Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 3
Hafnarfjörður Skák- hátíð Helgi Ólafsson með fjöltefli ogfyrirlestur. Skákfélag Hafnarfjarðar og Sparisjóður Hafnarfjarðar standa fyrir viðamikilli skákhátíð í Firðinum á föstudag, laugardag og sunnudag í næstu viku. Teflt verður fjöltefli, fluttir fyrirlestr- ar um skákfræði og haldið opið mót með þátttöku flestra sterk- ustu skákmanna landsins. Skákhátíðin hefst föstudags- kvöldið 25. október með fjöltefli Helga Ólafssonar stórmeistara. Hámarksfjöldi þátttakenda er 40 og fer skráning fram í síma 54000 hjá Sparisjóðnum. Á laugardag verður haldið mót fyrir skákmenn með undir 2100 Eló stig í félagsálmu íþróttahúss- ins. 20 efstu menn hljóta þátt- tökurétt í A flokki daginn eftir. Taflið hefst kl. 10.30 en kl. 15.15 heldur Helgi Ólafsson fyrirlestur um skákfræði. Á sunnudag verður teflt áfram og þá koma stórmeistarar til sög- unnar en þeir Guðmundur Sig- urðsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason hafa tilkynnt þátttöku. Vegleg verðlaun eru í boði í öllum flokkum. Þátttaka tilkynn- ist í síma 54000. -lg. Skólamál Ráðstefna ABá morgun Fimm fyrirlesarar Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum hefst ráðstefna á vegum Alþýðubandaiagsins um skólamál á morgun. Þar er ætlun- in að kynna hugmyndir skólamál- ahóps flokksins um skipan fram- haldsskólans. Fimm félagar úr hópnum munu flytja erindi fyrir hádegi en síðan verða málin rædd fram eftir degi. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig í dag í síma 17500 en einnig geta menn komið við á ráðstefnunni án þess að hafa tilkynnt sig. í fyrramálið munu þessi flytja erindi: Hannes Ólafsson um þjóðfélagslegar forsendur að breyttum framhaldsskóla, Þórð- ur G. Valdemarsson um markmið og námsskipan, Gunnar Gutt- ormsson um stjórnun skólans, Gerður G. Óskarsdóttir um fjármögnun og Loftur Guttorms- son um frumvarp til laga um framhaldsskóla. -v. BHMR Stuðningur við útvaips- starfsmenn BHMR fordæmir harðlega þá aðför að forystumönnum starfs- mannafélags Ríkisútvarps og starfsmannafélag Sjónvarps. Að- för þessi er í formi málssóknar vegna vinnustöðvunar sem starfs- mannafélögin gerðu þegar fjár- málaráðuneytið stöðvaði venju- legar launagreiðslur til ríkis- starfsmanna vegna yfirvofandi verkfalls BSRB 1984. BHMR vekur athygli á því að forstöðumenn útvarpsins standa ekki fyrir þessum málarekstri heldur er málið til komið vegna kæru aðila sem stóðu að ólög- legum útvarpsrekstri í verkfalli BSRB. FRÉTTIR Suður-Afríka Reiðin er hungrinu yfirsterkari Aron MnisifulltrúiAfrískaþjóðrráðsins: Hœttið að kaupa ávextifrá Suður-Afríku. Fyrir gjaldeyrinn eru keypt vopn sem notuð eru gegn blökkumönnum. Islendingar kaupa árlega fyrir 27 miljónir. r ÍSuður-Afríku verja stjórnvöld 23% þjóðarteknanna til her- mála. íslendingar keyptu I fyrra vörur frá Suður-Afríku fyrir 27 mi|jónir. Það er ekki stór upphæð en ef við tökum fjórðung þess fjár þá sést glöggt að það er hægt að kaupa ansi margar byssur og byssukúlur. Það er ykkar fram- lag til viðhalds aðskilnaðarstefn- unnar, sagði Aron Mnisi fulltrúi Afríska þjóðarráðsins á blaða- mannafundi í gær. Mnisi er hingað kominn til að útskýra málstað blökkumanna í Suður-Afríku en einkum og sér í lagi tii að kotna á framfæri þeirri áskorun Afríska þjóðarráðsins að íslendingar grípi til efnahags- legra refsiaðgerða gegn stjórn hvíta minnihlutans í Pretóríu, hætti að kaupa vörur frá Suður- Afríku og stuðli þannig að ein- angrun apartheid-stjórnarinnar. Mnisi sagði að atburðirnir í Suður-Afríku kæmu öllum við, hvar sem væri í heiminum. „Það er skotið á okkur með vopnum sem koma frá Nató-ríkjum og þau eru keypt fyrir peninga sem aflað er með viðskiptum við ríki á Vesturlöndum," sagði hann. Ýmsir andmælendur refsiað- gerða, svo sem Botha forseti Suður-Afríku, Reagan og Thatc- her, hafa haldið því fram að refsi- aðgerðir bitni harðast á blökku- mönnum. „Nú fyrir skömmu voru gerðar tvær sk.oðanakann- anir meðal blökkumanna á refsi- aðgerðum, í annarri reyndust 73% þeirra fylgjandi refsiaðgerð- um og í hinni 77%. Þótt fólk sé soltið er það líka reitt og þegar valið stendur á milli þess að vera soltinn eða vera drepinn tekur reiðin yfirhöndina. Það er það sem hefur gerst,“ sagði Mnisi. Hann gerði einnig að umtals- efni skáldið Benjamin Moloise sem í dag, föstudag, á að hengja fyrir meint morð á lögregluþjóni. „ANC hefur sent lögfræðingi hans játningar manna sem drápu þennan lögregluþjón en þeir eru nú utan landamæra Suður- Afríku. Samt neitaði Botha for- seti um endurupptöku málsins og staðfesti dauðadóminn. Ég vil biðja íslensk stjórnvöld að mót- mæla þessu við Botha,“ sagði Mnisi. -ÞH Tóm rúm I tugatali kosta ríkissjóð yfir 100 miljónir króna á þessu ári á Borgarspitalanum einum. Ástæðan fyrir tapinu: Lágt kaup kvenna í heilbrigðisstótt. Ljósm. E.ÓI. Borgarspítalinn Biðlistar frystir Gunnar Sigurðsson yfirlœknir á öldrunardeild: „Þýðir ekki að lengja listann umfram 50 manns. - Forkastanlegur rekstur og vinnubrögð. “ að er forkastanlegt að ekkert skuli vera gert í þessu. Við erum þeirrar skoðunar að þó öll rúm væru nýtt, væri það á mörk- um þess að spítalinn gæti starfað, hvað þá þegar 70 rúm eru ónotuð mánuðum saman, sagði Gunnar Sigurðsson, yflrlæknir á Borgar- spítalanum í gær. Gunnar sagði ljóst að rúma- skorturinn kæmi tilfinnanlega niður á sjúklingum. „Við verðum að senda sjúklinga heim fyrr en æskilegt væri og án þess að þeir séu rannsakaðir nægilega vel til að rýma fyrir bráðasjúklingum," sagði hann. „í dag er ekki bráða- dagur á spítalanum, en samt er legið á göngum á hjartadeild." Gunnar er yfirlæknir á öldrun- ardeild Borgarspítalans þar sem eiga að vera 56 rúm en eru aðeins um 40 í notkun vegna skorts á starfsfólki. „Biðlisti eftir plássi hér segir afar takmarkaða sögu,“ sagði hann. „Hann var um 50 manns síðast þegar ég vissi og það þýðir lítið að lengja hann umfram það. Hann er því styttri en hann ætti að vera samkvæmt þörfinni." „Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að reka spítalann á þennan hátt og stefnir í tug og jafnvel hundrað miljóna tap á þessu ári. Hér er húsbúnaður og starfslið geysilega vannýtt fyrir vikið en ekkert heyrist frá ráðu- neytinu um betri aðbúnað eða betri laun. Borgin samþykkti á þriðjudag að reisa nýtt barna- heimili og það er spor f rétta átt sem við fögnum. Það þarf hins vegar meira að koma til,“ sagði Gunnar Sigurðsson að lokum. -Á1 Iðnverkafólk Verðtrygging höfuðkrafan Fundarhöld hjá iðnverkafólki víða um land Stjórn Landssambands iðn- verkafólks fundaði á Akureyri á dögunum þar sem m.a. var rætt um kröfugerð og undirbúning fyrir komandi samninga. „Við lítum svo á að höfuðkraf- an í næstu samningum hljóti að vera einhvers konar verðtrygging launa. Hjá slíku verður alls ekki komist, auk þess sem við erum uppi með ýmis sérmál iðnverka- fólks sem þarf að fá afgreidd,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambandsins í sam- tali við Þjóðviljann. Mikil fundahöld hafa verið hjá Iðjufólki á undanförnum vikum. Trúnaðarmannaráð Iðju í Reykjavík fundaði um kröfugerð fyrir skömmu og fyrr í haust hélt Guðmundur Þ. Jónsson fundi með Iðjufólki víða um landið um kjaramál. „Þessi mál hafa fengið mikla og góða umræðu í félögunum um allt land og menn ætla að undirbúa sig vel fyrir komandi baráttu,“ sagði Guðmundur. Stjórn lands- sambandsins hefur verið kölluð aftur saman til fundar í byrjun nóvember. Föstudagur 18. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.