Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 7
FRÉTTASKÝRING Mokað í musterin Á fyrri helming þessa árs hafa skuldir verslunarinnar í banka- kerfinu aukist um 1 V2 miljarð króna sem er ríflega helmingi meira fjárstreymi til verslunarinn- ar þaðan en á sama tíma í fyrra. Á síðustu 24 mánuðum hefur fjár- streymið úr bankakerfinu til versl- unar numið nær 5,2 miljörðum og heildarskuldir verslunar í bönkum eru nú nær 8,7 miljarðar. Hvaða fjárhæðir er hér um að ræða? Það sést kannski. best, ef þessar tölur eru bornar saman við útlán bankakerfisins á sama tíma til sjávarútvegs, undirstöðu- atvinnuvegs þjóðarinnar. Ef af- urðalán eru talin með, en þau eru ekki tekin af innlendum spamaði heldur erlendum lánum þar sem þau koma á móti útflutningsaf- urðum, þá varð aukning útlána til sjávarútvegs á þessum tíma uppá 5,7 miljarða. Ef við hins vegar skoðum lánaaukninguna ein- göngu út frá útdeilingu banka- kerfisins á sparifé almennings, þá hefur verslunin á sl. 12 mánuðum fengið í sinn hlut 2,3 miljarða, sjávarútvegur 972 miljónir, land- búnaður 783 miljónir og iðnaður rúman 1 miljarð. Þessar athyglisverðu tölur voru lesnar yfir þingheimi í vjkunni af Svavari Gestssyni. „Þetta segir þá. sögu“, sagði Svavar, „að verslun- in, kaupsýslan, gæslugrein ríkis- stjórnarinnar, hefur hirt fjár- magnið úr bönkunum. Þarna sést hvar áherslan liggur. Ríkisstjórn- in leggur rækt sína við eyðslu gæðinganna en vanrækir fólkið. Þjóðarbókhaldið er vitlaust, eins og vitur maður sagði nýlega. Það sem borgar sig er að eyða. Það er tap á því að framleiða verðmæti“. Ótrúlegar tölur Sigurður E. Haraldsson for- maður Kaupmannasamtakanna segir að sér finnist þessar tölur ótrúlegar. „Við skulum gæta að því að verslunin á ekki aðgang að neinum langlánasjóðum. Hún er algerlega háð því að henni sé fleytt áfram frá degi til dags. Aðr- ir atvinnuvegir eiga rétt á fyrir- greiðslu í bankakerfinu en við ekki“. Satt og rétt hjá Sigurði, en staðreyndin er samt sú að stærst- um hluta af sparnaði almennings hefur verið útdeilt af banka- kerfinu á síðustu tveimur árum til verslunareigenda og Utlánastefnan Þannig var sparifé landsmanna útdeilt af stjórnvöldum og bankakerfi á milli sjávarútvegs og verslunarásl. 12mánuöum.Tæpur miljarður í undirstöðuatvinnuveginn en 2.3 miljarðar í verslunina. •-acCTCPcrnr,Ti:T^ kaupsýslumanna. Grunnatvinnu- vegir þjóðarinnar, sjávarútveg- ur, iðnaður og Iandbúnaður, hafa setið á hakanum. En hvert hefur þetta lánsfé verslunarinnar runn- ið?. Varla til að fleyta versluninni áfram frá degi til dags. Sjóvarútvegurinn þœði meira Er þetta sú fjármagnsdreifing bankakerfisins milli atvinnuveg- anna sem menn telja eðlilega? Árni Benediktsson fyrrv. for- stöðumaður Sjávarafurðadeildar SÍS segir að það skipti sjávarút- veginn mestu að hafa eðlileg lán hvað sem aðrir fá. „Ég held að við myndum vilja þiggja meira en samt hefur þetta verið í sæmi- legum friði. Eg hef ekki löngun til að segja álit mitt á verslun, ég þékki ekki fjárþörf hennar. En hvert hefur allt þetta lánsfé verslunarinnar runnið? Það þarf ekki nema að fara í stutta ökuferð um höfuðborgarsvæðið til að finna svarið. Jafnvel dugir fyrir marga að h'ta út um gluggann heima hjá sér. Hvert sem litið er blasa við nýju verslunarhallimar, markaðirnir og skrifstofubygg- ingarnar, jafnvel upp á tugi hæða. í nýjum miðbæjarkjarna höfuðborgarinnar í Kringlumýri er að rísa upp í mýrinni steypu- musteri fyrir miljarða króna. Hagkaupshöllin á að vera „borg í borginni“ að sögn forráðamanna fyrirtækisins og þar verður versl- unarrými sem samsvarar nær öllum verslunum við Laugaveg- inn í byggingu sem þekur álíka stórt svæði að grunnfleti og 5 knattspymuvellir. „Það er langt frá því þörf á allri þessari fjárfestingu í verslunar- húsnæði á síðustu árum“, segir formaður Kaupmannasamtak- anna Sigurður E. Haraldsson og hann heldur áfram. „Ég held að verslunin sé að lenda ofan í sama pyttinum eins og útgerðin á sín- um tíma. Menn eru að reisa sér hurðarás um öxl og ekki lagast það ef allt það kemst í notkun sem nú er í smíðum. Ég tel að við séum komin út á hálan ís í þessum efnum og þetta hlýtur að skapa mikla erfiðleika hjá þeim sem standa að þessari fjárfestingu og það er auðvitað neytendum í landinu dýrt ef miklu meira fjár- magn er komið í verslunarrekstur heldur en nauðsynlegt er“. Já, skyldi ekki einmitt núna vera brýn þörf fyrir að byggja „borg í borginni"? Ef gerður er einfaldur samanburður á verslun- arrými hérlendis á hvern íbúa t.d. á höfuðborgarsvæðinu og í helstu stórborgum nágrannalandanna þá kemur í ljós að hérlendis eru nákvæmlega helmingi fleiri versl- unarfermetrar á hvem íbúa, en þekkist þar sem mest er erlendis. Á sama tíma og 2 ferm. þykja eðlilegt verslunarrými á íbúa í stórborgum heimsins duga að mati verslunareigenda, banka- kerfisins og stjórnvalda ekki minna en 4 ferm. í höfuðborginni á íslandi. Og áfram er byggt. Á síðustu 20 ámm hefur verslunar- rými í Reykjavík aukist um ná- lega helming eða úr 150 þús. ferm. í 330 þús ferm. og á næstu árum er líklegt að fermetrafjöld- inn verði kominn í um 400 þús- und. Allur fjör- magnskostnaður út í vöruverðið „Ég vil ekki vera með neinar hrakspár en ég legg áherslu á að verslunin geti þjónað sínu hlut- verki á hagkvæman máta. Við hjá Kaupmannasamtökunum höfum lagt áherslu á að kostnaðurinn við þann þátt samneyslunnar, sem við teljum að verslunin sé, eigi að vera hóflegur og til þess að svo megi verða, verður að vera skynsemi í því hvað menn em að leggja mikið í fjárfestingu. Hér- lendis er fjárfesting nú orðið miklu dýrari en víðast annars tað- ar. Vextirnir em 30-40%. Það er því dýrt að skulda og auðvitað leggst allur slíkur kostnaður á þá þjónustu sem verslunin innir af hendi. Það er hvergi annars stað- ar hægt að taka þann kostnað", segir formaður Kaupmannasam- takanna á hreinskilinn hátt. Það væri ráð að fleiri aðilar, einkum þeir sem halda utan um stjórn í landinu og þeir sem halda utan um sparifé landsmanna, hætti að hugsa á þeim nótum að það borgi sig að eyða. Almenn- ingur í landinu veit orðið betur, og hann er hvorki í stakk búinn né reiðubúinn að greiða reikning- inn fyrir verslunarhallirnar. -|g LEIÐARI Þjóðarbókhaldið ervitlaust Ríkisskattrannsóknarstjóri hefur nýlokiö um- fangsmikilli athugun á bókhaldsgögnum fjöl- margra aðila sem standa í einkarekstri. í raun sannri væri nær aö tala um athugun á bókhalds- leysi því meirihluti fyrirtækjanna gat ekki sýnt fram á annað en óreiöu. Þetta úthlaup skatta- lögreglunnar hefur fært yfirvöldum heim sann- inn um hvert hiö raunverulega ástand er í þess- um málum. Fyrir almenning voru þetta engin ný sannindi. Næsta verkefni ríkisskattrannsóknarstjóra og starfsmanna hans ætti aö vera að kanna sjálft þjóðarbókhaldið. Þar virðist allt vera fært inn með öfugum formerkjum þessi misserin. Eyðslan verður að hreinum hagnaði í bókhald- inu en framleíðslan skilar stórtapi. Hér er ekki um neitt grín að ræða. Staðreynd- in er sú að ríkisstjórnin með dyggilegri aðstoð bankakerfisins hefur snúið þjóðarbókhaldinu á hvolf. Dæmin blasa hvarvetna við. Á sama tíma og verslunarhallir og viðskiptamarkaðir spretta upp í mýrarkeldum, ekki bara ein og ein verslun heldur heill Laugavegur á fimmföldum fótbolta- velli er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar að deyja drottni sínum. Sjávarplássin eru þessa dagana hvert af öðr- um á uppboði. Tálkafjörður, Grundarfjörður, Ól- afsvík í gær og Húsavík á morgun. Á meðan streymir fjármagnið yfir í verslunarhítina, vegna þess að bókhaldið sýnir að því meira sem er eytt, því meiri verður hagnaðurinn. En hagnaður hverra? Varla neytenda sem verða látnir borga steypuhallirnar í hækkuðu vöruverði? Enn síður verður það hagnaður þeirra sem staðið hafa í ströngu að afla þjóðar- búinu tekna með því að draga fisk úr sjó og verka hann en sjá nú á eftir hverjum togaranum af fætur öðrum suður í biðsal Fiskveiðasjóðs við Lækjartorg. Þar eru þeir best geymdir sam- kvæmt uppáskrift þjóðarbókhalds ríkisstjórnar- innar. En almenningur sér í gegnum þennan hrá- skinnaleik. Hann sér í gegnum þykka steinsteypuveggi verslunarmusteranna og for- ystumaður kaupmannastéttarinnar viðurkennir að of langt sé gengið. „Það er langt frá því þörf á allri þessari fjár- festingu í verslunarhúsnæði á síðustu árum, segir hann í samtali við Þjóðviljann. „Ég tel að við séum komin út á hálan ís í þessum efnum,“ heldur hann áfram og bætir því við að auðvitað leggst allur fjármagnskostnaðurinn á þjónustu- verð verslunarinnar. „Það er hvergi annars staðar hægt að taka þann kostnað,“ segir for- maður Kaupmannasamtakanna. Gjaldþrotastefna ríkisstjórnarinnar er háska- leg. Ekki einungis vegna þess að hún kippir grundvellinum undan höfuðatvinnuvegi þjóðar- innar og lífsafkomu almennings, heldur líka vegna þess að hún stefnir að því að festa í sessi yfirstétt í landinu. Yfirstétt verslunargróðans sem þiggur sparifé landsmanna að gjöf úr höndum stjórnvalda. Almenningur verður að átta sig á því að það er hann og enginn annar borgar reikninginn og það er hann og enginn annar sem á eftir að gera upp reikningana við ríkisstjórn gialdþrotastefn- unnar. " - Ig Sunnudagur 20. október 1985 ÞJÓÐVILJIRN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.