Þjóðviljinn - 20.10.1985, Page 8
SUNNUPAGSPISTILL
Indríði G. Þorsteinsson:
Jóhannes Sveinsson Kjarval
Æfisaga I-II
AB Reykjavík 1985
Þá hefur séð dagsins ljós þessi
stóra ævisaga Kjarvals sem hefur
verið í bígerð í nokkur ár.
Áður hefur verið skrifað um
Jóhannes Kjarval eins og menn
vita. Thor Vilhjálmsson setti á
bók persónulegar hugrenningar
um mann og listamann og náði
góðri sveiflu í lýsingu á samlífi
skálds og listar. Matthías Johann-
essen tókst í sínu Kjarvalskveri
með tilstilli virkar forvitni og
skilnings að skrá margt merkilegt
sem aðrir höfðu ekki heyrt eða
tekið eftir. Björn Th Björnsson
fjallar í myndlistarsögu sinni ýt-
arlega um feril Kjarvals af
traustri kunnáttu og prýðilegri
stflgáfu. Halldór Laxness gat
komið ótrúlega miklu fyrir á
þeim tæpum tuttugu bókarsíðum
sem eru inngangur hans að lista-
verkabók Kjarvals frá 1950.
Vandi á höndum
Indriða G. Þorsteinssyni er því
1 C|
ÁRNI
BERGMANN
ærinn vandi á höndum: óhjá-
kvæmilegt er að hans framlag sé
borið saman við það sem fyrr er
skrifað. í annan stað fara menn
ekki að líta á slíka ævisögu sem
enn eitt tillagið í íslenska fjölda-
framleiðslu á slíkum bókum og
sætta sig við það, að hún er kann-
ski ofan við meðallag í þeim
flokki. Ævisaga Kjarvals er, eins
og til er stofnað með stuðningi
Reykjavíkurborgar og samstill-
ingu við aldarafmælið, orðin ,æes
publica“. Menn vilja fá bók sem
Kjarval má vera fullsæmdur af.
Aðferð
Aðferð Indriða er næsta hefð-
bundin. Hann hefur viðað að sér
miklum gögnum og rekur sig
áfram eftir þeim í tímanum -
frekar en hann flokki þau eftir
inntaki. Stundum vitnar hann til
þess sem fyrr var skrifað - t.a.m.
lætur hann Björn Th. að mestu
um myndlistarsöguna og gerir
svosem enga tilraun til þess sjálf-
ur að finna Kjarval stað á þeim
vettvangi. Bréf hefur hann
skoðað mörg til Kjarvals og frá
hans hendi og þau eru allmikið
notuð, einnig rit Kjarvals og
greinar og það kemur reyndar
mjög greinilega fram í bókinni,
hve mikið og oft Kjarval hefur
stungið niður penna. Pá hefur
bókarhöfundur talað við sam-
ferðamenn og vini og spurt þá uip
ferðalög Kjarvals og sýningar og
sérvisku og margt fleira.
Að banalísera
Best tekst þessi aðferð ævi-
söguritarans í fyrstu köflum bók-
arinnar, þegar fjallað er um
bemsku og uppvaxtarár og náms-
ár. Þar nýtur hann líka góðs af því
að tíminn hefur þegar unnið sitt
grisjunarverk. öllu daufari verð-
ur sagan svo eftir að Kjarval er
heim kominn og farinn að stunda
það listræna útilegumannalíf sem
þjóðin hefur verið að hugsa um
og segja af sögur lengi. Ekki svo
að skilja: maðurinn er svo merk-
ur og sérstæður að alltaf öðru
hverju heyrum við eitthvað til
hans eða af honum sem dregur til
sín athyglina. En þegar á heildina
er litið sígur yfir frásögnina ein-
hver þoka einhæfni og endur-
tekninga. Það verður næsta lítill
munur á því stóra og því smáa.
Við kynnumst því til dæmis næsta
vel, að snemma fóru íslendingár
að Iáta í Ijósi mikla hrifningu af
Kjarval og verkum hans. Ekki
nema sjálfsagt að því sé til skila
haldið, ekki síst elsta vitnisburði
af þessu tagi, sem tengist þokka-
fullri og bamslegri hrifningu
hinna ómyndvönu af því að sjá
land sitt á lérefti. En þegar til
lengdar lætur verður þessi lof-
söngur nokkuð þreytandi og laus
við kjarnsæi. Of mikið af öllu má
þó gera, segir í kvæðinu. Margt í
þessari bók, ekki síst tilburðir
Indriða til útlistunar á því sem
gerist eða af munni hrýtur,
minnir á það sem Halldór Lax-
ness eitt sinn sagði um skrif Jón-
asar frá Hriflu um Einar Bene-
diktsson: hann karakteríserar
ekki heldur banalíserar.
Heimildir og
einbeiting
Svo er annað: það eru miklar
heimildir dregnar til þessarar
ævisögu en lesandinn hefur enga
hugmýnd um það, hvemig að er
staðið. Var farið í öll bréf sem til
eru, eða hluta þeirra og hvað
vantar af því sem menn vita að til
er? (Á Kjarvalsstöðum var sagt
frá því á blaðamannafundi á dög-
unum að það væri enn eftir að
taka upp úr mörgum kössum úr
fómm Kjarvals og skrá innihald-
ið). Heimildaskrá fylgir engin
sögunni og mjög undir hælinn
lagt að lesandinn geti áttað sig á
því, hvaðan hvað er komið.
Enn er sá galli á verki Indriða,
að hann einbeitir sér aldrei að
ákveðnu viðfangsefni. Tökum til
dæmis samskipti listamanns og
ráðamanna á landi hér, söguna af
þvf hve oft og lengi og vandræða-
lega er frestað ákvörðunum og
framkvæmdum um að reisa hús
yfir Kjarval og list hans. Um þau
mál er getið hér og þar, en hvergi
almennilega á þeim tekið. Af því
klúðri öllu saman segir Indriði þó
eina sögu mjög eftirminnilega:
hún er af því þegar ráðherrar
reyna með list og vél að fá Kjar-
val áttræðan til að taka við stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar og
hann verst eins og best hann get-
ur.
Stflþrif forðast Indriði yfirleitt
og má vel vera að það sé skyn-
samleg stefna hjá honum. En
stundum verður hann fyndinn
eins og óvart eins og í þessu dæmi
hér:
„Ásmundur (frá Skúfsstöðum)
var á þeim árum talinn efnilegt
skáld, en seinna giftist hann söng-
konu af ungverskum greifaætt-
um, Irmu Barkany, og urðu þau
þekktir borgarar í Reykjavík“.
Hann var djúpur þessi!
í bókinni eru bæði nauðsyn-
i legar ljósmyndir af Kjarval og
hans fólki og síður nauðsynlegar
myndir frá stöðum sem hann hef-
ur komið á og fólki sem hann
hefði kannski séð í London og
annarsstaðar. Myndir af lista-
verkum eru fáar og njóta sín nátt-
úrlega ekki sem skyldi í tiltölu-
lega litlu broti bókarinnar.
Bœtir litlu við
Niðurstaðan af því sem að
framan var sagt verður helst þessi
hér: Indriði hefur of lítið til sfns
verkefnis að færa. Hann hefur
aldrei látið sér detta neitt það í
hug frammi fyrir verkum Kjar-
vals, sem gæti fengið hann til að
nálgast listamanninn. Hann hef-
ur ekkert það að segja „sem ekki
er í vörslum hinna“ um sérstæðan
persónuleika Kjarvals, enn síður
en aðrir getur hann skyggnst með
sannfærandi hætti á bak við
„skringilegheitin“ margfrægu.
Þessi ævisaga, þótt stór sé, bætir
svo litlu við það sem áður var sagt
og skrifað og skilur svo margt það
eftir óafgreitt sem varðar Jó-
hannes Kjarval, að sú spurning
hlýtur að vakna hvort mikils væri
misst ef hún hefði verið óskrifuð
látin. Það er vitanlega út í hött að
velta vöngum yfir því nú, en ólíkt
skynsamlegra hefði verið að
biðja mann eins og Bjöm Th.
Bjömsson að skrifa ýtarlega lista-
sögu Kjarvals - og hefði það ekki
sakað þótt til slíks verks væri tek-
inn góður tími. Ýmislega aðra út-
gáfustarfsemi má einnig hugsa
sér sem er meira en ómaksins
verð - til dæmis að gefa út úrval
bréfa Kjarvals eða kannski bréf
sem fóm milli þeirra Tove á
löngum tíma. ÁB
Kvikmynd um furðusögu
Lítil Vínarborg í auðnum Ástralíu
Ástralíumaðurinn Ben Lewin
hefur gert merkilega kvik-
mynd í tveim hlutum um unda-
rlega uppákomu úr seinni
heimsstyrjöld: Eftirað breski
herinn flúði frá Dunkrik
sumarið 1940 gaf Churchill út
skipun um að allir Þjóðverjar,
Austurríkismenn og ítalir, sem
búsettir voru í Bretlandi, yrðu
handteknirsem hugsanlegir
njósnarar. Svo fór að um
2500 flóttamenn frá Hitlers-
Þýskalandi, flestirGyðingar,
voru sendir undir strangri
varðgæslu alla leið til Ástralíu
og látnirreisasérfangabúðir
þarúti íauðninni, langtfrá
öllum öðrum.
Mynd er sögð spennandi vel og
um leið full með drjúgum húmor,
sem höfundurinn finnur í aðstæð-
um sjálfum. Hann kemst svo að
orði: „Ef menn eiga í stríði er
ætlast til þess að stjómin viti hver
er með hverjum. En í þessu dæmi
virðist sem stjórnin hafi með öllu
látið það lönd og leið hver var
óvinur og hver bandamaður.“
Og þessvegna vom þýskir og
austurrískir gyðingar - rabbíar,
bakarar, prófessorar, tónlistar-
menn og skraddarar, sendir til
Ástrah'u, gmnaðir um að þeir
væm nasistar! Þeir vom sendir á
afar afskekktan stað sem kallast
Hay. Og þar eð þeir vom útilok-
aðir frá siðmenningu komu þeir
sér upp menningarlífi sjálfir og
breyttu Hay í einskonar vasaút-
gáfu af Vínarborg. Fangabúðim-
ar eignuðust póhtíska flokka,
hljómsveit, háskóla og kaffihús.
Persónur myndarinnar em
uppfinning höfundar, en hann
hefur kynnt sér rækilega mál
þessara „Dunera-stráka“, eins og
hópurinn var kallaður eftir
skipinu sem flutti þá til Ástrahu.
Eitt atvik er í myndinni ótrúlegt
en satt. Þýskur kafbátsforingi
kemst að því með því að skoða
tösku sem flýtur á sjónum að um
borð í Dunera séu þýskir menn.
Og hann ákveður að fylgja
skipinu til Ástralíu og vemda það
- vegna þess að hann heldur að
um borð séu ekki gyðinglegir
flóttamenn heldur stríðsfangar úr
her Hitlers, vopnabræður hans!
Kjarvals-
saga
Indriða
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN