Þjóðviljinn - 18.10.1985, Qupperneq 5
...Tjarnarskóla
Hjörleifur Guttormsson spyr
menntamálaráðherra hvaða
ástæður hafi legið til þess að
ráðuneytið veitti heimild til
stofnunar Tjamarskóla. Hann
spyr hvort ráðherra telji rétt að
ríkið stuðli að því að mismuna
nemendum á grunnskólastigi
með stcfnun skóla af þessu tagi.
Hann spyr einnig hvert séfram-
lag ríkisins, borgarinnar og
annarra aðila til reksturs skólans
og loks hver séu launakjör kenn-
ara þar borið saman við laun
grannskólakennara skv. kjara-
samningum.
...athvarf fyrir unga
fíkniefnaneytendur
Guðrún Agnarsdóttir spyr
heilbrigðisráðherra hvort nefnd
um geðheilbrigðismál, skipuð
1981, hafi skilað heildartillögum
eins og áætlað hafi verið, og
hverjar séu tillögur hennar til úr-
bóta varðandi athvarf fyrir unga
fíkniefnaneytendur. Guðrún
spyr einnig hvernig ráðherra
hyggist bregðast við tillögu
neftidarinnar í þessum efnum.
...innflutningstolla
EBE á saltfiski
og skreið
Kjartan Jóhannsson spyr við-
skiptaráðherra hvemig hann hafi
beitt sér til að knýja á um Efna-
hagsbandalagið að falli frá
ákvörðun sinni um að leggja inn-
flutningstollásaltfisk ogskreið og
hvaða áform ráðherra hafi um
áframhaldandi meðferð málsins
af hálfu íslands.
...viðbrögð við
kynþáttaaðskilnaðar-
stefnunni
Steingrímur J. Sigfússon spyr
utanríkisráðherra hvað íslenska
ríkisstjómin hafi gert á alþjóða-
vettvangi til að mótmæla
kynþáttaaðskilnaðarstefnu
stjórnvalda í S-Afríku.
Steingrímur spyr einnig hvort
ríkisstjórnin hyggist grípa til að-
gerða, svo sem að banna inn-
flutning á vörum frá S-Afríku til
að sýna í verki andúð á kynþátta-
aðskilnaðarstefnunni.
...heilsugæslu
á Vopnafirði
Helgi Seljan spyr heilbrigðis-
ráðherra hvaða ráðstafanir hann
hafi gert til að leysa heilsugæslu-
vandann í Vopnafirði.
...vaxtaálagningu
banka á
innheimtu skuldabréfa
Guðrún Helgadóttir spyr við-
skiptaráðherra hverjir hafi verið
vextir hverrar einstakrar bank-
astofnunar í landinu 1. október
s.l. af skuldabréfum í innheimtu
sem bundin em hæstu lögleyfðu
fasteignalánavöxtum. Guðrún
spyr einnig hvort ráðherra muni
beita sér fyrir samræmingu vaxta-
álagningar ef í ljós kemur að
vextimir em misháir eftir banka-
stofnunum.
Föstudagur 18. október 1985 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA
Þó þingfundir verði áreiðanlega stormasamir á köflum í vetur er jafn víst að viðræður þingmanna á göngum þinghússins verða með öðru sniði. Hér má sjá þá
Mattías Bjarnason, Árna Johnsen og Guðmund J. Guðmundsson á slíkri stund. Ljósm. Sig.
Guðmundur J. Guðmundsson:
Býst við hörðu og
sviptingasömu þingi
Guðmundur J. Guðmundsson: Þekki engan sem er hrifinn af forfæringun-
um innan ríkisstjórnarinnar. Þær boða bara harðari stefnu hjá íhaldinu.
„Stefna ríkisstjórnarinnar
hefur bara í för með sér vax-
andi þrengingar. Ef hún lækk-
ar eitthvað verðbólguna sem
ég hef ekki mikla trú á að hún
geri, þá gerir hún það á kostn-
að launafólks. Hún lækkar
launin þannig að verðbólgan
eykst hjá því fólki þó svo Þjóð-
hagsstofnun sýni útreikninga
um eitthvað annað“, sagði
Guðmundur J. Guðmundsson.
„Andlitslyftingin minnir mann
á þegar verið er að úthluta börn-
um þroskaleikföngum. Því er lýst
yfir nánast að allir ráðherramir
séu óhæfir í því starfi sem þeir
gegndu. Það er talið að ráðherra
þurfi allt að 2 ár til að ná góðu
valdi á sínu málasviði og þegar
því marki er náð er þeim vippað
yfir í annað og þeir látnir vitna
um hvað þeir era hamingjusamir
í nýja embættinu. Þetta þætti
ekki gott ef það væri í Sovét!
Ég þekki engan mann sem er
hrifinn af þessum forfæringum.
Þetta boðar bara harðari stefnu
hjá íhaldinu og við því verða
launamenn að bregðast hart.
Ég býst við hörðu og sviptinga-
sömu þingi, - mun harðari
átökum en verið hefur. Sjálfstæð-
isflokkurinn mun láta meira að
sér kveða en Framsókn sem er
dauðhrædd við kosningar mun
beygj a sig fyrir ö llu. Þeir standa
ákaflega illa og munu halda fast í
stólana.
í byrjun þings verður væntan-
lega fyrst og harðast tekist á um
fjárlögin og boðaðan niðurskurð
í samneyslunni. En það verða
kjaramálin fyrst og fremst og al-
menn lýðréttindi og tryggingamál
sem barist verður um, því þau em
öll í hættu. Þetta eru þau mál sem
Alþýðubandalagið mun beita sér
í nú í byrjun vetrar.
Sjálfur er ég lítill sólómaður en
verð þó með nokkrar tillögur sem
varða réttindamál verkafólks.
Einnig verð ég með tillögu um
afnám lánskjaravísitölunnar,
sem er að svipta ungt fólk lífs-
hamingjunni, vitinu og jafnvel
lífinu. Þá mun ég áfram flytja til-
lögur um endurskipulagningu á
nýtingu sjávarafla og breytingu á
þvf ófremdarástandi sem ríkir í
kjömm fiskvinnslufólks og um
aukna verðmætasköpun í sjávar-
útvegi“, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson að lokum.
-ÁI
5