Þjóðviljinn - 02.10.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Page 14
AFMÆU 11 (tti Iðntæknistofnun íslands og FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS 9 auglýsa: Námskeið á næstunni: Vökvakerfi: 60 tíma námskeið haldið dagana 1. t.o.m. 9. nóv. Ætlað járniðnaðarmönnum og vélstjórum. Málningarefnisfræði: Haldið 11. t.o.m. 15. nóv. Ætlað málurum. Grunnnámskeið í rennismíði og fræsingu: Haldið laugardagana 5. okt. t.o.m. 2. nóv. Ætlað járniðnaðarmönnum og nemum. Örtölvutækni I: Nánar auglýst síðar. Ætlað tæknimönnum, verkfræðingum og öðrum sem áhuga hafa á notkun örgjörva I stýritækni. Stofnun fyrirtækja: Haidið 21. og 22. október. Ætlað fólki sem nýlega hefur stofnað eða hyggst stofna fyrirtæki. Verkstjórn: Röð námskeiða ætluð verkstjórum. Stöðugt í boði. Ráðstefna um stöðu og framtíð húsgagniðnaðar: Hald- in í Borgarnesi 4. t.o.m. 5. október. INSTA-bygg heldur námsstefnu um staðlastarfsemi á sviði byggingariðnaðar á Norðurlöndum að Keldnaholti 14. októ- ber. Málmsuða: Fræðilegt námskeið, haldið dagana 21. t.o.m. 24. okt. Ætlað verkstjórum. Stúfsuða á rörum: Haldið 14. t.o.m. 18. okt. Ætlað iðnaðarmönnum m. amk. 1 árs reynslu í rafsuðu. Stjórn vinnuvéla: Hefst í næsta mánuði. Upplýsingar og skráning í síma 687000 A Kópavogskaupstaður - deiliskipulag Auglýst er deiliskipulag í Suðurhlíð Digraness í sam- ræmi við grein 4.4. í skipulagsregiugerð frá 1. ágúst 1985. Teikningar ásamt greinargerð, skilmáium og leiðsöguteikningum fyrir reit merktan A, liggja frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings Kópavogs, Fannborg 2, 3. h., frá og með 2. október til 2. nóvember 1985. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæjarverkfræðingi fyrir 5. nóvember nk. Bæjarverkfræðingur V0FA*,,0 # i Bygging K á Landspítalaióð Tilboð óskast í að steypa upp og fullgera að utan 1. áfanga bygging- ar K á Landspítalalóð í Reykjavík með grunnlögnum og fyllingu að húsi. Byggingin er á fjórum gólfflötum auk inndreginnar þakhæöar og eru tvær neðstu hæðirnar niðurgrafnar. Heildarflatarmál gólf- flata er 4576 mz og rúmmál þessa byggingarhluta alls 19060 m3. Þegar hefur verið grafið fyrir byggingunni og vinnusvæðið er afgirt. Verkinu skal að fuliu lokið 31. desember 1986. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera við nýja póst- og símstöð á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir póstútibússtjóri í R-7 (vesturbæjar- útibú) sími 26000. Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi Björgúlfur Sigurðsson Stóragerði 7 lést í Borgarspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 1. oktober. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Þorleifsdóttir Sigurður Björgúlfsson Elísabet Pétursdóttir Telma Sigurðardóttir Halldór Kristfánsson frá Kirkiubóli 75 ára Fyrir meira en hálfri öld þeysti önfirskur' bóndasonur fram á rit- völlinn. Greinilegt var að þar var enginn aukvisi á ferð. Skýrleiki og rökvísi einkenndu málflutn- inginn. Ljóst var að þessi ungi maður vissi hvað hann vildi. Kjörorð við hæfi hefði verið: „Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár”. Síðan fyrsta grein vestfirska piltsins birtist í Skinfaxa hefur margt breyst. Þó er enn tekist á um sömu grundvallaratriði og fyrrum. Og enn stendur Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði á ritvellinum miðj- um og er hvorki sár né vígamóð- ur. Enn er hugsunin skýr og penninn ef til vill hvassari en nokkru sinni fyrr. Svo fer þeim sem eiga sér hugsjón, þeim sem „áttu land, elskuðu það og vörðu”, þeim sem aldrei voru fal- ir þótt hátt væri boðið í ritleikni þeirra og snilli. Halldór Kristjánsson er heilsteyptur maður. Hann kann ekki að látast. Hann vinnur það aldrei „fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans”. Halldóri Kristjánssyni bregður ekki við smámuni. Þrautseigja, kjarkur og vongleði íslenskrar al- þýðu eru honum í blóð borin. Hann velkist ekki í vafa um að fiskimaðurinn og bóndinn eru síður en svo baggar á þjóðarbú- inu. Aftur á móti kynni að hvarfla að honum að þeir sem starfa að innflutningi á karamellum og kexi, tóbaki og áfengi væru eng- inn hvalreki, hvorki fyrir þjóðar- haginn né þjóðarsálina. Og ekki held ég honum þyki öðru brýnna að niðurgreiða áfengi svo ríflega til vínsölulýðs og drykkjumanna að við skattborgararnir greiöum þrjár til fimm krónur með hverri einni sem í ríkiskassann kemur fyrir þann vökva. Það þættu sumum drjúgar niðurgreiðslur og þjóðhættulegar ef verið væri að borga með lambakjöti eða smjöri. Og kátlegt má það heita að fjármálasnillingar vorir skuli skylda Halldór Kristjánsson til að taka þátt í að greiða drykkinn ofan í Pétur og Pál úti um allar þorpagrundir. Halldór Kristjánsson þekkir það lögmál að því víðar sem vara er á boðstólum þeim mun meira er keypt af henni að öðru jöfnu. Þess vegna skilur hann vel harmagrát vínsölumanna yfir því að fá ekki að selja varning sinn hvar sem er, hvenær sem er og hverjum sem er. Ekki er ég þó viss um að hann hafi mikla samúð með þeim sem virðast ekki eiga sér háleitari markmið en bera mönnum görótta drykki og þiggja fé fyrir. Seint mundi Halldór Kristjáns- son henda sú rökvilla að halda að drykkjumein þjóðar verði lækn- uð með fræðslu einni eða því að þurrka einstaklinga, svo gott og blessað sem það nú er. Jafnvel þótt öll þjóðin „færi í meðferð” mundi ekki alls böls batna. Ölv- aðir ökumenn héldu til að mynda áfram að slasa sjálfa sig og aðra og drukknir ofbeldismenn færu sínu fram. Gamlir bændur vita að sullaveiki var ekki landræk gerð með lækningum einum saman heldur með því að brenna sulli. Þegar menn skildu að með því mátti á að ósi stemma var auðveldur eftirleikurinn. Sulla- sala var engum gróðalind og þess vegna var ekki ausið út fé til að villa um fyrir fólki. Þeir sem hafa hag af að villa um fyrir fólki í umræðum um vímu- efnamál, málpípur þeirra og aft- aníossar bregða Halldóri Krist- jánssyni stundum um ofstæki. Við nákvæman lestur greina hans um áfengismál undanfarna mán- uði hef ég hvergi rekist á að hann gangi í berhögg við niðurstöður Alþj óðheilbrigðisstofnunarinnar og þeirra vísindamanna sem nú er helst tekið mark á í fræðum þess- um hér og erlendis. Það er meira en sagt verður um ýmsa andstæð- inga hans. Sumir heimsþekktir rannsóknamenn, svo sem Kettil Bruun, Per Sundby og Hans Olav Fekjær, hljóta að vera meira en litlir ofstækismenn ef Halldór Kristjánsson á þá nafngift skilda því að þeir ganga feti framar en hann í staðhæfingum um áfengi, seljendur þess og áróðursmenn. Halldór er þar sem sé í góðum félagsskap. En ef til vill skiptir það Halldór Kristjánsson litlu eða engu. Heilbrigð skynsemi, sannleiksást og samkennd með alþýðu hafa verið honum leiðarljós. Hann hræðist ekki stertimenni. Orður og titlar eru honum úrelt þing. Hátignum svarar hann upp í há- stert eins og Skagfirðingar sögðu í gamla daga. Og kvaðst ekki Jón Marteinsson flauta á kónginn? Halldór Kristjánsson man vel þá tíð þegar doktor einn þýskur tryllti fjölda fólks, jafnvel sæmi- legustu menn, til óhæfuverka. Hann hét Jósep Göbbels og var ekki orð að marka sem sá doktor sagði. Slíkir ofstækismenn, þó að doktorar séu, raska ekkGró og lífsgleði hins heilbrigða alþýðu- manns frá Kirkjubóli. Hann þorir að bera sannleikanum vitni. Þeim frelsara afneitar hann aldrei. Þess vegna ber honum virðing og þökk. Vinir hans fjölmargir óska honum langra lífdaga, gleðilegra stunda á ritvellinum og margra, góðra vinafunda. Ólafur Haukur Árnason _________LESENDAHORNIÐ____ íhaldið á undanhaldi Það fer ekkert á milli mála samkv. fréttum er berast víðsveg- ar að að hægri bylgjan, er hefur á undanförnum árum komið íhaldi og afturhaldsflokkum í valda- stóla, er nú sem óðast að hjaðna. Breska íhaldið með frjálshyggj- una í fararbroddi er að gefast upp, sókn vinstri manna í Þýska- landi og á Norðurlöndum gefa einnig vísbendingu um þetta. Um ísl. stjórnmál er það að segja, að eins og kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Fra- msókn stjórnað landinu í tvö ár með þeim afleiðingum að stór hluti fólks er að gefast upp í vinnuþrælkun og skattpíningu. Verkalýðsfélögin reyna eftir mætti að stöðva ránfugla íhalds- ins í báðum þessum flokkum, en ránfuglarnir fara sínu fram. Ætl- ar fólk að láta bjóða sér þetta? Það þýðir ekkert fyrir íhaldið að vera með nein skrípalæti, fólk er komið í spreng með lífskjör sín og lætur ekki bjóða sér þetta öllu lengur að það verði flokkað inn í atvinnuleysi eða um þau kjör er frjálshyggjan ætlar því, Hvað segir unga fólkið sem á að erfa landið? ætlar það að láta bjóða sér þetta? Það þýðir ekkert að mæna á Kanann, þeir geta farið héðan ef heimsmálin snúast þannig og samin verði friður einn góðan veðurdag, og þjóðir heims fara að snúa sér að öðru og hætta manndrápum. Unga fólkið, er mænir á Bandaríkin sem ein- hverja guðsfrelsun, ætti heldur að huga að sínu eigin landi og sjá til þess að í framtíðinni geti fólk lifað hér frjálsu og hamingju- sömu lífi við gott og réttlátt stjórnarfar. Ólafur Ragnar segir í viðtali við DV. um daginn að minnihluti hægri manna stjórni íslandi og fer um það nokkrum orðum. Auðvitað er þetta alveg rétt hjá stjórnmálafræðingnum, og enn- fremur að það sé stundum að koma til íslands eins og að ganga inn í þröngan klefa, í það má leggja margar merkingar, og víst er að þröngt er orðið hjá mörg- um, en meginkjarninn er að allur sá auður er við eigum á landi og í sjó er bæði í mannheimum og undirheimum stjórnað af harðs- keyttri íhaldsklíku sem svífst ein- skis til að halda hlut sínum. Þetta ætti fólk að hafa hugfast. Nú eru vinstri flokkarnir á tvístringi, en segjast jafnframt vera að berjast fyrir verkalýðinn sem eigi í vök að verjast í þjóðfé- laginu og þá auðvitað fyrir rán- fuglunum. En hvað er uppi á ten- ingnum hjá þessum flokkum? Ekkert annað en hver vinnur í sínu horni. Sá flokkur sem er sterkastur í verkalýðshreyfingunni og íhaldið hræðist mest er Alþýðubandalag- ið. Hinir vinstri flokkarnir, ef hægt er að kalla þá því nafni, eru á tvístringi, eins og áður segir, og ná ekki saman til mikillar ánægju fyrir íhaldsöflin. Nú á þetta fólk að hætta þessum tvístringi og taka saman höndum og vinna að því sameiginlega að fella núver- andi ríkisstjórn í næstu kosning- um, og reyna að koma hér á heiðarlegri og réttlátri stjórn, er komi í veg fyrir m.a. að ungt og efnilegt fólk tapist okkur í trylltum dollaradansi eins og gerðist fyrir rúmum 100 árum þegar flóttinn héðan hófst til Vesturheims. Langar fólki að hreppa slík örlög og harma svo ættjörðina alla tíð? Það er engin ástæða fyrir ungt fólk að flýja héðan ef hér er almennileg ríkis- stjórn, það eru bjartari tímar nú en áður var því íhaldið hefur ver- ið knúið af verkalýðshreyfing- unni til þeirra framfara, er nú er undirstaðan fyrir mannlífi í þessu landi, það skyldi fólk hafa í huga. Páll Hildiþórs 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MI6vikudagur 2. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.