Þjóðviljinn - 20.10.1985, Page 4
Hamfarirnar í
MEXIKO
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð-
ingur: Lærdómsrík ferð sem vonandi
skilar góðu af sór. Mynd E.ÓI.
Rœttvið Ragnar
Stefánsson
jarðskjálftafrœðing sem
ernýkominn frá
jarðskjálftasvœðunum í
Mexíkó: Sorgiegastað
horfa á persónulega hluti
sem minntu á að það lá
fólk
undir rústunum
Þessi 10 hæða klæðaverksmiðja í höfuðborginni hrundi að mestu saman í jarðskjálftunum. Eins
myndinni stendur neðsta hæðin nær óskemmd uppi en allar hæðirnar þar fyrir ofan hafa fallið
Husin hreinlega
iöguðust í sundur
Þessar tvær myndir eru dæmigerðar fyrir hvernig jarðvegurinn er, sem er undir
höfuðborginni. Efri myndin sýnir hús sem er að hálfu soj<kið í gljúpan jarðveg-
inn eftir skjálftana, en neðri myndin sem tekin var nokkrum dögum síðar sýnir
sama hús að mestu sokkið í jörðu.
Hópur íslenskra vísinda-
manna og sérfræðinga er ný-
kominn heim úr rúmlega viku
ferðalagi umjarðskjálfta-
svæðin í Mexíkó. Ferð þessi
varfarin að undirlagi svon-
efndrar landsnefndar um jarð-
skjálftavarnir. Vartalið ráðlegt
að menn reyndu að afla upp-
lýsinga og draga lærdóm af
reynslu heimamannaeftir
hörmungarnar í Mexíkó en í
höfuðborginni þarsem
manntjón varð langmest eru
byggingar á margan hátt með
sama sniði og þekkist hér-
lendis.
Þeir sem fóru til Mexíkó voru;
Guðjón Petersen forstöðumaður
Almannavama ríkisins, Júlíus
Sólnes prófessor frá verkfræði-
deild Háskólans, Ragnar Sig-
björnsson forstöðumaður verkf-
ræðistofnunar Háskólans, Ragn-
ar Stefánsson jarðskjálftafræð-
ingur hjá Veðurstofu fslands og
Vífill Magnússon arkitekt, en
hann bjó um árabil í Mexíkó og
var túlkur í ferðinni.
Þjóðviljinn átti á dögunum
stutt samtal við Ragnar Stefáns-
son jarðskjálftafræðing um ferð-
ina tii Mexíkó og spurði hann
fyrst hvemig hefði verið umhorfs
í höfuðborginni.
1000 hús
hrunin
- Miðað við þær fréttir sem við
höfðum haft af þessum hörmung-
um þá virtust skemmdirnar ekki
vera eins miklar og mátt hefði
trúa. Þær eru mjög miklar, en
það er alrangt að borgin í heild
hafi fallið eins og hefur mátt
skilja á fréttum. Það eru líklega
um 1000 hús sem hafa hmnið í
skjálftanum, fyrst og fremst stór-
hýsi 12-13 hæðir og aðalskemmd-
irnar virðast vera á innan við 25
ferkm. svæði í miðborginni. Það
vekur einnig athygli að húsin eru
mjög mismunandi skemmd,
jafnvel í sömu götu. Stundum
stendur hús sem virðist lítið
skemmt við hliðina á algerri rúst.
Það virðist vera mjög mismun-
andi hvernig þessi hús hafa
skemmst og hrunið. Sum ofanfrá
og önnur að neðan. Kom þetta
eícki nokkuð á óvart?
- Það var mjög áberandi að víð
virtist neðsta hæðin í þessum
stórhýsum hafa gefið sig og þar
hefði hmnið byrjað. Nokkrar
neðstu hæðirnar hmnið niður en
efsti hlutinn stóð eftir óskemm-
dur. Annað sem við sáum líka var
að efsta hæðin hafði brotnað en
húsið nær óskemmt að öðm leyti.
Þriðja einkennið var, sem benti
til þess hve jarðvegurinn er linur
undir borginni, að hús höfðu
hreinlega sokkið og eins sá mað-
ur ummerki á götum þar sem
jarðvegur hafði rótast mikið til
undir götunum.
Byggingareglu-
gerðir hundsaðar
Aðalskjálftinn stóð í heila mín-
útu og þetta var talsvert mikil
hreyfing og það virðist hafa gert
útslagið á nokkuð margar bygg-
ingar. Þetta hefur verið taktföst
sveifla í heila mínútu sem hrein-
lega jagaði húsin í sundur.
Hvernig sýndist þér vera staðið
að byggingum þarna á þessu
svæði? Var það mjög ábótavant
með tilliti til skjálftavirkni?
- Það er mjög erfitt fyrir okkur
að dæma um slíkt á svona hraðri
yfirferð, en hins vegar em nokk-
uð stífir byggingastaðlar í hinni
formlegu byggingareglugerð. Að
vísu má segja, að eitthvað hafi
þeir vanmetið þær hreyfingar
sem gætu orðið þarna, en það
vom margir sem héldu að mestu
skipti þó, að verktakar hafi getað
komið sér undan að fylgja þess-
um reglugerðum.
Virtist þessi stóri skjálfti hafa
komið almenningi algerlega í
opna skjöldu? Hvað fannst al-
menningi um viðbrögð
stjórnvalda?
- Það kom mjög oft fram í
spjalli við þá sem við hittum á
götu, að almenningur taldi að
stjórnvöld hefðu staðið sig illa í
björgunaraðgerðum. Fulltrúar
borgaryfirvalda sem við hittum
að máli viðurkenndu að al-
mannavarnarkerfið þeirra hefði
ekki virkað. Það fólk sem við
hittum úti á götu, fræddi okkur
um það, að strax eftir skjálftann
hefði myndast mjög öflug björg-
unarhreyfing sjálfboðaliða eins
og af sjálfu sér. Það virðist vera
nokkur hefð fyrir því að það
myndist slíkar hreyfingar. Þetta
vom að einhverju leyti íbúa-
samtök og aragrúi af skólafólki
auk Rauða kross fólks sem mynd-
aði saman eina heild sem manni
skyldist að hefði verið langdug-
mest við að bjarga fólki.
Allar tölur
á reiki
Liggur Ijóstfyrir hversu margir
hafa farist í þessum jarðskjálft-
um?
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. október 1985