Þjóðviljinn - 02.10.1985, Qupperneq 9
MENNING
Beethoven
og Bartók
Fyrstu tónleikar36. starfsárs
Sinfóníuhljómsveitar íslands
verðafimmtudaginn 3. októ-
beríHáskólabíóikl. 20.30.
Stjórnandi verður gríski
hljómsveitarstjórinn Miltiades
Caridis en einleikarar verða
fjórir af fremstu tréblásturs-
hljóðfæraleikurum okkar, þeir
Bernharður Wilkinson á
flautu, Daði Kolbeinsson á
óbó, Einar Jóhannesson á
klarinettog Hafsteinn Guð-
mundssonáfagott.
Tónleikamir hefjast á sinfóníu
nr. 6 eftir Beethoven, sem hlotið
hefur viðumefnið Pastoral eða
Sveitasinfónían. Annað verkið á
tónleikunum er Quadruple conc-
erto eftir Jean Francaix, eitt af
þekktari núlifandi tónskáldum
Frakklands. Tónlist hans ein-
kennist af léttleika og kímni en er
allt annað en auðveld í flutningi.
Síðasta verkið á tónleikunum
er „Mandaríninn makalausi”
eftir Béla Bartók, balletmúsík
samin árið 1919. Eins og ævinlega
vill verða þegar tímamótaverk
koma fram olli ballettinn miklum
uppsteit þegar hann var frum-
fluttur í óperuhúsinu í Cologne
árið 1926, sjö árum eftir að verk-
ið var samið. Hljómsveitarsvítu
þá sem hér verður flutt samdi
Bartók úr balletttónlistinni árið
1924 og er hún í dag talin vera eitt
af öndvegis tónverkum tuttug-
ustu aldar. Sinfóníuhljómsveit Is-
lands hefur tvisvar áður sett
„Mandaríninn” á verkefnaskrá,
en orðið að hætta við vegna þess
hve verkið er krefjandi. Með ári
hverju hefur hljómsveitin ráðist í
erfiðari verk og er þess nú um-
komin að flytja „Mandaríninn
makalausa”, sem er á sinn hátt
merkilegur áfangi.
Sjödœgra
í kvöld lýkur í Gallerí Borg við
Austurvöll myndlistasýningu
Stefáns Axels Valdimarssonar,
Sjödægru.
Stefán opnaði sýningu sína sl.
fimmtudag og eru sjö akrílmynd-
ir á sýningunni unnar í ár og í
fyrra.
Aðsókn að sýningunni hefur
verið með ágætum og er þegar
helmingur verkanna seldur.
Selkórinn
Syngur á
sjúkrahúsum
Verkefni vetrarstarfsemi
Selkórsins á Seltjarnarnesi
verða að vanda fjölbreytt og
mun léttleiki einkenna dag-
skrána.
í vetur sem og undanfarin ár
stjórnar Helgi R. Einarsson
kómum. Kórinn er blandaður,
skipaður bæði konum og körlum
og í hann vantar alltaf gott söng-
fólk.
Selkórinn hefur sjálfstæða tón-
leika og syngur einnig á sjúkra-
húsum og öðrum stofnunum.
Sjálfu vetrarstarfinu lýkur svo
með vorskemmtun í maí.
Mikil hljómsveit
- mikil verk
Námskeið í lýsingu
og látbragðsleik
Helgina 19. og 20. sept. síð-
astliðinn voru haldin 5 mis-
munandi námskeið í ýmsum
greinum leiklistar hjá Leikfé-
lagi Akureyrar. Námskeiðin
voru ætluð fólki frá áhuga-
leikfélögum á Norðurlandi og
voru haldin að beiðni leikfé-
lagasambands Norðurlands.
Það var starfsglaður fimmtíu
manna hópur sem vann í þessum
opna skóla myrkranna á milli í
tvo daga. Ingvar Bjömsson ljósa-
meistari L.A. kenndi lýsingu,
Hilda Torfadóttir kennari og út-
varpsmaður leiðbeindi um
raddþjálfun, Sigríður Svana Pét-
ursdóttir förðunarmeistari L.A.
kenndi förðun, Þráinn Karlsson
leikari kenndi leikmunagerð og
Erla B. Skúladóttir leikari
kenndi látbragðsleik og spuna.
Að námskeiðinu loknu sýndu
hópamir dæmi um árangur erfið-
is síns á leiksviði Samkomuhúss-
ins og var gerður góður rómur að.
Margir höfðu lagt á sig langa ferð
- nemendur komu allt frá
Hvammstang og Þórshöfn. í
tengslum við námskeiðið héldu
leikfélög á Norðurlandi árlegan
haustfund, þar sem þau ræddu
vetrarstarfið og bám saman
bækur sínar. Mikið og gott sam-
starf er með leikfélögum á Norð-
urlandi og er þetta fjórða árið í
röð, sem þau koma saman á
haustnámskeiðum.
Blaðberar óskast
Á Laufásveg, Smáragötu, Seltjarn-
arnes, Kópavog - Grundir, Æsufell
og Austurberg.
Úrdrátturúr umsögnum franskra blaða
umtónleikaferð ---------------------
ÞJÓÐVUJINN
Sinfóníuhljómsveitar
Íslandsísumar
Sinfóníuhljómsveit íslands fór
ítónleikaferð um Frakkland í
sumar og hlaut mjög iofsam-
lega umfjöllun þarlendra
blaða. Þar á meðal mátti lesa
dóma eins og mikil hljómsveit
mikil verk.
Félagsmálaskólí alþýðu
1. önn 20. október - 2. nóvember
NÚ FYRIR 25 ÁRA OG YNGRI
„Koma sinfóníuhljómsveitar
til Chalon er atburður sem dregur
fjöldann að. Svo var einnig s.l.
miðv.d. þegar Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og Jean Pierre Wal-
les efndu hér til tónleika. Var
tónlistarmönnum og
hljómsveitarstjóranum Jean-
Pierre Jacquillat fagnað með
löngu lófataki.“ - Le Courrier,
Chalon. Le Progres, Chalon:
„Efnisskránna vantaði ekki
óvenjulegt atriði. Mist, eftir ís-
lenska tónskáldið Þorkel Sigur-
bjömsson frá 1972 var ekki svo
langt frá rómantík og endurtekn-
ingareinkennum sinfóníu César
Franck.“ VAR-Repubiique, To-
ulon: „Á tónlistarhátíðinni í ár
var eitt sem vakti sérstaka gleði
okkar og undran. Eftir að hafa
hlustað á marga mjög góða tón-
leika fengum við tækifæri til að
heyra tónlist úr Norðrinu. Túlk-
unin var svo sönn og flutningur-
inn svo frábær að okkur hlýnaði
um hjartarætur." La Marseil-
laise, Toulon: „Einkum fannst
okkur áhugavrt að kynnast ís-
lenskri tónlist: Choralis eftir Jón
Nordal, samið 1982 er nútíma-
verk, samhljóma og vel tengt
með þema sem ýfíst og eflist í
lokin. Verkið er byggt á hægum
og tregablöndnum þjóðlögum.“
Midi-Libre, Nimes: „Konsert
fyrir klarinett eftir Mozart K 622
var dásamlega leikinn af ungum
og miklum einleikara Einari Jó-
hannessyni... Við verðum að
fylgjast með þessum unga snill-
ingi.“ Les affíches de Grenoble et
du Dauphine: „Það var beðið
með spenningi eftir íslensku túlk-
uninni á hinni frægu sinfóníu Cés-
ar Franck. Undir öruggri stjórn
Jean-Pierre Jacquillat flutti
hljómsveitin okkur stórkostlega
túlkun, ríka í andstæðum og
Iitum. Að loknum fjörlegum
lokakafla, fögnuðu áheyrendur
bæði lengi og innilega þessari frá-
bæru hljómsveit.”
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Hvað kannt þú fyrir
þér í fundarstörfum og
framsögn? Hvað veist þú
um verkalýðshreyfing-
una, starf hennar og
sögu? Áttu auðvelt með
að koma fram á fundum
og samkomum?
Tekurðu þátt í félagslífi?
Viltu bæta þekkingu
þína í hagfræði, félags-
fræði og vinnurétti?
Veitt er tilsögní
þessum og öðrum
hagnýtum greinum á 1.
önn Félagsmálaskóla
alþýðu,sem
skólí
fyrir
þig?
MFA
verður í Ölfusborgum
20. okt.-2. nóv. n.k. Þá
eru á dagskránni
menningar- og
skemmtikvöld auk
heimsókna í stofnanir og
fyrirtæki. Félagsmenn
Alþýðusambands
íslands eiga rétt á
skólavist. Hámarksfjöldi
á önn er 25
þátttakendur. Umsóknir
um skólavist þurfa að
berast skrifstofu MFA
fyrir 17. okt. Nánari
upplýsingar eru veittar á
skrifstofu MFA,
Grensásvegi 16, sími
84233.
Menningar-
og
fræðslusamband
alþýðu
ÞEKKING, STARF OG STERKARIVERKALÝÐSHREYFING