Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 12
skuldir
fólks
þjóða
Birgir Árnason hagfræðingur: Ég held að þessi hugmyndafræðilega nýsköpun sé hafin...
BirgirÁrnason, sem drakk
kaffi meö Þjóðviljamanni í tví-
gang og óf þráðinn í þetta
spjall, er ísfirskur að uppruna
(í ætt við Jón „þjóðhaga" Sig-
urðsson) og vinstrisinnaður í
viðmóti. Hann er sigldur í sín-
um fræðum, nam hagfræðina
íBandaríkjunum, þarsem
hann lagði einnig stund á
stærðfræði, eðlisfræði og
verkfræði. Birgir hefur að und-
anförnu unnið á Þjóðhags-
stofnun, m.a. viðframtíðar-
könnunina, að gerð þjóðhags-
áætlunar og lagt hönd á plóg í
hagrænumjarðvegi
stjórnmálanna. Hann ætlar
annað hvort að halda áfram á
þessari braut eða hverfa vest-
ur um haf eftir áramótin til
frekara hagfræðináms.
Nýverið fundaði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu. Helsta
umræðuefnið á þeim fundi voru
skuldavandræði þróunarríkja.
Tillaga Bandaríkjamanna til
lausnar þeim vanda er að fjöl-
þjóðlegir viðskiptabankar láni
þróunarríkjum meira fé, væntan-
lega á ofurkjörum, til að þau geti
borgað vexti og afborganir. Síðan
er Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
ætlað að sjá um að skuldug þró-
unarríki reki þá efnahagspólitík
heimafyrir sem innan tíðar geri
þeim kleift að standa í skilum upp
á eigin spýtur. Þetta þýðir að
sjálfsögðu ekki annað en að ör-
snautt fólk í mörgum löndum
þriðja heimsins á að herða sult-
arólina um eitt, tvö og þrjú göt.
Og, í þessum löndum er sultaról-
in ekki líkingamál sem haft er í
flimtingum. Ég held að ríkis-
stjómir Vesturlanda, einkum
Bandaríkjastjórn, ættu að
skammast sín og hundskast til að
afskrifa hluta af erlendum
skuldum þróunarríkja, því hvað
sem segja má um ágæti hagstjóm-
ar í einstökum ríkjum þriðja
heimsins undanfarin 10-15 ár, er
víst að iðnríkin eiga stóra sök á
því í hvert óefni er komið. Gífur-
legur fjárlagahalli í Bandaríkjun-
um og aðhaldssöm peningamála-
stjóm beggja vegna Atlantshafs-
ins hafa gert vexti á alþjóðlegum
fjármagnsmarkaði hærri en áður
hafa þekkst. En á sama tíma og
skuidugum þróunarríkjum er
lífsnauðsyn að afla sér útflutn-
ingstekna torvelda iðnríkin þeim
það með allra handa höftum. í
raun tíðkast frjáls alþjóðavið-
skipti eingöngu á milii ríkra
þjóða. Það sem að þróunarríkj-
unum snýr era oft og tíðum óyf-
irstíganlegir tollmúrar. Þetta er
ekki annað en eitt af nýmörgum
dæmum um tvískinnung ráðandi
afla á Vesturlöndum um frelsið
og kosti þess. Auðvitað er
skömm að því þegar verkalýðs-
hreyfíngin ljær stuðning við slíkt.
Erlendar skuldir
íslendinga
Þótt erlendar skuldir íslend-
inga séu ákaflega miklar er af og
frá að við séum í flokki með
skuldugum þróunarríkjum í því
efni. Við höfum undantekningar-
laust staðið í skilum á undanförn-
um áram og fyrir vikið njótum
við mikils lánstrausts í útlöndum,
hvað sem líður forsíðufréttum
Morgunblaðsins um hið gagn-
stæða. Núna vill ríkisstjómin
leggja allt kapp á að greiða er-
lendu skuldimar niður á þeirri
forsendu að sjálfstæði þjóðarinn-
ar sé stefnt í voða aukist þær að
mun. Þetta er venjuleg hunda-
lógík. Það er á okkar hendi hvað
við gerum varðandi erlendu
skuldimar, hvort við kostum
kapps um að greiða þær niður,
aukum þær að mun eða förum
einhvem veg þar á milli. Því er
ekki að neita að það er dýrt að
skulda mikið í útlöndum, sérstak-
lega þegar vextir eru eins háir og
raun ber vitni. En það væri ekki
síður dýrt að minnka skuldirnar í
bráð. Ékkert nema aðför að lífs-
kjöram fólks í víðustum skilningi
dugir til þess. Laun verða að
lækka, draga verður úr ríkisút-
gjöldum og þar með opinberri
þjónustu á flestum sviðum og til
að kóróna allt saman verður að
fresta margvíslegum fram-
kvæmdum, sem era forsenda
þess að hægt verði að lifa
mannsæmandi lífi á íslandi í
framtíðinni. Satt að segja kem ég
ekki auga á neina skynsamlega
ástæðu fyrir því að fara svona að.
Skuldimar hafa verið að safnast
upp í áratugi og með réttu ætti
það að taka jafnlangan tíma að
greiða þær niður. Mér sýnist helst
að skýringin á þessu sé sú að er-
lendu skuldirnar séu nærtækasta
vopn sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fundið til að halda áfram
árásum sínum á það velferðar-
þjóðfélag, sem við lýði er á ís-
landi, nú þegar nokkuð hefur
hægt á verðbólgu.
Vandi
húsbyggjenda
Langvarandi óráðsía í fjárfest-
ingarmálum er án efa ein helsta
ástæðan fyrir því hvað við
skuldum mikið í útlöndum. Það
hefur verið fjárfest of mikið í
sjávarútvegi, landbúnaði og sér-
staklega orkukerfinu á síðustu
árum og áratugum. Auk þess
fengu heilu kynslóðirnar íbúðir
sínar því sem næst gefins til
skamms tíma. Ég held að þessari
Anað
yfirýmsar
haglendur,
myrkarog
misfrjóar,
með
" Birgi
Árnasyni
hag-
frœðingi
veislu sé lokið þótt timburmenn-
irnir séu eftir. Stór spurning í því
sambandi er hver á að taka þá út.
Enginn er ofsæll með það að eiga
þak yfir höfuðið en vandséð er
hvernig venjulegt fólk á að fara
að því að koma yfir sig húsi við
núverandi aðstæður. Ég held að
vextirumfram verðbóigu, þ.e. já-
kvæðir raunvextir, séu nauðsyn-
legir og að allt of seint hafi verið í
rassinn gripið í því efni. Húsnæð-
islánakerfið ætti að vera þannig
að fólk fengi langstærsta hluta
fbúðaverðsins lánaðan til langs
tíma, 25-40 ára, með lágum raun-
vöxtum, 2-3% á ári. Varðandi þá
sem staðið hafa í baslinu síðustu
árin er sjálfsagt að breyta bank-
askuldunum í löng lán í miklu
ríkara mæli en gert hefur verið.
Hvernig á að afla fjár til þess
arna? Til greina kæmi að leggja
nefskatt á alla þá sem náð hafa 40
ára að aldri eða þar um bil en
eðlilegasta leiðin finnst mér vera
sú að leggja á stífan eignaskatt,
því að þeir sem eiga eitthvað að
ráði umfram skuldir í þessu
þjóðfélagi komu höndunum yfir
það að veralegu leyti fyrir til-
stuðlan verðbólgu.
Um hagfrœði
og stjórnmál
Jú, það er alveg rétt að skoðan-
ir eru mjög skiptar meðal hag-
fræðinga um flest milli himins og
jarðar. Kemur það til af ýmsum
ástæðum. Fyrst verður að nefna
að ekki aðhyllast allir hagfræð-
ingar sömu kenninguna um gang
efnahagsstarfseminnar, heldur
skiptast þeir í alls konar hópa og
klíkur. Það er hins vegar rétt að
bróðurparturinn af vestrænni
hagfræði og þá á ég við þá hag-
fræði sem flestir íslenskir hag-
fræðingar hafa lært, hvort sem
þeir vinna hjá Þjóðhagsstofnun,
Seðlabankanum, Vinnuveitend-
asambandinu, eða þá ASÍ, sækir
uppsprettu sína í hugmyndafræði
sigursællar borgarastéttar á átj-
ándu og nítjándu öld. Hagfræð-
ingar sldlja því alla jafnan hver
annan þegar þeir tala saman, en
þeir eiga auðvitað auðveldast
með að flytja og verja málstað
þeirra sem mestu ráða á mark-
aðnum. Vinstrisinnaðir hagfræð-
ingar, og ég tel sjálfan mig í þeim
hópi, eiga úr dálítið vöndu að
ráða. Mér og mörgum fleiri hrýs
hugur við þeim siðaboðskap
markaðshyggjunnar að mest sé
best án tillits til nokkurs annars
sem gerir eitt þjóðfélag fallegt og
gott; jöfnuður, sanngimi og rétt-
læti eru þar á meðal en ekki síður
frelsi og lýðræði. Við eigum hins
vegar ekki fullmótað kenninga-
safti til að tefla á móti markaðs-
hyggjunni. Sú allsherjarskipu-
lagning sem einu sinni átti að
leysa manninn úr viðjum
markaðsaflanna kemur ekki til
greina lengur. Það þýðir samt
ekki að við eigum engra annarra
kosta völ en gefast upp.
í fyrsta lagi getum við ítrekað
aftur og aftur hversu lítið jarð-
samband markaðshyggja hefur í
raun og vera. Sú kenning að
öllum famist best ef hver og einn
hugsar bara um sig var skemmti-
lega mótsagnakennd á dögum
Adams Smith en hefur núorðið
nánast ekkert með raunvera-
leikann að gera. í öðra lagi eigum
við að stuðla að og taka þátt í
hugmyndafræðilegri nýsköpun á
vinstri væng stjómmálanna.
Efnahagsmál verða ekki skilin frá
öðram málefnum þjóðfélagsins;
hafi maður skoðun á því hvemig
þjóðfélagi maður vill búa í hefur
maður jafnframt skoðun á því
hvemig á að haga efna-
hagsmálunum. Sem dæmi má
nefiia að vilji maður jöfnuð og
öryggi í samfélagi sem byggir að
einhverju leyti á markaðsbúskap
verður maður að sætta sig við um-
talsverða skattlagningu hins op-
inbera og þar með mikil afskipti
ríkisvaldsins af efnahagslífinu;
telji maður lýðræði og frelsi, í
þeirri merkingu að fólk fái ein-
hverju ráðið um umhverfi sitt og
þær aðstæður sem það lifir við,
æskilega þætti í þjóðfélags-
gerðinni er maður í raun að fara
fram á atvinnulýðræði í einhverri
mynd, en ekki bara kosningar á
fjögurra ára fresti. Ég held að
þessi hugmyndafræðilega ný-
sköpun sé hafin, þótt hennar gæti
lítið enn sem komið er í íslensk-
um stjómmálum, nema helst í
margháttuðum klofningi vinstri-
hreyfingarinnar. Ég geri mér hins
vegar vonir um að á þessu verði
breyting kannski ekki á morgun
eða hinn en fljótlega upp úr því,
sagði Birgir og það mátti sjá
þjóðhagsblik f augum hans um
leið og hann saup af kaffifantin-
um á Granda. Og þá tókum við
upp gáleysislegra tal.
-óg
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. október 1985