Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 11
VHDTALIÐ VIÐTAIJÐ Ég fæddist á ísólfsskála fyrir utan Grindavík, þaö er á milli Krísuvíkur og Grindavíkur. Faðir minn hafði smíðað hús þar. Síð- an fórum við til Grindavíkur þar sem faðir minn var sjómaður. Hann er reyndar ekki Grindvík- ingur, hann er Snæfellingur, af Kvíabryggju, móðir hans átti þar heima. Síðan óx ég bara upp í Grindavík. - Vár eitthvað sérstakt sem ör-' vaði skáldskaparhneigð þína í bernsku? Snerting við það sem nefnt er menning, bækur? Nei það held ég ekki. Ég held að ímyndunaraflið sé allt annars eðlis, það er ekki tengt bókum. Bókin er lokastig ímyndunar- aflsins. Pað er þá sem ímyndun- araflið deyr á vissan hátt, ímynd- unarafl einstaklingsins. Síðan getur vel verið að ímyndunarafl þjóðfélagsins taki við, maður veit það ekki. En listaverkið er loka- stig ímyndunaraflisins, ekki upp- haf þess. - Það að þú ferð síðar að skrifa helgast þá ekki af því að einhverj- ar bækur hafi haft áhrif á þig. Það voru engar bækur til heima hjá mér. Ég var ekki alinn upp við bækur eða lestur eða „menn- ingu“ eins og það er kallað. Pað var ekkert svoleiðis þar. - I myndlistarumfjöllun í Helg- arpóstinum fyrir nokkrum vik- um rifjaðir þú upp að hafa skrif- ast á við norskan dreng eftir stríð, en það samband hafi slitnað þeg- ar þið genguð ólíkan lífsveg; hann fór á sjóinn að hætti feðra sinna enþú gekkst menntaveginn. Ég tala nú líka eitthvað um það að menningarbylting þýska hers- ins hafi verið öðruvísi en hins bandaríska. Það er mjög líklegt að áhrif hersins á hugsanagang okkar og efnahag hafi orðið til þess að ég gat rofið hefðina. Ef þær ytri efnahagsaðstæður hefðu - Var frjótt andlegt líf í Reykja- vík á þeim tíma? Ég get nú ekki dæmt um það vegna þess að ég var ekki í því. Ég var áhorfandi. Ég hef aldrei verið inní listamannalífi hér á landi, aldrei tengst því. - En að sjá? Jáþað virtist vera. Égmanþeg- ' ar ég kom til Grindavíkur aftur þá fannst mér ég alltaf hafa þroskast; ég fann mun á mér. - Fannst þér að þú værir að fjarlægjast uppruna þinn? Nei, ég hef alltaf fjarlægst upp- runa minn. Ég hef aldrei haft sál- arlíf þess eðlis að í því sé einhver löngun til að skipta um stétt. - Var gjá á milli þín og lista- fólks í höfuðborginni? Já, gífurlega mikil. Það er kannski þes vegna sem ég hef aldrei umgengist listamenn, ég hef aldrei litið á mig sem slíkan. Ég neyðist til að segja að ég sé rithöfundur eða þvíumlíkt, en þegar ég kom nálægt þessu fólki þá talaði það um það að vera listamaður væri svo gífurlega mikið og merkilegt. Ég gat ekki talið mig vera í hópi slíkra vegna þess að ég fann ekki til þeirrar stærðar í sjálfum mér sem það virtist finna fyrir í verkum sínum og sálarlífi. Auk þess var það af allt annari þjóðfélagsstétt en ég. En þegar ég fór til útlanda og kynntist listamönnum þar þá átti ég miklu meira sameiginlegt með þeim en íslenskum listamönnum vegna þess að þeim var það al- gjörlega eðlilegt að vera lista- menn. Þeir voru ekkert að brjóta heilann um stærð sína eð snilld. Þetta er bara lútherska - Sósíalisminn kemur töluvert við sögu ■ væntaniegri bók þinni, Leitin að landinu fagra? eins og Sverri Kristjánssyni og svo sérstaklega Halldóri Lax- ness. Hann var eiginlega eini maðurinn sem hafði greiðan að- gang að útlöndum hér á landi og þess vegna var ábyrgð hans miklu meiri en ábyrgð annarra. Þjóðin og hin kommúníska hreyfing gaf honum tækifæri til þess að kynn- ast umheiminum, eina mannin- um á íslandi í raun og veru. Og þá tók fólk, sérstaklega vinstrihreyf- ingin, of mikið mark á honum og hann gerði henni of mikið til hæf- is. Kjassaði hana eða talaði eins og hún vildi. Þannig eru menn ekki alltaf að gera góðverk held- ur eru þeir beinlínis að kaupa vin- áttu. Gjafmildi sem felst í því að maður tali eins og hinn gjafmildi vill er ekki gjafmildi heldur hrein kúgun. Hvenœr kemurðu sósíalismi? - Voru Sovétríkin þér framtíð- arríkið á þessum árum? Nei, ég hreifst aldrei þannig. Ég er ekki þess eðlis, ekki hrifningareðlisins. Trúarþörf mín er eiginlega engin. Þess vegna verð ég aldrei yfir mig hrifinn, ég veit ekki hvað það er. Ef ég finn fyrir þessu þá fer vitið strax í gang og fer að hafa hemil á hrifning- unni. En mannkynið þarf á útóp- íu að halda. Hún er ekki nein til- viljun, guðsríki er ekki nein til- viljun, sósíalisminn er ekki nein tilviljun, þetta er allt mannleg nauðsyn. Það sem er slæmt við þessa tíma er að vitið og vélaöldin og uppgötvun hins vélræna í fari mannsins hefur eyðilagt þessa útópíu, draumalandið, landið fagra. - í hinni væntanlegu bók þinni segir á einum stað: „því kartöflur í landinu fagra vaxi ósánar í snjó- sköflum og maður þurfi ekkert stalli hin gömlu goð. Það hefur ekki verið gert hér á landi á neinu sviði. Þeir sem leita að útópíunni eru oftast nær taldir vera vinstri- sinnar þó þeir séu það oft ekki. Þeir hafa ekki hrint sínum goðum af stalli. Þeir leggja ekki í það, þeir eru ekki byltingarsinnaðir. Og þeir geta ekki farið að leita að útópíu á meðan að gömlu góðu goðin eru á stalli. í Kína er búið að ýta gömlu köllunum af stalli, þessum gömlu köllum sem voru við völd og maður sá í kvikmynd- um með litlu stelpurnar fyrir aft- an sig og þær stýrðu þeim svona til og frá. Nú er búið að hrinda þeim köllum af stalli. En slíkt hefur ekki verið gert hér, þar sem ríkir umburðarlyndi gagnvart ell- inni og hinu úrelta. Þjóðir breiða ekki yfir hugarfar sitt með nýjum vélum. Ný vinstri- hreyfing Við beitum ekki viljanum, við erum ekki byltingarsinnar. Þess vegna veltum við aldrei neinu af stalli, eftir árið þúsund höfum við ekki gert slíkt. Við látum bara dauðann sjá um verkið. Fólk hér er endalaust við stjóm fyrirtækja eða á heimilum eða hvar sem er. Sami maðurinn við völd og það er kannski eitthvað að nöldra en það er aldrei gert neitt í því að ýta mönnum af valdastóli. En ég held að það verði að gera í sambandi við vinstrihreyfinguna. Ný vinstrihreyfing rís aldrei upp end- umýjuð fyrr en það hafa orðið einhvers konar ragnarök. Allt er dýrðlegt Þetta ættum við að vita af okk- ar menningararfi. En við höfum ekkert lært af honum þótt við séum alltaf að tala um Eddurnar Islendingar losna ekki við lútherskuna Viðtal við Guðberg Bergsson ítilefni af vœntanlegri útkomu nýrrar skóldsögu Tómas R. Einarsson skróði ekki verið fyrir hendi er mjög lík- legt að ég hefði ekki getað rofið hana. Þá hefði ég neyðst til að fylgja hefðinni. Stundum nægir ekki vilji einstaklingsins, þjóðfé- lagið þarf að taka þátt í að gera vilja hans að raunveruleika. - Um 1950 voru talsverðar hræringar í íslensku menningar- llfi, atómskáldin voru umdeild og myndlist var í mikilli gerjun. Náðu þessar öldur suður til Grindavíkur. Nei, en maður vissi um þessi skáld vegna þess að þarna var rit- höfundur sem hét Jóhann Péturs- son og hann bjó þar sem var kall- að út í Nesi. Stundum þegar mað- ur var að fara í frystihúsið þá voru þeir að koma með rútunni Steinn Steinarr, Sigfús Daðason og Hannes Sigfússon og voru að fara suðrí Nes að heimsækja Jóhann. Ég var ekki í neinum tengslum við þetta, ég sá þá bara í fjarlægð. En þegar ég kem hingað til Reykjavíkur, þá tek ég Vilhjálm bróður minn með mér og við göngum í svonefnt Listvinafélag sem Björn Th. Bjömsson var með þá og var í Ásmundarsal. Þá komst ég í raun og veru í tengsl við menningarlífið. Ég hafði fengið forsmekk að sósíalisma löngu áður en ég kom til Reykjavíkur, ég vanní skipa- smíðastöðinni í Ytri-Njarðvík, bróðir minn hafði lært skipasmíði og. þeir voru allflestir sósíalistar þar. - Hver var heimsmynd sósía- lista um miðja öldina? Heimsmynd sósíalismans hér hefur alltaf verið afskaplega þröng og hún hefur eiginlega byggst á trúarlífinu, trúarlífi lútherskunnar- skiptingu í góður og vondur. Það var líka hjá hægrisinnum, Bandaríkin voru góð og Rússland var vont. Hjá sósíalistunum var Rússland gott og Bandaríkin slæmt land. Þetta var ekkert í tengslum við sósíal- isma, það var beinlínis trúaratr- iði. Þetta er bara lútherska. Ég hef tekið eftir því að þeir sem skipta um trú hér og gerast kaþól- skir þeir eru lútherskir kaþólikk- ar. Islendingar losna ekki við lútherskuna. Þeir geta ekki séð blæbrigöi. Og þar sem ekki var til nein pólitík hugsun hér í landinu þá hreifst fólk af hrifn- ingunni. Það hreifst af hinum góðu ræðumönnum eins og Ein- ari Olgeirssyni, góðum penna fyrir ræktun þcirra að hafa“. Lífið átti að vera fyrirhafna- laust eins og skáldskapur. Spurt var aðeins; hvenær kemurðu sósíalismi? Og svo var lifað í drauminum um hann. Sósíalistar voru ekkert að hugsa um að gera byltingu, umbylta - vonin var bara huglæg, það voru aðrir sem áttu að gera eða höfðu gert bylt- ingu. Svo áttum við bara að njóta góðs af. Það var eins og í verka- lýðshreyfingunni, Dagsbrún átti að gera verkfall og svo áttu hinir að njóta góðs af. En nú hafa menn fundið út að það er miklu betra að láta bæjarstarfsmenn eða þá sem eru við valdakjarnann fara í verkfall því þeir geta stöðv- að þjóðfélagið. Og að því leyti hefur leiðtogurium fleygt fram, svona í taktíkinni. En ég veit ekki hvort niðurstaðan er nokkuð betri. - En er draumalandið dautt? Það er með útópíuna eins og guðdóminn, hún er alltaf eins og falinn eldur. - Er hún æskileg? Hún er bara ekki æskileg, hún er. Hitt er æskilegt að næra hana stöku sinnum, en til þess að ljá henni vængi þá þarf oft að fella af og sögurnar. Islendingar eru aldrei á verði gagnvart sjálfum sér. Þess vegna hugsa þeir: ég er dýrðleg vera, þetta land er dýrð- legt, allt er dýrðlegt. Það er kann- ski hægt að segja að það háfi ver- ið aðdáunarvert að lifa af hér á landi, en ég held að það hafi ekki verið neitt erfiðara en bara yfir- leitt í heiminum. Við höldum það vegna þess að við erum einangr- aðir, en skoðunin er bara van- þekking á lífsbaráttu annarra. Og það fyrirbrigði, t.d. að íslending- ar kunni ósköp af ljóðum og ann- að þvíumlíkt og slíkt sé einstætt, það er vitleysa. Fyrirbrigðið er algengt hjá fólki sem stundar kvikfjárrækt jafnvel í Afríku þar sem menn hafa ekki komist í nein kynni við íslendingasögurnar eða rímur eða í fjöllum á Spáni, þar eru til konur sem gætu verið að þylja ljóð allan guðslangan dag- inn. Þetta er bara einkennandi fyrir menn sem eru enn í tengsl- um við náttúruna. Síðan hverfur þetta hjá iðnaðarþjóðum. Kristmann og mancisminn - í greinum þínum hefur þér orðið tíðrætt um skortinn á heimspekilegri hugsun hér á landi. Hvaða áhrif hefur hann haft á íslenskar bókmenntir? Það hefur orðið á vissan hátt klofningur í hugarfari rithöfund- arins sem skáldar og rýnir í samfélagið um leið. Hann er ekki lengur þjóðfélagslega þenkjandi eins og hann var áður. Það er kannski allt í lagi en hið slæma við þessa þróun er að hinn helming- urinn, rýnandinn hefur ekki þroskast sjálfstætt. Maður tekur eftir samruna skáldskapar og hins þjóðfélagslega hjá mörgum eldri rithöfundum, t.d. í Nátttröllið glottir eftir Kristmann Guð- mundsson sem er afskaplega marxísk saga og Kristmann Guð- mundsson var einhver angi af marxískum höfundi. Á margan hátt miklu marxískari höfundur en Halldór Laxness. Ég get nú eiginlega ekki séð marxismann í hans ritum, hann er of mikill sögumaður til að verklag hans verði fyrir áhrifum frá einhverri fræðikenningu. Hjá Kristmanni kemur marxisminn miklu glöggar í ljós. En lesendur taka ekki eftir því vegna þess að þeir eru ekki frjálsir í hugsun. Það er búið að flokka fyrir þá og þeir fylgja þeirri flokkun. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þegar Nátttröll- ið er sprengt upp þá er fortíðin sprengd upp. Það er meiri bylt- ingarandií þeirri bók en í bókum eftir hina svokölluðu marxísku höfunda sem voru oft ekkert marxískir í verkum sínum. Þeir voru dálítið eins og kristnir menn, fylgdu einhverri stefnu en höfðu aldrei lesið biblíuna. Þegar ég var í Kennaraskólan- um fór ég í flokksskóla Sósíalist- aflokksins fyrir forvitnis sakir og Einar Olgeirsson stjórnaði hon- um. Og ég tók eftir því að hann hafði miklu meiri áhuga á bók- menntahlið stjórnmálanna eða verkanna heldur en hinni félags- legu hlið. Þegar hann var t.d. að tala um Decline and Fall of the Roman Empire, þá talaði hann um það hvað sú bók byrjaði á fallegan Mtt stílfræðilega séð. Hann virtist hafa meiri áhuga á fagurfræði verkanna heldur en hinni stjórnmálalegu hlið þeirra. Og samt var hann aðalstjóm- málamaður vinstrihreyfingarinn- ar. Frumstœða hliðin - Sumir lesendur þínir hafa kvartað yfir því að þú sért ekki nógu góður við sögupersónur þín- ar, þetta séu mjög neikvæðar mannlýsingar. Hvað segir þú sem skapari þessara persóna? Ef þeir segja þetta þá er það á vissan hátt flokkun í gott og illt. Sjálfur lít ég svo á að það séu talsvert margar hliðar á mínu fólki þannig að það sé ekki hægt að segja að þar séu einvörðungu neikvæðar hliðar, en það má kannski segja að þær séu of frum- stæðar. Að það sé lögð of mikil áhersla á hina frumstæðu hlið mannlífsins. Það er eins og hver önnur aðferð sem höfundurinn notar. Hann sýnir fmmstæðu hliðina og sýnir hvað hin frum- stæða hlið er margbrotin. Hið svonefnda frumstæða fólk er alls ekki eins frumstætt og fólk held- ur. Hinn menntaði maður er miklu miklu fábrotnari en hinn fmmstæði maður. En svo held ég líka að þetta séu vissar erfðir sem hafa orðið inn- lyksa hjá vinstri mönnum. Þeir vilja fá leiðsögn og þeir vilja sjá útópíuna í gegnum bækur og allt sem þeir verða fyrir. Meira að segja Kristinn É. Andrésson segir um Halldór Laxness að það sé ekki nógu mikil leiðsögn í hans bókum, leiðsögn til sósíalisma. Hann dirfist ekki að segja að það sé í raun og vem enginn sósíal- ismi í bókum Halldórs Laxness. Halldór hefur reyndar ekki verið leystur upp sem listrænn höfund- ur. Hann er miklu margbrotnari en þeir sem fjallað hafa um verk hans vilja vera láta, - það er á vissan hátt hans harmleikur að hafa orðið svona vinsæll. En ís- lenskir lesendur vilja fá þessa svonefndu leiðsögn, þeir vilja fara inn í einhvers konar vímu. Vilja að list sé einhvers konar vímugjafi. Þörfin fyrir vímuna er ansi mikil, en ég held að höfund- ar eigi ekki að leiða manninn inn í vímu. Ég held að höfundar eigi fremur að leiða manninn til fund- ar við sjálfan sig. Ef menn vilja fá vímu geta þeir farið í kirkju, í stjórnmál, eiturlyf, áfengi og annað þvíumlíkt. Það er miklu meiri og hreinni víma en sú sem listimar geta veitt þeim með viti sínu. Góðar verur - Það að þykja vænt um sögu- persónur sínar er þá náttúrlega ekki það sama fyrir þér og að búa til einhverjar... - góðar vemr! Neineineinei! Ef þú lítur á þjóðfélagið og okkar menningararf og jafnvel bara eðli mannsins, þá em hinar góðu ver- ur sjaldan elskaðar. Allt þjóðfé- lagið snýst um það að gera eitthvað fyrir vondu verurnar, gera eitthvað fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta er mjög áberandi í hinum svonefndu vel- ferðarþjóðfélögum. Þar em ótal sjúkrahús fyrir hina sjúku og fyrir þá sem farið hafa í áfengi, borið af „réttri" braut, en það er ekkert hugsað um góða fólkið. Þetta er það sem konunum svíður áka- flega mikið og er ein ástæðan fyrir þeirra uppreisn. Þær hafa ekki fengið þakklæti fyrir sitt starf. Það heftir verið vandamál móðurinnar alla tíð að hún fær ekki það þakkíæti, þá fullnægingu sem hún ætti 'að fá, fyrir sitt erfiði. Og því segja þeir sem telja sig vera góða: það er verið að taka af okkur í skatta til að bjarga áfengissjúklingum og öðmm, en það er ekkert gert fyrir okkur, gæðaskinninn. Tjúlluð fegurðarsýn - Þú ert þekktur sem góður sögumaður og enn frægari fyrir módernisma. Hvernig rekst þetta tvennt saman? Ég var að segja við mann um daginn að á Snæfellsnesi, þar sem faðir minn ólst upp, þar ríkir eiginlega hrein, tjúlluð fegurðar- sýn eða óraúnsæi, en í Grindavík er alveg snarvitlaust raunsæi, of- trú á hið áþreifanlega. Á Snæ- fellsnesi er oftrú á hugarflugið eða óraunvemleikann. Breiða- fjörðurinn er afskapalega fagur og þess vegna er eðlilegt að fólk sé þar óeðlilega mikið uppi í skýj- um og óraunvemleika. Aftur á móti í Grindavík blasir raunvem- leikinn við og eðlilegt að menn búi þar í „óeðlilega“ miklum raunvemleika. En oft þegar mað- ur er í of miklum raunvemleika þá fær vemleikinn á sig heillandi óraunvemleika blæ. Eg held að það hafi haft talsvert mikil áhrif á mig að búa við þetta tvennt og það er sennilega þess vegna að mínar bækur em eins og þær eru. 10 SlÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 20. október 1985 Sunnudagur 20. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.