Þjóðviljinn - 02.10.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Side 12
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AlþýðubandaÍagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar í Reykjavík 5.-6. október. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 og hefst hann laugardaginn 5. október kl. 10.00 árdegis. Áætlað er að fundinum Ijúki um kl. 16 sunnudaginn 6. október. Dagskrá fundarins verður: 1. Utanríkismál: I Frummælendur: Alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Hjörleifur Guttormsson. 2. Alþýðubandalagið - Starfshættir og starfsstíll. Frummælendur: Svavar Gestsson og Kristín Á. Ólafsdóttir. í hádeginu á laugardag verður léttur hádegisverður í flokksmiðstöð. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að sækja þennan fund miðstjórnarinnar en tilkynna skrifstofu um forföll. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið í Reykjavík Framhaldsaðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 2. október nk. að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá: 1) Tillaga laganefndar um lagabreytingar. 2) Tillaga laganefndar um forvalsreglur og 3) Vinstra samstarf í Reykjavík. Framsögu um þessa liði hefur Steinar Harðarson formaður ABR. 4) Tillaga kjörnefndar um fulltrúa ABR á lands- fund 7.-10. nóv. 5) Kjör fulltrúa á landsfund og 6) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og kynna sér greinar um umræðuefni hans í fréttabréfi ABR. Tillaga kjörnefndar liggur frammi á skrifstofu flokksins frá og með 1. október nk. Stjórn ABR AB Siglufirði Kaffifundir á Suðurgötu 10 á miðvikudögum kl. 16.30. - Alþýðubandalagið AB Vesturland Stjórn kjördæmisráðs efnir til ráðstefnu um verkalýðs- og atvinnumál í Samkomuhúsinu Grundarfirði laugardaginn 12. október kl 13.00. Félagareru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin AB Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn þriðju- daginn 8. október, kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. kjör stjórnar félags- ins, fulltrúa og varafulltrúa í kjördæmisráð og á lands- fund Alþýðubandalagsins. Lagabreytingar, önnur mál. Stjórnin AB Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn að Reykholti 12. og 13. október nk. Aðalefni fundarins verður væntanlegar sveitarstjórnakosningar á komandi vori en einnig verða ræddar forvalsreglur, starfsreglur, niðurstöður atvinnumálaráð- stefnu sl. vor o.fl.. Dagskrá laugardag: kl. 13.30 Fundarsetning, kosning starfsmanna o.fl.. Kl. 13.40 Skýrsla stjórnar og nefnda og skýrsla blaðstjórnar. Kl. 14.00 Garðar Sigurðsson ræðir um stjórnmálaástandið. Kl. 14.20 Kosning upp- stillingarnefndar. Kl. 14.30 Kristinn V. Jóhannsson hefur framsögu um undirbúning sveitarstjórnakosninga. Umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Till. uppstillingamefndar um starfsnefndir og nefndarstörf. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 22.30 Kvöldvaka. Dagskrá sunnudag: Kl. 9.00 Nefndarálit og umræður. Kl. 11.00 Kosning- ar og að þeim loknum matarhlé. Kl. 13.00 Fundi slitið. Gist verður í svefnpokaplássum. Hægt að kaupa mat á staðnum. Félagar tilkynni þátttöku sem allra fyrst í síma 2189 (Ánna Kristín). Allir velkomnir. Stjórnin. _________ÆSKULÝÐSFYLKINGIN I ÆF-ingar athugið Fréttabrófið okkar hún Rauðhetta kemur út bráðum. Nú er bara að setjast niður og skrá hugrenningar sínar á blað, vélrita á A-4 og senda á H-105 fyrir1 18. október, merkt: Framkvæmdaráð ÆFAB. Kveðjur, Framkvæmdaráð Óskilamunir frá landsþingi ÆFAB eru á H-105, s. 17500. Steinar Svavar Kristín Guörún Hjörleifur SKUMUR ÁSTARBIRNIR Hvernig eigum við að vita hvenær ykkur þyki gaman Vá, finnst 75% kvendýra virkilega gaman að leika sér í keleríi? Ekki alltaf, bara stundum GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU KROSSGÁTA Nr. 41. Lárétt: 1 svif 4 fengur 6 stök 7 krókur 9 málmur 12 semur 14 góö 15 umdæmi 16 pumpuðu 19 fjas 20 vökvar 21 geta Lóðrétt: 2 fugl 3 vopn 4 svari 5 lána 7 fasmikið 8 skrýtin 13 elds- neyti 10 ófúsa 11 auðveldri 17 espi 18 klæði Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 ýsur 4 safn 6 eik 7 sorg 9 álit 12 engla 14 ami 15 sái 16 kafli 19 mauk 20 ónýt 21 linan Lóðrétt: 2 svo 3 regn 4 skál 5 fúi 7 skammt 8 reikul 10 lasinn 11 tvista 13 gæf 17 aki 18 lóa 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 2. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.