel, sagði að refsiað- gerðirnar gætu leitt fátækt, eymd, hungur og jafnvel dauða „yfir fjölda saklausra afríkubúa". í ályktun sem samþykkt var í lok fundar utanríkisráðherra ríkja utan hernaðarbandalaga í Luanda í Angóla voru viðskipta- lönd Suður-Afríku hvött til að grípa til refsiaðgerða svo koma mætti á meirihlutavöldum blökkumanna þar í landi án mikilla blóðsúthellinga. Á meðan halda óeirðirnar áfram í Suður-Afríku og í fyrri- nótt létust amk. tveir. Til átaka kom í mörgum hverfum blökku- manna víðs vegar um landið. Heimildir úr röðum andstöð- unnar sögðu að lögregla hefði ráðist inn á heimili og skrifstofur stjórnarandstæðinga í Höfða- borg, Jóhannesarborg og Piet- ermaritzburg. í það minnsta tveir forystumenn samtaka hvítra manna sem berjast gegn her- skyldu voru handteknir. Hins vegar var sonur Desmond Tutu biskups látinn laus í gær eftir tveggja vikna frelsissviptingu. Sjá frétt um viðbrögð á bls. 17. Baskar sprengja Madrid - Samtök aðskilnaðar- sinna í Baskalandi lýstu í gær á hendur sér ábyrgð á sprengju- tilræði sem gert var í Madrid í gærmorgun en í því slösuðust 16 þjóðvarðliðar og tveir veg- farendur. Sprengjan sem sprakk var í bfl sem lagt hafði verið í götu sem hýsir mörg sendiráð. Þjóðvarð- liðarnir voru á leið til sovéska sendiráðsins þar sem þeir áttu að standa vörð. Sprengjan var sprengd með fjarstýringu en til- ræðismennirnir voru skammt undan og kom til skotbardaga milli þeirra og þjóðvarðliða áður en tilræðismennirnir komust undan í leigubfl sem þeir rændu. Samtökin ETA - föðurland og frelsi baska hafa tekið ábyrgð á morðum á 28 manns það sem af er þessu ári og er þetta í fjórða sinn sem þeir ráðast til atlögu í höfuðborg Spánar. Áður hafa þeir myrt forstjóra seðlabanka landsins og tvo herforingja. Sam- tökin berjast fyrir sjálfsákvörð- unarrétti Baskalands og að ör- yggissveitir á vegum spænska ríkisins verði á brott frá Baska- landi. Bretland Miðjubandalagið vill öðlast áhrif ^ HúsnæÖisslofnun ríklsins BREYTTUR EIIMDAGI UMSOKNA UM LÁIM TIL BYGGIIMGAFRAMKVÆMDA Á ÁRIIMU 1986. Torquay - Um helgina var hald- Inn landsfundur bandalags frjálslyndra og sósíaldemó- krata á Bretlandi. Þar kom fram eindreginn vilji bandalagsins til að komast til áhrifa í stjórn landsins eftir næstu kosning- ar. Hins vegar er ýmsum spurningum ósvarað. Það sem kjósendur eru eflaust spenntastir að vita er á hvorn veg- inn flokkurinn muni halla sér ef hann lendir í oddaaðstöðu á þingi. Þótt bandalaginu hafi gengið vel í skoðanakönnunum að undanförnu þar sem það hefur verið með uþb. 30% atkvæða eru fáir trúaðir á að því takist að ná hreinum meirihluta á þingi. Gömlu flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn, hafa báðir hafnað þeim möguleika að mynda samsteypustjórn ef eng- inn flokkur fær hreinan meiri- hluta. Hvorki David Steel, leið- togi frjálslyndra, né David Owen, leiðtogi sósíaldemókrata, vildu á flokksþinginu taka af skarið um það í hvora áttina bandalag þéirra myndi leita ef til þess kæmi. Margir eru þeirrar skoðunar að bandalagið muni taka tilboði þess flokks sem býð- ur meiri áhrif á stjórn landsins en þess ber að gæta að margir stofn- endur flokks sósíaldemókrata gengu úr Verkamannaflokknum á sínum tíma og yrðu eflaust lítt hrifnir af samkrulli við íhaldið. Það kom heldur ekki fram á þinginu hvor þeirra Steel og Owen yrði forsætisráðherraefni bandalagsins við hugsanlega stjórnarmyndun. Þeir viku sér undan að svara því með því að segja að sá flokkanna sem vinnur fleiri þingsæti muni leggja til for- sætisráðherrann. Þetta er túlkað á þann veg að ekki séu uppi í bandalaginu nein áform um að sameina flokkana eða kjósa þeim sameiginlega for- ystu, í það minnsta ekki fyrr en eftir næstu kosningar sem verða ekki seinna en árið 1988. Petta líka... ... Fjórtán sjálfboðaliðar sem börðust gegn skogareldum í norðanverðu Pórtúgai létust í eldinum í fyrrinótt. Skogareld- ar hafa eyðilagt verðmætt skóglendi í Portúgal í sumar sem og í öðrum löndum um sunnanverða Evrópu... ... 30 þúsund rúmenar söfn- uðust saman til að hlýða á bandaríska predikarann Billy Graham þegar hann messaði í grísk-kaþólsku klaustri í norð- austurhluta Rúmeníu i fyrra- dag. Graham er á ferðlagi í Rúmeníu þessa dagana en hann lýsti því yfir við komuna til landsins á föstudaginn var að hann hygðist á engan hátt blanda sér í stjórnmál... REliTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Þriðjudagur 10. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 . NOVEf * VERÐUR EINDAGI FRAMVEGIS í STAÐ 1. FEBRÚAR. Þess vegna purfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986 aö berast eigi síðar en 1. nóvember nk. Lán þau sem um ræðir eru þessi: - Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum. - Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða. - Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis. - Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði. - Til tækninýjunga í byggingariðnaði. Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í byggingariðnaði, sem vilja legg'a inn bráðabirgðaumsóknir vegna væntanlegra kaupenda. Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá stofnuninni, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega, ella verða þær felldar úr gildi. Reykjavík, 4. sept. 1984 HúsnæÖisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.