Þjóðviljinn - 01.10.1985, Síða 15
HEIMURINN
Bretland
Yfir 200 handteknir í óeirðum
Óeirðir í Brixton-hverfinu í London um helgina eru á ábyrgð Thatcher-stjórnarinnar
Miklar óeirðir brutust út um
helgina í hverfinu Brixton í
London. Tíðindamaður Þjóð-
viljans á Englandi, ívar Jóns-
son, sendi eftirfarandi pistil
um rósturnar í gær:
Óeirðirnar í Brixton-hverfinu í
London héldu enn áfram á
sunnudagskvöldið. Yfir 40
manns voru handteknir í átökum
lögreglu og íbúa eftir að fólk
hafði safnast saman úti fyrir lög-
reglustöðinni og grýtt hana með
múrsteinum, flöskum og öðru til-
fallandi.
Sunnudagurinn hafði verið
áfallalaus eftir óeirðirnar á
laugardaginn sem voru þær
mestu síðan 1981 í Brixton-
hverfinu, en íbúar þess eru að
mestu leyti blökkumenn og inn-
flytjendur. Óeirðirnar á laugar-
daginn hófust um kl. 17.15 þegar
um 50 íbúar hverfisins efndu til
mótmæla vegna skotárásar lög-
reglu á blökkukonuna Cherry
Groce. íbúarnir töldu hana hafa
látist af skotsárum.
Mótmælin voru í fyrstu frið-
samleg, en eftir að lögreglan hafi
látið til skararskríðaumkl. 18.15
og dreifði mótmælendum inn í
nærliggjandi götur flykktust íbú-
arnir úti á göturnar og óeirðirnar
blossuðu upp. Bensínsprengjum
og grjóti var varpað að lögreglu-
sveitum, brynjuðum skjöldum og
bareflum, kveikt var í 50 bflum í
hverfinu, ráðist á fjölda verslana
og kveikt í tveimur húsum.
Um níuleytið var mesta púðrið
úr óeirðunum, en þá hóf lögregl-
an handtökur. Með hjálp liðs-
auka voru 159 handteknir og göt-
ÍVAR 4 \
JÓNSSON pH
ur tæmdust. Upp úr miðnætti
þyrptust íbúar að nýju út á göt-
urnar, einkum yngra fólk, en á
aðfararnótt sunnudags kom ein-
ungis til minniháttar átaka.
Að sögn lögreglu varð Cherry
Groce fyrir einu skoti sem fór í
gegnum öxl hennar og skaddaði
hrygginn. Talið er að hún muni
vera lömuð til frambúðar. At-
burður þessi gerðist þegar hópur
vopnaðra lögreglumanna réðust
inn á heimili Groce í leit að nítján
ára syni hennar, Michael. Cherry
Groce veitti lögreglunni mót-
spyrnu. Michael er talinn hafa
mikilvægar upplýsingar um inn-
brot sem framið var í septemb-
ermánuði. Hann hafði verið í fel-
um í langan tíma en hefur nú gef-
ið sig fram.
Óeirðirnar í Brixton nú um
helgina sýna glöggt þá ólgu sem
ríkir á Bretlandi í kjölfar öfga-
stefnu nýfrjálshyggju Margaret
Thatcher og borgarastéttarinnar.
Gífurlegt atvinnuleysi, yfir 13%,
og árásir ríkisstjórnarinnar á vel-
ferðarkerfið hafa einkum komið
niður á lágstéttarfólki og innflytj-
endum á sama tíma og stefna
stjórnarinnar hefur verið að
lækka beina skatta hinna ríku.
Ástandið er orðið svo alvarlegt
að jafnvel borgarastéttin er
klofin í afstöðu sinnar til stefnu
Thatchers. í hennar eigin flokki,
íhaldsflokknum, hafa hægfara
íhaldsþingmenn myndað með sér
samtök gegn Thatcher. Fyrrver-
andi forsætisráðherra, Edward
Heath, er þar fremstur í flokki.
Við þennan pistil ívars má
bæta því að lögreglan handtók 48
manns á sunnudaginn og hafa því
alls 220 manns verið teknir fastur
í óeirðunum í Brixton. Nærri 60
hlut meiðsli, tveim konum var
nauðgað, fjögur hús og 99 bflar
skemmdust af eldi og brotist var
inn í 80 verslanir og íbúðir.
Skemmdir eru metnar á tugi milj-
óna króna.
-ÞH/reuter
Sprengjutilræðið gegn skipi
Grænfriðunga, „Rainbow Warri-
or“ í höfninni í Auckland, sem olli
því að skipið sökk og maður úr
áhöfninni beið bana, er nú orðið
að einni helstu framhaldssögu
sumarsins og. haustsins, og eru
engin sögulok fyrirsjáanleg enn,
- a.m.k. er nú þegar Ijóst að af-
leiðingar málsins eiga eftir að
verða mjög alvarlegar fyrir
frönsku stjórnina og jafnvel
Mitterrand forseta sjálfan.
Frönsk stjórnmálahneyksli eru
gjarnan í „tveimur þáttum“, eins
og áður hefur verið bent á: fyrst
kemur upp orðrómur um ein-
hvers konar misbeitingu valds,
gjarnan í sambandi við öryggis-
mál landsins, en síðan setja
stjórnvöld allt af stað til að fela
málið og þagga það niður, neita
öllu sem hægt er að neita og
flækja sig þannig í net hálfsann-
urkennt hefði verið. Þá breyttu
frönsk stjórnvöld alveg um
stefnu: í stað þess að reyna enn að
klóra í bakkann var Charles
Hernu varnarmálaráðherra
látinn segja af sér og Pierre Lac-
oste, yfirmaður leyniþjónustunn-
ar, hreinlega rekinn, og í kjölfar
þess viðurkenndi Laurent Fabius
forsætisráðherra, að starfsmenn
frönsku leyniþjónustunnar hefðu
framkvæmt sprengjutilræðið
„samkvæmt skipun“, þótt ekki
væri nánar frá því sagt hver hefði
gefið þessa skipun. Gekk Fabius
jafnvel svo langt að lýsa því yfir
við Nýsjálendinga að hann harm-
aði þessa atburði mjög. Rétt er
að leggja áherslu á, að með þessu
sýna frönsk stjórnvöld mikinn
frumleika og hugrekki, því að
hingað til hafa þau aldrei „viður-
kennt“ neitt og aldrei tekið á sig
pólitíska ábyrgð á bellibrögðum,
glópsku: hvernig gat þeim yfir-
leitt dottið í hug að hægt væri að
framkvæma þetta sprengjutilræði
í Auckland án þess að böndin
bærust beint að Frökkum sjálf-
um, hvort sem tilræðismenn
slyppu eða ekki; málið yrði
Grænfriðungum til framdráttar
og skaðaði álit manna á Frökkum
og franska hagsmuni miklu meira
en „Rainbow Warrior" gæti
nokkurn tíma gert meðan það
fengi að fljóta á yfirborði sjávar.
Auk þess verður málið vatn á
myllu þeirra mörgu, sem halda
því fram, að kjarnorkubrölt af
því tagi sem Frakkar stunda í
Kyrrahafsnýlendum sínum hafi
jafnan í för með sér alls kyns
undirferli og bellibrögð leyni-
þjónustu-stofnana, sem skirrist
einskis þegar kjarnorkumál eru
annars vegar og hegði sér af
undarlegu dómgreindarleysi:
ráðum. Sprengjutilræðið gegn
„Rainbow Warrior“ varð því
ekkert stórmál í Frakklandi í
byrjun: ýmsir menn í stjórnar-
andstöðunni lýstu því jafnvel yfir
opinberlega - og enn fleiri hugs-
uðu slíkt hið sama í lágum hljóð-
um - að það hefði verið sjálfsagt
og eðlilegt að koma í veg fyrir
mótmælaaðgerðir Grænfriðunga
í eitt skipti fyrir öll. Slíkar skoð-
anir virtust hafa talsverðan
hljómgrunn í landinu, og þeir
vinstri menn, sem gátu ekki fallist
á sprengjutilræði gegn friðarsinn-
um, létu lítið á sér bera. Sam-
kvæmt stjórnarandstæðingum
voru afglöp frönsku leyniþjón-
ustunnar, og þeirra stjórnvalda,
sem báru pólitíska ábyrgð á gerð-
um hennar, þau ein að klaufska
málinu svo mjög að allt komst
upp.
Svo virðist að þessir menn hafi
Iandi hvað kunni að gerast eftir
kosningarnar að vori: talið er lík-
legt að þá muni sósíalistar missa
meirihlutann á franska þinginu,
en hins vegar nær kjörtímabil
Mitterrands til ársins 1988. Hann
hefur sjálfur lýst því yfir, að hann
hyggist sitja í forsetastóli til enda
þess. Meðal stjórnarandstöð-
unnar hefur ríkt nokkur ágrein-
ingur um stefnuna eftir hugsan-
legan sigur hennar: ýmsir helstu
leiðtogarnir eins og Jacques Chir-
ac, leiðtogi Gaullista, og Giscard
d’Estaing, fyrrverandi forseti,
hafa lýst því yfir - sennilega til að
draga úr ótta manna við alvarlega
stjórnarkreppu - að þeir væru
reiðubúnir að mynda ríkisstjórn
þótt Mitterrand væri áfram fors-
eti. Raymond Barre hefur hins
vegar lýst því yfir að sigri stjórn-
arandstaðan skuli hún láta kné
fýlgja kviði, knýja Mitterrand til
Franska stjómin
játar að lokum allt
Kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Mitterrand
eftir nœstu þingkosningar
Charles Hernu: látinn segja af
sér.
leika og hreinna lyga, sem verður
þeim að lokum til enn meiri álits-
hnekkis en þótt sannleikurinn
hefði komið fram. f „Rainbow
Warrior" málinu fóru frönsk yfir-
völd fyrst inn á þessa braut - eins
og fyrri stjórnir höfðu áður gert í
Frakklandi - með skýrslu Bern-
ards Tricots, þar sem því var
haldið fram að Frakkar hefðu að
vísu sent njósnara til Nýja Sjá-
lands til að fylgjast með Græn-
friðungum en ættu alls enga sök á
sprengjutilræðinu. Um leið var
þeim orðrómi komið á kreik í
París, að eins víst væri að enska
leyniþjónustan, eða kannski sú
bandaríska, hefðu verið að bralla
eitthvað á þessum slóðum til að
koma óorði á Frakka.
Stefnubreyting
En skýrslu Bemards Tricots
var ekki tekið með öðru en
háðsglósum þegar hún birtist, og
jafnframt fóru að koma fram
upplýsingar sem sýndu að lítið
var að marka það sem í henni
stóð og sök Frakka meiri en við-
- í hæsta lagi fórnað undirtyllum.
Segja má að fyrir tilstilli Mitterr-
ands sé Frakkland nú ekki lengur
landið, þar sem öll hneyksli eru
þögguð niður.
En greinilegt er að þessi við-
brögð koma nú of seint, -
skaðinn er þegar skeður og hann
greinilega mun meiri en menn
hefðu búist við. Þegar er farið að
tala um málið sem mesta
stjórnmálahneykslið síðan
Mitterrand tók við völdum, og
eru frönsku sósíalistarnir komnir
í vonda aðstöðu vegna þess. Ólíkt
því sem verið hefur í fyrri
stjórnmálahneykslum, sem kom-
ist hafa á spjöld sögunnar, er
skaðinn tvíþættur: hann er bæði
inn á við og út á við.
Utanlands
Á alþjóðavettvangi telst þessi
„játning" frönsku stjórnvaldanna
naumast til meiri háttar opinber-
ana, þar sem menn virðast yfir-
leitt ekki hafa verið í neinum vafa
um að Frakkar bæru ábyrgðina á
sprengjutilræðinu, en hún veldur
því þó áreiðanlega að menn sjá
ýmsa hluti í nýju ljósi. Pað verður
sem sagt augljóst að í frönsku
leyniþjónustunni ráða ferðinni
beinasnar, sem gera sig ekki að-
eins seka um glæp heldur og um
stafi bein hætta af því brambolti
öllu. Afleiðingin getur ekki orðið
önnur en sú að andstaðan gegn
kjarnorkutilraunum Frakka, sem
þegar var mikil í löndunum við
Kyrrahaf, magnist enn meir,
þannig að úr því verði voldug
hreyfing og Frakkar lendi í mikl-
um erfiðleikum í alþjóðamálum.
Þá er enn ótalið það sem kannski
er alvarlegast: hætt er við að
þetta mál brjóti niður þá mynd,
sem franska sósíalistastjórnin
hefur reynt að skapa af sjálfri sér,
að hún virði betur siðferði í al-
þjóðamálum er fyrirrennarar
hennar. Á fræðgarskjöld hennar
eru nú komnar ljótar beyglur og
ryðblettir.
Innanlands
f Frakklandi sjálfu er staðan
öðru vísi en sennilega enn alvar-
legri fyrir stjórnina. Þótt vinstri
flokkarnir hafi í öndverðu verið
andvígir kjarnorkuvígbúnaðin-
um, sem de Gaulle forseti kom á
laggirnar, er staðan nú breytt, og
virðast allir stjórnmálafloíckar -
jafnvel kommúnistar - vera hon-
um hlynntir. Stjórn sósíalista
heldur áfram að efla hann, og því
er stjórnarandstaðan alveg sam-
mála og telur rétt að vernda
þennan vígbúnað með öllum
litið svo á, þótt ekki hafi það ver-
ið sagt berum orðum, að úr því,
sem komið væri, ættu stjórnvöld
að bregðast við með hörku,
viðurkenna aldrei neitt og kæra
sig kollótt um afleiðingarnar. í
þeirra augum eru viðbrögð
stjórnarinnar nú þau verstu sem
hugsast geta: með því að viður-
kenna aðild Frakka gerir Fabius
þá hlægilega, hann veikir leyni-
þjónustuna og herinn líka, og
stefnir jafnvel kjamorkutil-
raunum í hættu. Nú hefur sam-
bandið við herinn og leyniþjónu-
stuna lengi verið veiki punktur
frönsku sósíalistanna, og var það
hlutverk Charles Hernu, sem var
sérfræðingur flokksins í hermál-
um löngu áður en hann varð land-
varnarmálaráðherra, að reyna að
skapa gagnkvæmt traust milli
flokksins og yfirmanna hersins.
Það hafði honum tekist svo vel,
að hann var einn af þeim ráðherr-
um sósíalista sem nutu virðingar
meðal stjórnarandstöðunnar.
Afsögn hans nú er því mikill
hnekkir fyrir sósíalista.
Horfur
eftir kosningar
Síðustu mánuðina hefur mjög
mikið verið rætt um það í Frakk-
Pierre Lacoste: rekinn.
að segja af sér og efna tii nýrra
forsetakosninga í kjölfar þing-
kosninganna.
Stefna hinna tveggja fyrr-
nefndu hefur haft meiri byr í segl-
in, og hafa margir giskað á að
eftir kosningar kæmist á einhver
málamiðlun milli forseta og vænt-
anlegs nýs meirihluta, hvort sem
einhver af leiðtogum núverandi
stjórnarandstöðu myndaði stjóm
eða sett yrði á laggirnar mið-
flokkastjórn, sem hefði stuðning
sósíalista og einhverra frjáls-
lyndra flokka (í hefðbundinni
merkingu þess orðs): var Charles
Hernu nefndur sem einn þeirra
ráðherra sem kynnu að halda
embættum sínum við slíkar nýjar
aðstæður. „Rainbow Warrior“
málið gæti veikt stöðu Mitterr-
ands svo mjög, að það verði hon-
um dýrkeypt eftir næstu þing-
kosningar, - ekki síst ef það er
rétt sem ýmsir halda fram, að
sitthvað eigi enn eftir að koma í
ljós.
e.m.j.
Þriðjudagur 1. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19