Þjóðviljinn - 02.10.1985, Blaðsíða 1
Ráðherraefnin orðin óþolinmóð.
Ríkisstjórnarskjálfti
Þeir em í
stólastríði
Sjálfstœðisflokkurinn að gefast upp á
stjórnarsamstarfinu. Bregða á gamalkunnugt
ráð: Ráðherrastól handa Þorsteini, -en líka
Friðrik og jafnvel Ólafi G. Einarssyni.
Marrar undir Albert og Matthíösum
Eg tek því ekki með þegjandi þökkum að
menn rísi upp með andfælum 10 dögum
eftir að búið er að lemja saman efnahagsáætl-
un og segi að flokkurinn minn vilji ekkert af
henni vita,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn-
aðarráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær
af því tilefni að miðstjórn og þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins samþykkti í Stykkis-
hólmi um helgina að taka upp fjárlagafrum-
varpið að nýju eftir að hafa náð samkomulagi
um frumvarpið fyrir hálfum mánuði. „Eg
auðvitað hlýt að hrökkva upp með andfælum
og það var það sem ég sagði vð þá,“ sagði
iðnaðarráðherra.
í Stykkishólmi var gerð hörð hríð að efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar og fljótlega
eftir að efnislegar umræður hófust um málið
tók að bera á umræðu um nauðsyn á að skipta
um ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ríkis-
stjórninni. Gerð var hörð hríð að ýmsum ráð-
herrum sérstaklega Albert Guðmundssyni,
en heimildir Þjóðviljans í Sjálfstæðisflokkn-
um sögðu að nú vildu menn annaðhvort mikl-
ar breytingar á ríkisstjórninni eða stjórnar-
slit. Auk Alberts eru þeir Matthíasar,
Bjarnason og Á. Mathiesen oftast nefndir til
afsagnar. Þeir sem helst eru nefndir til arf-
töku eru þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sop-
husson og Ólafur G. Einarsson.
Birgir Isleifur Gunnarsson hafði orð fyrir
óánægjuhópnum í Stykkishólmi, en hug-
myndafræðilega forgöngu um ófarirnar í
efnahagsmálum hafði Vilhjálmur Egilsson
formaður SUS og hagfræðingur Vinnuveit-
endasambandsins.
„Það er alvarleg óánægja með efnahags-
stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinn-
ar allrar. Þessi óánægja er meðal atvinnurek-
enda og hún er almennt í flokknum. Það er
því ekki nema eðlilegt að sjóði uppúr fyrst í
kringum Albert,“ sagði áhrifamaður í
flokknum í samtali við Þjóðviljann í gær.
Sami maður kvaðst óttast að niðurstaðan yrði
einungis sú, að Þorsteinn Pálsson færi einn
inní stjórnina en flestir teldu þá verr af stað
farið en heima setið. „Við viljum kosningar
því byrinn sem við höfum í skoðanakönnun-
um gefur okkur einnig tækifæri sem við verð-
um að nýta,“ sagði þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í samtali við Þjóðviljann í gær.
Þegar Þjóðviljinn bar hugsanlegar manna-
breytingar á ríkisstjórninni undir Sverri Her-
mannsson iðnaðarráðherra sagði hann: „Það
var sagt um DeGaulle, að ráðherrar hans
hefðu aðallega lesið það í blöðum hvenær
þeir hættu. Ég hef svolítið gaman af svoleiðis
vinnubrögðum en ég skal engu spá um hvort
þetta verður þannig. En ég held að það mætti
gjarnan vera svo að menn færu að taka hressi-
lega á.“
Ákveðið hefur verið að forysta Sjálfstæðis-
flokksins ræði við Steingrím Hermannsson
formann Framsóknarflokksins um endur-
skoðun fjárlagafrumvarpsins sem þeir sam-
þykktu á dögunum, en mannabreytingarnar
verða teknar til umfjöllunar á þingflokks-
fundi Sjálfstæðisflokksins nk. mánudag.
lg/óg
Sjá leiðara bls. 4.
MENNING
IANDID
Alverið
Engar athuganir á loftmengun
Loftmengun frá kerskálum hefur ekki verið mœld síðan 1983.
Ólafur Pétursson Hollustuvernd:
Höfum ekki haft mannskap til að annast þetta
Mælingar á loftmengun frá ál-
verinu í Straumsvík hafa
ekki verið gerðar síðan árið 1983,
en við höfum áhuga á að taka þær
upp að nýju og ég held mér sé
óhætt að segja að við eigum
möguleika á því að gera það, þar
sem okkur hefur nú bæst nýr
starfsmaður í hópinn, sagði
Ólafur Pétursson forstöðumaður
mengungarvarna Hollustuvernd-
ar ríkisins í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Þegar ákveðið var á sínum tíma
að settur skyldi upp hreinsibún-
aður í kerskála álversins, var
jafnframt kveðið á um að reglu-
lega skyldi mælt hversu mikið
magn eiturefna kemst framhjá
hreinsibúnaði og í gegnum hann.
Eins og áður segir hafa slíkar
mælingar ekki farið fram síðan
árið 1983, og er skýringin að sögn
Ólafs sú, að Hollustuvernd hefur
ekki haft mannafla til að annast
þetta. En nú er áhugi fyrir því
innan stofnunarinnar að taka upp
þráðinn að nýju. Ólafur Péturs-
son var nýlega á fundi með
heilbrigðisráði Hafnarfjarðar þar
sem þetta mál var rætt og kom
þar fram skýr vilji manna innan
ráðsins um að þessar mælingar
verði teknar upp. Hrafn Jónsson
formaður heilbrigðisráðs sagði í
samtali við blaðið í gær, að ráðið
myndi væntanlega ýta á eftir því í
heilbrigðisráðuneytinu að það
beitti sér fyrir því að hefja þessar
mælingar sem fyrst.
„Það er töluvert magn sem
sleppur framhjá hreinsibúnaðin-
um. Það sem menn hafa mestar
áhyggjur af eru flúorsambönd,
sem eru mjög skaðleg gróðri. Ég
er á þeirri skoðun að það þurfi að
framkvæma þessar mælingar
reglulega ef út í það verður farið,
en það hefur engin ákvörðun ver-
ið tekin um hvort eða hvernig
þetta verður gert,“ sagði Ólafur
Pétursson.
gg
Beinagrindur úr
Alsírstríðinu
Algeirsborg - Byggingarverka-
menn sem voru að störfum 350
km suður af Algeirsborg, á slóð-
um þar sem áður var bækistöð
frönsku útlendingaherdeildar-
innar, komu niður á 67 beina-
grindur sem taldar eru vera frá
því í Alsírstríðinu en því lauk árið
1962.
íbúar á staðnum töldu fullvíst
að beinin væru jarðneskar leifar
liðsmanna þjóðfreisissveitanna
sem franski herinn hafði hand-
tekið. Flest beinin báru merki
bruna og umhverfis staðinn sem
þau fundust á lágu skothylki og
byssukúlur á víð og dreif. Beina-
grindurnar fundust innan um
sorp sem hafði verið brennt til
ösku. -ÞH/reuter
Einvígi
Heimsmeistari lagður í 25 leikjum
Spennan magnast í Moskvu þar sem meistarinn og áskorandinn eru nú jafnir
Kasparov vann Karpov í stystu vinnings-
skák sem tefld hefur verið í heimsmeistar-
aeinvígi íýrr og síðar. Eftir aðeins 25 leiki
kaus heimsmeistarinn að leggja niður vopnin.
Karpov tefldi Nimzoindverska vörn í
þriðja skiptið í einvíginu þrátt fyrir að hafa
tapað með þeirri vörn í fyrstu skákinni og
verið hætt kominn í þeirri sjöundu. Kasparov
tók snemma á sig stakt peð á d4 en fékk færi í
staðinn. í 23. leik kom síðan óvænt en
mögnuð drottningarfórn sem leiddi til þess
að Karpov gafst upp tveimur leikjum síðar.
Þessi vinningur er mikill sigur fyrir áskor-
andann því auk þess að hafa náð Karpov að
vinningum þá má búast við því að Karpov
verði lengi að jafna sig eftir svo háðulegt tap.
Sjá nánar skákskýringar á bls. 3.