Þjóðviljinn - 18.10.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Page 9
Þrír fólagar úr Gamanleikhúsinu, Magnús Geir Þórðarson í miðið, Ásgerður Hafstein t.v. og Gottskálk Siguðrsson t.h. Ljósm. E.OI. Gaman leikhúsið Frumsýnir Töfralúðurinn Nýtt leikfélag fyrir níu til tólf óra ViðfrumsýnumTöfralúðurinn á laugardag klukkan fjögur á Hótel Loftleiðum sagði Magn- ús Geir Þórðarson, einn af forsprökkum nýstofnaða leikfélagsins Gaman leik- hússins. Töfralúðurinn fjallar um fjóra nágranna sem eru aldrei sam- mála. Dag einn kemur svo stúlka með dreka og þá verða allir ná- grannarnir sammála um að losna við drekann. Stúlkan reynir að sýna nágrönnunum að það sé hægt að vera glaður og drekinn gerir kraftaverk og þá verða allir glaðir. Við erum búin að æfa þetta leikrit í meira en mánuð og höf- um fengið að æfa í kjallara Nes- kirkju þar sem er samkomusalur með sviði. Gaman leikhúsið er þannig til- komið að ég hef alltaf haft ofsa- legan áhuga á leikhúsi. Ég fékk leikrit hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga og við höfum sótt um inngöngu í það og göngum senni- lega í bandalagið á laugardag. Leikendur eru sjö en alls eru 23 í leikfélaginu og sem taka þátt í sýningunni. Það er til dæmis sýn- ingarstjóri, ljósamaður, sviðs- menn, hvíslari og fleira. Ég teiknaði leikmyndina og við mál- uðum hana í sameiningu. Það er dýrt að setja upp leikrit, við höf- um þurft að kaupa efni, leigja sal, borga í Bandalag íslenskra leikfé- laga, prenta leikskrá, útvega leikmuni og svo er ýmislegt sem þarf að kaupa. Við fjármögnum leikskrána með auglýsingum og tókum sjálf allar myndir í leik- skránna. Þeir sem ekki leika tóku myndirnar. f leikskránni eru líka upplýsingar um Gaman leikhús- ið. f Gaman leikhúsinu eru krakk- ar frá níu ára uppí tólf ára og það geta flestir verið með þó allir geti kannski ekki leikið. Frumsýningin verður á laugar- dag og svo verða tvær sýningar á sunnudag kl. 1 og 4. Það fer eftir aðsókn hvort sýningarnar verða fleiri og hvort félög biðja okkur um að leika. Við ætlum að leika Töfralúðurinn í Neskirkju og svo í kirkjunni á Seltjamarnesi en við getum flutt sýninguna ef þess er óskað. Á frumsýningunni byrjum við á því að hafa leiki sem áhorfend- ur taka þátt í og svo verður spurn- ingakeppni. Eftir hlé sýnum við leikritið og miðum við að þetta verði skemmtum fyrir alla fjöl- skylduna. Miða er hægt að panta í síma 14307 milli klukkan átta og níu á kvöldin og þeir verða líka seldir við innganginn. Miðinn kostar 100 krónur og fylgir leikskrá hverjum miða. arrf VEITINGAR Fógetinn Góð stemmning í gömlu húsi Því hefur verið hvíslað hér á Þjóðviljanum að Fógetinn væri að verða einn vinsælasti staður í bænum. Ákveðið var að gera út smakkara ásamt fylgdarliði til þess að skera úr um í hverju vinsældir staðar- ins væru fólgnar. Húsið sjálft á sinn þátt í að laða fólk að því það er fallegt gamalt bámjárnsklætt timburhús sem hefur verið gert upp á mjög smekklegan hátt bæði utan og innan. Utan er það blámálað með dökkri viðarhurð og fallegum ljóskemm og innan er það dökka viðarklæðningin sem skapar hina vinsælu kráarstemmningu. Fóg- etinn við Aðalstræti er í raun sönnun þess að viðhald gamalla húsa gefur borginni þann svip sem manni finnst menningar- borgir eiga að hafa. Því án gömlu húsanna týnum við sögunni. Saga hússins sem Fógetinn er í verður ekki rakin hér en menn geta bmgðið sér þangað og lesið sér til um söguna innan á matseðlinum. Matseðillinn er fremur hefð- bundinn og fátt um óvenjulega matseld. Fógetinn virðist sérhæfa sig í fiskréttum en þegar betur er að gáð sést að matseldin á fisk- inum er fremur venjubundin þótt að fiskréttimir séu fleiri en kjötr- éttirnir. Lambakjötið varð fyrir valinu hjá undirrituðum en ost- rukokteill í forrétt. Það má segja að kvöldið hefði orðið fullkomið hefðu ostmrnar verið jafnljúf- fengar og lambalundirnar. Kjöt- rétturinnvar borin fram á mjög svo hefðbundinn hátt með hálf- bakaðri kartöflu og upphituðu frosnu grænmeti, en lambalund- irnar gióðuðu voru fyrsta flokks. Það verður sjálfsagt langt að bíða þess að veitingahús bæjarins fari að átta sig á þeim reginmun sem er á nýju og frosnu grænmeti. Fylgdarmenn létu vel af sínum skömmtum, þ.e. djúpsteiktum skötusel annars vegar og nauta- steik hins vegar. Nautasteikurað- dáandinn sagði að kjötið væri „gott en ekki fínt“. Ég þyrfti nú að fá eitt stykki Jónas Kristjáns- son til að leysa svoleiðis dæmi. Skötuselsætan sagði fiskinn vera frábæran en sósumálin öll í skötu- líki. Sagðist hann helst vilja fá sænskættaðar sósur á graflaxinn (forréttinn) og þýskættaðar og skötuselinn og helst allt saman í stríðum straumum. Það má segja að Þjóðvilja- menn hafi átt náðuga kvöldstund á Fógetanum sem endaði með sósumálsumræðum yfir rjúkandi kaffibollum. Og það er ekki of- sögum sagt af vinsældum staðar- ins; má heita að það hafi verið hvert borð setið og fylltist stöðugt er líða tók á kvöldið. Þjónustan var svo góð að maður tók ekki eftir henni. R. TIL DÆMIS Síðasti dagurinn á kvikmyndahátíð kvenna er í dag, föstudag og því tilvalið að velja sér eina góða mynd í kvöld. Hvernig væri t.d. Varda eða „Á hjara veraldar" ef þú skyldir hafa misst af henni á sínum tíma? Tónverk eftir innlendar og erlendar konur verða flutt á Gerðubergi á sunnudag kl. 20.30. Og munið: Það kostar ekkert inn á Gerðuberg. Ef þú átt heima á Akureyri, bendum við á sýningar Rutar Hansen og kynningu á verkum Kristrúnar Sigfúsdóttur. Þá verður opnuð samsýning í Dynheimum kl. 17 á laugardag og gjörningur við opnunina. Á ísafirði verður norræn vaka á sunnudagskvöld og hefst hún kl. 20.30 í menntaskólanum. Sýnd verður kvikmynd, lesið úr verkum Antti Tuuri, sungið og spjallað. Ef þú býrð í bænum og ert að hugsa um að gera eitthvað skemmtilegt á laugardagskvöldið annað en að fara á dansleik, bendum við á skemmtilega miðnætur- sýningu í Austurbæjarbíói: Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk f leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar. Og svo má taka einn hring Kjarvalssýningamar í bænum á sunnudaginn: Listasafnið, Kjarvalsstaðir og Háholtið. Að lokum: Þeir sem búa fyrir norðan hafa úr ýmsu að veija: Bubbi Mortens heldur tónleika í Hrísey á föstudagskvöld, Dalvík á laugardagskvöldið og á Ak- ureyri á sunnudagskvöldið. Föstudagur 18. október 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.